Tannsmíðanemar kynntu lokaverkefni sín
Tannsmíðanemar á þriðja ári við Tannlæknadeild Háskóla Íslands kynntu lokaverkefni sín þann 2. maí sl. í Læknagarði. Nemarnir héldu stuttan fyrirlestur um verkefni sín ásamt því að sitja fyrir svörum. Viðfangsefnin voru af ýmsum toga en lokaverkefnin og höfundar þeirra eru:
Notkun á stuðningsgómum og -skinnum að lokinni tannréttingu og upplifun sjúklinga
eftir Brynjar Sæmundsson
Starfstengdir sjúkdómar tannsmíða. Um heilsu tannsmiða og aðbúnað á vinnustöðum
eftir Alexander Nökkva Baldursson
Viðbrögð og verkferlar starfsfólks í íþróttamiðstöðvum við tann- og munnáverkum á slysstað
eftir Ester Rut Þórisdóttur og Jóhönnu Friðriksdóttur
Þjónustukönnun á Tannlæknadeild Háskóla Íslands; viðhorf og reynsla sjúklinga af þjónustu Tannlæknadeildar Háskóla Íslands
eftir Thelmu Huldu Símonardóttur
Við óskum þeim öllum góðs gengis í framtíðinni.