10. apríl 2017
Svanhvít Dröfn varði meistaraverkefni sitt
Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir gengst undir meistarapróf í lýðheilsuvísindum við Tannlæknadeild þann 6. apríl 2017. Verkefnið bar heitið: „Samsvörun milli alvarleika tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/S) og tannátu í lykiltönnum“.
Umsjónarkennari Svanhvítar var dr. Inga B. Árnadóttir, prófessor við Tannlæknadeild. Aðrir í meistaraprófsnefnd voru dr. Sigurður Rúnar Sæmundsson dósent og dr. Thor Aspelund, prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum.
Prófdómarar voru dr. Peter Holbrook prófessor og Vilhelm G. Ólafsson lektor. Prófstjóri var dr. Teitur Jónsson dósent.