Hjúkrunarfræðinemar kynntu lokaverkefni til BS prófs
Lokaverkefnisdagur BS-nema við Hjúkrunarfræðideild var haldinn 24. maí síðastliðinn í Eirbergi. Alls kynntu 79 nemendur lokaverkefni sín, sem voru 41 talsins, í átta málstofum.
Helga Jónsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, hóf dagskrána. Fulltrúar afmælisárganga hjúkrunarfræðinga, Eygló Ingadóttir og Guðný Anna Arnþórsdóttir, fluttu einnig ávörp.
Þá gaf 20 ára afmælisárgangur Hjúkrunarfræðideild peningagjöf, til minningar Sigríðar Pálsdóttur, fyrir kaup á tæknibúnaði fyrir Færnisetrið.
Sunneva Björg Gunnarsdóttir lokaði dagskránni með ávarpi fyrir hönd 4. árs nema.
Viðurkenningar fyrir vel unnin verkefni hlutu:
Edda Rún Kjartansdóttir og Þórunn Hrönn Ragnarsdóttir, fengu viðurkenningu fyrir áhugavert og vel unnið BS-lokaverkefni í hjúkrunarfræði, fyrir verkefnið „Neyslurými. Af hverju og hvernig?“. Leiðbeinendur voru Páll Biering og Helga Sif Friðjónsdóttir
Aldís Hauksdóttir og Þórdís Edda Hjartardóttir, fengu viðurkenningu fyrir áhugavert og vel unnið BS-lokaverkefni í hjúkrunarfræði, fyrir verkefnið „Reynsla heilbrigðisstarfsfólks sem sinna inniliggjandi einstaklingum með starfræn einkenni frá taugakerfi: Þverfagleg rýnihópaviðtöl“. Leiðbeinendur voru Marianne E. Klinke, Helga Jónsdóttir og Guðbjörg Þóra Andrésdóttir
Elín Björnsdóttir og Þórhildur Briem, fengu viðurkenningu fyrir vinnu við markaðssetningu náms í hjúkrunarfræði veturinn 2016 - 2017.