Skip to main content
24. maí 2018

Hjúkrunarfræðinemar kynntu lokaverkefni í til BS prófs í dag

Lokaverkefnisdagur BS-nema við Hjúkrunarfræðideild var haldinn í dag 24. maí í Eirbergi. Alls kynntu 63 nemendur lokaverkefni sín, sem voru 34 talsins, í átta málstofum. 

Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, hélt ávarp. Fulltrúi afmælisárganga hjúkrunarfræðinga, Rannveig J. Jónsdóttir, flutti einnig ávarp.

Hrönn Hilmarsdóttir lokaði dagskránni með ávarpi fyrir hönd 4. árs nema. 

Viðurkenningar 

Anna Kristín Gunnarsdóttir og Eyrún Catherine Franzdóttir hlutu viðurkenningu fyrir áhugavert og vel unnið lokaverkefni sem bar heitið „Áhrif nálastunga á tóbaksnotkun - Fræðileg samantekt“. Leiðbeinandi var Þóra Jenný Gunnarsdóttir.

Theja Lankathilaka hlaut einnig viðurkenningu fyrir áhugavert og vel unnið lokaverkefni. Það heitir „Forprófun á endurskoðuðum PIPP-R við verkjamat nýbura á nýburagjörgæslu á Íslandi." Leiðbeinendur voru Guðrún Kristjánsdóttir og Sigríður María Atladóttir.

Theja Lankathilaka, Eyrún Catherine Franzdóttir og Anna Kristín Gunnarsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir lokaverkefni sín.