Læknanemar fá tækifæri til þess að fara í mánuð til Tartu á styrk
Læknadeildir Háskólans í Tartu og Háskóla Íslands hafa hlotið svokallaðan ESB/EES mobility styrk en Þór Eysteinsson, prófessor við Læknadeild, og kollegar hans sóttu um styrkinn fyrir hönd HÍ. Styrkurinn er veittur til tveggja ára og um er að ræða mánaðardvöl læknanema við rannsóknaverkefni sem snúast um athuganir á módelum af sjúkdómum eins og Alzheimer og Wolfram-heilkennum o.fl. í músum.
Þegar er búið að skipulegga 14 verkefni og eru 5 þeirra hér við Læknadeild fyrir læknanema frá Eistlandi en 9 fyrir íslenska læknanema sem fara til Tartu. Styrkirnir eiga að dekka ferðakostnað og fleira og tíminn til farar er sveigjanlegur, frá janúar 2020 til ágústmánaðar 2021. Þeir sem hyggjast fara utan á næsta ári þurfa að sækja um fyrir miðnætti þann 6. desember næstkomandi. Verkefnin í Eistlandi eru leidd af dr. Miriam Ann Hickey og dr. Moniku Jurgenson, og þær hafa komið upp slíkum dýramódelum og fyrirtaks rannsóknaraðstöðu og aðferðum.