Um setrið Jarðvísindi og málvísindi eru megináherslan í starfsemi Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Breiðdalsvík. Helstu verkefni setursins lúta að rannsóknum og miðlun rannsóknarniðurstaðna, kennslu og leiðbeiningu framhaldsnema í jarðvísindum. Starfsemi setursins byggir á grunni Breiðdalsseturs, sem starfrækt hefur fræða- og menningarsetur í Breiðdal um árabil. Á setrinu er haldið úti öflugu fræðslustarfi fyrir almenning, m.a. með sýningum í samstarfi við Breiðdalssetur og samstarfi við grunn- og leikskóla í nágrenninu. Haustið 2020 undirrituðu Jón Atli Benediktsson, rektor, og Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, samstarfssamning um eflingu rannsókna á sviði jarðvísinda á Austurlandi og aukinn hlut stofnunarinnar í þeim rannsóknum sem unnar eru á svæðinu. Háskólinn og Náttúrufræðistofnun fjármagna sameiginlega starf verkefnisstjóra við setrið. Á setrinu er haldið utan um borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands. Útgefið efni 2022 Kleine B.I., Stefánsson A., Zierenberg R.A., Jeon H., Whitehouse M.J., Jónasson K., Fridleifsson G.Ó. & Weisenberger T.B. (2022) Sulfate (re-)cycling in the oceanic crust: Effects of seawater-rock interaction, sulfur reduction and temperature on the abundance and isotope composition of anhydrite. Geochimica et Cosmochimica Acta, 317, 65-90 (doi: 10.1016/j.gca.2021.10.016). 2021 Montanaro C, Mortensen A.K., Weisenberger T.B., Dingwell D.B. & Scheu B. (2021) Stratigraphic reconstruction of the Víti breccia at Krafla volcano (Iceland): insights into pre‑eruptive conditions priming explosive eruptions in geothermal areas. Bulletin of Volcanology, 83(11), 81 (doi: 10.1007/s00445-021-01502-y). Nelson C.J., Jacobson A.D., Kitch G.D. & Weisenberger T.B. (accepted 09/2021) Large calcium isotope fractionations by zeolite minerals from Iceland. Communications Earth & Environment, 2 (1) (doi: 10.1038/s43247-021-00274-9). Fosu B., Ghosh P., Weisenberger T.B., Spürgin S. & Viladkar S.G. (2021) A triple oxygen isotope perspective on the origin, evolution, and diagenetic alteration of carbonatites. Geochimica et Cosmochimica Acta, 299, 52-68 (doi: 10.1016/j.gca.2021.01.037). Sýningarstarfsemi Á rannsóknasetrinu er haldið úti sýningum um ýmsa þætti vísindanna í samstarfi við Breiðdalssetur. Sumarsýning ársins 2022 ber heitið Borkjarnar: Skyggnst undir yfirborðið og er samstarfsverkefni rannsóknasetursins og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Á sýningunni geta gestir skoðað úrval áhugaverðra borkjarna og kynnt sér notagildi þeirra við vísindarannsóknir og í ýmsum iðnaði. Sérstakt barnahorn er á sýningunni með skemmtilegum verkefnum fyrir yngstu jarðfræðingana. Á fastasýningu setursins er hægt að skoða úrval fallegra steina sem fanga fjölbreytta jarðfræði Austurlands og kynna sér ævi og störf tveggja merkra vísindamanna með sterk tengsl við Breiðdal, þeirra George Walker og Stefáns Einarssonar. George Walker var einn fremsti eldfjallafræðingur 20. aldarinnar. Hann vann brautryðjendarannsóknir á jarðsögu Íslands á Austurlandi, kortlagði meðal annars hina fornu Breiðdalseldstöð og renndi stoðum undir flekakenninguna. Breiðdælingurinn Stefán Einarsson var prófessor í málvísindum við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann var afkastamikill og fjölhæfur fræðimaður, einkum á sviði hljóðfræði og bókmenntafræði, og sennilega hefur enginn fyrr og síðar kynnt Ísland og íslenskar bókmenntir jafn ítarlega fyrir enskumælandi heimi. Opnunartímar Vetraropnun (sept 2022 – maí 2023): Engir fastir opnunartímar. Starfsfólk er yfirleitt á staðnum milli 10:00–16:00 á virkum dögum og gestir eru ávallt velkomnir. Einnig er hægt að bóka heimsókn á öðrum tíma með því að senda línu á mariahg@hi.is eða hringja í síma 525-5341. Aðgangur ókeypis, öll velkomin. Gagna- og munasöfn Rannsóknasetur HÍ á Breiðdalsvík og Breiðdalssetur ses. bjóða fræðafólk velkomið að nýta sér skjala- og munasöfn jarðfræðingsins George P. L. Walkers og málvísindamannsins Stefáns Einarssonar til rannsókna. Fyrir neðan má sjá yfirlit yfir safnkost beggja safna, sem tilheyra Breiðdalssetri. Einnig er hægt að finna heimildaskrár með útgefnum verkum þeirra. Í maí 2021 tók Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík við umsjón skjala- og munasafna málvísindamannsins og bókmenntafræðingsins Stefáns Einarssonar og jarðfræðingsins George P.L. Walker, sem tilheyra Breiðdalssetri ses. og höfðu áður verið í umsjón starfsfólks Breiðdalsseturs. Umsjón með söfnunum fer fram í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík sem fyrr. Rannsóknasetrið tekur fagnandi á móti gestum í sýningarrými um Stefán Einarsson og George Walker, sem leika lykilhlutverk í sýningarstarfsemi setursins. Rannsóknasetrið býður fræðafólk velkomið að nýta sér skjala- og munasöfnin til rannsókna. Samantekt á safnkostinum fylgir á næstu blaðsíðum. Stafræn afrit hafa verið gerð af mörgum skjalanna. Hafið gjarnan samband við starfsfólk rannsóknasetursins ef þið hafið áhuga á að skoða skjala- og munasöfnin. Stefán Einarsson: Útgefin verk George P.L. Walker: Útgefin verk Ritaskrárnar fyrir Endnote Safn Stefáns Einarssonar Tegund efnis Auðkenni Fjöldi kassa Sendibréf A 2 Teikningar og ljósmyndir B 2 Hljómplötur (vínyl) C 3 Bækur D 1 Persónuleg skjöl og munir, þ.á.m. prófskírteini, munir úr einkaeigu, húsgögn, listaverk E 4* Hljóðupptökur sem Stefán gerði í rannsóknaskyni, varðveittar á geisladiskum F 1 * 4 kassar og fjöldi muna sem ekki eru varðveittir í kössum Safn George P.L. Walker Tegund efnis Auðkenni Fjöldi kassa Feltbækur, skýrslur og kort frá Íslandi A 9 Þunnsneiðar B 5 Vísindaleg sýni, einkum berg og aska C 110 Áhöld til vísindarannsókna, m.a. smásjár og feltbúnaður D 5 Endurprent vísindagreina eftir Walker E 12 Vinnuskjöl, þ. á m. feltgögn annars staðar frá en frá Íslandi, sendibréf, kort, kennsluefni, handrit og listar F 21 Bækur G 28 Munir úr einkaeigu, þ. á m. dagbækur, prófskírteini, sendibréf, frímerki, fatnaður, minnispunktar H 17 Ýmislegt, m.a. landabréf, sigtaspjöld, óflokkað efni J 6 Ljósmyndir, skyggnumyndir og negatívur K 13 Myndbandsupptökur á 8 & 16 mm filmu L 82*† Vísindagreinasafn GPLW M 3485* Vísindagreinasafn GPLW S 773* Endurprentasafn GPLW N 111* Hawaii, bulletin 1935-1960 Jökull, tímarit 1988-1992 * Fjöldi gripa † Varðveitt í Kvikmyndasafni Íslands Starfsfólk Arna Silja JóhannsdóttirAðstoðarmaðurarnasilja [hjá] hi.is María Helga GuðmundsdóttirVerkefnisstjóri5255341mariahg [hjá] hi.is Hér erum við Gamla kaupfélagið 760 Breiðdalsvík Sími: 525 5341 Netfang: mariahg@hi.is Facebook Ensk vefsíða setursins Náttúrufræðistofnun Íslands Breiðdalssetur ses. facebooklinkedintwitter