Skip to main content
23. júní 2022

582 brautskrást frá deildum Heilbrigðisvísindasviðs

582 brautskrást frá deildum Heilbrigðisvísindasviðs - á vefsíðu Háskóla Íslands

Brautskráning kandídata í grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal (nýju Laugardalshöllinni) laugardaginn 25. júní.

Brautskráningunni verður skipt í tvær athafnir líkt og undanfarin ár og að þessu sinni er hún opin bæði brautskráningarkandídötum og gestum þeirra (tveir gestir að hámarki með hverjum kandídat).

Fyrri athöfnin verður kl. 10 en þá taka nemendur í grunn- og framhaldsnámi við Félagsvísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið við skírteinum sínum.

Síðari athöfnin hefst kl. 13.30 en þá taka nemendur í grunn- og framhaldsnámi við Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið og Menntavísindasvið við skírteinum sínum.

Alls útskrifast 582 af Heilbrigðisvísindasviði og er skiptingin milli deilda og námsleiða eftirfarandi:

Hjúkrunarfræðideild

Alls útskrifast 126 frá deildinni, þarf af 50 úr framhaldsnámi og 76 úr grunnnámi.

  • MS-próf í ljósmóðurfræði: 3 
  • MS-próf í ljósmóðurfræði til starfsréttinda: 12 
  • Viðbótar- og starfsréttindanám – sérsvið hjúkrunar skurðhjúkrun: 9 
  • Viðbótar- og starfsréttindanám – sérsvið hjúkrunar svæfingahjúkrun: 8 
  • Diplómanám í hjúkrun langveikra: 5 
  • Þverfræðilegt diplómanám í kynfræði: 2 
  • Diplómanám í hjúkrunarstjórnun með áherslu á rekstur og mannauðsstjórnun: 2 
  • Diplómanám í hjúkrunarstjórnun forystu og verkefnastjórnun: 1  
  • MS-próf í hjúkrunarfræði: 8 
  • BS-próf í hjúkrunarfræði: 76 

Lyfjafræðideild

Alls útskrifast 43 frá deildinni, þar af 17 úr framhaldsnámi og 26 úr grunnnámi.

  • MS-próf í lyfjafræði: 17

  • BS-próf í lyfjafræði: 26 

Læknadeild

Alls útskrifast 210 frá deildinni, þar af 115 úr framhaldsnámi og 95 úr grunnnámi.

  • MS-próf í geislafræði: 1 
  • MS-próf í lífeindafræði: 8 
  • MS-próf í líf- og læknavísindum: 5 
  • MS-próf í sjúkraþjálfun: 27
  • MS-próf í talmeinafræði: 9 
  • MS-próf í líftölfræði: 1
  • MPH-próf í lýðheilsuvísindum: 3 
  • Kandídatspróf í læknisfræði: 31 
  • Viðbótardiplóma í geislafræði: 9 
  • Viðbótardiplóma í lífeindafræði: 2  
  • Viðbótardiplóma í lýðheilsuvísindum: 19 
  • BS-próf í geislafræði: 22 
  • BS-próf í lífeindafræði: 16 
  • BS-próf í læknisfræði: 56 
  • BS-próf í sjúkraþjálfunarfræði: 37 
  • Grunndiplóma í heilbrigðisgagnafræði: 20 

Matvæla- og næringarfræðideild

Alls útskrifast 29 frá deildinni, þar af 11 úr framhaldsnámi og 18 úr grunnnámi.

  • MS-próf í matvælafræði: 3 
  • MPH-próf í lýðheilsuvísindum: 1
  • MS-próf í næringarfræði: 2 
  • MS-próf í klínískri næringarfræði: 2 
  • MS-próf í heilbrigðisvísindum: 2
  • MS-próf í iðnaðarlíftækni: 1
  • BS-próf í matvælafræði: 2 
  • BS-próf í næringarfræði: 16 

Sálfræðideild

Alls útskrifast 162 frá deildinni, þar af 32 úr framhaldsnámi og 130 úr grunnnámi.

  • MS-próf í hagnýtri sálfræði: Klínísk sálfræði: 19
  • MS-próf í hagnýtri sálfræði: Megindleg sálfræði: 3 
  • MS- próf í hagnýtri sálfræði: Félagsleg sálfræði: 3
  • MS-próf í hagnýtri atferlisgreiningu: 4
  • Viðbótardiplóma í hagnýtri atferlisgreiningu: 2 
  • MS-próf í umhverfis- og auðlindafræði: 1
  • BS-próf í sálfræði: 130 

Tannlæknadeild

Alls útskrifast 12 frá deildinni, þar af 12 úr framhaldsnámi og 5 úr grunnnámi.

  • Cand.odont. próf í tannlæknisfræði: 7 
  • BS-próf í tannsmíði: 5 
582 brautskrást frá deildunum sex innan Heilbrigðisvísindasviðs.