Skip to main content
31. október 2022

Ræðir um aðlögun hag-, umhverfis- og orkukerfa vegna loftslagsbreytinga

Ræðir um aðlögun hag-, umhverfis- og orkukerfa vegna loftslagsbreytinga - á vefsíðu Háskóla Íslands

Dr. Óskar Sigvaldason, byggingarverkfræðingur og fyrrverandi forstjóri aþjóðlega verkfræðiráðgjafafyrirtæksins Acres International, heldur erindi í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 2. nóvember kl. 12. Yfirskrift erindisins er „Climate Change and Transformations of Economic, Environmental and Energy System“.

Ein helsta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir er að draga úr áhrifum veðurfarsbreytinga og hnattrænnar hlýnunar. Þetta krefst m.a. umfangsmikillar aðlögunar hag-, umhverfis- og orkukerfa heimsins með  tilheyrandi kostnaði. Þetta er flókið verkefni sem kallar á umbreytingu nær allra þátta samfélaga heimsins.

Óskar Sigvaldason starfaði um árabil hjá alþjóðlega verkfræðiráðgjafarfyrirtækinu Acres International og var forstjóri þess í tæpan  áratug. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum orkuverkefnum um allan  heim og leitt áætlanagerð um orkumál fyrir ýmis ríki. Hann var  meðlimur í World Energy Council’s Studies Committee um árabil og forstjóri og stjórnarformaður Energy Council of Canada. Hann stýrði  umfangsmikilli rannsókn um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kanada. Um þessar mundir vinnur hann að þróun  aðferðafræði fyrir umbreytingu hagkerfisins, minni losun gróðurhúsalofttegunda, umbreytingu orkukerfa og þróun tæknilausna með það  að markmiði að Kanada nái jafnvægi í umhverfismálum um miðja  öldina.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og fer fram á ensku.

Oskar Sigvaldason