Skip to main content
14. janúar 2015

Nýir nemendur í hjúkrunarfræði

""

Í vikunni hófu nýir nemendur nám á fyrsta ári í hjúkrunarfræði. Alls þreyttu 130 nemendur samkeppnispróf í desember síðastliðnum og stóðust 76 lágmarkskröfur til að hefja nám við Hjúkrunarfræðideild. Hæstu einkunn, 8,91, hlaut Eyrún Catherine Franzdóttir og var henni færð viðurkenning á sérstökum fundi með nýnemum í Eirbergi 13. janúar síðastliðinn. 

 

""
""
Eyrún Catherine Franzdóttir t.h. ásamt Helgu Jónsdóttur forseta Hjúkrunarfræðideildar
Nemendur við Hjúkrunarfræðideild.