Þjóðfræði
Þjóðfræði
BA gráða – 180 einingar
Þjóðfræðin rannsakar daglegt líf og daglegt brauð: sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhætti, trú og tónlist, siði og venjur, hátíðir og leiki, föt, tísku og matarhætti um heim allan. Áhersla er lögð á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft og hvernig fólk talar saman og lifir í samfélagi hvert við annað. Þjóðfræðin er kennd í staðnámi, fjarnámi og netnámi.
Skipulag náms
- Haust
- Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði
- Vinnulag í félagsfræði, mannfræði og þjóðfræði
- Inngangur að þjóðfræði
- Vor
- Rokkar og stokkar og reður í krús: Söfn og fræði
- Söfnun þjóðfræða
- Efnismenning og samfélag: Hlutirnir, heimilið, líkaminn
Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði (ÞJÓ104G)
Í námskeiðinu verður þjóðsagnafræði kynnt sem sérstök grein innan þjóðfræðinnar. Fjallað verður um helstu kenningar um uppruna, einkenni og útbreiðslu þjóðsagna, hlutverk þeirra í samfélögum, söfnun, skráningaraðferðir og varðveislu. Meðal fræðimanna sem hér koma við sögu eru Antti Aarne, Inger M. Boberg, Bruno Bettelheim, Linda Dégh, Stith Thompson, Timothy Tangherlini og Alan Dundes. Þá verður gerð grein fyrir helstu flokkum munnmæla og fjallað sérstaklega um formgerð og greiningu þjóðsagna og ævintýra í ljósi helstu kenninga þar um, þ.á m. Algirdas Greimas, Bengts Holbek, Max Lüthis, Axels Olriks og Vladimirs Propps.
Vinnulag
Námið fer einkum fram með lestri nemenda og fyrirlestrum kennara, en einnig með umræðum svo sem kostur er. Hver nemandi heldur auk þess stutta, munnlega framsögn í kennslustund, tekur þátt í umræðuhópi, vinnur verkefni með gerða- eða minnaskrár og skrifar stutta ritgerð um kjörbók.
Vinnulag í félagsfræði, mannfræði og þjóðfræði (FMÞ101G)
Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir frekara háskólanám í mannfræði og þjóðfræði. Námskeiðið veitir nemendum alhliða þjálfun í faglegum vinnubrögðum í þessum greinum. Fjallað er um grunnatriði gagnaöflunar, heimildameðferðar, fræðilegra skrifa og miðlunar í ræðu og riti. Aðgengi að tímaritum og bókum á fræðasviðinu er kynnt sem og sú stoðþjónusta sem nemendum og öðrum sem sinna fræðastörfum stendur til boða. Sérstök grein er gerð fyrir öflun og notkun rafrænna gagna. Farið er í grunnþætti meðferðar og úrvinnslu heimilda og þjálfuð færni í heimildavinnslu og frágangi tilvitnana, tilvísana og heimildaskrár. Þá er fjallað um grundvallaratriði í framsetningu fræðilegs efnis og þekkingar í ræðu og riti og nemendur þjálfaðir í að skipuleggja og miðla viðfangsefnum á fræðilegan hátt. Að námskeiðinu loknu ættur nemendur að hafa skýra hugmynd um þær kröfur sem gerðar eru til fræðilegra vinnubragða nemenda í háskólanámi í mannfræði og þjóðfræði og þær aðferðir sem beita þarf til að uppfylla þær kröfur.
Inngangur að þjóðfræði (ÞJÓ103G)
Þjóðfræði kynnt sem fræðigrein á íslenska og alþjóðlega vísu. Helstu hugtök þjóðfræðinnar skýrð sem og svið hennar. Rætt er meðal annars um kenningar um hópa, efnismenningu, siði, túlkun þjóðfræðiefnisins og hlutverk þjóðfræðinnar. Þá verður rætt ítarlega um rannsóknarsögu þjóðfræði hérlendis og í nágrannalöndum. Stuðst verður við aðalinngangsrit um þjóðfræði og greinar helstu þjóðfræðitímarita.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum kennara og umræðum hópsins, auk þess sem nemendur flytja fyrirlestra og stjórna umræðum.
Rokkar og stokkar og reður í krús: Söfn og fræði (SAF201G)
Námskeiðið er almennur inngangur að safnafræði. Fjallað verður um helstu þætti safnastarfs og fræðilegar og sögulegar forsendur þess. Skoðað verður hlutverk safna í fortíð og nútíð, uppbygging safnkosts, flokkun, skráning og varðveisla. Hugað verður að aðgengi, fræðslu, sýningagerð og gildi rannsókna fyrir safnastarf. Einnig verða skoðaðar mismunandi aðferðir við túlkun og framsetningu á sýningum. Íslensk söfn verða sett í samhengi við þjóðfræði, sem og erlent safnastarf og fræði. Námskeiðið skiptist í þrjár lotur, sem hver fyrir sig spannar um 4 vikna tímabil. Í hverjum hluta eru fyrirlestrar frá kennara auk skipulagðrar heimsóknar á tiltekið safn og umræður í kjölfarið. Áhersla verður lögð á umræður og verkefnavinnu innan safna.
Söfnun þjóðfræða (ÞJÓ204G)
Kynntar verða aðferðir við söfnun, varðveislu og útgáfu þjóðfræðaefnis, jafnt sagna og kvæða sem þjóðsiða. Námskeiðið byggist að mestu upp á verklegum æfingum í samráði við kennara: Afmörkun söfnunarverkefnis, viðtölum við heimildarmenn, skráningu og frágangi til varðveislu og útgáfu.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum í kringum sjálfstæð nemendaverkefni.
Efnismenning og samfélag: Hlutirnir, heimilið, líkaminn (ÞJÓ205G)
Í námskeiðinu verður efnisleg hversdagsmenning tekin til gagngerrar umfjöllunar. Gefið verður yfirlit yfir þetta þverfaglega rannsóknarsvið og rýnt jöfnum höndum í dæmi úr samtímanum og frá fyrri tíð, íslensk og erlend. Meðal annars verður fjallað um föt og tísku, matarhætti, hlutina sem umkringja okkur í daglega lífinu, rusl og hreinlæti, handverk og neyslumenningu, hús og garða, heimilið, borgarlandslag, söfn og sýningar. Um leið kynnast nemendur ýmsum kenningum og sjónarhornum sem leggja t.a.m. áherslu á mannslíkamann, kyngervi, neyslu, rými og stað.
- Haust
- Menning framtíðar: öfgafullar umhverfissaðstæðurB
- Etnógrafía: Tilraunir og áskoranir nútímansB
- Ævintýri og samfélag: Hjálparhellur, hetjur og vondar stjúpurB
- Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamannaBE
- Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndarBE
- Þjóðfræði samtímans: Álfar, innflytjendur og hryðjuverkamennBE
- Mannskepnur og önnur dýrB
- Rannsóknarverkefni í þjóðfræðiB
- Rannsóknarverkefni í þjóðfræðiB
- Rannsóknarverkefni í þjóðfræðiB
- Vor
- Íslenskir þjóðhættirE
- Torfbæjarsamfélagið
- Ímynduð samfélög og þjóðmenning: Þjóðir, ímyndir og alþýðuhefðirB
- Húmor og hæðniBE
- Að sá fræjum: Miðlun og starfsþróunB
- Alþýðutónlist: Hefðir, andóf, stál og hnífurB
- Mannfræðikenningar IB
- Rannsóknaraðferðir IB
- Munnleg hefð og íslenskar fornsögur og kvæðiBE
- Gervigreind og samfélagB
- Norræn trúB
- Rannsóknarverkefni í þjóðfræðiB
- Rannsóknarverkefni í þjóðfræðiB
- Rannsóknarverkefni í þjóðfræðiB
Menning framtíðar: öfgafullar umhverfissaðstæður (FMÞ301G)
Námskeiðið skoðar efnisleg, menningarleg og umhverfisleg samskipti, lausnir, nýsköpun og aðlaganir manneskjunnar að öfgafullum umverfisaðstæðum á yfirborði jarðar, til sjávar og í geimnum. Við könnum áskoranir, viðbrögð, ráðagerðir og lausnir sem upp hafa komið og hvaða þýðingu þau kunna að hafa fyrir framtíð mannskyns í örum loftslagsbreytingum á hlýnandi plánetu.
Etnógrafía: Tilraunir og áskoranir nútímans (FMÞ302G)
Megin viðfangsefni námskeiðsins er að kynna sér nýjar etnógrafíur, sem og nýjar rannsóknir og skrif um etnógrafísk ferli og iðkun. Etnógrafíur eru lesnar og greindar sem og fræðileg skrif um stöðu etnógrafískrar iðkunar í samtímanum og þá leið sem etnógrafísk iðkun mögulega er á. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á nútíma etnógrafíum og geti greint þær, bæði í samtímalegu og sögulegu samhengi, sem eina af hornsteinum mannfræðinnar, fyrr og nú
Ævintýri og samfélag: Hjálparhellur, hetjur og vondar stjúpur (ÞJÓ334G)
Ævintýri verða lesin og skoðuð í ljósi samfélagslegra gilda. Lögð verður áhersla á sagnahefðina, flutning sagnafólks, sísköpun þess og meðferð á sagnaminnum. Ævintýrin verða skoðuð m.t.t. hins breytilega efniviðar og hin ýmsu afbrigði einstakra gerða og minna borin saman. Leitast verður við að ráða í merkingu ævintýra, m.a. með táknrýni, auk þess sem þau verða skoðuð í félagslegu ljósi og sett í samhengi við það samfélag sem mótaði þau. Þá verður skoðað hvernig ævintýri eru nýtt og sífellt endursköpuð í nýrri miðlun.
Vinnulag
Kennsla fer einkum fram með fyrirlestrum, en einnig með umræðum svo sem kostur er.
Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ506G)
Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.
Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndar (ÞJÓ340G)
Í námskeiðinu verður íslensk sagna og þjóðtrúarhefð rannsökuð í ljósi frumheimilda og fræðilegrar umræðu á síðustu árum. Meginviðfangsefnið verður hvernig íslenskar sagnir hafa orðið til, gengið frá manni til manns og lifað og þróast I munnlegri hefð. Rætt verður um samhengi íslenskrar þjóðsagnasöfnunar á 19. og 20. öld og skoðað hvernig Sagnagrunnurinn, kortlagður gagnagrunnur um sagnir þjóðsagnasafnanna, getur nýst sem rannsóknartæki. Þá verður sjónum beint að efnisflokkum íslenskra sagna og fjallað um það hvernig sagnir kortleggja landslag, menningu og náttúru og gefa innsýn inn í hugmynda- og reynsluheim fólksins sem deildi þeim. Jafnframt verður reynt að meta hvað sagnirnar geta sagt um þjóðtrú á Íslandi og hugað sérstaklega að reynslusögnum (memorat) og heimildagildi þeirra. Nemendur munu einnig kynnast helstu flökkusögnum á Íslandi og því hvernig mismunandi sagnahefðir og þjóðtrú nágrannalandanna setja mark sitt á þær.
Þjóðfræði samtímans: Álfar, innflytjendur og hryðjuverkamenn (ÞJÓ328G)
Í námskeiðinu skoðum við hvernig þjóðfræðaefni vegnar í vestrænum nútímasamfélögum og rýnum í fjölmiðlaefni, kvikmyndir og internetið, auk þess sem við skoðum munnlega og verklega geymd. Á meðal þess sem við tökum til athugunar eru flökkusagnir og ævintýri, trú og fordómar, leikir og hátíðir, veggjakrot og brandarar, og allra handa siðir og venjur. Markmiðið er að bæta skilning okkar á hversdagslegum undirstöðum nútímamenningar og auka meðvitund okkar um allt það "ómerkilega" sem á ríkan þátt í að móta sjónarhorn okkar á samfélagið og viðhorfið til náungans. Stuðst verður við nýjar og nýlegar rannsóknir í þjóðfræði, menningarfræði og skyldum greinum.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum.
Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ341G)
Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðum, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.
Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir. Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim. Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma. Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.
Markmið
Markmið námskeiðsins er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar.
Rannsóknarverkefni í þjóðfræði (ÞJÓ305G, ÞJÓ306G, ÞJÓ307G)
Stúdent velur sér efni í samráði við kennara, sem hefur umsjón með rannsókninni og metur til 2-6 eininga. Nemandi skal kynna samnemendum rannsóknina með fyrirlestri. Nemendum er aðeins heimilt að taka eitt rannsóknarverkefni í þjóðfræði á námsferlinum.
Rannsóknarverkefni í þjóðfræði (ÞJÓ305G, ÞJÓ306G, ÞJÓ307G)
Stúdent velur sér efni í samráði við kennara, sem hefur umsjón með rannsókninni og metur til 2-6 eininga. Nemandi skal kynna samnemendum rannsóknina með fyrirlestri. Nemendum er aðeins heimilt að taka eitt rannsóknarverkefni í þjóðfræði á námsferlinum.
Rannsóknarverkefni í þjóðfræði (ÞJÓ305G, ÞJÓ306G, ÞJÓ307G)
Stúdent velur sér efni í samráði við kennara, sem hefur umsjón með rannsókninni og metur til 2-6 eininga. Nemandi skal kynna samnemendum rannsóknina með fyrirlestri. Nemendum er aðeins heimilt að taka eitt rannsóknarverkefni í þjóðfræði á námsferlinum.
Íslenskir þjóðhættir (ÞJÓ212G)
Í námskeiðinu er fjallað um persónulegt líf fólks í íslenska sveitasamfélaginu fyrr á öldum til sjávar og sveita. Rýnt er í nærumhverfi fólks: efnismenningu torfbæjarins, einkalíf og félagslíf húsbænda og vinnuhjúa, verkmenningu innan stokks og utan og neysluhætti í gamla íslenska sveitasamfélaginu. Nemendur kynnast þeim aðferðum sem beitt hefur verið til að rannsaka lífshætti og lífsferil einstaklingsins í þessu samfélagi. Í námskeiðinu vinna nemendur með persónuleg frumgögn frá fyrri tíð.
Torfbæjarsamfélagið (ÞJÓ450G)
Í námskeiðinu er rýnt í samfélagslega umgjörð daglegs líf almennings á Íslandi frá lokum átjándu aldar og fram til loka torfbæjarsamfélagsins á tuttugustu öld. Hversdagslíf fólks er sett í samhengi við ríkjandi hugmyndafræðilega og samfélagspólitíska þætti á Íslandi. Fjallað er um þá möguleika og takmarkanir fólks til að skapa sér viðurværi, leita sér menntunar og stofna fjölskyldu. Lögð er áhersla á að setja efnismenningu, verkmenningu og hversdagslíf á Íslandi fyrri tíðar í alþjóðlegt samhengi. Í námskeiðinu vinna nemendur með persónuleg frumgögn frá fyrri tíð.
Ímynduð samfélög og þjóðmenning: Þjóðir, ímyndir og alþýðuhefðir (ÞJÓ439G)
Námskeiðið fjallar um hvernig sjálfsmyndir og ímyndir af Íslendingum og öðrum þjóðum hafa mótast og hvernig þær vinna með alþýðuhefðir á hverjum stað. Við skoðum íslenskan veruleika og ímyndir í samanburði við reynslu ýmissa grannþjóða og rannsökum hvernig sögur, siðir og minjar skapa þjóðir og móta þær, frá þjóðminjasöfnum til þorrablóta í London; og frá viskídrykkju (í Skotlandi) til víkingasagna (á Norðurlöndum), með viðkomu á Up Helly Aa (á Hjaltlandseyjum) og Ólafsvöku (í Færeyjum); við skoðum hönnunarsýningu (á Grænlandi), norrænar byggðir í Vesturheimi og sendum myndir af öllu saman á samfélagsmiðla.
Við berum niður í kvikmyndum og tónlist, hátíðum, leikjum og skrautsýningum stjórnmálanna. Sérstaklega verður greint hvernig þjóðlegar ímyndir sameina og sundra hópum fólks. Í því samhengi verður horft til kvenna og karla, búsetu (borgar og landsbyggðar), fólksflutninga fyrr og síðar (innfluttra, brottfluttra, heimfluttra), kynþáttahyggju og kynhneigðar. Við rannsökum þessar ímyndir sem hreyfiafl og hugsjón, auðlindir og þrætuepli og skoðum hvernig þeim er beitt í margvíslegu skyni af ólíku fólki á ólíkum stöðum, jafnt af þjóðernispopúlistum sem græningjum, ríkisstofnunum og bönkum, fræðafólki og nemendum.
Húmor og hæðni (ÞJÓ441G)
Á námskeiðinu er fjallað um hvernig húmor birtist með margvíslegum hætti í samfélaginu, fjölmiðlum af ýmsu tagi, dægurefni, kvikmyndum, bókmenntum og manna á milli. Leitast er við að greina efnið og tengja við fræðin. Rætt er um kenningar um húmor, þróun rannsókna á þessu sviði og tengsl við önnur svið þjóðfræðinnar svo sem þjóðsögur og þjóðkvæði.
Lesnar eru bækur og greinar helstu fræðimanna á sviðinu allt frá Sigmund Freud og til nýjustu útgáfa.
Verkefni nemenda felast í nemendafyrirlestrum þar sem þeim er ætlað að tengja fræðigreinar við útgefið skemmtiefni eða brandara sem ganga manna á milli. Nemendur munu auk þess fara í vettvangsferð á skemmtun þar sem uppistand eða grínefni af einhverju tagi er flutt og skila ritgerð þar sem efnið er tengt við fræðin og túlkað.
Í lokaprófi er nemendum ætlað að geta útskýrt kenningar, rætt þróun rannsókna á sviðinu og að geta tengt valið húmor efni við fræðin og önnur svið þjóðfræðinnar.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum.
Að sá fræjum: Miðlun og starfsþróun (ÞJÓ605G)
Þetta er hagnýtt námskeið sem miðar að því að gera nemendum kleift að yfirfæra þekkingu og hæfni úr námi sínu á vinnumarkað. Verkefnavinnu er ætla að auka sjálfsþekkingu og efla starfshæfi með áherslu á færni til að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu með skapandi og gagnrýnum hætti. Nemendur læra að kynna bæði sig og fag sitt á opinberum vettvangi, annað hvort í rituðu eða töluðu máli. Námskeiðið er verkefnamiðað en unnið er að litlum verkefnum jafnt og þétt yfir önnina.
Alþýðutónlist: Hefðir, andóf, stál og hnífur (ÞJÓ448G)
Í þessu námskeiði kynnast nemendur alþýðutónlist í gegnum tíðina, skoða uppruna hennar og hlutverk í menningu, samfélagi og sjálfsmyndarsköpun; alþýðutónlist sem hefur orðið að æðri tónlist trúarbragða og efri stétta, og tónlist jaðarhópa og minnihlutahópa sem orðið hefur að meginstraumstónlist. Menningarlegt hlutverk tónlistar sem andóf, sameiningarafl, sjálfsmyndarsköpun, afþreying og iðnaður, verður rannsakað. Farið verður yfir sögu söfnunar tónlistar, úrvinnslu og útgáfu.
Skoðaðar verða þjóðsögur og arfsagnir tónlistarheimsins um tónlistarmenn og tónlistarstefnur, og efnismenning tónlistar verður rædd. Hugmyndir um sköpun og eðli tónsköpunar verða skoðaðar, m.a. í tengslum við höfundarrétt, almannarétt og endurnýtingu tónlistar, þ.e. sem efnivið nýsköpunar í tónlist.
Rímnakveðskapur, raftónlist, blús, rapp, grindcore, klassík, hip-hop, jazz, popp, pönk messur, breakbeat, ópera og dauðarokk.
Mannfræðikenningar I (MAN203G, MAN201G)
Í námskeiðinu er fjallað um helstu kenningar í almennri mannfræði frá upphafi að áttunda áratug 20. aldar. Rakinn er hugmyndalegur aðdragandi að kenningafræði mannfræðinnar. Fjallað er um helstu kennistefnur s.s. þróunarhyggju, virknihyggju og hinar ýmsu tegundir gerðarhyggju, þá höfunda sem mótuðu þessar kennistefnur, verk þeirra og tengsl rannsókna og kenninga.
Rannsóknaraðferðir I (MAN203G, MAN201G)
Mannfræðingar beita fjölbreyttum aðferðum í rannsóknum sínum. Námskeiðinu er ætlað að gefa yfirlit yfir þær aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir í félagsvísindum og þá sérstaklega mannfræði. Farið verður yfir meginþætti eigindlegra og megindlegra aðferða. Fjallað verður um bakgrunn, takmarkanir og möguleika ólíkra aðferða, sem og tengsl aðferða og kenninga. Námskeiðið er ætlað fyrsta árs nemum í mannfræði.
Munnleg hefð og íslenskar fornsögur og kvæði (ÞJÓ323G)
Athugið, námskeiðið er kennt annað hvert ár.
Lögð verður til grundvallar kenning Alberts B. Lord um munnlegan kvæðaflutning (munnlega kenningin) í bókinni The Singer of Tales. Þá verða raktar þær rannsóknir sem fram hafa komið í kjölfar hennar og reynt að meta hvaða áhrif kenningin hefur á rannsóknir miðaldabókmennta sem byggja að hluta á munnlegri hefð. Í seinni hluta námskeiðsins verður tekið mið af eddukvæðum og nokkrar Íslendingasögur lesnar vandlega með hliðsjón af kenningum um sagnfestu- bókfestu- og nýsagnfestu. Kennslan fer fram með fyrirlestrum kennara og umræðum. Nemendum er ætlað að vinna sjálfstæð verkefni og skila greinargerðum um efni nokkurra bóka og greina.
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum í bland við sjálfstæð nemendaverkefni um rannsóknaviðfangsefni námskeiðsins.
Gervigreind og samfélag (FMÞ401G)
Þróun gervigreindar (e. artificial intelligence) og gagnvirkra gervigreindarkerfa (e. interactive AI systems) mun óhjákvæmilega hafa mikil áhrif á einstaklinga og samfélög. Líkt og og vélar iðnbyltingarinnar sem mótuðu nútímasamfélagið með umbyltingu framleiðsluhátta er gervigreindin þannig mjög líkleg til að gjörbreyta upplýsinga- og þjónustusamfélagi samtímans. Þótt dómsdagsspár um heimsyfirráð gervigreindar með sjálfsvitund fangi helst ímyndunarafl almennings verður í þessu námskeiði sjónum beint að þeim hversdaglegri gervigreindarkerfum sem þegar eru komin fram á sjónarsviðið en geta engu að síður með skapandi hætti mölbrotið félagsleg mynstur og formgerðir samtímans. Á þessum tímamótum gegna félags- og hugvísindi mikilvægu hlutverki og því bjóðum við nemendur ólíkra námsbrauta hjartanlega velkomin í þetta þverfaglega námskeið. Námskeiðið hefst á stuttri, almennri kynningu á gagnvirkum gervigreindarkerfum á borð við Bard, Copilot, Claude og ChatGPT auk sérhæfðari forrita og kerfisviðbóta (e. plugins). Þá verður fjallað um ýmis hagnýt, kenningaleg og siðferðileg álitamál sem tengjast notkun gervigreindar í daglegu lífi. Megináhersla verður þó lögð á samfélagsleg áhrif gervigreindar í samtímanum og líkleg áhrif hennar til framtíðar. Farið verður yfir nýjustu rannsóknir á þessu sviði og nemendur fá tækifæri til að skoða nánar tiltekin viðfangsefni að eigin vali, svo sem áhrif gervigreindar á háskólamenntun, atvinnulíf og vinnumarkað, lýðræði og jöfnuð, list, hönnun og skapandi skrif, fjölmiðla og boðskipti, samgöngur, margvíslega þjónustu, löggæslu og öryggismál sem og afþreyingu og tómstundir. Námskeiðinu lýkur með kynningum nemenda á lokaverkefnum sínum í námskeiðinu.
Norræn trú (ÞJÓ437G)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
Rannsóknarverkefni í þjóðfræði (ÞJÓ411G, ÞJÓ413G, ÞJÓ415G)
Stúdent velur sér efni í samráði við kennara, sem hefur umsjón með rannsókninni og metur til 2-6 eininga. Nemandi skal kynna samnemendum rannsóknina með fyrirlestri. Nemendum er aðeins heimilt að taka eitt rannsóknarverkefni í þjóðfræði á námsferlinum.
Rannsóknarverkefni í þjóðfræði (ÞJÓ411G, ÞJÓ413G, ÞJÓ415G)
Stúdent velur sér efni í samráði við kennara, sem hefur umsjón með rannsókninni og metur til 2-6 eininga. Nemandi skal kynna samnemendum rannsóknina með fyrirlestri. Nemendum er aðeins heimilt að taka eitt rannsóknarverkefni í þjóðfræði á námsferlinum.
Rannsóknarverkefni í þjóðfræði (ÞJÓ411G, ÞJÓ413G, ÞJÓ415G)
Stúdent velur sér efni í samráði við kennara, sem hefur umsjón með rannsókninni og metur til 2-6 eininga. Nemandi skal kynna samnemendum rannsóknina með fyrirlestri. Nemendum er aðeins heimilt að taka eitt rannsóknarverkefni í þjóðfræði á námsferlinum.
- Heilsársnámskeið
- Mentor í SprettiV
- Haust
- Smíðaverkstæði BA ritgerða í þjóðfræði I
- Menning framtíðar: öfgafullar umhverfissaðstæðurB
- Etnógrafía: Tilraunir og áskoranir nútímansB
- Ævintýri og samfélag: Hjálparhellur, hetjur og vondar stjúpurB
- Mannskepnur og önnur dýrB
- Samfélög manna og örvera: Örverur, menning, heilsa, og umhverfiB
- Hagnýt þjóðfræðiB
- MenningararfurB
- Norðurheimur á miðöldumV
- Norðurheimur á miðöldumV
- Þrettán hlutirV
- The Arctic CircleV
- Vor
- Smíðaverkstæði BA ritgerða í þjóðfræði II
- BA ritgerð í þjóðfræði
- Ímynduð samfélög og þjóðmenning: Þjóðir, ímyndir og alþýðuhefðirB
- Að sá fræjum: Miðlun og starfsþróunB
- Alþýðutónlist: Hefðir, andóf, stál og hnífurB
- Mannfræðikenningar IB
- Rannsóknaraðferðir IB
- Munnleg hefð og íslenskar fornsögur og kvæðiBE
- Gervigreind og samfélagB
- Norræn trúB
- Matur og menning:BE
- RáðstefnuþátttakaB
- RáðstefnumálstofaB
- Fornleifafræði eftir 1500V
- Plöntur, landslag, pólitíkV
- Kynferðisbrot, lög og réttlætiVE
- Safn og samfélag: Sirkus dauðans?V
- Óháð misseri
- BA ritgerð í þjóðfræði
- BA ritgerð í þjóðfræði
- BA ritgerð í þjóðfræði
- BA-ritgerð í þjóðfræði
- BA-ritgerð í þjóðfræði
- BA-ritgerð í þjóðfræði
Mentor í Spretti (GKY001M)
Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.
Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun. Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.
Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað. Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.
Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur
Smíðaverkstæði BA ritgerða í þjóðfræði I (ÞJÓ335G)
Smíðaverkstæði BA ritgerða í þjóðfræði I
Menning framtíðar: öfgafullar umhverfissaðstæður (FMÞ301G)
Námskeiðið skoðar efnisleg, menningarleg og umhverfisleg samskipti, lausnir, nýsköpun og aðlaganir manneskjunnar að öfgafullum umverfisaðstæðum á yfirborði jarðar, til sjávar og í geimnum. Við könnum áskoranir, viðbrögð, ráðagerðir og lausnir sem upp hafa komið og hvaða þýðingu þau kunna að hafa fyrir framtíð mannskyns í örum loftslagsbreytingum á hlýnandi plánetu.
Etnógrafía: Tilraunir og áskoranir nútímans (FMÞ302G)
Megin viðfangsefni námskeiðsins er að kynna sér nýjar etnógrafíur, sem og nýjar rannsóknir og skrif um etnógrafísk ferli og iðkun. Etnógrafíur eru lesnar og greindar sem og fræðileg skrif um stöðu etnógrafískrar iðkunar í samtímanum og þá leið sem etnógrafísk iðkun mögulega er á. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á nútíma etnógrafíum og geti greint þær, bæði í samtímalegu og sögulegu samhengi, sem eina af hornsteinum mannfræðinnar, fyrr og nú
Ævintýri og samfélag: Hjálparhellur, hetjur og vondar stjúpur (ÞJÓ334G)
Ævintýri verða lesin og skoðuð í ljósi samfélagslegra gilda. Lögð verður áhersla á sagnahefðina, flutning sagnafólks, sísköpun þess og meðferð á sagnaminnum. Ævintýrin verða skoðuð m.t.t. hins breytilega efniviðar og hin ýmsu afbrigði einstakra gerða og minna borin saman. Leitast verður við að ráða í merkingu ævintýra, m.a. með táknrýni, auk þess sem þau verða skoðuð í félagslegu ljósi og sett í samhengi við það samfélag sem mótaði þau. Þá verður skoðað hvernig ævintýri eru nýtt og sífellt endursköpuð í nýrri miðlun.
Vinnulag
Kennsla fer einkum fram með fyrirlestrum, en einnig með umræðum svo sem kostur er.
Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ341G)
Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðum, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.
Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir. Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim. Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma. Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.
Markmið
Markmið námskeiðsins er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar.
Samfélög manna og örvera: Örverur, menning, heilsa, og umhverfi (MON002M)
Námskeiðslýsing
Hvað segir skyrgerð okkur um þróun íslensks samfélags? Hver eru áhrif þarmaflórunnar á heilsu okkar? Hvernig losum við okkur við úrgang í þéttbýli á umhverfisvænan hátt og hvaða þögli meirihluti jarðarbúa er þar að verki? Lykillinn að öllum þessum spurningum er sá sami: Samfélög örvera hafa mótað jörðina og íbúa hennar frá upphafi lífs eða í milljarða ára. Til að skilja og takast á við áskoranir 21. aldar varðandi umhverfi, heilsu og samfélag, þurfum við að skilja hlutverk þessara fyrstu lífvera betur og hvernig það tvinnast saman við líf okkar sjálfra og nágranna okkar í lífríkinu. Nýlegar rannsóknir sýna að meirihluti frumanna í og á mannslíkamanum tilheyrir fjölbreyttum tegundum örvera. Þýðir það að menn séu örverur? Eða “bara” að samlífið við örverur sé nánasta og mikilvægasta sambandið sem við eigum í? Námskeiðið býður nemendum að kanna samlífi örvera og manna út frá ýmsum sjónarhornum, sem eru m.a. ættuð úr örverufræði og þjóðfræði, matvælafræði, næringarfræði og mannfræði. Litið verður til þess hvernig örverur koma að þróun og varðveislu matvæla í samfélögum manna, hlutverk þeirra í meltingunni og tengsl við andlega og líkamlega heilsu. Einnig hvernig örverur viðhalda lífsnauðsynlegum hringrásum lífrænna efna og geta umbreytt rusli og úrgangi í endurnýjanlegt form eins og heilbrigðan jarðveg.
Námskeiðið vinnur út frá hugmyndinni um „eina heilsu“ sem mótast hefur síðustu áratugi og vísar til þess að heilbrigði umhverfis, manna og annarra dýra, og samfélaga, er samtengt á þann hátt að niðurbrot á einhverju þessara sviða leiðir til niðurbrots á öðrum. Efnið verður skoðað út frá einstökum dæmum um samlífi örvera og manna, eins og áhrifum örvera á bragð og samsetningu matvæla, áhrifum mataræðis á þarmaflóru, hlutverki gerjunar í mótun mannlegra tengsla og hvernig losunarkerfi í þéttbýli rjúfa hringrás næringarefna í umhverfi mannsins.
Hagnýt þjóðfræði (ÞJÓ304M)
Fjallað verður um hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar og hvernig aðferðir og vinnubrögð þjóðfræðinnar geta komið að notum til að breikka og dýpka umræðu og opnað leiðir til að hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Fjallað verður um tengsl þjóðfræði við ferðaþjónustu, safnastarf, listir og margvíslega miðlun þjóðfræðiefnis. Rætt verður um gagnasöfn tengd þjóðfræði á Íslandi og möguleika á hagnýtingu þeirra. Skoðað hvernig nýta má sögulegt efni, viðtöl og vettvangsrannsóknir, og setja niðurstöður fram, svo sem með sýningum, hátíðum og viðburðum, blaðaskrifum, bókaútgáfu, vefútgáfu, útvarpsþáttagerð og gerð heimildamynda. Ólíkar aðferðir til að ná til ólíkra markhópa verða ræddar og hvernig miðla má efni til breiðra hópa gesta, lesenda, hlustenda eða áhorfenda. Siðferðileg, efnahagsleg, menningarleg og pólitísk álitamál við hagnýta þjóðfræði tekin til umfjöllunar.
Námskeiðið verður að hluta lotukennt, 3 daga í þriðju kennsluviku í Reykjavík og 4 daga í verkefnavikunni á Hólmavík á Ströndum. Nemendur vinna verkefni tengd hagnýtri þjóðfræði, en ekkert lokapróf er í áfanganum.
Menningararfur (ÞJÓ506M)
Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði.
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.
Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)
Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.
Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)
Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.
Þrettán hlutir (FOR701M)
Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion. The course will be taught in english.
The Arctic Circle (UAU018M)
Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.
Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:
- Bráðnun íss og öfgakennd veður
- Hlutverk og réttur innfæddra
- Öryggismál á norðurslóðum
- Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
- Byggðaþróun
- Innviðir flutningakerfa
- Orkumál
- Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
- Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
- Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
- Vísindi og þekking frumbyggja
- Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
- Vistkerfi og haffræði
- Sjálfbær þróun
- Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
- Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
- Auðlindir á norðuslóðum
- Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
- Úthöfin á norðurslóðum
- Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
- Jarðfræði og jöklafræði
- Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
- Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya
Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.
Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.
Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti.
Smíðaverkstæði BA ritgerða í þjóðfræði II (ÞJÓ442G)
Smíðaverkstæði BA ritgerða í þjóðfræði II
BA ritgerð í þjóðfræði (ÞJÓ261L)
Lokaverkefni
Ímynduð samfélög og þjóðmenning: Þjóðir, ímyndir og alþýðuhefðir (ÞJÓ439G)
Námskeiðið fjallar um hvernig sjálfsmyndir og ímyndir af Íslendingum og öðrum þjóðum hafa mótast og hvernig þær vinna með alþýðuhefðir á hverjum stað. Við skoðum íslenskan veruleika og ímyndir í samanburði við reynslu ýmissa grannþjóða og rannsökum hvernig sögur, siðir og minjar skapa þjóðir og móta þær, frá þjóðminjasöfnum til þorrablóta í London; og frá viskídrykkju (í Skotlandi) til víkingasagna (á Norðurlöndum), með viðkomu á Up Helly Aa (á Hjaltlandseyjum) og Ólafsvöku (í Færeyjum); við skoðum hönnunarsýningu (á Grænlandi), norrænar byggðir í Vesturheimi og sendum myndir af öllu saman á samfélagsmiðla.
Við berum niður í kvikmyndum og tónlist, hátíðum, leikjum og skrautsýningum stjórnmálanna. Sérstaklega verður greint hvernig þjóðlegar ímyndir sameina og sundra hópum fólks. Í því samhengi verður horft til kvenna og karla, búsetu (borgar og landsbyggðar), fólksflutninga fyrr og síðar (innfluttra, brottfluttra, heimfluttra), kynþáttahyggju og kynhneigðar. Við rannsökum þessar ímyndir sem hreyfiafl og hugsjón, auðlindir og þrætuepli og skoðum hvernig þeim er beitt í margvíslegu skyni af ólíku fólki á ólíkum stöðum, jafnt af þjóðernispopúlistum sem græningjum, ríkisstofnunum og bönkum, fræðafólki og nemendum.
Að sá fræjum: Miðlun og starfsþróun (ÞJÓ605G)
Þetta er hagnýtt námskeið sem miðar að því að gera nemendum kleift að yfirfæra þekkingu og hæfni úr námi sínu á vinnumarkað. Verkefnavinnu er ætla að auka sjálfsþekkingu og efla starfshæfi með áherslu á færni til að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu með skapandi og gagnrýnum hætti. Nemendur læra að kynna bæði sig og fag sitt á opinberum vettvangi, annað hvort í rituðu eða töluðu máli. Námskeiðið er verkefnamiðað en unnið er að litlum verkefnum jafnt og þétt yfir önnina.
Alþýðutónlist: Hefðir, andóf, stál og hnífur (ÞJÓ448G)
Í þessu námskeiði kynnast nemendur alþýðutónlist í gegnum tíðina, skoða uppruna hennar og hlutverk í menningu, samfélagi og sjálfsmyndarsköpun; alþýðutónlist sem hefur orðið að æðri tónlist trúarbragða og efri stétta, og tónlist jaðarhópa og minnihlutahópa sem orðið hefur að meginstraumstónlist. Menningarlegt hlutverk tónlistar sem andóf, sameiningarafl, sjálfsmyndarsköpun, afþreying og iðnaður, verður rannsakað. Farið verður yfir sögu söfnunar tónlistar, úrvinnslu og útgáfu.
Skoðaðar verða þjóðsögur og arfsagnir tónlistarheimsins um tónlistarmenn og tónlistarstefnur, og efnismenning tónlistar verður rædd. Hugmyndir um sköpun og eðli tónsköpunar verða skoðaðar, m.a. í tengslum við höfundarrétt, almannarétt og endurnýtingu tónlistar, þ.e. sem efnivið nýsköpunar í tónlist.
Rímnakveðskapur, raftónlist, blús, rapp, grindcore, klassík, hip-hop, jazz, popp, pönk messur, breakbeat, ópera og dauðarokk.
Mannfræðikenningar I (MAN203G, MAN201G)
Í námskeiðinu er fjallað um helstu kenningar í almennri mannfræði frá upphafi að áttunda áratug 20. aldar. Rakinn er hugmyndalegur aðdragandi að kenningafræði mannfræðinnar. Fjallað er um helstu kennistefnur s.s. þróunarhyggju, virknihyggju og hinar ýmsu tegundir gerðarhyggju, þá höfunda sem mótuðu þessar kennistefnur, verk þeirra og tengsl rannsókna og kenninga.
Rannsóknaraðferðir I (MAN203G, MAN201G)
Mannfræðingar beita fjölbreyttum aðferðum í rannsóknum sínum. Námskeiðinu er ætlað að gefa yfirlit yfir þær aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir í félagsvísindum og þá sérstaklega mannfræði. Farið verður yfir meginþætti eigindlegra og megindlegra aðferða. Fjallað verður um bakgrunn, takmarkanir og möguleika ólíkra aðferða, sem og tengsl aðferða og kenninga. Námskeiðið er ætlað fyrsta árs nemum í mannfræði.
Munnleg hefð og íslenskar fornsögur og kvæði (ÞJÓ323G)
Athugið, námskeiðið er kennt annað hvert ár.
Lögð verður til grundvallar kenning Alberts B. Lord um munnlegan kvæðaflutning (munnlega kenningin) í bókinni The Singer of Tales. Þá verða raktar þær rannsóknir sem fram hafa komið í kjölfar hennar og reynt að meta hvaða áhrif kenningin hefur á rannsóknir miðaldabókmennta sem byggja að hluta á munnlegri hefð. Í seinni hluta námskeiðsins verður tekið mið af eddukvæðum og nokkrar Íslendingasögur lesnar vandlega með hliðsjón af kenningum um sagnfestu- bókfestu- og nýsagnfestu. Kennslan fer fram með fyrirlestrum kennara og umræðum. Nemendum er ætlað að vinna sjálfstæð verkefni og skila greinargerðum um efni nokkurra bóka og greina.
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum í bland við sjálfstæð nemendaverkefni um rannsóknaviðfangsefni námskeiðsins.
Gervigreind og samfélag (FMÞ401G)
Þróun gervigreindar (e. artificial intelligence) og gagnvirkra gervigreindarkerfa (e. interactive AI systems) mun óhjákvæmilega hafa mikil áhrif á einstaklinga og samfélög. Líkt og og vélar iðnbyltingarinnar sem mótuðu nútímasamfélagið með umbyltingu framleiðsluhátta er gervigreindin þannig mjög líkleg til að gjörbreyta upplýsinga- og þjónustusamfélagi samtímans. Þótt dómsdagsspár um heimsyfirráð gervigreindar með sjálfsvitund fangi helst ímyndunarafl almennings verður í þessu námskeiði sjónum beint að þeim hversdaglegri gervigreindarkerfum sem þegar eru komin fram á sjónarsviðið en geta engu að síður með skapandi hætti mölbrotið félagsleg mynstur og formgerðir samtímans. Á þessum tímamótum gegna félags- og hugvísindi mikilvægu hlutverki og því bjóðum við nemendur ólíkra námsbrauta hjartanlega velkomin í þetta þverfaglega námskeið. Námskeiðið hefst á stuttri, almennri kynningu á gagnvirkum gervigreindarkerfum á borð við Bard, Copilot, Claude og ChatGPT auk sérhæfðari forrita og kerfisviðbóta (e. plugins). Þá verður fjallað um ýmis hagnýt, kenningaleg og siðferðileg álitamál sem tengjast notkun gervigreindar í daglegu lífi. Megináhersla verður þó lögð á samfélagsleg áhrif gervigreindar í samtímanum og líkleg áhrif hennar til framtíðar. Farið verður yfir nýjustu rannsóknir á þessu sviði og nemendur fá tækifæri til að skoða nánar tiltekin viðfangsefni að eigin vali, svo sem áhrif gervigreindar á háskólamenntun, atvinnulíf og vinnumarkað, lýðræði og jöfnuð, list, hönnun og skapandi skrif, fjölmiðla og boðskipti, samgöngur, margvíslega þjónustu, löggæslu og öryggismál sem og afþreyingu og tómstundir. Námskeiðinu lýkur með kynningum nemenda á lokaverkefnum sínum í námskeiðinu.
Norræn trú (ÞJÓ437G)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
Matur og menning: (NÆR613M)
Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.
Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.
Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.
Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.
Ráðstefnuþátttaka (ÞJÓ210M)
Alþjóðlegar þjóðfræðiráðstefnur, þar sem nýjustu rannsóknir í faginu eru kynntar, eru haldnar reglulega. Þar koma þjóðfræðingar víða að úr heiminum til að segja frá eigin verkefnum, takast á um hugmyndir, víkka sjóndeildarhringinn, njóta félagsskapar við fólk sem slær um sig með sömu hugtökunum og leggja drög að mögulegu samstarfi. Í júní 2025 munu fara fram tvær þjóðfræðiráðstefnur: Evrópsku þjóðfræðisamtökin SIEF halda alþjóðlega ráðstefnu í Aberdeen í Skotlandi og viku síðar fer Norræna þjóðfræðiráðstefnan fram í Turku í Finnlandi. Í kjölfar málstofu þar sem farið er ofan í í saumana á alþjóðlegum fræðiráðstefnum (sjá ÞJÓ209M Ráðstefnumálstofa) tekur nemandi þátt í annarri ráðstefnunni og skilar skýrslu að henni lokinni (5 einingar).
Nemendur þurfa sjálfir að standa straum af kostnaði við ferðina á ráðstefnuna en við bendum á að Félag þjóðfræðinga á Íslandi auglýsir stundum ferðasjóð í tengslum við ráðstefnur af þessu tagi. Oft er hægt að fá endurgreiðslu frá stéttarfélagi og doktorsnemar geta sótt í ferðasjóð doktorsnema.
Ráðstefnumálstofa (ÞJÓ209M)
Alþjóðlegar þjóðfræðiráðstefnur þar sem nýjustu rannsóknir í faginu eru kynntar eru haldnar reglulega. Þar koma þjóðfræðingar víða að úr heiminum til að segja frá eigin verkefnum, takast á um hugmyndir, víkka sjóndeildarhringinn, njóta félagsskapar við fólk sem slær um sig með sömu hugtökunum og leggja drög að mögulegu samstarfi. Í júní 2025 munu fara fram tvær þjóðfræðiráðstefnur: Evrópsku þjóðfræðisamtökin SIEF alþjóðlega ráðstefnu í Aberdeen í Skotlandi og viku síðar fer Norræna þjóðfræðiráðstefnan fram í Turku í Finnlandi. Í þessari málstofu förum við í saumana á alþjóðlegum fræðiráðstefnum og leggjum áherslu á þessar tvær ráðstefnur. Kynnum okkur lykilfyrirlesara, köfum ofan í einstakar málstofur eftir áhugasviði þátttakenda, rýnum í þemu, veltum fyrir okkur samtökunum sem að þeim standa, kortleggjum ólíkar hefðir og áherslur í þjóðfræði í löndum Evrópu og tökum púlsinn á því sem helst er að gerast í faginu akkúrat núna. Um leið undirbýr málstofan þátttakendur undir að taka þátt í slíkri ráðstefnu. Málstofan hittist einu sinni í viku í tvo tíma í senn.
Nemendur eru hvattir til að fara á aðra hvora ráðstefnuna og geta fengið fyrir það 5 einingar til viðbótar, sjá Ráðstefnuþátttaka ÞJÓ201M.
Fornleifafræði eftir 1500 (FOR702M)
Í nútíma heimi er auðvelt að hugsa um fortíðina sem eitthvað sem er langt í burtu og hversdeginum óviðkomandi – hvort sem það er heimsókn á safn eða jafnvel fornleifafræðinám, sagan virðist alltaf vera aðskilin frá hversdagsleikanum. Hún er áhugamál okkar eða eitthvað sem við skoðum okkur til skemmtunar. Markmið þessa námskeiðs er að skoða samtímann frá sjónarhorni fornleifa- og sagnfræði: á hvaða hátt er líf okkar afleiðing atburða sem gerðust í fortíðinni? Námskeiðið mun sýna hvernig fortíðin lifir í nútímanum – ekki sem sögustaðir eða fornleifafræðibók heldur sem eitthvað sem hefur áhrif á skipulag hversdagsins og efnisveruleikan sem við búum í. Þótt rætur þessa ferla nái aftur til líffræðilegrar þróunar okkar þá má færa sterk rök fyrir því að flestir áhrifavaldarnir sem skapa umhverfi okkar eigi sér upphaf á síðustu 500 árum.
Plöntur, landslag, pólitík (LIS606M)
Í námskeiðinu verður samband manns og náttúru skoðað í gagnrýnu fræðilegu samhengi. Fjallað verður um „náttúruleg“ fyrirbæri, eins og plöntur og gróður, sem og „menningarleg“ fyrirbæri, eins og hálendi, garða og landslag, út frá umhverfissögu og listfræði. Einnig verður rætt um birtingarform náttúrunnar í erlendu og íslensku list- og náttúrusögusamhengi. Námsskeiðið verður í málstofuformi, byggt á lestri og umræðum.
Kynferðisbrot, lög og réttlæti (FÉL601M)
Umræðan um kynferðisbrot og hvernig eigi að bregðast við þeim hefur farið hátt síðustu misseri, þá sérstaklega í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar. Rannsóknir sýna að einungis lítill hluti kynferðisbrotamála eru kærð til lögreglunnar og aðeins örlítill hluti þeirra lýkur með sakfellingu. Því má segja að málaflokkurinn einkennist af réttlætishalla. Í auknum mæli sjáum við einnig þolendur kynferðisbrota segja sögu sína á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum og í sumum tilvikum eru meintir gerendur ásakaðir opinberlega sem getur vakið ólík viðbrögð og haft ýmiss konar afleiðingar.
Í þessu námskeiði verður leitað skýringa á þessari samfélagsþróun út frá sjónarhóli félags- og afbrotafræði. Í námskeiðinu verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hverjir fremja kynferðisbrot og af hverju? Hvernig er reynsla karla sem verða fyrir kynferðisbrotum önnur en reynsla kvenna? Hver er munurinn á réttarstöðu sakborninga og réttarstöðu brotaþola? Af hverju er munur á ætlun og framkvæmd laganna? Hvernig hefur refsivörslukerfið þróast? Hver er munurinn á lagalegu réttlæti og félagslegu réttlæti? Hvernig eru óhefðbundin réttarkerfi betri eða verri en hefðbundin réttarkerfi?
Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)
Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.
BA ritgerð í þjóðfræði (ÞJÓ261L, ÞJÓ261L, ÞJÓ261L)
Lokaverkefni
BA ritgerð í þjóðfræði (ÞJÓ261L, ÞJÓ261L, ÞJÓ261L)
Lokaverkefni
BA ritgerð í þjóðfræði (ÞJÓ261L, ÞJÓ261L, ÞJÓ261L)
Lokaverkefni
BA-ritgerð í þjóðfræði (ÞJÓ601L, ÞJÓ601L, ÞJÓ601L)
Lokaverkefni til BA-prófs í þjóðfræði eru tvenns konar og velur nemandi í samráði við leiðbeinanda að vinna annað hvort fræðileg greinargerð sem telst 7 einingar eða rannsóknarritgerð sem telst 12 einingar. Markmið fræðilegu greinargerðarinnar er að fjalla á ítarlegan hátt um stöðu þekkingar á afmörkuðu sviði þjóðfræðinnar, gera grein fyrir helstu rannsóknarnálgunum og fræðilegum sjónarmiðum, fjalla um lykilrit og nýjustu sjónarmið í fræðilegri umræðu. Greinargerðin skal vera 20-25 síður að lengd. Á meðan á vinnu lokaverkefnis stendur sækir nemandi Smíðaverkstæði I (2 einingar) og Smíðaverkstæði II (1 eining).
BA-ritgerð í þjóðfræði (ÞJÓ601L, ÞJÓ601L, ÞJÓ601L)
Lokaverkefni til BA-prófs í þjóðfræði eru tvenns konar og velur nemandi í samráði við leiðbeinanda að vinna annað hvort fræðileg greinargerð sem telst 7 einingar eða rannsóknarritgerð sem telst 12 einingar. Markmið fræðilegu greinargerðarinnar er að fjalla á ítarlegan hátt um stöðu þekkingar á afmörkuðu sviði þjóðfræðinnar, gera grein fyrir helstu rannsóknarnálgunum og fræðilegum sjónarmiðum, fjalla um lykilrit og nýjustu sjónarmið í fræðilegri umræðu. Greinargerðin skal vera 20-25 síður að lengd. Á meðan á vinnu lokaverkefnis stendur sækir nemandi Smíðaverkstæði I (2 einingar) og Smíðaverkstæði II (2 einingar).
BA-ritgerð í þjóðfræði (ÞJÓ601L, ÞJÓ601L, ÞJÓ601L)
Lokaverkefni til BA-prófs í þjóðfræði eru tvenns konar og velur nemandi í samráði við leiðbeinanda að vinna annað hvort fræðileg greinargerð sem telst 7 einingar eða rannsóknarritgerð sem telst 12 einingar. Markmið fræðilegu greinargerðarinnar er að fjalla á ítarlegan hátt um stöðu þekkingar á afmörkuðu sviði þjóðfræðinnar, gera grein fyrir helstu rannsóknarnálgunum og fræðilegum sjónarmiðum, fjalla um lykilrit og nýjustu sjónarmið í fræðilegri umræðu. Greinargerðin skal vera 20-25 síður að lengd. Á meðan á vinnu lokaverkefnis stendur sækir nemandi Smíðaverkstæði I (2 einingar) og Smíðaverkstæði II (1 eining).
- Haust
- KynjamannfræðiVE
- Þjóðerni, innflytjendur og þverþjóðleikiV
- Fjölmiðlafræði (Inngangur að fjölmiðlafræði)V
- Inngangur að mannfræðiV
- Almenn félagsfræðiV
- GripafræðiV
- Menningartengd ferðaþjónustaV
- Félagsfræði dægurmenningar: Kvikmyndir, tónlist og annað afþreyingarefniV
- Íslensk myndlist 1870-1970V
- FélagssálfræðiV
- Karlar og karlmennskaV
- AfbrotafræðiV
- Inngangur að mannfræðiV
- UmhverfismannfræðiV
- Kynjamyndir og kynusli: Inngangur að kynjafræðiV
- Being Icelandic: Icelandic Folktales, Beliefs and Popular Culture Past and PresentV
- Being Icelandic: Icelandic Folktales, Beliefs and Popular Culture Past and PresentV
- Söfn sem námsvettvangurV
- Vor
- Mannfræði ofbeldisVE
- Mannfræði borgaV
- Listin að ferðastV
- Ójöfnuður: Efnahagur, kyn og minnihlutahóparV
- Frávik, félagslegt taumhald og jaðarsetningV
- Íslensk myndlist í samtíðV
- Trú og töfrarV
- MenningarheimarV
- Kenningar í ferðamálafræðiV
- Áfangastaðurinn ÍslandV
- Kenningar í ferðamálafræðiV
- Kyn, fjölmenning og margbreytileikiV
- Félagsfræði fólksflutningaV
- Nútímakenningar í félagsfræðiV
- KynjafræðikenningarV
- Samfélags- og nýmiðlarV
- Kafað í íslenska menningu, samfélag, sögu og jarðfræði: Ísland og Íslendingar eins og þeir birtast í sundlaugum landsinsVE
- Listin að ferðastV
- Kafað í íslenska menningu, samfélag, sögu og jarðfræði: Ísland og Íslendingar eins og þeir birtast í sundlaugum landsinsVE
Kynjamannfræði (MAN348G)
Kynjamannfræði er samheiti yfir kvennamannfræði, mannfræði kynmenningar og femíníska mannfræði. Í námskeiðinu er fjallað um tilurð og þróun kynjamannfræði og raktar helstu áherslur sem einkenna hvert tímabil. Fjallað er um réttindabaráttu íslenskra kvenna, hún skoðuð í staðbundnu og hnattrænu samhengi og kennarar í mannfræði fjalla um mismunandi viðfangsefni á fræðasviðinu í tengslum við femíniska mannfræði. Þar má nefna líffræðilega mannfræði, hnattvæðingu, fólksflutninga og fjölmenningu, gagnrýni af jaðrinum, hinsegin fræði og kynverund og karlmennskur.
Þjóðerni, innflytjendur og þverþjóðleiki (MAN344G)
Námskeiðið fjallar um framlag mannfræðinnar til rannsókna á þjóðerni, fjölmenningarlegu samfélagi, innflytjendamálum og kynþáttahyggju. Gerð verður grein fyrir helstu viðfangsefnum mannfræðinnar á þessum sviðum og ólíkir fletir athugaðir í ljósi mikilvægis þjóðernis og fólksflutninga í heiminum í dag. Meðal annars verður skoðað við hvaða kringumstæður þjóðerni verður mikilvægt. Einnig verða athuguð tengsl þjóðernis við aðra þætti eins og stétt, kyn og menningu. Skoðuð verða þjóðernisfyrirbæri og fjölmenningarleg samfélög eins og þau birtast á mismunandi hátt á Íslandi og annars staðar í heiminum.
Fjölmiðlafræði (Inngangur að fjölmiðlafræði) (FÉL323G)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum þekkingu á félagsfræðilegum grundvelli fjölmiðla og þætti þeirra í samheldni flókinna þjóðfélaga. Yfirlit verður veitt um sögu boðskipta frá fyrstu prentuðum blöðum til stafrænnar miðlunar og áhersla lögð á að veita nemendum innsýn í samspil fjölmiðla við samfélagið og einstaklingana sem það skipa. Fjallað verður um helstu kenningar og niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna á notkun og áhrifamætti fjölmiðla og er eignarhald, sjálfstæði fjölmiðla- og blaðamanna og fréttaframleiðsla á meðal þess sem er skoðað auk þess sem sígildar kenningar um dagskrár- og innrömmunaráhrif, siðafár, áróður, orðræðu og ímyndasköpun koma við sögu.
Inngangur að mannfræði (MAN103G)
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum undirstöðuatriði félagslegrar og menningarlegrar mannfræði og helstu efnisþætti greinarinnar. Fjallað er um verkefnasvið mannfræði, sögu greinarinnar, helstu kennistefnur, rannsóknaraðferðir og hugtök. Ennfremur er fjallað um skipan samfélaga almennt, tengsl vistkerfis og samfélags og félagslegar breytingar. Þá eru einstakir þættir félagsskipunar ræddir s.s. sifjar, stjórnskipan, hagskipan og trúarbrögð og fjallað er um rannsóknir mannfræðinga á íslensku samfélagi.
Almenn félagsfræði (FÉL102G)
Fjallað er um hið félagsfræðilega sjónarhorn; helstu kenningar og beitingu þeirra á viðfangsefni í fortíð og samtíma. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist yfirsýn um þekkingu helstu viðfangsefnum félagsfræðinnar. Áhersla er lögð á að tengja saman kenningar og niðurstöður rannsókna. Auk umfjöllunar um klassískar kenningar, nútímavæðingu og um miðlæg hugtök á borð við félagsgerð (social structure) og menningu (culture), kynnast nemendur rannsóknum á veigamiklum viðfangsefnum, t.d. lagskiptingu, fjöldahreyfingum, skipulagsheildum, hnattvæðingu, frávikum og sjúkdómum, kynjafræði, börnum og unglingum, innflytjendamálum og lífshlaupinu.
Gripafræði (FOR303G)
Námskeiðið fjallar annars vegar um almennan grundvöll gripafræðinnar, gerðfræði og efnisfræði, og hins vegar um helstu flokka gripa sem finnast á Íslandi, leirker, steináhöld og steinílát, skartgripi og vopn, tréílát, vefnað, gler, krítarpípur o.fl.
Menningartengd ferðaþjónusta (FER507G)
Í námskeiðinu verður hugað að þýðingu og skilgreiningu hugtaksins menningar í menningartengdri ferðaþjónustu með sérstöku tilliti til framsetningar og miðlunar ímynda og menningar á mismunandi vettvangi. Velt verður upp pólitískum og siðferðilegum spurningum hvað varðar söfnun, framsetningu og miðlun menningar í mismunandi samhengi og á mismunandi vettvangi, erlendis og hérlendis. Einnig verða skoðuð tengsl ferðaþjónustu við skapandi greinar. Spurningum varðandi eignarhald á menningararfleifð verða íhugaðar svo og í höndum hvers það að skapa menningararfleifð er.
Vettvangstímar fara fram innan höfuðborgarsvæðisins.
Félagsfræði dægurmenningar: Kvikmyndir, tónlist og annað afþreyingarefni (FÉL328G)
Að nota hið félagsfræðilega sjónarhorn á dægurmenningu getur hjálpað til við að skilja og skýra hina ýmsu þætti félagsgerðar, félagslegra samskipta og athafna sem og félagslegra breytinga. Í námskeiðinu verður farið í greiningu á afþreyingarefni eins og kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og dægurtónlist með það að markmiði að nemendur fái þjálfun í því að beita sjónarhorni félagsfræðinnar og félagsfræðilegum kenningum á mismunandi félagslegar kringumstæður.
Íslensk myndlist 1870-1970 (LIS102G)
Saga íslenskrar myndlistar frá 1870 til 1970. Fjallað er um upphaf íslenskrar nútímamyndlistar, einstaka myndlistarmenn og mótandi öfl í íslensku myndlistarlífi, áhrif erlendra listhugmynda og stefna, tilraunir til að skilgreina "þjóðlega" íslenska myndlist, stuðning og áhrif yfirvalda á myndlistarþróun, togstreitu milli málsvara þjóðlegrar listar og óþjóðlegrar listar, einnig milli "tilfinningatjáningar" annars vegar og "vitsmunalegrar" framsetningar hins vegar, innlenda listmenntun og megineinkenni myndlistarumfjöllunar eins og hún birtist á hverjum tíma í dagblöðum og tímaritum. Leitast verður við að meta sérkenni íslenskrar myndlistar í samhengi við erlenda listþróun, en einnig í ljósi íslenskrar samfélagsþróunar og sögu. Kennt í HÍ
Félagssálfræði (FÉL109G)
Í námskeiðinu verður í upphafi fjallað um kenningarlegar forsendur félagsfræði og sálfræði og tengingu þeirra í félagssálfræði. Hópamyndun og samskipti innan hópa eru lykilþættir í umfjölluninni. Sérstök áhersla er á aðferðafræði félagssálfræðinnar s.s. þátttökuathuganir og tilraunir. Þá verður fjallað um hagnýta þætti félagssálfræðinnar t.d. í tengslum við afbrot, atvinnulíf og mannauðsstjórnum. Nemendur vinna verkefni á grundvelli rannsóknatexta sem hefur að markmiði aukinn skilning á samspili kenninga, aðferða og hagnýtingar. Það verkefni er helmingur námsmats, skriflegt próf hinn helmingurinn.
Að námskeiði loknu eiga nemendur að þekkja grunnhugtök í félagssálfræði og geta beitt þeim á samtímaviðfangsefni
Karlar og karlmennska (FÉL209G)
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum helstu áherslur þeirra sem rannsaka karla sem samfélagslegt kyn (gender). Gerð verður grein fyrir þeim þremur meginaðferðum sem beitt hefur verið við karlarannsóknir á þessari öld; sálgreiningu, félagssálfræði (kyn"hlutverk") og nýrri þróun í félagsvísindum sem leggur áherslu á "sköpun" eða "byggingu" karlmennsku. Fjallað verður um mismunandi gerðir karlmennsku og hvernig tilurð þeirra, niðurrif og uppbygging tengist öðrum formgerðum samfélagsins. Þáttur karla í uppeldis- og umönnunarstörfum innan og utan heimilis verður skoðaður og fjallað um íslenska rannsókn um karlmennsku og fjölskyldutengsl.
Afbrotafræði (FÉL309G)
Í námskeiðinu verður afbrotafræðin og helstu viðfangsefni hennar kynnt. Í grófum dráttum skiptist námskeiðið í tvennt. Í fyrri hlutanum verður farið í helstu kenningar og rannsóknir til að varpa ljósi á eðli afbrota og samfélagslegra viðbragða við þeim. Í þessu skyni verður klassísk og pósitívísk afbrotafræði skoðuð. Sérstök áhersla verður lögð á ýmsar félagsfræðilegar kenningar og rannsóknir á afbrotum, s.s. framlag formgerðarhyggju, samskiptaskólans og átakakenninga. Í síðari hluta námskeiðsins verða fjórar tegundir afbrota teknar fyrir (ofbeldisglæpir, kynferðisbrot, fíkniefnabrot og viðskiptaglæpir) og þær metnar í ljósi kenninga úr fyrri hluta og opinberrar stefnumörkunar í þessum málaflokkum.
Inngangur að mannfræði (MAN103G)
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum undirstöðuatriði félagslegrar og menningarlegrar mannfræði og helstu efnisþætti greinarinnar. Fjallað er um verkefnasvið mannfræði, sögu greinarinnar, helstu kennistefnur, rannsóknaraðferðir og hugtök. Ennfremur er fjallað um skipan samfélaga almennt, tengsl vistkerfis og samfélags og félagslegar breytingar. Þá eru einstakir þættir félagsskipunar ræddir s.s. sifjar, stjórnskipan, hagskipan og trúarbrögð og fjallað er um rannsóknir mannfræðinga á íslensku samfélagi.
Umhverfismannfræði (MAN509M)
Námskeiðið fjallar um rannsóknir mannfræðinnar og annarra fræðigreina félags- og mannvísinda á náttúru, umhverfi og tengslum manneskjunnar og umhverfis hennar. Ýmis grunnhugtök og fræðilegar hugmyndir sem umhverfismannfræðin og skyldar greinar nota verða kynnt og rædd.
Gerð er grein fyrir ýmsum tilraunum til að varpa ljósi á tilurð og einkenni ýmissa menningarstofnana og félagslegra ferla með skírskotun til vistkerfa og efnislegra skilyrða sem forsendu tilvistar þeirra. Þá verður vikið að gagnrýni sem þessi sjónarmið hafa sætt.
Sérstaklega verður vikið að þeim nýju viðhorfum sem skapast hafa í umhverfismálum á síðustu árum, meðal annars hvað varðar auðlindanýtingu af ýmsu tagi og umhverfishyggju.
Síðast en ekki síst verður farið yfir ýmsa snertifleti loftslagsbreytinga og samfélaga víða um heim. Loftslag, loftslagsbreytingar og samfélög og menning verða einnig skoðuð í sögulegu ljósi, út frá ýmsum kenningum sem hafa komið fram um samband þeirra og gagnkvæm áhrif.
Nokkur etnógrafísk dæmi um samspil manns og umhverfis eru höfð til hliðsjónar í námskeiðinu.
Kynjamyndir og kynusli: Inngangur að kynjafræði (KYN106G)
Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnuð öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.
Kennslufyrirkomulag: Námið byggir á vendikennslu sem þýðir að allir fyrirlestrar verða aðgengilegir á Canvas. Stað- og fjarnemar mæta vikulega í umræðutíma í háskólanum eða á Teams og netnemar taka vikulega þátt í umræðum á Canvas.
Being Icelandic: Icelandic Folktales, Beliefs and Popular Culture Past and Present (ÞJÓ025G)
(Kennt á ensku; aðeins fyrir erlenda nemendur.) The aim of this course is to introduce foreign students to Icelandic folk culture past and present: from the folk beliefs implied by the Icelandic sagas to the famous collection of folk tales concerning "hidden people", elves, magicians, seal-folk, ghosts and more which was published by Jón Árnason in 1862-64; the ballads and music enjoyed by the people in the countryside; and the beliefs, behaviour and lifestyles encountered by the somewhat dumbfounded and awe-inspired early foreign travellers to Iceland during the last century. Students will also be introduced to modern Icelandic traditions and beliefs, from the Christmas men to the "elf stones" that road builders avoid, to the eating of sheeps heads, and the continual interest in the supernatural. The course is not intended for Icelandic students.
Being Icelandic: Icelandic Folktales, Beliefs and Popular Culture Past and Present (ÞJÓ004G)
(Kennt á ensku; aðeins fyrir erlenda nemendur.) The aim of this course is to introduce foreign students to Icelandic folk culture past and present: from the folk beliefs implied by the Icelandic sagas to the famous collection of folk tales concerning "hidden people", elves, magicians, seal-folk, ghosts and more which was published by Jón Árnason in 1862-64; the ballads and music enjoyed by the people in the countryside; and the beliefs, behaviour and lifestyles encountered by the somewhat dumbfounded and awe-inspired early foreign travellers to Iceland during the last century. Students will also be introduced to modern Icelandic traditions and beliefs, from the Christmas men to the "elf stones" that road builders avoid, to the eating of sheeps heads, and the continual interest in the supernatural. The course is not intended for Icelandic students.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
Söfn sem námsvettvangur (SAF501G)
Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins.
Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.
Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.
Mannfræði ofbeldis (MAN510M)
Þrátt fyrir að hugtakið „ofbeldi“ sé mikið notað í daglegri umfjöllun er það bæði flókið og vandmeðfarið. Eins og mannfræðingarnir Nancy Scheper-Huges og Philippe Bourgois (2004) benda á þá getur ofbeldi verið „hvað sem er; lömætt og ólögmætt; sýnilegt og ósýnilegt; nauðsynlegt og tilgangslaust; glórulaust og tilefnislaust eða algjörlega rökrétt og skipulegt.“ Tilgangur námskeiðsins er að skoða hinar ýmsu hliðar og birtingamyndir ofbeldis út frá mannfræðilegu sjónarhorni og þá einkum m.t.t. menningarlegs og táknræns samhengi þess. Sjónum er beint að birtingamyndum hversdagslegs ofbeldis í því skyni að vapra ljósi á fleiri form ofbeldis en líkamlegt svo sem eins kerfisbundið ofbeldi og ofbeldi í tali og texta. Í námskeiðinu er stuðst við kenningar um ofbeldi auk sem ofbeldi í etnógrafíum og mannfræðilegum textum verður skoðað í siðferðislegu samhengi.
Mannfræði borga (MAN507M)
According to the United Nation’s Department of Economic and Social Affairs, slightly over half of the world’s population lives in urban areas. This is projected to be 66% percent by the year 2050, with Africa and Asia accounting for 90% of this new urban growth. Urban anthropology has increasingly played a critically important role in the development of the discipline of anthropology in terms of theory, research methods and social justice movements. This course provides an historical overview of the development of urban anthropology and on through to recent developments. An emphasis will be placed on anthropological theory and research methods, but also issues such as social justice, architecture, design and urban planning. The course will cover, among others, the early Chicago ethnographers and early urban poverty research, utopian and modernist urban planning, power and built form, divisions and gated communities, crime and urban fear, urban homelessness, and the governance of built spaces. The course will conclude with a section on cities in transition, which includes a focus on the post-industrial/global city, the effects of neoliberalism on urban spaces, and a discussion of the possible future(s) of urbanism and the role of anthropology in understanding these developments.
Students must have completed 120 ECTS in their BA study before attending this course
Listin að ferðast (LAN205G)
Þetta námskeið fjallar um mismunandi tegundir ferðamennsku og birtingarmyndir ferðaþjónustu á ólíkum svæðum. Námskeiðið skoðar tiltekna strauma ferðamennsku eins og massaferðamennsku, fátækraferðamennsku og bakpokaferðamennsku ásamt því að kynna kenningar um drifkrafta ferðalaga. Umfjöllunin er tengd ákveðnum landsvæðum og sett í samhengi við samfélagslega þróun þeirra. Þannig er lögð áhersla lögð á að veita innsýn í landfræðilegt samhengi ferðaþjónustu í heiminum í dag ásamt þeim álitamálum og úrlausnarefnum sem ferðamennska á við að etja á ólíkum stöðum.
Ójöfnuður: Efnahagur, kyn og minnihlutahópar (FÉL264G)
Ójöfnuður hefur löngum verið eitt meginhugtak félagsfræðinnar, enda hefur hún mikið fjallað um hvernig gæðum í samfélaginu er skipt og með hvaða afleiðingum. Lengi var talið að Ísland væri tiltölulega jafnt samfélag, en endurskoðun á fortíðinni hefur leitt í ljós að ójöfnuður hefur verið meiri en við höfum viljað viðurkenna í gegnum tíðina. Það sem er kannski mikilvægara er að efnahagslegur ójöfnuður hefur verið breytilegur til lengri tíma og frá tíunda áratugnum til allra síðustu ára hafa orðið miklar sveiflur í skiptingu tekna, eigna og fjárhagsþrenginga. Félagsfræðin hefur víða nálgun á birtingarform ójafnaðar í samfélaginu, til dæmis út frá kyni, aldri, þjóðerni, kynþætti og kynhneigð.
Í þessu námskeiði munum við skoða helstu kenningar og rannsóknir félagsfræðinnar um ójöfnuð og setja þær í íslenskt samhengi. Við munum velta fyrir okkur hvers konar ójöfnuður er til staðar í samfélaginu og hvort ákveðnar tegundir ójöfnuðar eigi eftir að skipta meira máli í framtíðinni, meðal annars út frá breytingum í samfélagsumhverfinu og í samsetningu mannfjöldans. Að auki munum við skoða afleiðingar ójöfnuðar á líf einstaklinga, til dæmis varðandi heilsu þeirra, völd, afkomu og þátttöku í samfélaginu.
Frávik, félagslegt taumhald og jaðarsetning (FÉL262G)
Í námskeiðinu er fjallað um frávik (deviance), félagslegt taumhald (social control) og jaðarsetningu (marginalization) frá félagsfræðilegu sjónarhorni. Farið er yfir helstu kenningar um einstaklingsbundna hvata og félagslegan þrýsting sem leiða til frávika og kenningar um hvernig samfélög skilgreina frávik og stimpla (label) tiltekna einstaklinga sem frávika (deviants). Áhersla er lögð á valdatengsl og valdabaráttu í ákvörðun frávika eftir kyni, aldri, stéttarstöðu og annarri félagslegri lagskiptingu og átök milli menningarheima. Jafnframt er fjallað ítarlega um baráttu mismunandi félagslegra stofnana um eignarhald á tilteknum frávikum í aldanna rás með áherslu á sjúkdómsvæðingu frávika. Loks er fjallað um normalíseringu tiltekinna einkenna, viðhorfa og hegðunar sem áður voru álitin félagsleg frávik. Tekin eru tiltekin dæmi um frávik svo sem vímuefnaneyslu, kynhegðun og sjálfsskaða, sem og samfélagsleg viðbrögð við tilteknum hugmyndum og líkamlegum einkennum sem félagslegum frávikum. Í námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að velta þessum viðfangsefnum fyrir sér í stærri og minni hópum og kafa dýpra í tiltekið viðfangsefni að eigin vali.
Íslensk myndlist í samtíð (LIS201G)
Helstu sérkenni og söguleg þróun íslenskrar myndlistar síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug 21.aldar skoðuð í ljósi íslensks samfélags og samhengis við erlenda listþróun. Meðal viðfangsefna er arfleifð SÚM á áttunda áratugnum, stofnun Gallerís Suðurgötu 7 og Nýlistasafnsins, einkenni hins íslenska konsepts og annarra „nýlista“, svo sem ljósmynda, innsetninga og gjörninga, stofnun Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og uppgangur þrívíddarlistar, endurkoma olíumálverksins á níunda áratugnum, vídeólistar starfrænna miðla og í seinni tíð skörun myndlistar, kvikmyndamiðilsins og tónlistar. Hugað verður að afstöðu yngri kynslóðar myndlistarmanna til myndlistararfsins á hverjum tíma, m.a. til náttúruarfleifðar og að "þjóðlegri" birtingarmynd myndlistar. Þá er fjallað um einkenni gagnrýnnar umræðu um myndlist, listmenntun, þátttöku í Feneyjabíennal, rekstur gallería og stofnun sýningarhópa í samtímanum. Kennt í HÍ.
Trú og töfrar (MAN329G)
Markmið námskeiðsins er að kynna hugmyndir og kenningar í mannfræði um trúarbrögð. Fjallað er sögulega um hugmyndir í mannfræði um þessi efni og hugmyndir og kenningar þær sem fram hafa komið kynntar. Efnislega er í námskeiðinu einkum fjallað um trú, töfra og galdur.
Menningarheimar (TÁK204G)
Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.
Kenningar í ferðamálafræði (FER409G)
Á áttunda áratugnum byrjuðu fræðimenn að velta fyrir sér tilgangi, þróun og mikilvægi ferðamennsku í heiminum. Spurningar eins og „hver er ferðamaður?“, „hver er tilgangur þess að ferðast?“ og „hvað skilgreinir ferðalög?“ voru algengar framan af og enn þann dag í dag velta fræðimenn upp þessum sömu spurningum, þó með breyttum áherslum í síbreytilegum félagslegum og pólitískum aðstæðum.
Þessi áfangi leggur áherslu á helstu kenningar ferðamálafræðinnar og gefur innsýn í ólíkar nálganir og áherslur fræðanna. Krafa verður gerð á nemendur um að þeir velti fyrir sér mismunandi áherslum fræðimanna og setji fram eigin rannsóknarspurningar og móti hugsanlegar nálganir hvað varðar uppsetningu verkefnis í ferðamálafræðum.
Áfangastaðurinn Ísland (FER209G)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum undirstöðuþekkingu á ferðamannalandinu Íslandi og helstu áfangastöðum og ferðaleiðum sem þar er að finna. Jafnframt er leitast við að veita nemendum hagnýta þjálfun til að þeir geti skipulagt ferðir um landið og notað til þess aðgengilegar aðferðir kortagerðar og unnið með með einfaldar landupplýsingar. Ferðaleiðir verða skoðaðar með tilliti til aðdráttarafls þeirra, afþreyingarmöguleika og upplifunar ferðamanna. Dregið verður saman það helsta um hverja leið með tilliti til samfélags þess svæðis sem ferðast er um, náttúru, sögu og menningu.
Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í:
- Að afla gagna til að skipuleggja ferðir um Ísland fyrir ólíka hópa ferðamanna.
- Miðlun upplýsinga til ferðamanna og pistlagerð.
- Rýmistengdri hugsun og notkun landfræðilegra upplýsinga við skipulagningu ferða.
Farið verður sýndarferðalög víðsvegar um landið.
Kenningar í ferðamálafræði (FER409G)
Á áttunda áratugnum byrjuðu fræðimenn að velta fyrir sér tilgangi, þróun og mikilvægi ferðamennsku í heiminum. Spurningar eins og „hver er ferðamaður?“, „hver er tilgangur þess að ferðast?“ og „hvað skilgreinir ferðalög?“ voru algengar framan af og enn þann dag í dag velta fræðimenn upp þessum sömu spurningum, þó með breyttum áherslum í síbreytilegum félagslegum og pólitískum aðstæðum.
Þessi áfangi leggur áherslu á helstu kenningar ferðamálafræðinnar og gefur innsýn í ólíkar nálganir og áherslur fræðanna. Krafa verður gerð á nemendur um að þeir velti fyrir sér mismunandi áherslum fræðimanna og setji fram eigin rannsóknarspurningar og móti hugsanlegar nálganir hvað varðar uppsetningu verkefnis í ferðamálafræðum.
Kyn, fjölmenning og margbreytileiki (KYN201G)
Fjallað um helstu viðfangsefni margbreytileika- og kynjafræða í ljósi gagnrýnnar fjölmenningarhyggju og margbreytileika nútímasamfélaga. Áhersla er á hvernig viðfangsefnin tengjast íslenskum veruleika og stjórnmálum.
Skoðað er hvernig félagslegar áhrifabreytur á borð við kyn, kynhneigð, þjóðernisuppruna, trúarskoðanir, fötlun, aldur og stétt eiga þátt í að skapa einstaklingum mismunandi lífsskilyrði og möguleika.
Kynnt verða helstu hugtök kynja- og margbreytileikafræða svo sem kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja og skoðað hvernig félagslegar áhrifabreytur eru ávallt samtvinnaðar í lífi fólks. Áhersla er á hvernig málefni kyns, fjölmenningar og margbreytileika tengjast íslenskum veruleika og stjórnmálum.
Félagsfræði fólksflutninga (FÉL034G)
Í auknum mæli er ungt fólk á farladsfæti. Þessi aukning kemur í kjölfar almennrar fólksfjölgunar, tæknilegra breytinga, víðara upplýsingaflæðis og breytta búsetuskilyrða. Flutningarnir vara mismunandi lengi en hafa til að mynda mikil áhrif á sjálfsvitund, félagstengsl og atvinnumöguleika. En tækifæri til flutninga sem bjóðast ungu fólki eru gjarnan samofin kyni, kynvitund, menntun, stétt, þjóðerni og ríkisborgararétti. Dæmi um slíka flutninga eru skiptinám, íþróttaiðkun, sjálfboðastarf, au-pair, ástarflutningar, heilsuflutningar, stríðsflutningar, alþjóðlegur aktivismi, glæpastarfsemi og langvarandi ferðalög.
Nýleg fræði um reynslu ungs fólks af hreyfanleika hafa verið að ryðja sér rúms innan félagsfræðinnar. Þar er gjarnan miðað við aldurinn 15-30 ára þegar talað er um ungt fólk. Samantekið varpa þessi fræði ljósi á hvaða efnahagslegu og persónulegu hvatar liggja að baki flutningum. Einnig hvernig félagslegt net, ímyndasköpun og tímabundnar aðstæður, eins og t.d. efnahagsleg kreppa eða þátttaka í réttindabaráttu, eru samofnar hvötum til flutninga. Fræðin draga líka fram hvaða hömlur, stofnanabundnar, félagslegar og fjárhagslegar, koma upp í kringum flutningana og á meðan á flutningunum stendur, og flétta við atbeina unga fólksins til að takast á við breyttar aðstæður. Að lokum sýna fræðin fram á áhrifin af flutningunum; á þá sem flytja persónulega, á fjölskyldumeðlimi og á viðkomustaðina.
Í þessu námskeiði verður því fjallað um kenningar um flutninga ungs fólks og stuðst við nýtilkomnar fræðigreinar á þessu sviði. Námskeiðið er ætlað sem kynningarnámskeið fyrir nemendur um félagslegan og landfræðilegan hreyfanleika í nútímasamfélagi. Áherslan er á að draga fram margvíslega reynslu ungs fólks af flutningum ásamt því að rýna í félagslega stöðu þeirra, völd og valdaleysi. Gagnrýnu ljósi verður beint að samtvinnun breyta í hnattrænu samhengi. Nemendur eru því hvattir til að rýna í efnið út frá fræðigreinum, eigin reynslu og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag
Nútímakenningar í félagsfræði (FÉL404G)
Fjallað verður um nokkrar helstu kenningar í félagsfræði á 20. öld, m.a. vísindaheimspekilegar forsendur kenninga í þjóðfélagsfræðum, samskiptakenningar, átakakenningar og verkhyggju. Nemendur velja nýjar fræðibækur og tengja efni þeirra við þær kenningar sem fjallað er um í námskeiðinu.
Kynjafræðikenningar (KYN202G)
Kynjafræði er þverfræðileg. Hér verður heimspekilegur og kenningalegur grundvöllur kynjafræða og gagnrýnið inntak þeirra skoðað.
Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði.
Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.
Kennslufyrirkomulag: Námið byggir á vendikennslu sem þýðir að allir fyrirlestrar verða aðgengilegir á Canvas. Stað- og fjarnemar mæta vikulega í umræðutíma í háskólanum eða á Teams og netnemar taka vikulega þátt í umræðum á Canvas.
Samfélags- og nýmiðlar (FÉL443G)
Námskeiðið er helgað hinum svofelldu samfélagsmiðlum (Facebook, Twitter, Snapchat o.s.frv) sem hafa á umliðnum árum, og það á fremur stuttu tímabili, markað djúp spor í sögu fjölmiðla og á margan hátt breytt eðli og eigindum fjölmiðlunar (og margir vilja líta svo á þessi fyrirbæri séu ekki eiginlegir fjölmiðlar). Sérstaklega verður litið til þeirra rullu sem þessir gagnvirku samfélagsmiðlar spila í nútímanum, bæði á makróstigi (stofnanir, eignarhald) og míkróstigi (samskipti einstaklinga og hópa). Áhrif þessara miðla á daglegt líf; samskipti, menningarneyslu, pólitík o.fl eru óumdeild og litið verður til nýjustu rannsókna á þessu sviði.
Kafað í íslenska menningu, samfélag, sögu og jarðfræði: Ísland og Íslendingar eins og þeir birtast í sundlaugum landsins (ÞJÓ451G)
Námskeiðið er ætlað erlendum nemendum og skoðar menningu, samfélag, jarðfræði og sögu Íslands gegnum sundlaugarnar. Við nálgumst laugarnar úr mörgum ólíkum áttum og skoðum hvaða ljósi þær varpa á allt frá jöfnuð til jarðskjálfta, frá líkamsmenningu til kyngervis, frá endurnýjanlegri orku til geðheilsu og frá hitaveitu til almannarýmis. Með áherslu á daglegt líf á Íslandi tengir námskeiðið saman sjónarhorn félagsvísinda, hugvísinda, jarðfræði, heilbrigðisvísinda og verkfræði. Engar forkröfur og sundkunnátta er ekki áskilin.
ATHUGIÐ: Þetta er minni útgáfan af þessu námskeiði, til 5 ECTS eininga. Stærri 10 ECTS eininga útgáfa er einnig í boði með verknámi og vettvangsferðum.
Listin að ferðast (LAN205G)
Þetta námskeið fjallar um mismunandi tegundir ferðamennsku og birtingarmyndir ferðaþjónustu á ólíkum svæðum. Námskeiðið skoðar tiltekna strauma ferðamennsku eins og massaferðamennsku, fátækraferðamennsku og bakpokaferðamennsku ásamt því að kynna kenningar um drifkrafta ferðalaga. Umfjöllunin er tengd ákveðnum landsvæðum og sett í samhengi við samfélagslega þróun þeirra. Þannig er lögð áhersla lögð á að veita innsýn í landfræðilegt samhengi ferðaþjónustu í heiminum í dag ásamt þeim álitamálum og úrlausnarefnum sem ferðamennska á við að etja á ólíkum stöðum.
Kafað í íslenska menningu, samfélag, sögu og jarðfræði: Ísland og Íslendingar eins og þeir birtast í sundlaugum landsins (ÞJÓ452G)
Námskeiðið er ætluð erlendum nemendum og skoðar menningu, samfélag, jarðfræði og sögu Íslands gegnum sundlaugarnar. Við nálgumst laugarnar úr mörgum ólíkum áttum og skoðum hvaða ljósi þær varpa á allt frá jöfnuð til jarðskjálfta, frá líkamsmenningu til kyngervis, frá endurnýjanlegri orku til geðheilsu og frá hitaveitu til almannarýmis. Með áherslu á daglegt líf á Íslandi tengir námskeiðið saman sjónarhorn félagsvísinda, hugvísinda, jarðfræði, heilbrigðisvísinda og verkfræði. Engar forkröfur og sundkunnátta er ekki áskilin.
Námskeiðið er kennt á ensku og sameinar bóknám og verknám, stofukennslu og vettvangsferðir í sundlaugar, baðlón, söfn, hverasvæði og jarðhitavirkjanir.
ATHUGIÐ: Þetta er fyllri útgáfan af þessu námskeiði, til 10 ECTS eininga. Minni 5 ECTS eininga útgáfa er einnig í boði.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500
Netfang: nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs
Þjóðfræði á samfélagsmiðlum
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.