Skip to main content

Skipulagsgerð og íbúaþátttaka við þróun sögulegra borgarhverfa - fyrirlestur

Skipulagsgerð og íbúaþátttaka við þróun sögulegra borgarhverfa - fyrirlestur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. nóvember 2024 12:10 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 220

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Emília Malcata Rebelo, prófessor í skipulagsfræði við háskólann í Porto í Portúgal heldur fyrirlestur miðvikudaginn 27. nóvember kl. 12.10.

Í fyrirlestrinum fjallar hún um skipulagsgerð og íbúaþátttöku við þróun sögulegra borgarhverfa og segir frá reynslu Porto í Portúgal í því tilliti.
Fyrirlesturinn er á vegum námsbrautar í land- og ferðamálafræði við HÍ.

Ágrip:
Gömul borgarhverfi og miðbæir eru undir vaxandi ásókn og þrýstingi fjármagns og ferðaþjónustu. Á sama tíma gera íbúar þessara hverfa tilkall og kröfur til síns nærumhverfis. Í fyrirlestrinum fjallar Emilia Malcata Rebelo um það hvernig borgir geta gert efnahagslega sjálfbærar áætlanir um þróun sögulegra borgarhverfa um leið og félagsleg fjölbreytni er tryggð og menningarleg sjálfsmynd íbúa varðveitt. Hún ræðir þetta efni út frá reynslu borgarinnar Porto í Portúgal. Emilia mun fjalla um hvernig skipulagsgerð og önnur stefnumótun, ásamt með þátttöku stjórnvalda við íbúa og einkageirann, geta gert það mögulegt að ná efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum markmiðum, þar sem sérstaklega er gætt að viðkvæmum hópum. Dæmi Porto sýnir hvernig beita má skipulagsgerð til að takast á við togstreitu milli hagsmuna ferðaþjónustu og fjármagns og samræma það hagsmunum íbúa.

Portó í Portúgal

Skipulagsgerð og íbúaþátttaka við þróun sögulegra borgarhverfa - fyrirlestur