Skip to main content

Tækni og gervigreind: hvert stefnum við og hver ræður för?

Tækni og gervigreind: hvert stefnum við og hver ræður för? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. desember 2024 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á fyrirlestrinum munu Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði og Thamar Melanie Heijstra kennsluþróunarstjóri Félagsvísindasviðs fjalla um tækni og samfélag, með áherslu á þróun sem hefur átt sér stað frá notkun „hefðbundinnar“ upplýsingatækni til gervigreindar við stjórnun mannauðs.

Fjallað verður um hvernig gervigreind er notuð við stjórnun í dag, hvert við stefnum, hvað gengur vel og helstu áskorarnir sem blasa við okkur. Getur starfsfólk hafnað því að unnið sé með persónugreinanlegar upplýsingar um það sjálft, með aðstoð gervigreindar?

Einnig verður fjallað um viðhorf fólks hér á landi til sambærilegrar tækni. Hefur fólk áhyggjur af rafrænu fótspori sem það skilur eftir sig vegna upplýsinga sem er hægt að finna um það á netinu?  Er tæknileg nauðhyggja allsráðandi í samfélaginu, eða hefur fólk gagnrýna afstöðu til þess hvert tæknin getur leitt okkur?

Erindið verður streymt í gegnum Teams. Hlekkur á Teams:

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YTAyZGFhZTAtM2VkN...

Dagskrá:

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir – „Um stjórnun mannauðs á tímum gervigreindar. Hvert stefnum við og hver ræður för?“ 

Thamar Melanie Heijstra  – „Hverjum er ekki sama hvert tæknin leiðir okkur?“

 

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði og Thamar Melanie Heijstra kennsluþróunarstjóri Félagsvísindasviðs fjalla um tækni og samfélag í viðburði sem er hluti af fyrirlestraröð þjóðarspegilsins.

Tækni og gervigreind: hvert stefnum við og hver ræður för?