Skip to main content
19. september 2016

Framhaldsnám - Ert þú framtíðarstjórnandi?

""

Vakin er athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í framhaldsnám við Hjúkrunarfræðideild vegna vorannar 2017. Umsóknarfresti lýkur 15. október.

Í boði er meistaranám í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði auk þess sem 32 eininga diplómanám í hjúkrunarstjórnun með áherslu á rekstur og mannauðsstjórnun hefst í janúar 2017. Námið dreifist á þrjú misseri og hægt er að fá það metið að hluta inn í meistaranám. Umsjón með náminu hefur Helga Bragadóttir dósent. 

Nánari upplýsingar um framhaldsnámið í kennsluskrá og í bæklingi um framhaldsnám.

Framhaldsnemar við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.