Vísindadagur geðhjúkrunar 2017
Sjö áhugaverð erindi voru flutt á Vísindadegi geðhjúkrunar sem fram fór í Stakkahlíð þann 27. janúar sl. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, Fagráðs í geðhjúkrun og Fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga.
María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs á Landspítala, opnaði ráðstefnuna. Á meðal fyrirlesara var dr. Kajsa Landgren, lektor við Læknadeild Háskólans í Lundi, en hún hefur hlotið talsverða athygli að undanförnu vegna rannsókna á árangri nálastungna í eyru fyrir ungabörn með magakveisu. Önnur erindi á ráðstefnunni snertu hin ýmsu svið geðhjúkrunar, til dæmis meðferðarsamræður, fjölskylduhjúkrun, listmeðferðir, nauðungaraðgerðir, streitu nemenda og rafrænt einelti. Ágrip allra rannsókna sem kynntar voru má nálgast í ágripabók ráðstefnunnar.
Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor við Hjúkrunarfræðideild og forstöðumaður fræðasviðs í geðhjúkrun á Landspítala, sleit ráðstefnunni formlega.