Skip to main content

Gervigreind í skólastarfi

Gervigreind í skólastarfi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. janúar 2025 15:00 til 16:00
Hvar 

Teams

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 27. janúar nk. kl. 15:00-16:00 verður Þorbjörg Þorsteinsdóttir deildarstjóri Mixtúru með kynningu fyrir þau sem vilja kynnast gervigreind og taka fyrstu skrefin í að nota hana í skólastarfi. Athyglinni verður helst beint að því hvernig samtal við spunagreind getur styrkt fjölbreytta og inngildandi kennsluhætti.

Erindið verður á Teams og er hægt að skrá sig á https://forms.office.com/e/av4PVGyW24 Athugið að hér er ekki um vinnustofu að ræða en Þorbjörg verður með sýnidæmi um hvernig hægt sé að nýta sér gervigreindina.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Mixtúru sköpunar og tæknivers á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Mánudaginn 27. janúar nk. kl. 15:00-16:00 verður Þorbjörg Þorsteinsdóttir deildarstjóri Mixtúru með kynningu fyrir þau sem vilja kynnast gervigreind og taka fyrstu skrefin í að nota hana í skólastarfi.

Gervigreind í skólastarfi