Skip to main content

Fötlunarfræði 20 ára: Málþing með listrænu ívafi

Fötlunarfræði 20 ára: Málþing með listrænu ívafi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. febrúar 2025 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþingið verður með óhefðbundnum hætti þar sem fléttast saman listræn innlegg og fræðilegar umræður um þátt fötlunarfræða og fötlunarmenningar í íslensku samfélagi. Á málþinginu verða flutt fræðileg erindi, sungið á táknmáli, fjallað um fötlunarlist og fluttir gjörningar. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Boðið verður upp á léttar veitingar að málþingi loknu.

Tungumál: Íslenska og táknmál

Aðgengi: Aðalbygging er aðgengileg og sérmerkt bílastæði fyrir fatlað fólk eru við aðalinngang.

Stætisvagnar: Margir strætisvagnar stoppa við Suðurgötu og Hringbraut.

Um UPPSKERU

Málþingið er hluti af uppskeru- og menningarhátíðinni UPPSKERU sem fer fram dagana 8. febrúar til 8. mars 2025. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á framlagi fötlunarfræða, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.

Lykilviðburðir hátíðarinnar verða tveir, málþing í Háskóla Íslands 21. febrúar og uppskeru- og menningarhátíð í Hörpu 22. febrúar. Auk þess verða viðburðir víðs vegar um borgina þar sem gestum gefst tækifæri á að njóta listsköpunar fatlaðs fólks. Í boði verður myndlistasýning, kvikmyndasýning, bókmenntakvöld, gjörningakvöld, ljóðakvöld, smiðjur auk viðburða á söfnum borgarinnar.

Dagskráin verður aðgengileg á auðlesnu máli og allir viðburðir táknmálstúlkaðir. Í Hörpu verður rittúlkun á ensku og sjónlýsing á íslensku og ensku. Hátíðin er öllum opin að kostnaðarlausu.

Verið öll velkomin á UPPSKERU!

Málþingið verður með óhefðbundnum hætti þar sem fléttast saman listræn innlegg og fræðilegar umræður um þátt fötlunarfræða og fötlunarmenningar í íslensku samfélagi.

Fötlunarfræði 20 ára: Málþing með listrænu ívafi