Hamfarir í bókmenntum og listum / umræðukvöld
Brynjólfsgata 5 107 Reykjavík
Þriðjudaginn 28. janúar mun vera umræðukvöld um bók Auðar aðalsteinsdóttur doktor í bókmenntafræði „Hamfarir í bókmenntum á listum“. Með henni á viðburðinum verður Andri Snær Magnason rithöfundur, Anna Hulda Ólafsdóttir doktor í verkfræði og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og Jón B. K. Ransu myndlistamaður, munu þau flytja stutt erindi og lifandi spjall í tengslum við umfjöllunarefnið.
Í bókinni er fjallað um birtingarmyndir náttúruhamfara og umhverfisógna í íslenskum samtímabókmenntum og myndlist. Loftslagsbreytingar og aðrar umhverfiskrísur hafa aukið meðvitund fólks um að í veröldinni er allt samtengt, líka menning og náttúra. Hér er því sérstakri athygli beint að verkum sem takast á við flókin tengsl mannsins við umhverfi sitt. Bókin er fyrsta verkið í ritröðinni Huldurit, þar sem birtar eru niðurstöður rannsókna á sviði umhverfishugvísinda.
___
Auður Aðalsteinsdóttir, doktor í bókmenntafræði, er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit þar sem stundaðar eru rannsóknir í umhverfishugvísindum. Auður mun tala um tilurð bókarinnar og meginþemu, auk þess að taka dæmi um það hvernig loftslagsbreytingar og aðrar umhverfisógnir samtímans lita sýn fólks á listir og bókmenntir. Hún kemur einnig inn á mikilvægi þess að nálgast flókinn umhverfisvanda frá ólíkum sjónarhornum og þess að þora að takast á við áskoranirnar sem fylgja því að hætta sér út fyrir sitt eigið fræðasvið í leit að stærra samhengi.
Jón B. K. Ransu mun fjalla um hið háleita í hamfaramyndmáli út frá fjórum þáttum, mikilfengleikinn sem er af náttúrunni, mikilfengleikinn sem er af manninum, tæknirómantík og handan heimsslit.
Anna Hulda Ólafsdóttir, doktor í verkfræði og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, mun fjalla um hvernig loftslagsbreytingar, sem ein stærsta náttúruvá samtímans, hafa áhrif á samfélög og náttúru. Hún skoðar hvernig vísindi og listir geta unnið saman til að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum í loftslagsmálum og dregið fram mannlæg áhrif þessara hamfara. Anna Hulda ræðir einnig hvernig stefnumótun stjórnvalda og samfélagslegt samstarf geta tryggt að aðgerðir séu bæði skilvirkar og byggðar á trausti, sanngirni og virkri þátttöku allra þjóðfélagshópa.
Andri Snær Magnason, rithöfundur fjallar um hamfarir, ímyndunaraflið og goðafræði samtímans. Í verkum Andra Snæs eiga sér oft stað stóratburðir og stundum hamfarir. Gleði Glaumur setur nagla í sólina og myrkvar helming hnattarins, LoveStar er fagnað með milljón stjörnu hátíðinni, Dímon konungur veldur því að Pangea klofnar í tvennt og í bók sinni Um Tímann og vatnið skoðar hann yfirvofandi hamfarir af völdum loftslagsbreytinga. Hann horfir fram á við þegar þessar sviðsmyndir koma allar saman, Gleði-Glaumur er kjörinn forseti USA með stuðningi LoveStar sameinast þeir um að halda naglanum í sólinni með yfirskriftinni Drill baby Drill.
___
Við hefjum leika kl. 20:00 í Loftskeytastöðinni, neðri hæð (gengið inn að aftanverðu), og hvetjum öll áhugasöm að mæta og jafnvel taka þátt í umræðunum.
Kaffisopi/te verður í boði hússins.
→ Frítt er á viðburðin.
Staðsetning: Loftskeytastöðin menningarmiðstöð, við hlið Veraldar húss Vigdísar, Háskóla Íslands við Suðurgötu.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Þriðjudaginn 28. janúar mun vera umræðukvöld um bók Auðar aðalsteinsdóttur doktor í bókmenntafræði „Hamfarir í bókmenntum á listum“. Með henni á viðburðinum verður Andri Snær Magnason rithöfundur, Anna Hulda Ólafsdóttir doktor í verkfræði og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og Jón B. K. Ransu myndlistamaður, munu þau flytja stutt erindi og lifandi spjall í tengslum við umfjöllunarefnið. Í bókinni er fjallað um birtingarmyndir náttúruhamfara og umhverfisógna í íslenskum samtímabókmenntum og myndlist. Loftslagsbreytingar og aðrar umhverfiskrísur hafa aukið meðvitund fólks um að í veröldinni er allt samtengt, líka menning og náttúra. Hér er því sérstakri athygli beint að verkum sem takast á við flókin tengsl mannsins við umhverfi sitt. Bókin er fyrsta verkið í ritröðinni Huldurit, þar sem birtar eru niðurstöður rannsókna á sviði umhverfishugvísinda.___Auður Aðalsteinsdóttir, doktor í bókmenntafræði, er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit þar sem stundaðar eru rannsóknir í umhverfishugvísindum. Auður mun tala um tilurð bókarinnar og meginþemu, auk þess að taka dæmi um það hvernig loftslagsbreytingar og aðrar umhverfisógnir samtímans lita sýn fólks á listir og bókmenntir. Hún kemur einnig inn á mikilvægi þess að nálgast flókinn umhverfisvanda frá ólíkum sjónarhornum og þess að þora að takast á við áskoranirnar sem fylgja því að hætta sér út fyrir sitt eigið fræðasvið í leit að stærra samhengi.Jón B. K. Ransu mun fjalla um hið háleita í hamfaramyndmáli út frá fjórum þáttum, mikilfengleikinn sem er af náttúrunni, mikilfengleikinn sem er af manninum, tæknirómantík og handan heimsslit. Anna Hulda Ólafsdóttir, doktor í verkfræði og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, mun fjalla um hvernig loftslagsbreytingar, sem ein stærsta náttúruvá samtímans, hafa áhrif á samfélög og náttúru. Hún skoðar hvernig vísindi og listir geta unnið saman til að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum í loftslagsmálum og dregið fram mannlæg áhrif þessara hamfara. Anna Hulda ræðir einnig hvernig stefnumótun stjórnvalda og samfélagslegt samstarf geta tryggt að aðgerðir séu bæði skilvirkar og byggðar á trausti, sanngirni og virkri þátttöku allra þjóðfélagshópa.Andri Snær Magnason, rithöfundur fjallar um hamfarir, ímyndunaraflið og goðafræði samtímans. Í verkum Andra Snæs eiga sér oft stað stóratburðir og stundum hamfarir. Gleði Glaumur setur nagla í sólina og myrkvar helming hnattarins, LoveStar er fagnað með milljón stjörnu hátíðinni, Dímon konungur veldur því að Pangea klofnar í tvennt og í bók sinni Um Tímann og vatnið skoðar hann yfirvofandi hamfarir af völdum loftslagsbreytinga. Hann horfir fram á við þegar þessar sviðsmyndir koma allar saman, Gleði-Glaumur er kjörinn forseti USA með stuðningi LoveStar sameinast þeir um að halda naglanum í sólinni með yfirskriftinni Drill baby Drill. ___Við hefjum leika kl. 20:00 í Loftskeytastöðinni, neðri hæð (gengið inn að aftanverðu), og hvetjum öll áhugasöm að mæta og jafnvel taka þátt í umræðunum. Kaffisopi/te verður í boði hússins.→ Frítt er á viðburðin.Staðsetning: Loftskeytastöðin menningarmiðstöð, við hlið Veraldar húss Vigdísar, Háskóla Íslands við Suðurgötu. Hlökkum til að sjá ykkur!