Skip to main content

Áfangamat: Sólveig Zophoníasdóttir

Áfangamat: Sólveig Zophoníasdóttir  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. febrúar 2025 13:00 til 14:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Áfangamat: Sólveig Zophoníasdóttir fimmtudaginn 13. febrúar kl. 13:00.

Samræður í stærðfræði í stafrænt vel búinni skólastofu á unglingastigi á Íslandi

Í rannsókninni er sjónum beint að ‏‏‏‏einkennum samræðna og hvernig ‏‏þær birtast í samskiptum, námi og kennslu. Jafnframt er kannað hvernig stafræn verkfæri geta mögulega stutt við þessar samræður í námi og kennslu í stærðfræði. Rannsóknin byggir á etnógrafískri aðferðafræði og er gagna aflað með myndupptökum í stafrænt vel búinni skólastofu á þriggja ára tímabili.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Sólveig rannsóknarskýrslu sína kl. 13–14 á Zoom og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hlekkur á kynningu kl 13:00 Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/61287341130      

Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Mennta­vísinda­svið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Prófdómarar eru dr Jorryt van Bommel dósent við Karlstad University, Svíþjóð og dr Tina Hoegh dósent við University of Southern Denmark. Aðalleiðbeinandi er dr Sólveig Jakobsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi er dr Marie Nilsberth dósent við Karlstad University, Svíþjóð. Dr Erlingur Jóhannsson prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Steingerður Ólafsdóttir er ritari.