Skip to main content
11. júní 2015

Líflegar umræður á málþingi doktorsnámsnefndar

Málþing um störf leiðbeinenda á vegum doktorsnámsnefndar Heilbrigðisvísindasviðs fór fram í Læknagarði 21. maí síðastliðinn og tókst einkar vel.

Helga Ögmundsdóttir, prófessor við Læknadeild, og Bryndís Eva Birgisdóttir, dósent við Matvæla- og næringarfræðideild, kynntu námskeið fyrir leiðbeinendur við erlenda háskóla. Elva Björg Einarsdóttir verkefnastjóri og Guðrún Geirsdóttir, dósent við Menntavísindasvið, kynntu starf á vegum Kennslumiðstöðvar og niðurstöður könnunnar á reynslu doktorsnema við Háskóla Íslands.

Í lok málþings voru líflegar umræður um það hvernig hægt væri að standa að leiðsögn doktorsnema þar sem ýmsar hugmyndir kviknuðu.

Fundarstjóri var Þórdís Kristmundsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild og formaður doktorsnámsnefndar.

Ítarefni:

Slæður Helgu Ögmundsdóttur

Slæður Bryndísar Evu Birgisdóttur

Slæður Elvu Bjargar Einarsdóttur og Guðrúnar Geirsdóttur

Mikill vöxtur hefur verið í doktorsnámi við Heilbrigðisvísindasvið undanfarin ár.