Annars hugar: Maó Alheimsdóttir
Edda
Fyrirlestrasal
Maó Alheimsdóttir flytur opinn fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Annars hugar á vegum námsgreinarinnar Íslensku sem annars máls í samstarfi við Árnastofnun og Málvísindastofnun.
Haldið í fyrirlestrasal Eddu, þriðjudaginn 18. febrúar kl. 15:00-16:00. Verið öll velkomin.
Um höfundinn
Maó Alheimsdóttir skrifar á íslensku þó að móðurmálið hennar sé pólska. Hún er með BA í íslensku sem annað mál með aukagrein í almennri bókmenntafræði og MA í ritlist frá Háskóla Íslands. Maó hefur einnig stundað nám í norrænum fræðum í Sorbonne-háskólanum í París. Handrit að skáldsögu hennar „Veðurfregnir og jarðarfarir“ hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2021. „Veðurfregnir og jarðarfarir“ kom út árið 2024 og er fyrsti skáldsaga frumsamin á íslensku af höfundi sem lærði íslensku á fullorðinsaldri. Verk og textar eftir Maó hafa birst í tímariti Máls og Menningar, Heimildinni og í Ríkisútvarpinu. Maó hefur unnið nýlega að íslenskri þýðingu ljóða Rómaskálds Papúsza fyrir væntanlegu bók Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
Um fyrirlestraröðina
Annars hugar er fyrirlestraröð fyrir öll sem tala íslensku, töluðu íslensku eða vilja tala íslensku. Það er ekkert mál að eiga íslensku sem annað mál!
Maó Alheimsdóttir flytur opinn fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Annars hugar.