Seigla andfasismans sem hugmynd: Verndun lýðræðisins eða stjórnmál minninga?
Árnagarður
Stofa 301
Pontus Järvstad, nýdoktor í sagnfræði hjá EDDU Rannsóknasetri við Háskóla Íslands, flytur erindi í málstofu Sagnfræðistofnunar í hugmynda- og vísindasögu sem hann nefnir „Seigla andfasismans sem hugmynd: Verndun lýðræðisins eða stjórnmál minninga?“.
Haldið í stofu 303 í Árnagarði, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.
Um fyrirlesturinn
Í erindinu verður fjallað um hugmyndasögu og söguspeki andfasismans og áhrif hans í nútímanum. Sagnfræðingurinn Michael Seidman hefur fært rök fyrir því að andfasismi sé áhrifamesta hugmyndafræði tuttugustu aldar á Vesturlöndum. Röksemdir Seidmans stangast þó á við viðtekin sjónarmið sem tengja andfasisma við róttæka vinstri stefnu. Að túlka andfasisma sem hugmyndafræði er líka umdeilt í fræðiheiminum, þar sem margir sagnfræðingar vilja meina að fjölbreytileiki andfasisma komi í veg fyrir að hægt sé að líta á hann sem heildstæða stefnu. Nigel Copsey heldur því fram að betra sé að túlka andfasisma sem lægsta samnefnarann í verndun lýðræðislegra gilda. Í erindinu verða færð rök fyrir því að við þessa túlkun þurfi að bæta mikilvægi minningastjórnmála. Andfasismi er notaður nú á dögum, í tenglsum við ólíka viðburði á borð við kosningum í Frakklandi eða stríðinu á Gasa, til þess að vekja upp minningar um fasisma og vara við hættum þess að sagan endurtaki sig. En hvernig eigum við að hugsa um slík minningastjórnmál? Er andfasismi öflugt tæki til að fylgja fólki að baki málstaðnum?
Pontus Järvstad, nýdoktor í sagnfræði hjá EDDU Rannsóknasetri við Háskóla Íslands.