Almenn bókmenntafræði


Almenn bókmenntafræði
BA – 180 einingar
Í almennri bókmenntafræði er veitt yfirlit um þróun bókmennta á Vesturlöndum og að nokkru leyti í öðrum heimshlutum. Nemendur fá þjálfun í að beita fræðilegum aðferðum og hugtökum á margvíslegan skáldskap, menningu og táknheim ólíkra tíma og svæða.
Skipulag náms
- Haust
- Bókmenntaritgerðir
- Aðferðir og hugtök
- MiðaldabókmenntirB
- Fá orð bera mikla ábyrgðV
- Rökkurmyndir og harðsoðna skáldsaganV
- Spænskar bókmenntirV
- Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Vor
- Bókmenntasaga
- Menningarheimar
- Íslensk bókmenntasaga til 1900B
- Symbólismi, dekadens og aldahvörf í evrópskum bókmenntumV
- Biblían sem bókmenntaverkV
- Írskar nútímabókmenntirV
- Kurosawa: Höfundarverk, aðlaganir og arfleifðV
Bókmenntaritgerðir (ABF103G)
Fjallað verður um ýmsar gerðir bókmennta- og kvikmyndaritgerða (allt frá fræðilegum ritgerðum til ritdóma, ádeilugreina og pistla). Nemendur hljóta þjálfun í hinum ýmsu þáttum ritgerðasmíðar: afmörkun viðfangsefnis, hugmyndaúrvinnslu, byggingu, röksemdafærslu, tilvísunum, heimildanotkun og frágangi. Kannað verður hvers konar orðræða liggur til grundvallar mismunandi ritgerðum, hver hinn innbyggði lesandi er og hvers konar almennri eða fræðilegri umræðu ritgerðin tengist. Nemendur eru hvattir til að taka námskeiðið á fyrsta námsári.
Aðferðir og hugtök (ABF104G)
Aðferðir og hugtök Viðfangsefni Þetta er inngangsnámskeið og myndar grundvöll annars náms í almennri bókmenntafræði. Markmið þess er að kynna nemendum helstu bókmenntafræðileg hugtök og undirstöðuatriði í aðferðafræði og veita þeim nokkra þjálfun í textagreiningu. Regluleg tímasókn er áskilin. Vinnulag Námsefnið verður kynnt í fyrirlestrum kennara og úthendum nemenda, en vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku nemenda í formi lesturs, verkefnavinnu, ritgerðar og umræðna. Námsmat Námsmat byggist á skriflegu lokaprófi (50%) og tveimur verkefnum sem dreifð eru á misserið (25% og 25%).
Miðaldabókmenntir (ABF112G)
Á þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir helstu bókmenntaverk í Evrópu á miðöldum, allt frá germönskum fornhetjuljóðum fram að verkum þekktustu höfunda síðmiðalda eins og Chaucer og Dante. Lögð verður áhersla á að gefa yfirlit yfir helstu bókmenntahefðir tímabilsins en farið verður hægar yfir sögu við lestur verkanna til að veita innsýn inn í þann hugmyndaheim og þær frásagnarhefðir sem þau bera vitni um. Kennsla mun fara fram í fyrirlestrum kennara og umræðum í tímum.
Fá orð bera mikla ábyrgð (ABF501M)
Frumsýningin á Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett í París árið 1953 olli nokkrum tímamótum. Upphaf absúrdisma í leikritun og leikhúss fáránleikans er iðulega miðað við þennan viðburð. Áhrif orðfæðar í leikritum Becketts og síendurtekinna kringumstæðna í þeim má greina mjög víða í þeim verkum, sem skrifuð voru fyrir leikhús á síðari hluta tuttugustu aldar og fram á þennan dag. Á námskeiðinu verður fjallað um þennan þráð í leikritunarsögu Vesturlanda og hann settur í samhengi við þróun leikritunar og leikhúss á tuttugustu öld. Litið verður til verka Tzara, Pirandello, Ionesco, Genet og Arrabals, og þráðurinn rekinn frá Samuel Beckett til Harolds Pinter og Jons Fosse. Einnig verður komið við í bandarískri og íslenskri leikritun og lesin leikrit eftir Edward Albee, Odd Björnsson, Guðmund Steinsson og Hrafnhildi Hagalín. Í lok námskeiðsins verður fjallað um það hvernig síðustu leikrit Becketts bera oft meiri keim af gjörningalist en hefðbundinni leikritun.
Rökkurmyndir og harðsoðna skáldsagan (ABF105G)
Yfirlitsnámskeið þar sem skoðuð eru helstu einkenni rökkurmynda. Farið verður í úrval kvikmynda frá 1940-1999 með það fyrir augum að skoða þróun greinarinnar sem slíkrar. Jafnframt verða lesnar nokkrar skáldsögur til hliðsjónar. Meðal helstu kvikmynda námskeiðsins eru: The Maltese Falcon, Double Indemnity, Laura, Out of the Past, Body Heat og The Last Seduction.
Vinnulag: Námsefnið verður kynnt í fyrirlestrum kennara og nemenda en vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku nemenda í formi lesturs, verkefnavinnu, ritgerðar og umræðna.
Námsmat: Nemendur kynna fræðilegar greinar um viðfangsefnið og eina kvikmynd sem heyrir undir nýrökkurskeiðið (tvö verkefni alls 30%), auk heimaprófs (70%).
Spænskar bókmenntir (ABF316G)
Helsta markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir skáldsagnagerð á Spáni á 20. og 21. öld. Lesin verða verk mikilvægra höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur aldarinnar. Þá verður litið til félagslegs og pólitísks umhverfis og önnur listform einnig könnuð, eins og t.d. kvikmyndin. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.
Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA505G)
Í þessu sérverkefni fá nemendur tækifæri til að vinna að afmörkuðu verkefni sem tengist námskeiðinu FRA434G Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar,
Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA434G)
Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.
Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.
Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA505G Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.
Bókmenntasaga (ABF210G)
Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum.
Menningarheimar (TÁK204G)
Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskum bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Symbólismi, dekadens og aldahvörf í evrópskum bókmenntum (ABF204G)
Ætlunin er að gefa nemendum yfirlit yfir þessar þrjár stefnur og birtingarmyndir þeirra innan ólíkra bókmennta- og fagurfræðihefða á meginlandi Evrópu. Fjallað verður með gagnrýnum hætti um notkun þessara þriggja ólíku hugtaka sem tímabilshugtaka til að lýsa nýjum aðferðum og hugmyndum í bókmennta- og listsköpun á tímabilinu frá u.þ.b. 1870-1910, með hliðsjón af nýlegum og eldri fræðitextum um tímabilið. Lesnir verða lykiltextar frá tímabilinu, þ.á m. eftir Gabriele d'Annunzio, Joris-Karl Huysmans, Oscar Wilde, Andrej Belyj, Stéphane Mallarmé, Charles Baudelaire, Villiers de l'Isle Adam, Edgar Allan Poe, Stefan George, Maurice Maeterlinck og Alexandr Blok. Auk þess sem lesnir verða textar úr ólíkum bókmenntagreinum (ljóðlist, skáldsögur, smásögur og leikrit) verður leitast við að gefa nemendum innsýn í fjölbreytilega menningarframleiðslu tímabilsins, t.a.m. með hliðsjón af myndlist og bókarskreytingum. Loks verða lesnir nokkrir lykiltextar frá tímabilinu þar sem leitast er við að skilgreina þá strauma sem hér um ræðir og leggja grunn að nýrri fagurfræði eða skáldskaparfræði, þ.á m. verða lesnir textar eftir Hugo von Hofmannsthal, Hermann Bahr, Paul Bourget, Fritz Mauthner, Jean Moréas og Friedrich Nietzsche.
Biblían sem bókmenntaverk (ABF221G)
Í námskeiðinu verða lesnir valdir textar úr Fimmbókarritinu og öðrum hebreskum fornritum ásamt megninu af Nýja testamentinu. Til samanburðar verða höfð egypsk, mesopótamísk, grísk og latnesk fornaldarrit. Bíblíuritin verða lesin sem fornaldarbókmenntir og heimsbókmenntir en einnig verður litið á viðtökur þeirra í gegnum tíðina, mikilvægi þýðinga fyrir viðtökurnar og ýmsar kenningar bókmenntafræðinga um Biblíuna, s.s. um texta- og túlkunarsamfélög.
Írskar nútímabókmenntir (ABF436G)
Markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir írskar bókmenntir á 20. og 21. öld. Lesin verða leikrit, ljóð og skáldsögur eftir mikilvæga höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur tímabilsins. Kennslan byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.
Kurosawa: Höfundarverk, aðlaganir og arfleifð (JAP414G)
Námskeiðið fjallar um japanska leikstjórann Akira Kurosawa með hliðsjón af nokkrum vel völdum kvikmyndum hans, aðlaganafræðum, japönsku menningu og samfélagi, og þeirri arfleifð sem hann skilur eftir sig. Rætt verður um það sem skilgreinir Kurosawa sem höfund, stílbrögð, einkenni og áhrif hans á bæði japanska og vestræna kvikmyndamenningu. Sem dæmi um þemu sem námskeið leggur áherslu á má nefna aðstæður sem skapast við stríðsátök, kjarnorkuógnina, ýmsar sálfræðilegar innri glímur, valdabaráttu, kynferðisofbeldi og glæpi. Sögurnar draga upp mynd af hetjum og skúrkum, upplausn fjölskyldunnar, deilum um arf, stríði á milli foreldra og barna, hatrömmum átökum systkina og blóðugum, hrottafullum morðum, sjálfsréttlætingum og ólíkum sjónarhornum. Sviðsmyndin og leikstíllinn sem dreginn er upp sækir m.a. í japanskt leikhús, líkt og Noh leikhefð og arfleifð, samúræja–menningu og baráttuhefð. Einnig er markvisst unnið með japanskar þjóðsögur. Sögur leikstjórans eiga sér margar hverjar einnig fyrirmyndir í vestænni arfleifð svo sem í kúrekamyndum John Ford og höfunda á borð við Shakespeare og Dostoyevsky, auk þess sem verkin eiga í textatengslum við gríska harmleiki. Verk eftir Kurosawa sem verða kennd eru m.a. Seven Samurai (1954), Yojimbo (1961), Ran (1985), Dreams (1990) og Rhapsody in August (1991). Einnig verða lesnir valdir bókmenntatextar (heilir eða sýnishorn) sem Kurosawa hefur aðlagað fyrir kvikmyndir, m.a. verk eftir Shakspeare og japanska höfundinn Ryunosuke Akutagawa. Auk þess verða greind verk sem sýna áhrif Kurosawa á aðra leikstjóra.
- Haust
- Stefnur í bókmenntafræði
- MiðaldabókmenntirB
- Fá orð bera mikla ábyrgðV
- Rökkurmyndir og harðsoðna skáldsaganV
- Spænskar bókmenntirV
- Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Vor
- Íslensk bókmenntasaga til 1900B
- Symbólismi, dekadens og aldahvörf í evrópskum bókmenntumV
- Biblían sem bókmenntaverkV
- Írskar nútímabókmenntirV
- Kurosawa: Höfundarverk, aðlaganir og arfleifðV
Stefnur í bókmenntafræði (ABF305G)
Sögulegt yfirlit yfir þróun bókmenntafræði á 20. og 21. öld. Auk fyrirlestra þar sem fjallað er um valdar lykilkenningar er gert ráð fyrir umræðutímum þar sem nemendur æfast í að beita ólíkum nálgunarleiðum á bókmenntatexta.
Miðaldabókmenntir (ABF112G)
Á þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir helstu bókmenntaverk í Evrópu á miðöldum, allt frá germönskum fornhetjuljóðum fram að verkum þekktustu höfunda síðmiðalda eins og Chaucer og Dante. Lögð verður áhersla á að gefa yfirlit yfir helstu bókmenntahefðir tímabilsins en farið verður hægar yfir sögu við lestur verkanna til að veita innsýn inn í þann hugmyndaheim og þær frásagnarhefðir sem þau bera vitni um. Kennsla mun fara fram í fyrirlestrum kennara og umræðum í tímum.
Fá orð bera mikla ábyrgð (ABF501M)
Frumsýningin á Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett í París árið 1953 olli nokkrum tímamótum. Upphaf absúrdisma í leikritun og leikhúss fáránleikans er iðulega miðað við þennan viðburð. Áhrif orðfæðar í leikritum Becketts og síendurtekinna kringumstæðna í þeim má greina mjög víða í þeim verkum, sem skrifuð voru fyrir leikhús á síðari hluta tuttugustu aldar og fram á þennan dag. Á námskeiðinu verður fjallað um þennan þráð í leikritunarsögu Vesturlanda og hann settur í samhengi við þróun leikritunar og leikhúss á tuttugustu öld. Litið verður til verka Tzara, Pirandello, Ionesco, Genet og Arrabals, og þráðurinn rekinn frá Samuel Beckett til Harolds Pinter og Jons Fosse. Einnig verður komið við í bandarískri og íslenskri leikritun og lesin leikrit eftir Edward Albee, Odd Björnsson, Guðmund Steinsson og Hrafnhildi Hagalín. Í lok námskeiðsins verður fjallað um það hvernig síðustu leikrit Becketts bera oft meiri keim af gjörningalist en hefðbundinni leikritun.
Rökkurmyndir og harðsoðna skáldsagan (ABF105G)
Yfirlitsnámskeið þar sem skoðuð eru helstu einkenni rökkurmynda. Farið verður í úrval kvikmynda frá 1940-1999 með það fyrir augum að skoða þróun greinarinnar sem slíkrar. Jafnframt verða lesnar nokkrar skáldsögur til hliðsjónar. Meðal helstu kvikmynda námskeiðsins eru: The Maltese Falcon, Double Indemnity, Laura, Out of the Past, Body Heat og The Last Seduction.
Vinnulag: Námsefnið verður kynnt í fyrirlestrum kennara og nemenda en vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku nemenda í formi lesturs, verkefnavinnu, ritgerðar og umræðna.
Námsmat: Nemendur kynna fræðilegar greinar um viðfangsefnið og eina kvikmynd sem heyrir undir nýrökkurskeiðið (tvö verkefni alls 30%), auk heimaprófs (70%).
Spænskar bókmenntir (ABF316G)
Helsta markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir skáldsagnagerð á Spáni á 20. og 21. öld. Lesin verða verk mikilvægra höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur aldarinnar. Þá verður litið til félagslegs og pólitísks umhverfis og önnur listform einnig könnuð, eins og t.d. kvikmyndin. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.
Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA505G)
Í þessu sérverkefni fá nemendur tækifæri til að vinna að afmörkuðu verkefni sem tengist námskeiðinu FRA434G Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar,
Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA434G)
Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.
Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.
Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA505G Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskum bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Symbólismi, dekadens og aldahvörf í evrópskum bókmenntum (ABF204G)
Ætlunin er að gefa nemendum yfirlit yfir þessar þrjár stefnur og birtingarmyndir þeirra innan ólíkra bókmennta- og fagurfræðihefða á meginlandi Evrópu. Fjallað verður með gagnrýnum hætti um notkun þessara þriggja ólíku hugtaka sem tímabilshugtaka til að lýsa nýjum aðferðum og hugmyndum í bókmennta- og listsköpun á tímabilinu frá u.þ.b. 1870-1910, með hliðsjón af nýlegum og eldri fræðitextum um tímabilið. Lesnir verða lykiltextar frá tímabilinu, þ.á m. eftir Gabriele d'Annunzio, Joris-Karl Huysmans, Oscar Wilde, Andrej Belyj, Stéphane Mallarmé, Charles Baudelaire, Villiers de l'Isle Adam, Edgar Allan Poe, Stefan George, Maurice Maeterlinck og Alexandr Blok. Auk þess sem lesnir verða textar úr ólíkum bókmenntagreinum (ljóðlist, skáldsögur, smásögur og leikrit) verður leitast við að gefa nemendum innsýn í fjölbreytilega menningarframleiðslu tímabilsins, t.a.m. með hliðsjón af myndlist og bókarskreytingum. Loks verða lesnir nokkrir lykiltextar frá tímabilinu þar sem leitast er við að skilgreina þá strauma sem hér um ræðir og leggja grunn að nýrri fagurfræði eða skáldskaparfræði, þ.á m. verða lesnir textar eftir Hugo von Hofmannsthal, Hermann Bahr, Paul Bourget, Fritz Mauthner, Jean Moréas og Friedrich Nietzsche.
Biblían sem bókmenntaverk (ABF221G)
Í námskeiðinu verða lesnir valdir textar úr Fimmbókarritinu og öðrum hebreskum fornritum ásamt megninu af Nýja testamentinu. Til samanburðar verða höfð egypsk, mesopótamísk, grísk og latnesk fornaldarrit. Bíblíuritin verða lesin sem fornaldarbókmenntir og heimsbókmenntir en einnig verður litið á viðtökur þeirra í gegnum tíðina, mikilvægi þýðinga fyrir viðtökurnar og ýmsar kenningar bókmenntafræðinga um Biblíuna, s.s. um texta- og túlkunarsamfélög.
Írskar nútímabókmenntir (ABF436G)
Markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir írskar bókmenntir á 20. og 21. öld. Lesin verða leikrit, ljóð og skáldsögur eftir mikilvæga höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur tímabilsins. Kennslan byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.
Kurosawa: Höfundarverk, aðlaganir og arfleifð (JAP414G)
Námskeiðið fjallar um japanska leikstjórann Akira Kurosawa með hliðsjón af nokkrum vel völdum kvikmyndum hans, aðlaganafræðum, japönsku menningu og samfélagi, og þeirri arfleifð sem hann skilur eftir sig. Rætt verður um það sem skilgreinir Kurosawa sem höfund, stílbrögð, einkenni og áhrif hans á bæði japanska og vestræna kvikmyndamenningu. Sem dæmi um þemu sem námskeið leggur áherslu á má nefna aðstæður sem skapast við stríðsátök, kjarnorkuógnina, ýmsar sálfræðilegar innri glímur, valdabaráttu, kynferðisofbeldi og glæpi. Sögurnar draga upp mynd af hetjum og skúrkum, upplausn fjölskyldunnar, deilum um arf, stríði á milli foreldra og barna, hatrömmum átökum systkina og blóðugum, hrottafullum morðum, sjálfsréttlætingum og ólíkum sjónarhornum. Sviðsmyndin og leikstíllinn sem dreginn er upp sækir m.a. í japanskt leikhús, líkt og Noh leikhefð og arfleifð, samúræja–menningu og baráttuhefð. Einnig er markvisst unnið með japanskar þjóðsögur. Sögur leikstjórans eiga sér margar hverjar einnig fyrirmyndir í vestænni arfleifð svo sem í kúrekamyndum John Ford og höfunda á borð við Shakespeare og Dostoyevsky, auk þess sem verkin eiga í textatengslum við gríska harmleiki. Verk eftir Kurosawa sem verða kennd eru m.a. Seven Samurai (1954), Yojimbo (1961), Ran (1985), Dreams (1990) og Rhapsody in August (1991). Einnig verða lesnir valdir bókmenntatextar (heilir eða sýnishorn) sem Kurosawa hefur aðlagað fyrir kvikmyndir, m.a. verk eftir Shakspeare og japanska höfundinn Ryunosuke Akutagawa. Auk þess verða greind verk sem sýna áhrif Kurosawa á aðra leikstjóra.
- Haust
- MiðaldabókmenntirB
- Fá orð bera mikla ábyrgðV
- Rökkurmyndir og harðsoðna skáldsaganV
- Spænskar bókmenntirV
- Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Vor
- BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði
- Íslensk bókmenntasaga til 1900B
- Symbólismi, dekadens og aldahvörf í evrópskum bókmenntumV
- Biblían sem bókmenntaverkV
- Írskar nútímabókmenntirV
- Kurosawa: Höfundarverk, aðlaganir og arfleifðV
Miðaldabókmenntir (ABF112G)
Á þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir helstu bókmenntaverk í Evrópu á miðöldum, allt frá germönskum fornhetjuljóðum fram að verkum þekktustu höfunda síðmiðalda eins og Chaucer og Dante. Lögð verður áhersla á að gefa yfirlit yfir helstu bókmenntahefðir tímabilsins en farið verður hægar yfir sögu við lestur verkanna til að veita innsýn inn í þann hugmyndaheim og þær frásagnarhefðir sem þau bera vitni um. Kennsla mun fara fram í fyrirlestrum kennara og umræðum í tímum.
Fá orð bera mikla ábyrgð (ABF501M)
Frumsýningin á Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett í París árið 1953 olli nokkrum tímamótum. Upphaf absúrdisma í leikritun og leikhúss fáránleikans er iðulega miðað við þennan viðburð. Áhrif orðfæðar í leikritum Becketts og síendurtekinna kringumstæðna í þeim má greina mjög víða í þeim verkum, sem skrifuð voru fyrir leikhús á síðari hluta tuttugustu aldar og fram á þennan dag. Á námskeiðinu verður fjallað um þennan þráð í leikritunarsögu Vesturlanda og hann settur í samhengi við þróun leikritunar og leikhúss á tuttugustu öld. Litið verður til verka Tzara, Pirandello, Ionesco, Genet og Arrabals, og þráðurinn rekinn frá Samuel Beckett til Harolds Pinter og Jons Fosse. Einnig verður komið við í bandarískri og íslenskri leikritun og lesin leikrit eftir Edward Albee, Odd Björnsson, Guðmund Steinsson og Hrafnhildi Hagalín. Í lok námskeiðsins verður fjallað um það hvernig síðustu leikrit Becketts bera oft meiri keim af gjörningalist en hefðbundinni leikritun.
Rökkurmyndir og harðsoðna skáldsagan (ABF105G)
Yfirlitsnámskeið þar sem skoðuð eru helstu einkenni rökkurmynda. Farið verður í úrval kvikmynda frá 1940-1999 með það fyrir augum að skoða þróun greinarinnar sem slíkrar. Jafnframt verða lesnar nokkrar skáldsögur til hliðsjónar. Meðal helstu kvikmynda námskeiðsins eru: The Maltese Falcon, Double Indemnity, Laura, Out of the Past, Body Heat og The Last Seduction.
Vinnulag: Námsefnið verður kynnt í fyrirlestrum kennara og nemenda en vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku nemenda í formi lesturs, verkefnavinnu, ritgerðar og umræðna.
Námsmat: Nemendur kynna fræðilegar greinar um viðfangsefnið og eina kvikmynd sem heyrir undir nýrökkurskeiðið (tvö verkefni alls 30%), auk heimaprófs (70%).
Spænskar bókmenntir (ABF316G)
Helsta markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir skáldsagnagerð á Spáni á 20. og 21. öld. Lesin verða verk mikilvægra höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur aldarinnar. Þá verður litið til félagslegs og pólitísks umhverfis og önnur listform einnig könnuð, eins og t.d. kvikmyndin. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.
Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA505G)
Í þessu sérverkefni fá nemendur tækifæri til að vinna að afmörkuðu verkefni sem tengist námskeiðinu FRA434G Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar,
Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA434G)
Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.
Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.
Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA505G Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.
BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði (ABF261L)
BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskum bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Symbólismi, dekadens og aldahvörf í evrópskum bókmenntum (ABF204G)
Ætlunin er að gefa nemendum yfirlit yfir þessar þrjár stefnur og birtingarmyndir þeirra innan ólíkra bókmennta- og fagurfræðihefða á meginlandi Evrópu. Fjallað verður með gagnrýnum hætti um notkun þessara þriggja ólíku hugtaka sem tímabilshugtaka til að lýsa nýjum aðferðum og hugmyndum í bókmennta- og listsköpun á tímabilinu frá u.þ.b. 1870-1910, með hliðsjón af nýlegum og eldri fræðitextum um tímabilið. Lesnir verða lykiltextar frá tímabilinu, þ.á m. eftir Gabriele d'Annunzio, Joris-Karl Huysmans, Oscar Wilde, Andrej Belyj, Stéphane Mallarmé, Charles Baudelaire, Villiers de l'Isle Adam, Edgar Allan Poe, Stefan George, Maurice Maeterlinck og Alexandr Blok. Auk þess sem lesnir verða textar úr ólíkum bókmenntagreinum (ljóðlist, skáldsögur, smásögur og leikrit) verður leitast við að gefa nemendum innsýn í fjölbreytilega menningarframleiðslu tímabilsins, t.a.m. með hliðsjón af myndlist og bókarskreytingum. Loks verða lesnir nokkrir lykiltextar frá tímabilinu þar sem leitast er við að skilgreina þá strauma sem hér um ræðir og leggja grunn að nýrri fagurfræði eða skáldskaparfræði, þ.á m. verða lesnir textar eftir Hugo von Hofmannsthal, Hermann Bahr, Paul Bourget, Fritz Mauthner, Jean Moréas og Friedrich Nietzsche.
Biblían sem bókmenntaverk (ABF221G)
Í námskeiðinu verða lesnir valdir textar úr Fimmbókarritinu og öðrum hebreskum fornritum ásamt megninu af Nýja testamentinu. Til samanburðar verða höfð egypsk, mesopótamísk, grísk og latnesk fornaldarrit. Bíblíuritin verða lesin sem fornaldarbókmenntir og heimsbókmenntir en einnig verður litið á viðtökur þeirra í gegnum tíðina, mikilvægi þýðinga fyrir viðtökurnar og ýmsar kenningar bókmenntafræðinga um Biblíuna, s.s. um texta- og túlkunarsamfélög.
Írskar nútímabókmenntir (ABF436G)
Markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir írskar bókmenntir á 20. og 21. öld. Lesin verða leikrit, ljóð og skáldsögur eftir mikilvæga höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur tímabilsins. Kennslan byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.
Kurosawa: Höfundarverk, aðlaganir og arfleifð (JAP414G)
Námskeiðið fjallar um japanska leikstjórann Akira Kurosawa með hliðsjón af nokkrum vel völdum kvikmyndum hans, aðlaganafræðum, japönsku menningu og samfélagi, og þeirri arfleifð sem hann skilur eftir sig. Rætt verður um það sem skilgreinir Kurosawa sem höfund, stílbrögð, einkenni og áhrif hans á bæði japanska og vestræna kvikmyndamenningu. Sem dæmi um þemu sem námskeið leggur áherslu á má nefna aðstæður sem skapast við stríðsátök, kjarnorkuógnina, ýmsar sálfræðilegar innri glímur, valdabaráttu, kynferðisofbeldi og glæpi. Sögurnar draga upp mynd af hetjum og skúrkum, upplausn fjölskyldunnar, deilum um arf, stríði á milli foreldra og barna, hatrömmum átökum systkina og blóðugum, hrottafullum morðum, sjálfsréttlætingum og ólíkum sjónarhornum. Sviðsmyndin og leikstíllinn sem dreginn er upp sækir m.a. í japanskt leikhús, líkt og Noh leikhefð og arfleifð, samúræja–menningu og baráttuhefð. Einnig er markvisst unnið með japanskar þjóðsögur. Sögur leikstjórans eiga sér margar hverjar einnig fyrirmyndir í vestænni arfleifð svo sem í kúrekamyndum John Ford og höfunda á borð við Shakespeare og Dostoyevsky, auk þess sem verkin eiga í textatengslum við gríska harmleiki. Verk eftir Kurosawa sem verða kennd eru m.a. Seven Samurai (1954), Yojimbo (1961), Ran (1985), Dreams (1990) og Rhapsody in August (1991). Einnig verða lesnir valdir bókmenntatextar (heilir eða sýnishorn) sem Kurosawa hefur aðlagað fyrir kvikmyndir, m.a. verk eftir Shakspeare og japanska höfundinn Ryunosuke Akutagawa. Auk þess verða greind verk sem sýna áhrif Kurosawa á aðra leikstjóra.
- Haust
- Dægurlagatextar og alþýðumenningV
- Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öldV
- Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndarVE
- Vor
- Ímynduð samfélög og þjóðmenning: Þjóðir, ímyndir og alþýðuhefðirVE
Dægurlagatextar og alþýðumenning (ÍSL319G)
Í námskeiðinu verður fjallað um íslenska dægurlagatexta og alþýðumenningu frá miðri 20. öld til okkar daga. Aðferðum menningarfræðinnar verður beitt til að varpa ljósi á stöðu og þróun textanna á tímum þjóðfélagsbreytinga, rokkmenningar og margmiðlunartækni.
Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öld (SAG604M)
Uppgangur popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur beinst að frjálslyndu lýðræði (liberal democracy) og vakið spurningar um hvar staðsetja eigi þessi öfl á hinu pólitíska litrófi og hvernig skilgreina eigi hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Á námskeiðinu verður fjallað um lýðræðiskreppur með því að beina sjónum að fasisma og nasisma á fyrri hluta síðustu aldar og popúlisma og valdboðshyggju í samtímanum. Þótt megináherslan verði á Evrópu verða birtingarmyndir róttækrar þjóðernishyggju og hugmyndafræði pólitískra afla sem berjast gegn frjálslyndu lýðræði skoðaðar í öðrum heimshlutum. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál sem tengjast fasisma/nasisma, valdboðshyggju og hægri og vinstri popúlisma. Þá verða tengsl stjórnmála- og efnahagskreppu greind með skírskotun til þátta eins og kynþáttastefnu, kyngervis, nútímavæðingar, menningar, velferðarhugmynda og utanríkismála. Hugað verður sérstaklega að stjórnmála- og samfélagsþróun í Þýskalandi og Ítalíu, þar sem nasistar/fasistar komust til valda og höfðu mest áhrif, en einnig verður fjallað um fasistahreyfingar og valdboðsstjórnir öðrum löndum. Í samtímanum verða popúlistaflokkar settir í sögulegt samhengi, hugmyndafræði og stefna þeirra greind og gerð tilraun til að skýra „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd.
Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndar (ÞJÓ340G)
Í námskeiðinu verður íslensk sagna og þjóðtrúarhefð rannsökuð í ljósi frumheimilda og fræðilegrar umræðu á síðustu árum. Meginviðfangsefnið verður hvernig íslenskar sagnir hafa orðið til, gengið frá manni til manns og lifað og þróast I munnlegri hefð. Rætt verður um samhengi íslenskrar þjóðsagnasöfnunar á 19. og 20. öld og skoðað hvernig Sagnagrunnurinn, kortlagður gagnagrunnur um sagnir þjóðsagnasafnanna, getur nýst sem rannsóknartæki. Þá verður sjónum beint að efnisflokkum íslenskra sagna og fjallað um það hvernig sagnir kortleggja landslag, menningu og náttúru og gefa innsýn inn í hugmynda- og reynsluheim fólksins sem deildi þeim. Jafnframt verður reynt að meta hvað sagnirnar geta sagt um þjóðtrú á Íslandi og hugað sérstaklega að reynslusögnum (memorat) og heimildagildi þeirra. Nemendur munu einnig kynnast helstu flökkusögnum á Íslandi og því hvernig mismunandi sagnahefðir og þjóðtrú nágrannalandanna setja mark sitt á þær.
Ímynduð samfélög og þjóðmenning: Þjóðir, ímyndir og alþýðuhefðir (ÞJÓ439G)
Námskeiðið fjallar um hvernig sjálfsmyndir og ímyndir af Íslendingum og öðrum þjóðum hafa mótast og hvernig þær vinna með alþýðuhefðir á hverjum stað. Við skoðum íslenskan veruleika og ímyndir í samanburði við reynslu ýmissa grannþjóða og rannsökum hvernig sögur, siðir og minjar skapa þjóðir og móta þær, frá þjóðminjasöfnum til þorrablóta í London; og frá viskídrykkju (í Skotlandi) til víkingasagna (á Norðurlöndum), með viðkomu á Up Helly Aa (á Hjaltlandseyjum) og Ólafsvöku (í Færeyjum); við skoðum hönnunarsýningu (á Grænlandi), norrænar byggðir í Vesturheimi og sendum myndir af öllu saman á samfélagsmiðla.
Við berum niður í kvikmyndum og tónlist, hátíðum, leikjum og skrautsýningum stjórnmálanna. Sérstaklega verður greint hvernig þjóðlegar ímyndir sameina og sundra hópum fólks. Í því samhengi verður horft til kvenna og karla, búsetu (borgar og landsbyggðar), fólksflutninga fyrr og síðar (innfluttra, brottfluttra, heimfluttra), kynþáttahyggju og kynhneigðar. Við rannsökum þessar ímyndir sem hreyfiafl og hugsjón, auðlindir og þrætuepli og skoðum hvernig þeim er beitt í margvíslegu skyni af ólíku fólki á ólíkum stöðum, jafnt af þjóðernispopúlistum sem græningjum, ríkisstofnunum og bönkum, fræðafólki og nemendum.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.