Háskóli Íslands er aðili að tveimur norrænum samstarfsnetum háskóla: Nordic Centre at Fudan University í Kína og Nordic Centre India á Indlandi. Hlutverk þeirra er að styðja við rannsóknir og námstækifæri og kynna menningu Norðurlandanna og önnur hagsmunamál norrænu aðildarháskólanna í Asíu. Nemendum og fræðimönnum standa til boða margvísleg tækifæri. Nemendur geta tekið þátt í sumarnámskeiðum og öðrum námstækifærum. Fræðimenn geta sótt um styrki og tekið þátt í ýmiskonar samstarfs- og rannsóknarverkefnum. Auk þess geta þeir fengið starfsaðstöðu við miðstöðina. Norræna miðstöðin í Kína – Nordic Centre at Fudan University Nordic Centre Fudan er samstarfsnet norrænna og kínverskra háskóla með aðsetur við Fudan háskóla í Sjanghæ. Miðstöðin var stofnuð árið 1995 og hefur það meginhlutverk að efla rannsóknasamstarf og námstækifæri milli aðildarskólanna, auk þess að kynna norræna menningu. Háskóli Íslands gegnir nú lykilhlutverki sem gestgjafi aðalskrifstofu miðstöðvarinnar fyrir tímabilið 2024–2027. Helstu verkefni og tækifæri: Sumarnámskeið: Business and Innovation in China fyrir meistara- og 3. árs grunnnema (umsóknarfrestur: 1. mars ár hvert) Nordic Studies Programme: haustnámskeið við Fudan háskóla Styrkir fyrir fræðaviðburði: samstarfsverkefni norrænna og kínverskra aðildarháskóla (umsóknarfrestir: 20. mars og 20. september ár hvert) Ferðastyrkir: til rannsóknarvinnu í Sjanghæ (umsóknarfrestur: opinn allt árið) Vinnu- og rannsóknaraðstaða Sérhönnuð námskeið fyrir aðildarskóla og samstarfsaðila Móttaka sendinefnda, gesta og tengslamyndunarviðburðir fyrir hagaðila Fyrirspurnir: nc.secretariat@hi.is Norræna miðstöðin á Indlandi – Nordic Centre India (NCI) Nordic Centre India er samstarfsvettvangur norrænna háskóla með skrifstofu, vinnuaðstöðu og gestaíbúð í Nýju Delí. Miðstöðin viðheldur sterkum tengslum við virta indverska háskóla og þjónar sem tengiliður milli þeirra og norrænu aðildarskólanna. NCI var stofnað árið 2001, með það að markmiði að auðvelda samstarf á sviði rannsókna og æðri menntunar. Miðstöðin býður upp á fjölbreytt náms- og rannsóknartækifæri. Helstu verkefni og tækifæri: Sumarnámskeið: við indverska háskóla, með breytilegu framboði – t.d. indverskt mál og menning, jafnrétti, náttúruvernd o.fl. Gestaíbúð: fyrir fræðimenn frá norrænum aðildarskólum Kynning og tenging við indverska fræðimenn Skipulag námsferða: fyrir nemendur, fræðimenn og sendinefndir frá Norðurlöndunum facebooklinkedintwitter