Alþjóðlegt nám í menntunarfræði


Alþjóðlegt nám í menntunarfræði
MA – 120 einingar
Námið opnar nýjar leiðir fyrir nemendur sem hafa áhuga á alþjóðlegri sýn á viðfangsefni uppeldis- og menntunarfræði eða hafa áhuga á að vinna með vaxandi hópi innflytjendabarna og tvítyngdra barna á Íslandi.
Námið fer fram á ensku og hafa nemendur komið víða að úr heiminum. Með alþjóðlegu námi í menntunarfræði er brugðist við þróun fjölmenningarsamfélags og hnattvæðingu.
Skipulag náms
- Óháð misseri
- Mannréttindi: Efling félags- og vistfræðilegrar velferðar
- Alþjóðleg og samanburðarmenntunarfræði
- Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi
- Áherslur í félags- og menntarannsóknum
- VettvangsaðferðirB
- SpurningalistakannanirB
- Sjálfbær framtíðV
- Fagmennska í menntunV
Mannréttindi: Efling félags- og vistfræðilegrar velferðar (UME011M)
Þverfaglegt mannréttindanámskeið þar sem áhersla er lögð á að beita mannréttindasjónarhorni sem tæki til að knýja fram umbætur í félags- og velferðarmálum. Með því að rýna á heildstæðan og gagnrýninn hátt ríkjandi kerfi og ferla sem skapa og viðhalda ójöfnuði, mismunun og útilokun, er ætlunin að styðja við og auka þekkingu og leikni í að stuðla að uppbyggingu friðsamlegra samfélaga, án aðgreiningar.
Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nota gagnrýna mannréttindanálgun til að virkja nemendur í umræðum um félags- og velferðarmálefni í nútímasamfélagi. Nemendur greina viðfangsefni í nærsamfélagi sínu og alþjóðasamfélaginu með aðferðum tilviksrannsókna. Viðfangsefnin geta til að mynda tengst hælisleitendum og flóttafólki, fötlun, kynferði, fátækt, kynhneigð eða samþættingu framangreindra þátta.
Nemendur fá æfingu í að rýna viðfangsefni á gagnrýninn hátt og tækifæri til að staðsetja sig og skoðanir sínar með tilliti til áskoranna samtímans. Áhersla verður lögð á samskipti og umræður, sjálfsígrundun, mikilvægi inngildingar og gagnrýna kennslufræði til að tryggja umbreytandi og þvermenningarlega námsaðferð.
Námskeiðið er kennt bæði á íslensku og ensku og áhersla lögð á hugmyndafræði algildrar hönnunar þannig að tekið sé tillit til ólíkra þarfa nemenda hvað varðar tungumál, menningarlegan bakgrunn, fötlun og nauðsynlega aðlögun námsefnis. Námsefni sem byggt verður á í námskeiðinu (ritað efni, mælt mál og sjónrænt efni) verður aðgengilegt bæði á íslensku og ensku, með texta og í auðlesnu formi. Námsefnið mun endurspegla alþjóðlega nálgun á mannréttindum og byggja á hugmyndum fræðimanna, fólks af vettvangi og aðgerðasinna.
Alþjóðleg og samanburðarmenntunarfræði (INT001M)
Áhersla er á umræðu og kenningar um alþjóðlega menntun og samanburðarmenntunarfræði sem kerfisbundna greiningu á því sem er líkt og því sem er ólíkt í menntakerfum á ólíkum svæðum, löndum og í ólíkum menningarheimum. Mikilvægi hnattvæðingar fyrir samanburðarmenntunarfræði verður skoðuð.
Námskeiðið fer fram sem málstofur og vinnustofur þar sem fá nemendur þjálfun í að ræða þau margvíslegu málefni sem eru viðfangsefni námskeiðsins í gagnrýnu umhverfi og setja þau víðara kenningalegt og verklegt samhengi. Samanburðar alþjóðleg menntunarfræði er skildu áfangi fyrir grunn og framhaldsnema í alþjóðlegum menntunarfræðum.
Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)
Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.
Áherslur í félags- og menntarannsóknum (INT104F)
Topics and approach
Specific methodological approaches are covered, their academic foundations explained, prevailing practices tried out and the skills of the students in this regard assessed. The topics selected to begin with are less complex than later ones. Different methods used to collect and analyse data are discussed according to the purpose of the research. Training includes the application of the same methodology to solve different types of research questions. The teaching consists of lectures and studies through discussions and assignments. Emphasis is placed on creativity and communication during analysis of data and the presentation of results. Active participation of students is encouraged that can take the form of instigating discussion, sharing ideas and referring to the research of others.
Vettvangsaðferðir (MAN601F, FÉL089F, FÉL089F)
Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.
Spurningalistakannanir (MAN601F, FÉL089F, FÉL089F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.
Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.
Sjálfbær framtíð (UAU207M)
Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.
Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum.
Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars.
Fagmennska í menntun (INT004M)
Á námskeiðinu er lögð áhersla á umræður og hugleiðingar um hugtakið fagmennsku og tengd hugtök. Þróun og áhrifaþættir fagmennsku verða skoðuð, t.d. fagleg umboð (áhrif ríkisvalds og stefnumótunaraðila), áhrif hagaðila, fagaðila og starfssviða. Ýmis mikilvæg hugtök eins og „samvinnu fagmennska“ og „lýðræðisleg fagmennska“ verða greind. Enn fremur verður lögð áhersla á hvernig fagmanneskjan þróast og hvað hefur áhrif á faglega sjálfsmynd hennar. Hugmyndafræðin um fagleg námssamfélög verður skoðuð og hvað einkennir slík samfélög.
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðutímum, lestri og verkefnavinnu. Námskeiðið er kennt á ensku.
- Haust
- Lokaverkefni
- Vor
- Lokaverkefni
- Óháð misseri
- Sjálfbær framtíðV
- Fagmennska í menntunV
- Sjálfbærnimenntun og forystaV
- Menntun, félagslegur hreyfanleiki og félagsleg lagskiptingVE
- Kenningar í alþjóðasamskiptumV
- Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferðV
- Staða Íslands í alþjóðakerfinuV
- Skóli margbreytileikans og hið óvenjulega samfélagVE
Lokaverkefni (INT441L)
Lokaverkefni til MA-prófs er einstaklingsbundið rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum um verklag við MA-verkefni sem birtar eru á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið >> Menntavísindasvið >> Meistaraverkefni.
Lokaverkefni (INT441L)
Lokaverkefni til MA-prófs er einstaklingsbundið rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum um verklag við MA-verkefni sem birtar eru á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið >> Menntavísindasvið >> Meistaraverkefni.
Sjálfbær framtíð (UAU207M)
Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.
Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum.
Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars.
Fagmennska í menntun (INT004M)
Á námskeiðinu er lögð áhersla á umræður og hugleiðingar um hugtakið fagmennsku og tengd hugtök. Þróun og áhrifaþættir fagmennsku verða skoðuð, t.d. fagleg umboð (áhrif ríkisvalds og stefnumótunaraðila), áhrif hagaðila, fagaðila og starfssviða. Ýmis mikilvæg hugtök eins og „samvinnu fagmennska“ og „lýðræðisleg fagmennska“ verða greind. Enn fremur verður lögð áhersla á hvernig fagmanneskjan þróast og hvað hefur áhrif á faglega sjálfsmynd hennar. Hugmyndafræðin um fagleg námssamfélög verður skoðuð og hvað einkennir slík samfélög.
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðutímum, lestri og verkefnavinnu. Námskeiðið er kennt á ensku.
Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)
Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.
Dæmi um viðfangefni:
- Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
- Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
- Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
- Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
- Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
- Námskrárbreytingar
Menntun, félagslegur hreyfanleiki og félagsleg lagskipting (FÉL501M)
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni? Í þessu námskeiði er skoðað hvernig félagslegur bakgrunnur einstaklings hefur áhrif á þá félagslegu stöðu sem sem viðkomandi nær að lokum í lífinu og hvernig ójöfnuður endurskapast frá einni kynslóð til annarrar. Námskeiðið fjallar um hvernig félagslegur hreyfanleiki hefur breyst í gegnum tíðina og milli landa og hvaða hlutverki menntun gegnir fyrir félagslegan hreyfanleika. Fjallað verður um helstu kenningar sem notaðar eru til að útskýra ójöfnuð í menntun og félagslegum hreyfanleika og (hugsanlegar) breytingar yfir tíma. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á félagslegan bakgrunn einstaklinga (stétt, menntun foreldra eða félags-efnahagslega stöðu foreldra) en misrétti á grundvelli kyns og þjóðernisuppruna verður einnig skoðað á síðustu fundum. Í málstofunni munum við lesa blöndu af klassískum og nýlegum textum. Jafnframt verður sérstök áhersla lögð á að fjalla um lestur og niðurstöður frá öðrum löndum í samanburði við Ísland.
Kenningar í alþjóðasamskiptum (ASK102F)
Námskeiðið er inngangur að kenningum í alþjóðasamskiptum. Það veitir nemendum undirstöðu til greininga á öðrum sviðum alþjóðasamskipta. Mælt er með að nemendur taki það sem fyrst á námsferlinum. Í námskeiðinu eru nemendur kynntir fyrir kenningaramma alþjóðasamskipta með það að markmiði að þroska færni þeirra til að skilja og greina viðburði samtímans með því að beita kenningum.
Viðfangsefnið er skoðað í gegnum helstu umræður (e. debates) í fræðunum, með áherslu á raunhyggju (e. realism), frjálslynda stofnanahyggju (e. liberalism/liberal institutionalism), og mótunarhyggju (e. constructivism) og samspil sögulegra og vísindalegra aðferða annars vegar og gerendahæfni og formgerðar hins vegar.
Fjallað er um viðfangsefni alþjóðasamskipta. Annars vegar þær aðferðir sem kenningarnar nota til að varpa ljósi á þessi efni og hins vegar hvernig kenningarnar lýsa stjórnmálum alþjóðakerfisins.
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og umræðum, í minni og stærri hópum. Áhersla er lögð á að nemendur þroski greiningar- og ritfærni í gegnum skil á ólíkum rituðum verkefnum.
Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferð (UME005M)
Í námskeiðinu er fjallað um sjálfboðaliðastarf og þær félagslegu, menntunarlegu og sálfræðilegu kenningar sem tengdar hafa verið við þessa tegund borgaralegrar þátttöku. Einnig er rætt um hvata að slíkri þátttöku og kynjamun í því sambandi. Loks er fjallað um mikilvæga þætti í skipulagi og uppbyggingu sjálfboðaliðastarfs sem eru til þess fallnir að þátttakendur upplifi tilgang með því að taka þátt og séu líklegri til frekari sjálfboðaliðaþátttöku í framtíðinni. Nemendur munu jafnframt fá tækifæri til að kynnast sjálfboðaliðastarfi af eigin raun og taka þátt í starfi hjá stofnunum og félagasamtökum sem veita fólki aðstoð með félagslegt jafnrétti og velferð að leiðarljósi.
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður og tímaverkefni í fjögur skipti, tvisvar í staðlotu I og tvisvar í staðlotu II. Skyldumæting er í staðlotum. Sjálfboðaliðastarf á vettvangi fer fram í sex skipti í vissan klukkustundafjölda og þarf þátttaka að vera 100%.
Staða Íslands í alþjóðakerfinu (ASK105F)
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir alþjóðasamvinnu og stöðu Íslands í alþjóðakerfinu. Hnattvæðing verður skoðuð í sögulegu ljósi og farið yfir helstu kenningar um hnattvæðingu. Fjallað verður um áhrif hnattvæðingar á stjórnmál, efnahagsmál, ríki og einstaklinga. Utanríkisstefna Íslands verður greind og áhersla lögð á þau málefni sem eru í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum um þessar mundir. Sjónum er beint að varnar- og öryggismálum á Íslandi, þátttöku Íslands í málefnum norðurslóða og norrænu samstarfi, og stöðu Íslands í ljósi breyttrar heimsmyndar. Fjallað verður sérstaklega um stofnanir sem sinna öryggismálum á landinu eins og Landhelgisgæsluna, Póst- og fjarskiptastofnunina og Ríkislögreglustjóra. Samrunaþróunin í Evrópu verður skoðuð með tilliti til þeirra leiða sem Ísland hefur valið í samskiptum sínum við Evrópu. Skoðað verður sérstaklega hvaða áhrif EES-samningurinn hefur haft á Íslandi. Einnig verður gerð grein fyrir þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna og framboði Íslands til Öryggisráðs SÞ.
Skóli margbreytileikans og hið óvenjulega samfélag (INT002M)
Námskeiðið er inngangsnámskeið um inngildandi menntun og skóla án aðgreiningar. Söguleg dæmi um sérkennslu eru skoðuð og sett í samhengi við kenningar og sjónarmið frá fötlunarfræði, hugtök um brennimerkingu og öðrun, lýðræði og félagslegt réttlæti. Námskeiðið veitir nemendum skilning á því hvernig vinna má með margbreytilegum hópum í námi og kennslu, og hvernig kennarar og skólar geta unnið með nemendum sem hafa sérstakar þarfir og fjölskyldum þeirra í almennum skólum.
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Fylgstu með Menntavísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.