Ameríkufræði
Ameríkufræði
MA gráða – 120 einingar
Í meistaranámi í ameríkufræðum öðlast nemandi dýpri þekkingu á fræðasviði sínu og fær þjálfun í akademískum vinnubrögðum og í framsetningu efnis með áherslu á ensku, frönsku eða spænsku.
Skipulag náms
- Haust
- MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema
- Fræði og ritun
- Tungumál og menning I
- Pétur Pan og HvergilandVE
- Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öldV
- Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningarV
- Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningarV
- Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra málaV
- EinstaklingsverkefniV
- Hollywood: Place and MythVE
- Þrettán hlutirV
- Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menningV
- Tungumál og menning IV
- Kvikmyndir SpánarV
- EinstaklingsverkefniV
- Málstofa C: OrðabókafræðiV
- Vor
- Landmiðuð skrif: Femínísk umhverfi í bókmenntum 20. aldarV
- Nytsemi frásagnarlistar: Hvernig eiga bókmenntir að bregðast við hnattrænum áskorunum?V
- Research Project – Forms of Monstrosity in Medieval LiteratureV
- Rannsóknarverkefni: Ádeila og samfélag í skáldsögum Frances BurneyV
- AðlaganirV
- Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra málaV
- Skrímsli, morð og ógnir: HryllingssögurV
- Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: FranskaV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni VE
- Menning og andófV
- New Critical ApproachesV
- Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefðV
- Spænsk málsaga og málsvæðiV
- Sérverkefni í spænskuV
- Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og BandaríkjannaVE
- Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öldV
- Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóðVE
- NýlendubókmenntirV
- Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku AmeríkuVE
- EinstaklingsverkefniV
- Eldhúsnautnir, megrunarkúrar og matreiðsluþættirVE
MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)
Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.
Fræði og ritun (ENS231F)
Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Pétur Pan og Hvergiland (ENS704M)
Ævintýraheimarnir sem skoska skáldið J. M. Barrie skapaði í kringum eilífðarstrákinn Pétur Pan hafa tekið mörgum breytingum, af hendi höfundar og fjölda annarra – ekki síst á vegum Disney fyrirtækisins og þýðinga á flest heimsins tungumál. Á þessu námskeiði munum við íhuga sumar af þeim myndbreytingum sem orðið hafa á ástsælum persónum og hugarheimum Hvergilands við flutning á milli miðlunarleiða og menningarheima í gegnum helstu grunnhugmyndir og hugtök á sviði aðlögunarfræða. Þetta er 6-vikna hraðnámskeið með símat.
Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öld (MOM501M)
Þetta námskeið fjallar um áhrif miðaldabókmennta á enskar bókmenntir og menningu nútímans, og hvernig slík áhrif eru aðlöguð á stafrænni öld. Lögð er áhersla á norræna goðafræði og skoðað hvernig þær sögur hafa fléttast saman við vestræna menningu nútímans, frá JRR Tolkien og Neil Gaiman til Marvel kvikmyndaheimsins.
Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F)
Þessi aðferðafræðilega málstofa tekst á við hið nýja og vaxandi svið tilfinningafræða og sögu tilfinninga og snýst um að beina slíkum rannsóknum að tilfinningum í bókmenntaverkum. Í málstofunni munum við rekja sögu tilfinningarannsókna á hinum mismunandi sviðum, þar með talið sálfræði, taugalíffræði og sagnfræði, ásamt því að beita slíkum kenningum á bókmenntatexta. Við munum íhuga spurningar eins og hvað eru bókmenntalegar tilfinningar? Hvar er hægt að finna þær? Hvernig er hægt að skilgreina þær og hvað er sambandið milli sögulegra og bókmenntalegra tilfinninga?
Í málstofunni munum við fara vítt og breitt um kenningarfræðilegan bakgrunn tilfinningarannsókna og kynna okkur mismunandi aðferðafræði og hinar helstu kenningar rannsóknarsviðsins. Við munum því næst beita kenningum og aðferðafræði tilfinningarannsókna á valda texta með það fyrir augum að dýpka skilning nemenda á fræðikenningum og nálgunaraðferðinni. Markmiðið er að hvetja nemendur til að vinna með texta að eigin vali með það fyrir augum að íhuga tilfinningamiðlun, táknfræna framsetningu og hlutverk tilfinninga í hverjum texta fyrir sig.
Málstofan verður haldin á fyrri hluta misseris en lokatímar verða í lok misseris þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín (fyrir þá sem hyggjast taka rannsóknarverkefnið) eða kynna ímyndað eða áætlað verkefni (fyrir þá sem kjósa að sitja einungis málstofuna sjálfa).
Lesnir verða bæði fræðilegir textar og valin bókmenntaverk. Málstofan fer fram á ensku.
Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF725F)
Nemendur velja texta að eigin vali og beita þeim kenningum eða aðferðafræði sem farið hefur verið yfir í málstofunni. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að vinna með texta að eigin vali. Ekki er ætlast til þess að nemendur sitji málstofuna til að geta tekið verkefnið og er nemendum því frjálst að vinna verkefnið sjálfstætt (undir leiðsögn kennara).
Mat byggist á rannsóknarverkefni sem skilað er í lok misseris. Val á rannsóknarverkefni skal liggja fyrir eftir verkefnaviku. Verkefni má skila hvort heldur er á ensku eða íslensku.
Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli.
Einstaklingsverkefni (ENS131FENS114F)
Heimilt er að taka allt að 15e í einstaklingsverkefnum. Nemandi velur sér rannsóknaverkefni til úrlausnar í samráði við kennara á MA-stigi, og þarf samþykki umsjónarkennara að liggja fyrir áður en hægt er að skrá sig í þetta verkefni. Einstaklingsverkefni skulu að öllu jöfnu tengjast MA-námskeiðum sem nemandinn hefur þegar lokið eða vera á því sviði sem hann hefur valið sér.
Hollywood: Place and Myth (ENS352M)
What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.
A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.
This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.
Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.
Þrettán hlutir (FOR701M)
Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion. The course will be taught in english.
Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning (FRA103F)
Í þessu námskeiði er farið ítarlega í menningu, sögu og stjórnkerfi Frakklands. Kennsla fer fram á frönsku.
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Kvikmyndir Spánar (SPÆ303M, SPÆ101M)
Úrval kvikmynda frá Spáni verða greindar í ljósi menningarsögu og þjóðfélagsástands hverju sinni. (Kvikmyndaklúburinn Cine-Club rekinn samhliða námskeiðinu).
Einstaklingsverkefni (SPÆ705FSPÆ709F)
Einstaklingsverekfni í samráði við kennara.
Málstofa C: Orðabókafræði (SPÆ714F)
Málstofa í orðabókarfræði
Landmiðuð skrif: Femínísk umhverfi í bókmenntum 20. aldar (ENS620M)
Áður en samtímagreiningar á eyðandi áhrifum mannmiðaðrar hugsunar á umhverfi og lífkerfi komu fram höfðu sögur árþjóða og femínískra höfunda gagnrýnt hugmyndina að maðurinn drottnaði yfir öðrum lífverum. Í þessu námskeiði munum við nota hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ sem leiðarstef til að greina verk kvenhöfunda eins og Leslie Marmon Silko, bell hooks, Willa Cather, Maria Lugones og Muriel Rukeyser og skoða hvernig verk þeirra flækja og dýpka skilning okkar á hugtökunum.
Saman munum við skoða hvernig áhrif nýlendustefnu birtast í því hvernig hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ eru notuð sem lýsing á verkum ákveðinna höfunda og ekki annarra. Við munum takast á við spurningar eins og; hvaða ólíku hugmyndir um umhverfisvernd má sjá í verkum höfunda námskeiðsins? Hvaða merkingu má leggja í hugtakið „umhverfisbókmenntir“ og hvernig gætu femínísk fræði hjálpað okkur að svara þeirri spurningu?
Nytsemi frásagnarlistar: Hvernig eiga bókmenntir að bregðast við hnattrænum áskorunum? (ENS819M)
Tveggja daga mástofa í byrjun mars. Dagsetningar og tímasetning auglýst síðar.
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að fjalla um hvort, eða hvernig, enskar bókmenntir í öllum sínum fjölbreyttu frásagnarformum geti brugðist við viðvarandi og brýnum hnattrænum áskorunum á borð við loftslagsbreytingar, efasemdir um vísindi, hugmyndafræðilega pólun o.fl. Við byrjum á því að viðurkenna grundvallarhlutverk bókmennta sem könnunarform (Hughes 2008, bls. 215), hlutlægar og sjálfstæðar rannsóknir sem þurfa, að einhverju leyti, að vera óháðar íþyngjandi kröfum nýfrjálshyggjukerfa og pólitískra dagskrárliða. Síðan verður rætt hvort, á þessum krepputímum, bókmenntafræðingar hafi einnig siðferðislega skyldu til að leggja áherslu á nytsemi frásagnarlistar, möguleika bókmennta til að veita innblástur og jafnvel koma til leiðar grundvallarbreytingum. Málstofan hefst á líflegum fræðilegum umræðum um nytsemi frásagnarlistar. Að þeim loknum mun ég ræða hvernig rannsóknir mínar bregðast við hnattrænum áskorunum áður en ég leiði gagnvirkar vinnustofur þar sem skoðað verður hvernig nemendur í hugvísindum fást við, eða fjarlægjast, hugmyndina um nytsemi. Til þess að sýna fram á mikilvægi markmiða námskeiðsins þarf að veita upplýsingar um hnattrænt ástand hugvísindanna.
Bakgrunnur:
Hægt er að færa sannfærandi rök fyrir því að hugvísindin standi frammi fyrir tilvistarkreppu. Frá Nýja-Sjálandi (Gordon & Argue 2024) til Hollands (Scali 2024) til Bandaríkjanna (Hartcollis 2023) hafa menntastofnanir skorið verulega niður fjárveitingar til hugvísinda, og skráning nemenda í greinar eins og sagnfræði og enskar bókmenntir hefur náð sögulegu lágmarki (Heller 2023). Þar sem útskrifaðir nemendur með gráður í hugvísindum hafa almennt lægri tekjur en jafnaldrar þeirra í öðrum greinum eins og verkfræði og viðskiptum halda margir hagfræðingar því fram að menntun í frjálsum listum sé ekki „peninganna virði“ (Hartcollis 2023). Í okkar nýfrjálshyggjuheimi, sem er knúinn áfram af markaðsdrifnum hagvexti og tækninýjungum, er því oft litið svo á að nytsemi hugvísindagreina sé lítil og í mörgum tilvikum alveg horft framhjá henni.
Í hagfræði er nytsemi almennt skilgreind sem „ánægjan sem fæst af því að neyta vöru“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Nytsemi þýðir því „miklu meira en bara notagildi. Hún tekur á sig merkingu sem tengist ánægju, hamingju eða lífsfyllingu“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Þetta útskýrir hvers vegna nytsemi starfsgreina á sviðum eins og verkfræði og viðskipta er mjög virt. Auk þeirrar lífsfyllingar sem fæst af því að vera talinn undirstaða markaðsdrifinna hagkerfa fá verkfræðingar og viðskiptafræðingar mikla ánægju af því að hanna áþreifanlegar vörur sem eru taldar nytsamlegar og skila miklum tekjum. Þrátt fyrir að fjölmörg sannfærandi rök fyrir notagildi hugvísinda séu sífellt sett fram og dreift á alþjóðavísu eiga hugvísindin enn í erfiðleikum með að leggja fram sannfærandi rök fyrir nytsemi sinni, þar sem þau skortir augljósa fjárhagslega mælikvarða sem höfða til nýfrjálshyggjumarkaða.
Á þessari tveggja daga málstofu verður rætt hvort enskar bókmenntir geti með sannfærandi hætti undirstrikað nytsemi hugvísinda með því að afhjúpa dýnamískar aðferðir til að bregðast við hnattrænum áskorunum. Ég held því fram að frásagnarlistin, með sannfærandi hætti sínum, hafi möguleika til að þróa einstakar lausnir á brýnum samfélagsvandamálum og bjóða upp á sýn á stöðugri, sjálfbærari og blómlegri samfélög. Loforðið um bjartari framtíð vekur náttúrulega tilfinningar ánægju eða hamingju, sem á móti undirstrikar nytsemi frásagnarlistar.
Research Project – Forms of Monstrosity in Medieval Literature (ENS601F)
Af hverju skelfumst við og heillumst af skrímslum? Hvers vegna valda þau okkur ógeði og vekja um leið þrá okkar? Hvað kenna skrímsli sem hin fullkomnu form öðrunar okkur um mannlega sjálfsmynd og samfélag? Hvernig skapa menningarhugmyndir um kynþátt, kyn, kynhneigð, þjóðerni og stétt hugmyndir okkar um skrímsli? Í þessu námskeiði munum við glíma við þessar spurningar með því að skoða sýnishorn af gróteskum, ögrandi, blendnum, afskræmdum og annars ógeðslegum tilveruformum í miðenskum bókmenntum: skrímslakyn, varúlfa, drauga, risa, djöfla, guði og furðuskepnur . Við munum lesa víða þvert á bókmenntagreinar, þar á meðal riddararómantík, ferðaskrif, þjóðsögur, helgisagnir, trúartexta, ljóðrænan skáldskap og fleira. Lesið verður á gagnrýninn hátt út frá ýmsum sjónarhornum (afbyggingu, póst-húmanisma, sálgreiningu, kynjarýni, umhverfisrýni) til að endurspegla flókið og þverfaglegt eðli viðfangsefnisins.
Rannsóknarverkefni: Ádeila og samfélag í skáldsögum Frances Burney (ENS450F)
Uppáhaldshöfundur og innblástur fyrir Jane Austen og umsjónarmaður skikkju Charlotte drottningar, Frances Burney (1752-1840) var átjándu aldar enskur skáldsagnahöfundur og leikskáld sem einnig er þekkt sem Fanny Burney. Burney bjó í Frakklandi í Napóleonsstríðunum og franski eiginmaður hennar Alexander D'Arblay hafði stutt frönsku byltinguna, pólitískt þema sem fjallað er um í skáldsögu hennar The Wanderer. Skáldsaga hennar Camilla (1796), seld í áskrift, skilaði henni ótrúlega háum fjárhæðum sem gerði henni kleift að kaupa hús handa fjölskyldu sinni. Alla ævi hélt Burney dagbækur sem þjóna sem skrá yfir tíma hennar í átjándu aldar dómstólnum, átjándu aldar listrænu og vitsmunalegu hásamfélagi og um tíma hennar í Frakklandi. Starf Burney tekur þátt í málefnum stétta, erfða, góðgerðarmála og stjórnmálabaráttu í Frakklandi og Bretlandi. Við munum lesa skáldsögur Burney og útdrætti úr bréfum hennar og dagbókum. Á þessu námskeiði verður farið yfir félagslegar, pólitískar, efnahagslegar og frumfemínískar athugasemdir í verkum Burney, frásagnarstíl hennar, upplýsingar um líf hennar og áhrif hennar á aðra skáldsagnahöfunda, eins og Austen.
Aðlaganir (ENS217F)
Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.
Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.
Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.
Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.
Skrímsli, morð og ógnir: Hryllingssögur (ENS304F)
Hryllingssögur urðu vinsælar á seinni hluta 18. aldar og voru uppfullar af spennu, morðum, ógnarverkum, furðuverum og undarlegum uppákomum. Þrátt fyrir sívaxandi gagnrýni á fyrri hluta 19. aldar dafnaði frásagnarhefðin og tók breytingum á Viktoríutímabilinu í Englandi jafnt sem Bandaríkjunum, þar sem ýmis einkenna hryllingssagna birtust í undirtegundum bókmennta á þessu tímabili. Þrátt fyrir að vera umdeild hefur hryllingssagan haldist vinsæl, ekki síst fyrir sakir ógnvekjandi söguþráða og hræðilegra – eða hræddra – sögupersóna. Það sem er kunnuglegt verður framandi og það sem er framandi verður enn annarlegra í þessum skrifum, sem kafa í málefni eins og firringu, tækni, tabú, sálfræði, (ástar)ævintýri, og trúarbrögð, svo eitthvað sé nefnt. Hefðin ígrundar jafnframt “annarleika” með því að fjalla um verur, hópa, eða sjálfsmyndir sem samfélagið vill þagga eða hafna, og knýja lesendur þar með til að horfast í augu við, og jafnvel takast á við, það sem þeim finnst ógnandi. Á þessu námskeiði munum við íhuga þessi málefni nánar í verkum breskra höfunda eins og Ann Radcliffe (The Italian), Jane Austen (Northanger Abbey) og Mary Shelley (Frankenstein), og bandarískra höfunda eins og Washington Irving (“The Legend of Sleepy Hollow”) og Edgar Allan Poe (“The Fall of the House of Usher”).
Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)
Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Menning og andóf (MFR703M)
Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð, ofsafátækt og stríð. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.
New Critical Approaches (MIS201F)
Vikulangt ákafanámskeið í miðaldafræðum haldið ár hvert um miðjan maí (venjulega einhvern tíma á bilinu 10.-30. maí). Kennari er jafnan erlendur gestakennari og viðfangsefnið breytilegt frá ári til árs.
Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)
Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.
Spænsk málsaga og málsvæði (SPÆ202M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu spænskrar tungu, uppruna hennar og þróun til dagsins í dag.
Sérverkefni í spænsku (SPÆ208G)
Sérverkefni í samráði við greinarformann.
Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna (SPÆ402M)
Í þessu námskeiði verður farið í tildrög og sögu landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Horft verður á mörkin bæði úr suðri og norðri. Lesin verða valin bókmenntaverk og margvíslegir textar eftir mexíkóska og Mexíkó-ameríska (chicanóa) höfunda frá landamærasvæðunum. Einnig verða kvikmyndir um landamærin teknar fyrir. Fjallað verður um stöðu markanna nú á dögum og múrveggja sem hafa verið reistir. Einnig kemur við sögu mikilvægi mexíkóskra farandverkamanna í samskiptum þjóðanna tveggja.
Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öld (SPÆ405M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.
Kennsla
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.
Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóð (SPÆ412M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.
Nýlendubókmenntir (SPÆ501M)
Bókmenntir landafundatímabilsins lesnar og skýrðar. Skoðað verður hvernig sjónarhorn "los conquistadores" mótaði þá mynd sem dregin var upp af nýja heiminum, hafði áhrif á atburði í álfunni og mótaði söguskoðun síðari tíma.
Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku Ameríku (SPÆ801F)
Málstofuverkefni í bókmenntum.
Einstaklingsverkefni (SPÆ804FSPÆ806F)
Einstaklingsverkefni í samráði við kennara.
Eldhúsnautnir, megrunarkúrar og matreiðsluþættir (ÞJÓ609M)
Námskeiðið verður lotukennt alla daga vikunnar 10.-14. maí 2021 (sem er vikan eftir að lokaprófum á vormisseri lýkur) í sex stundir hvern dag (samtals 30 stundir). Nemendur verða að lesa allt námsefnið áður en námskeiðið hefst. Þeir vinna verkefni í vikunni og skrifa lokaritgerð eftir að námskeiðinu lýkur.
Í slow motion sleikir sjónvarpskokkurinn Nigella á sér fingurinn eftir að hafa dýft honum í rjómalagaða sveppasósu. Hún gefur frá sér nautnalegt hljóð, horfir í myndavélina með blik í auga og vill að við njótum með sér. Á annarri stöð öskrar sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsey látlaust á aðra kokka sem berjast við að bjarga veitingastöðunum sínum. Margir þeirra fella tár undir reiðilestrinum.
Nautn, reiði, stress, spenna, karlremba, kvenleiki, rjómi, megrunarkúrar, heilsusamlegt mataræði, matarblogg, baksturskeppnir og barátta fyrir bættum og réttlátum matarháttum endurspeglar vinsældir matar sem afþreyingar og tækis til að rækta manneskjur og samfélag. Hvað útskýrir þennan gífurlega áhuga, jafnvel þráhyggju, samtímans gagnvart matarháttum og næringu?
Í námskeiðinu verður rýnt í nokkur vel valin hráefni sem umbreytt hefur verið í girnilegar menningarafurðir og sérstök áhersla lögð á hvernig hugmyndir um kyngervi og lífsstíl endurspeglast í matartengdum fyrirbærum á borð við matreiðsluþætti, matreiðslubækur, matarkeppnir og matarblogg.
- Haust
- MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema
- Lokaverkefni í Ameríkufræðum
- Lokaverkefni í Ameríkufræðum
- Lokaverkefni í Ameríkufræðum
- Pétur Pan og HvergilandVE
- Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öldV
- Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningarV
- Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningarV
- Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra málaV
- EinstaklingsverkefniV
- Hollywood: Place and MythVE
- Þrettán hlutirV
- Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menningV
- Tungumál og menning IV
- Kvikmyndir SpánarV
- EinstaklingsverkefniV
- Málstofa C: OrðabókafræðiV
- Fræðaiðja og rannsóknirV
- Kenningar í hugvísindumV
- Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórnV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Vor
- Lokaverkefni í Ameríkufræðum
- Lokaverkefni í Ameríkufræðum
- Lokaverkefni í Ameríkufræðum
- Landmiðuð skrif: Femínísk umhverfi í bókmenntum 20. aldarV
- Nytsemi frásagnarlistar: Hvernig eiga bókmenntir að bregðast við hnattrænum áskorunum?V
- Research Project – Forms of Monstrosity in Medieval LiteratureV
- Rannsóknarverkefni: Ádeila og samfélag í skáldsögum Frances BurneyV
- AðlaganirV
- Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra málaV
- Skrímsli, morð og ógnir: HryllingssögurV
- Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: FranskaV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni VE
- Menning og andófV
- New Critical ApproachesV
- Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefðV
- Spænsk málsaga og málsvæðiV
- Sérverkefni í spænskuV
- Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og BandaríkjannaVE
- Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öldV
- Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóðVE
- NýlendubókmenntirV
- Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku AmeríkuVE
- EinstaklingsverkefniV
- Eldhúsnautnir, megrunarkúrar og matreiðsluþættirVE
- Ímyndir, vald og framandleikiVE
MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)
Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.
Lokaverkefni í Ameríkufræðum (AME304L)
Lokaverkefni í Ameríkufræðum unnið á ensku.
Lokaverkefni í Ameríkufræðum (AME305L)
Lokaverkefni í Ameríkufræðum. Gert er ráð fyrir að lokaverkefni sé unnið á frönsku, en leiðbeinandi tekur þó lokaákvörðun um tungumálið í samráði við nemandann.
Lokaverkefni í Ameríkufræðum (AME306L)
Lokaverkefni í Ameríkufræðum. Gert er ráð fyrir að lokaverkefni sé unnið á spænsku, en leiðbeinandi tekur þó lokaákvörðun um tungumálið í samráði við nemandann.
Pétur Pan og Hvergiland (ENS704M)
Ævintýraheimarnir sem skoska skáldið J. M. Barrie skapaði í kringum eilífðarstrákinn Pétur Pan hafa tekið mörgum breytingum, af hendi höfundar og fjölda annarra – ekki síst á vegum Disney fyrirtækisins og þýðinga á flest heimsins tungumál. Á þessu námskeiði munum við íhuga sumar af þeim myndbreytingum sem orðið hafa á ástsælum persónum og hugarheimum Hvergilands við flutning á milli miðlunarleiða og menningarheima í gegnum helstu grunnhugmyndir og hugtök á sviði aðlögunarfræða. Þetta er 6-vikna hraðnámskeið með símat.
Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öld (MOM501M)
Þetta námskeið fjallar um áhrif miðaldabókmennta á enskar bókmenntir og menningu nútímans, og hvernig slík áhrif eru aðlöguð á stafrænni öld. Lögð er áhersla á norræna goðafræði og skoðað hvernig þær sögur hafa fléttast saman við vestræna menningu nútímans, frá JRR Tolkien og Neil Gaiman til Marvel kvikmyndaheimsins.
Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F)
Þessi aðferðafræðilega málstofa tekst á við hið nýja og vaxandi svið tilfinningafræða og sögu tilfinninga og snýst um að beina slíkum rannsóknum að tilfinningum í bókmenntaverkum. Í málstofunni munum við rekja sögu tilfinningarannsókna á hinum mismunandi sviðum, þar með talið sálfræði, taugalíffræði og sagnfræði, ásamt því að beita slíkum kenningum á bókmenntatexta. Við munum íhuga spurningar eins og hvað eru bókmenntalegar tilfinningar? Hvar er hægt að finna þær? Hvernig er hægt að skilgreina þær og hvað er sambandið milli sögulegra og bókmenntalegra tilfinninga?
Í málstofunni munum við fara vítt og breitt um kenningarfræðilegan bakgrunn tilfinningarannsókna og kynna okkur mismunandi aðferðafræði og hinar helstu kenningar rannsóknarsviðsins. Við munum því næst beita kenningum og aðferðafræði tilfinningarannsókna á valda texta með það fyrir augum að dýpka skilning nemenda á fræðikenningum og nálgunaraðferðinni. Markmiðið er að hvetja nemendur til að vinna með texta að eigin vali með það fyrir augum að íhuga tilfinningamiðlun, táknfræna framsetningu og hlutverk tilfinninga í hverjum texta fyrir sig.
Málstofan verður haldin á fyrri hluta misseris en lokatímar verða í lok misseris þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín (fyrir þá sem hyggjast taka rannsóknarverkefnið) eða kynna ímyndað eða áætlað verkefni (fyrir þá sem kjósa að sitja einungis málstofuna sjálfa).
Lesnir verða bæði fræðilegir textar og valin bókmenntaverk. Málstofan fer fram á ensku.
Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF725F)
Nemendur velja texta að eigin vali og beita þeim kenningum eða aðferðafræði sem farið hefur verið yfir í málstofunni. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að vinna með texta að eigin vali. Ekki er ætlast til þess að nemendur sitji málstofuna til að geta tekið verkefnið og er nemendum því frjálst að vinna verkefnið sjálfstætt (undir leiðsögn kennara).
Mat byggist á rannsóknarverkefni sem skilað er í lok misseris. Val á rannsóknarverkefni skal liggja fyrir eftir verkefnaviku. Verkefni má skila hvort heldur er á ensku eða íslensku.
Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli.
Einstaklingsverkefni (ENS131FENS114F)
Heimilt er að taka allt að 15e í einstaklingsverkefnum. Nemandi velur sér rannsóknaverkefni til úrlausnar í samráði við kennara á MA-stigi, og þarf samþykki umsjónarkennara að liggja fyrir áður en hægt er að skrá sig í þetta verkefni. Einstaklingsverkefni skulu að öllu jöfnu tengjast MA-námskeiðum sem nemandinn hefur þegar lokið eða vera á því sviði sem hann hefur valið sér.
Hollywood: Place and Myth (ENS352M)
What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.
A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.
This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.
Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.
Þrettán hlutir (FOR701M)
Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion. The course will be taught in english.
Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning (FRA103F)
Í þessu námskeiði er farið ítarlega í menningu, sögu og stjórnkerfi Frakklands. Kennsla fer fram á frönsku.
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Kvikmyndir Spánar (SPÆ303M, SPÆ101M)
Úrval kvikmynda frá Spáni verða greindar í ljósi menningarsögu og þjóðfélagsástands hverju sinni. (Kvikmyndaklúburinn Cine-Club rekinn samhliða námskeiðinu).
Einstaklingsverkefni (SPÆ705FSPÆ709F)
Einstaklingsverekfni í samráði við kennara.
Málstofa C: Orðabókafræði (SPÆ714F)
Málstofa í orðabókarfræði
Fræðaiðja og rannsóknir (ABF902F)
Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur á meistarastigi fyrir skrif á lokaritgerð. Kennt er á hálfsmánaðarfresti, annan hvorn fimmtudag samkvæmt stundatöflu (undantekning er að þrjár vikur líða milli fjórða og fimmta tíma). Fyrsti hluti námskeiðs snýst um val á ritgerðarefni og frumheimildum, mótun rannsóknarspurningar og aðra þætti er lúta að upphafi vinnunnar. Næst verður sjónum beint að því teoretíska efni sem kemur til með að vera grundvöllur ritgerðarinnar, bæði hvernig rýnt er í efnið og það leitað uppi. Jafnframt verður rætt um þá nálgun sem nemendur hyggjast nýta sér og vinna með. Í þriðja og síðasta hluta verða nemendur með framsögur. Hér yrði um eins konar málstofu að ræða þar sem annars vegar ráð er gert fyrr þátttöku allra. Mikilvægt er að vinnan í kringum framsöguna sé markviss og nýtist við lokaskýrsluna sem allir nemendur skila og er nákvæm greinagerð (ásamt heimildaskrá með skýringum) um rannsóknarspurningu, uppbyggingu og efnistök væntanlegrar meistararitgerðar. Nemendur halda jafnframt dagbók þar sem grein er gerð fyrir undirbúningslestrinum og hvernig þeir textar sem lesnir eru koma til með að nýtast við ritgerðarskrif. Námsmatið í námskeiðinu er dagbókarskýrsla (25%), fyrirlestur í tíma (25%) og lokaritgerð (50%).
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (HMM120F)
Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.
Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.
Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Lokaverkefni í Ameríkufræðum (AME445L)
Lokaverkefni í Ameríkufræðum unnið á ensku.
Lokaverkefni í Ameríkufræðum (AME446L)
Lokaverkefni í Ameríkufræðum. Gert er ráð fyrir að lokaverkefni sé unnið á frönsku, en leiðbeinandi tekur þó lokaákvörðun um tungumálið í samráði við nemandann.
Lokaverkefni í Ameríkufræðum (AME447L)
Lokaverkefni í Ameríkufræðum. Gert er ráð fyrir að lokaverkefni sé unnið á spænsku, en leiðbeinandi tekur þó lokaákvörðun um tungumálið í samráði við nemandann.
Landmiðuð skrif: Femínísk umhverfi í bókmenntum 20. aldar (ENS620M)
Áður en samtímagreiningar á eyðandi áhrifum mannmiðaðrar hugsunar á umhverfi og lífkerfi komu fram höfðu sögur árþjóða og femínískra höfunda gagnrýnt hugmyndina að maðurinn drottnaði yfir öðrum lífverum. Í þessu námskeiði munum við nota hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ sem leiðarstef til að greina verk kvenhöfunda eins og Leslie Marmon Silko, bell hooks, Willa Cather, Maria Lugones og Muriel Rukeyser og skoða hvernig verk þeirra flækja og dýpka skilning okkar á hugtökunum.
Saman munum við skoða hvernig áhrif nýlendustefnu birtast í því hvernig hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ eru notuð sem lýsing á verkum ákveðinna höfunda og ekki annarra. Við munum takast á við spurningar eins og; hvaða ólíku hugmyndir um umhverfisvernd má sjá í verkum höfunda námskeiðsins? Hvaða merkingu má leggja í hugtakið „umhverfisbókmenntir“ og hvernig gætu femínísk fræði hjálpað okkur að svara þeirri spurningu?
Nytsemi frásagnarlistar: Hvernig eiga bókmenntir að bregðast við hnattrænum áskorunum? (ENS819M)
Tveggja daga mástofa í byrjun mars. Dagsetningar og tímasetning auglýst síðar.
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að fjalla um hvort, eða hvernig, enskar bókmenntir í öllum sínum fjölbreyttu frásagnarformum geti brugðist við viðvarandi og brýnum hnattrænum áskorunum á borð við loftslagsbreytingar, efasemdir um vísindi, hugmyndafræðilega pólun o.fl. Við byrjum á því að viðurkenna grundvallarhlutverk bókmennta sem könnunarform (Hughes 2008, bls. 215), hlutlægar og sjálfstæðar rannsóknir sem þurfa, að einhverju leyti, að vera óháðar íþyngjandi kröfum nýfrjálshyggjukerfa og pólitískra dagskrárliða. Síðan verður rætt hvort, á þessum krepputímum, bókmenntafræðingar hafi einnig siðferðislega skyldu til að leggja áherslu á nytsemi frásagnarlistar, möguleika bókmennta til að veita innblástur og jafnvel koma til leiðar grundvallarbreytingum. Málstofan hefst á líflegum fræðilegum umræðum um nytsemi frásagnarlistar. Að þeim loknum mun ég ræða hvernig rannsóknir mínar bregðast við hnattrænum áskorunum áður en ég leiði gagnvirkar vinnustofur þar sem skoðað verður hvernig nemendur í hugvísindum fást við, eða fjarlægjast, hugmyndina um nytsemi. Til þess að sýna fram á mikilvægi markmiða námskeiðsins þarf að veita upplýsingar um hnattrænt ástand hugvísindanna.
Bakgrunnur:
Hægt er að færa sannfærandi rök fyrir því að hugvísindin standi frammi fyrir tilvistarkreppu. Frá Nýja-Sjálandi (Gordon & Argue 2024) til Hollands (Scali 2024) til Bandaríkjanna (Hartcollis 2023) hafa menntastofnanir skorið verulega niður fjárveitingar til hugvísinda, og skráning nemenda í greinar eins og sagnfræði og enskar bókmenntir hefur náð sögulegu lágmarki (Heller 2023). Þar sem útskrifaðir nemendur með gráður í hugvísindum hafa almennt lægri tekjur en jafnaldrar þeirra í öðrum greinum eins og verkfræði og viðskiptum halda margir hagfræðingar því fram að menntun í frjálsum listum sé ekki „peninganna virði“ (Hartcollis 2023). Í okkar nýfrjálshyggjuheimi, sem er knúinn áfram af markaðsdrifnum hagvexti og tækninýjungum, er því oft litið svo á að nytsemi hugvísindagreina sé lítil og í mörgum tilvikum alveg horft framhjá henni.
Í hagfræði er nytsemi almennt skilgreind sem „ánægjan sem fæst af því að neyta vöru“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Nytsemi þýðir því „miklu meira en bara notagildi. Hún tekur á sig merkingu sem tengist ánægju, hamingju eða lífsfyllingu“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Þetta útskýrir hvers vegna nytsemi starfsgreina á sviðum eins og verkfræði og viðskipta er mjög virt. Auk þeirrar lífsfyllingar sem fæst af því að vera talinn undirstaða markaðsdrifinna hagkerfa fá verkfræðingar og viðskiptafræðingar mikla ánægju af því að hanna áþreifanlegar vörur sem eru taldar nytsamlegar og skila miklum tekjum. Þrátt fyrir að fjölmörg sannfærandi rök fyrir notagildi hugvísinda séu sífellt sett fram og dreift á alþjóðavísu eiga hugvísindin enn í erfiðleikum með að leggja fram sannfærandi rök fyrir nytsemi sinni, þar sem þau skortir augljósa fjárhagslega mælikvarða sem höfða til nýfrjálshyggjumarkaða.
Á þessari tveggja daga málstofu verður rætt hvort enskar bókmenntir geti með sannfærandi hætti undirstrikað nytsemi hugvísinda með því að afhjúpa dýnamískar aðferðir til að bregðast við hnattrænum áskorunum. Ég held því fram að frásagnarlistin, með sannfærandi hætti sínum, hafi möguleika til að þróa einstakar lausnir á brýnum samfélagsvandamálum og bjóða upp á sýn á stöðugri, sjálfbærari og blómlegri samfélög. Loforðið um bjartari framtíð vekur náttúrulega tilfinningar ánægju eða hamingju, sem á móti undirstrikar nytsemi frásagnarlistar.
Research Project – Forms of Monstrosity in Medieval Literature (ENS601F)
Af hverju skelfumst við og heillumst af skrímslum? Hvers vegna valda þau okkur ógeði og vekja um leið þrá okkar? Hvað kenna skrímsli sem hin fullkomnu form öðrunar okkur um mannlega sjálfsmynd og samfélag? Hvernig skapa menningarhugmyndir um kynþátt, kyn, kynhneigð, þjóðerni og stétt hugmyndir okkar um skrímsli? Í þessu námskeiði munum við glíma við þessar spurningar með því að skoða sýnishorn af gróteskum, ögrandi, blendnum, afskræmdum og annars ógeðslegum tilveruformum í miðenskum bókmenntum: skrímslakyn, varúlfa, drauga, risa, djöfla, guði og furðuskepnur . Við munum lesa víða þvert á bókmenntagreinar, þar á meðal riddararómantík, ferðaskrif, þjóðsögur, helgisagnir, trúartexta, ljóðrænan skáldskap og fleira. Lesið verður á gagnrýninn hátt út frá ýmsum sjónarhornum (afbyggingu, póst-húmanisma, sálgreiningu, kynjarýni, umhverfisrýni) til að endurspegla flókið og þverfaglegt eðli viðfangsefnisins.
Rannsóknarverkefni: Ádeila og samfélag í skáldsögum Frances Burney (ENS450F)
Uppáhaldshöfundur og innblástur fyrir Jane Austen og umsjónarmaður skikkju Charlotte drottningar, Frances Burney (1752-1840) var átjándu aldar enskur skáldsagnahöfundur og leikskáld sem einnig er þekkt sem Fanny Burney. Burney bjó í Frakklandi í Napóleonsstríðunum og franski eiginmaður hennar Alexander D'Arblay hafði stutt frönsku byltinguna, pólitískt þema sem fjallað er um í skáldsögu hennar The Wanderer. Skáldsaga hennar Camilla (1796), seld í áskrift, skilaði henni ótrúlega háum fjárhæðum sem gerði henni kleift að kaupa hús handa fjölskyldu sinni. Alla ævi hélt Burney dagbækur sem þjóna sem skrá yfir tíma hennar í átjándu aldar dómstólnum, átjándu aldar listrænu og vitsmunalegu hásamfélagi og um tíma hennar í Frakklandi. Starf Burney tekur þátt í málefnum stétta, erfða, góðgerðarmála og stjórnmálabaráttu í Frakklandi og Bretlandi. Við munum lesa skáldsögur Burney og útdrætti úr bréfum hennar og dagbókum. Á þessu námskeiði verður farið yfir félagslegar, pólitískar, efnahagslegar og frumfemínískar athugasemdir í verkum Burney, frásagnarstíl hennar, upplýsingar um líf hennar og áhrif hennar á aðra skáldsagnahöfunda, eins og Austen.
Aðlaganir (ENS217F)
Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.
Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.
Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.
Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.
Skrímsli, morð og ógnir: Hryllingssögur (ENS304F)
Hryllingssögur urðu vinsælar á seinni hluta 18. aldar og voru uppfullar af spennu, morðum, ógnarverkum, furðuverum og undarlegum uppákomum. Þrátt fyrir sívaxandi gagnrýni á fyrri hluta 19. aldar dafnaði frásagnarhefðin og tók breytingum á Viktoríutímabilinu í Englandi jafnt sem Bandaríkjunum, þar sem ýmis einkenna hryllingssagna birtust í undirtegundum bókmennta á þessu tímabili. Þrátt fyrir að vera umdeild hefur hryllingssagan haldist vinsæl, ekki síst fyrir sakir ógnvekjandi söguþráða og hræðilegra – eða hræddra – sögupersóna. Það sem er kunnuglegt verður framandi og það sem er framandi verður enn annarlegra í þessum skrifum, sem kafa í málefni eins og firringu, tækni, tabú, sálfræði, (ástar)ævintýri, og trúarbrögð, svo eitthvað sé nefnt. Hefðin ígrundar jafnframt “annarleika” með því að fjalla um verur, hópa, eða sjálfsmyndir sem samfélagið vill þagga eða hafna, og knýja lesendur þar með til að horfast í augu við, og jafnvel takast á við, það sem þeim finnst ógnandi. Á þessu námskeiði munum við íhuga þessi málefni nánar í verkum breskra höfunda eins og Ann Radcliffe (The Italian), Jane Austen (Northanger Abbey) og Mary Shelley (Frankenstein), og bandarískra höfunda eins og Washington Irving (“The Legend of Sleepy Hollow”) og Edgar Allan Poe (“The Fall of the House of Usher”).
Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)
Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Menning og andóf (MFR703M)
Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð, ofsafátækt og stríð. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.
New Critical Approaches (MIS201F)
Vikulangt ákafanámskeið í miðaldafræðum haldið ár hvert um miðjan maí (venjulega einhvern tíma á bilinu 10.-30. maí). Kennari er jafnan erlendur gestakennari og viðfangsefnið breytilegt frá ári til árs.
Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)
Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.
Spænsk málsaga og málsvæði (SPÆ202M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu spænskrar tungu, uppruna hennar og þróun til dagsins í dag.
Sérverkefni í spænsku (SPÆ208G)
Sérverkefni í samráði við greinarformann.
Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna (SPÆ402M)
Í þessu námskeiði verður farið í tildrög og sögu landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Horft verður á mörkin bæði úr suðri og norðri. Lesin verða valin bókmenntaverk og margvíslegir textar eftir mexíkóska og Mexíkó-ameríska (chicanóa) höfunda frá landamærasvæðunum. Einnig verða kvikmyndir um landamærin teknar fyrir. Fjallað verður um stöðu markanna nú á dögum og múrveggja sem hafa verið reistir. Einnig kemur við sögu mikilvægi mexíkóskra farandverkamanna í samskiptum þjóðanna tveggja.
Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öld (SPÆ405M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.
Kennsla
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.
Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóð (SPÆ412M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.
Nýlendubókmenntir (SPÆ501M)
Bókmenntir landafundatímabilsins lesnar og skýrðar. Skoðað verður hvernig sjónarhorn "los conquistadores" mótaði þá mynd sem dregin var upp af nýja heiminum, hafði áhrif á atburði í álfunni og mótaði söguskoðun síðari tíma.
Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku Ameríku (SPÆ801F)
Málstofuverkefni í bókmenntum.
Einstaklingsverkefni (SPÆ804FSPÆ806F)
Einstaklingsverkefni í samráði við kennara.
Eldhúsnautnir, megrunarkúrar og matreiðsluþættir (ÞJÓ609M)
Námskeiðið verður lotukennt alla daga vikunnar 10.-14. maí 2021 (sem er vikan eftir að lokaprófum á vormisseri lýkur) í sex stundir hvern dag (samtals 30 stundir). Nemendur verða að lesa allt námsefnið áður en námskeiðið hefst. Þeir vinna verkefni í vikunni og skrifa lokaritgerð eftir að námskeiðinu lýkur.
Í slow motion sleikir sjónvarpskokkurinn Nigella á sér fingurinn eftir að hafa dýft honum í rjómalagaða sveppasósu. Hún gefur frá sér nautnalegt hljóð, horfir í myndavélina með blik í auga og vill að við njótum með sér. Á annarri stöð öskrar sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsey látlaust á aðra kokka sem berjast við að bjarga veitingastöðunum sínum. Margir þeirra fella tár undir reiðilestrinum.
Nautn, reiði, stress, spenna, karlremba, kvenleiki, rjómi, megrunarkúrar, heilsusamlegt mataræði, matarblogg, baksturskeppnir og barátta fyrir bættum og réttlátum matarháttum endurspeglar vinsældir matar sem afþreyingar og tækis til að rækta manneskjur og samfélag. Hvað útskýrir þennan gífurlega áhuga, jafnvel þráhyggju, samtímans gagnvart matarháttum og næringu?
Í námskeiðinu verður rýnt í nokkur vel valin hráefni sem umbreytt hefur verið í girnilegar menningarafurðir og sérstök áhersla lögð á hvernig hugmyndir um kyngervi og lífsstíl endurspeglast í matartengdum fyrirbærum á borð við matreiðsluþætti, matreiðslubækur, matarkeppnir og matarblogg.
Ímyndir, vald og framandleiki (MAN101F)
Námskeiðið varpar ljósi á hvernig fordómar og staðalmyndir eru hluti af afmörkunarferli sem er rakið til nýlenduhyggju. Í námskeiðinu er því rýnt ferli afmörkunnar út frá gagnrýnum kenningum um kynþætti og eftirlendustefnu. Áhersla er lögð á að skoða ímyndir og orðræður fortíðar og nútímans um fólk sem eru afmarkað í samfélögum sem „hin‘“og hvernig „Hinun“ á sér stað. Út frá því gagnrýna ljósi, er ímyndasköpunin sem átti sér stað á tímum nýlenduveldanna greind sem og söguleg tenging þeirra við hugmyndir um menningu, sjálfsmyndir og þróun. Ferli sem jafnan er tengt við óríentalisma. Ennfremur er áherslan á tengingu eldri orðræðu við nýlenduhyggju, þjóðersnishyggju, og birtingamyndir nútímans sem beinast að jaðarsettum hópum i Evrópu.
Í námskeiðinu, er einnig skoðað hvernig slíkar orðræður hafa áhrif á sjálfsmyndir samfélagslega flokkaða hópa, afmörkun byggða á líkamlegum forsendum og afmarkaða staði. Að því leiti, er skoðað atbeni fólks, mótsstöður, og leiðir til viðnáms gegn jaðarsentingu og rasisma. Að lokum er rýnt í hvenrig mannfræðilegar rannsóknir og afstaða fræðimanna hefur spilast inn í þekkingarmynstur og pólítik fortíðar og nútíðar.
Námskeiðið er kennt á ensku.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.