Skip to main content

Geislafræði

Geislafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Geislafræði

MS – 120 einingar

Starf geislafræðinga er fjölbreytt og spennandi. Aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Í nútíma geislafræði er notast við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Geislafræðingar geta sérhæft sig á ýmsum sviðum og framhaldsnám er í boði hér á landi og erlendis.

Skipulag náms

X

Brjóstarannsóknir (GSL111F)

Almenn kynning á brjóstamyndatökum ásamt helstu sjúkdómum sem tengjast brjóstum. Hvernig brjóstamyndataka er framkvæmd og því sem tengist innstillingum.  

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum fyrir brjóstamyndatökum og helstu rannsóknum. Mikilvægi myndgæða og að þekkja helstu myndgalla sem og hvernig hægt er að lagfæra þá. Hvernig á að aðlaga rannsóknum eftir hverjum og einum.  

Áhersla verður lögð á einkenni brjóstakrabbameins, fagleg vinnubrögð ásamt mikilvægi góðra samskipta. Farið verður yfir helstu hugtök og orðræðu geislafræðinnar.

X

Ísótóparannsóknir 2 (GSL112F)

  • Jáeindageislandi efni, framleiðsla og myndgerð.
  • Geislamælar, geislaálag og geislavarnir starfsmanna og sjúklinga.
  • Fjallað um jáeindageislandi efni og framleiðslu þeirra.
  • Vinnuaðferðir og geislavarnir.
  • Geislalyfjaframleiðsla, hreinrými og gæðaeftirlit.
  • Myndgerð með jáeindageislandi efnum og blönduð myndgerð (PET-CT og SPECT-CT).
  • Sjúkdómsgreining með F-18 og öðrum jáeindageislandi efnum.
  • Mælingar á geislun og geislavirkni, mælitækni og aðferðir.
  • Mat á geislaálagi og geislavarnir sjúklinga og starfsfólk vegna notkunar geislavirkra efna.
X

Stjórnun og gæðamál (GSL113F)

Námskeiðið hefur það að markmiði að veita nemendum þekkingu og færni í verkefnastjórnun og gæðamálum. Nemendur mun læra um stefnu til framfara og gæðamál innan myndgreiningar og hvernig stjórnunarþættir hafa áhrif á gæði og árangur. Farið verður í mismunandi stjórnunarstíla, breytingastjórnun, mannauðsstjórnun (almenn nálgun) og mikilvægi teymisvinnu.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Þverfræðileg samvinna í heilbrigðisvísindum (HVS501M)

Námskeiðið er ætlað nemendum á þriðja námsári eða síðar sem lokið hafa a.m.k. tveimur árum grunnnáms í greinum heilbrigðisvísinda.  Hugmyndafræði þverfræðilegrar samvinnu verður lögð til grundvallar í námskeiðinu þar sem nemendur vinna saman að sameiginlegum markmiðum.  Nemendur munu vinna saman í þverfræðilegum teymum og fá tækifæri til að æfa fagmennsku, teymisvinnu, og efla samskipti. Nemendur í hverjum hóp eru úr nokkrum heilbrigðisvísindagreinum.

Námsmat (staðið/fallið) byggist á  verkefnavinnu, virkni í verkefnavinnu og prófum sem verða á rafrænu formi í kennslulotunni.
 
Kennslutilhögun:
Nemendum er skipt í þverfaglega námshópa í byrjun annar sem síðan skipuleggja fundartíma sínir sjálfir og skila lokaverkefnum fyrir lok október. 

X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 1 (LÆK106F)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 2 (LÆK0ALF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 3 (LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Geislameðferð (GSL210F)

Fjallað verður um krabbamein almennt og krabbamein í líffærakerfum, þekkta áhættuþætti, greiningu, meðferð og aukaverkanir. Fjallað verður um geislalífeðlisfræði, geislavarnir, meðferðartæki og fyrirsjáanlega þróun til bættrar meðferðar. Andleg og líkamleg umönnun sjúklinga.

X

Æðarannsóknir (GSL211F)

Námskeiðið veitir innsýn og dýpri skilning á æðarannsóknum og þeirri tækni sem notuð er í þeim, nemendur læra grundvallar aðferðafræði sem nýtist í klínísku starfi.

X

Upplýsingatækni, úrlestur og gervigreind í myndgreiningu (GSL212F)

Námskeiðið veitir nemendum innsýn í upplýsingatækni og nýjustu tækniframfarir í myndgreiningu, með áherslu á úrlestur og notkun gervigreindar í greiningu læknisfræðilegra mynda. Nemendur munu öðlast skilning á gagnastjórnun og PACS eða myndgeymslukerfum og hvernig gervigreind getur bætt bæði skilvirkni og nákvæmni í úrvinnslu gagna.

X

DXA - Beinþéttnimælingar (GSL213F)

Námskeiðið veitir nemendum skilning á beinþéttnimælingum með DXA - tækni. Nemendur læra að framkvæma, greina og túlka DXA rannsóknir með áherslu á gæði, öryggi og nákvæmni.

Farið verður yfir grunnatriði DXA-tækni: Mælingar á beinþéttni, eðlisfræði röntgengeislunar og tvíorku frásogsmælinga.

Líffærafræði og lífeðlisfræði beina, t.d. áhrif aldurs, kyns og sjúkdóma á beinmassa.

Framkvæmd rannsókna: Rétt staðsetning sjúklings, myndgæði og algeng mistök við mælingar. Greining á myndum og túlkun þeirra kennd: T-score, Z-score og áhættumt fyrir beinbrotum.

Gæðastjórnun og staðlar: Farið verður yfir öryggisstaðla, viðmið fyrir endurtekningar og samræmi milli mælinga á tækjum.

Geislavarnir og öryggi: viðmið og öryggisstaðlar fyrir sjúklinga og starfsfólk.

X

Sérhæft klínískt nám (GSL214F)

Námskeiðið veitir nemendum hagnýta þjálfun og dýpri skilning á klínískri framkvæmd sérhæfðra myndgreiningarannsókna, s.s. Segulómun, ómun, tölvusneiðmyndarannsóknum,isótóparannsóknum, PET, æðarannsóknum,geislameðferð, brjóstarannsóknum og fleiri allt eftir því hvaða myndgreiningu nemandi ákveður að dýpka þekkingu sína á. Nemendur munu kynnast aðferðafræðinni, öryggisstöðlum og gæðastjórnun sem tengist þeirri myndgreiningu sem við á, einnig fá nemendur aukna reynslu í því klíníska umhverfi.

X

Málstofa í geislafræði (GSL215F)

Nemendur og kennarar fjalla um eigin/annarra rannsóknir í fyrirlestrum og umræðum.

Fyrirlestrar eru fluttir af nemendum og kennurum. Ráðstefna um rannsóknir í geislafræði. Mætingaskylda er og virkrar þátttöku í umræðum er krafist.

X

Lokaverkefni til MS prófs (GSL441L)

ATH.

X

Lokaverkefni til MS prófs (GSL441L)

ATH.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Skrifstofa Námsbrauta í geislafræði og lífeindafræði
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík
Sími: 525 5442
Netfang: gol@hi.is

Opið alla virka daga frá 9-12

Geislafræðin á Facebook

Stapi

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.