Skip to main content

Hagnýt menningarmiðlun

Hagnýt menningarmiðlun

Hugvísindasvið

Hagnýt menningarmiðlun

MA gráða – 90 einingar

Hagnýt menningarmiðlun er 90 eininga nám á meistarastigi við Háskóla Íslands sem undirbýr þá einstaklinga sem vilja vinna við miðlun af einhverju tagi fyrir störf á þessu sviði.

Námið byggist á þverfaglegri nálgun og er markmiðið að nemendur öðlist reynslu sem geri þeim fært að starfa á ólíkum sviðum menningarmiðlunar, bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra. 

Skipulag náms

X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

  1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
  2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. Greiningar á textum og myndum
  2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
  3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Nýsköpun - frá hugmynd að afurð (HMM121F)

Í námskeiðinu er farið yfir atriði er varða nýsköpunarstarf og frumkvöðlahugsun sem og tækifæri, þróun, mat og úrvinnslu hugmynda auk kenninga og aðferða við að gera viðskiptahugmynd markaðshæfa. Framsetning námsþátta miðast við þau verkefni sem frumkvöðull glímir við þegar gæða á hugmynd lífi. Nýsköpun er kynnt sem ferli sem hefst á hugmyndavinnu og þarfagreiningu á markaði. Næst er verkefnisstjórnun og áætlanagerð kynnt til sögunnar. Að lokum er farið yfir fjármögnun og styrkumsóknir auk þess sem stoðumhverfi nýsköpunar eru gerð skil.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Lokaverkefni (HMM431L)

Lokaverkefni innan Hagnýtrar menningarmiðlunar er 30e og unnið undir handleiðslu umsjónarkennara námsleiðarinnar eða annars kennara í umboði hans. Hlutverk leiðbeinanda er að aðstoða nemanda við afmörkun efnis og fylgjast með framvindu þess. Lokaverkefnið er annars vegar fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni sem sett er fram í greinargerð og hins vegar sjálfstæð miðlun á menningarefni sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Ætlast er til að miðlunarverkefnið hafi skýr tengsl við greinargerðina og byggi á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Við ákvörðun um val á lokaverkefni skal alltaf hafa í huga að nemandi hafi lokið námskeiðum sem tengjast þeirri miðlunarleið sem verður fyrir valinu (t.d. ef nemandi velur vídeó þá hafi viðkomandi lokið námskeiðinu Skapandi heimildamyndir).

X

Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (HMM120F)

Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.

Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.

Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.

X

Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippi (HMM802F)

Á námskeiðinu verður farið yfir sögu og þróun heimildamynda frá upphafi. Kynnt verða lykilverk og höfundar þeirra, ásamt helstu stefnum og straumum eins og Grierson stefnan, Kino-eye, Direct cinema og fleira. Auk þessa verður skoðað hvernig tæknileg þróun hefur áhrif á gerð heimildamynda.

Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara, umræðum í tímum og sýningum á tilteknum lykilmyndum í sögu heimildamynda. Nemendur skila greinagerð um þær myndir sem sýndar eru á námskeiðinu.

Kennd verða grunnatriði í klippiforritinu Adobe Premiere Pro, eins og að hlaða inn efni, klippa það til, einfalda hljóðvinnslu, innsetningu texta og minniháttar litaleiðréttingu. Í framhaldinu eru unnin tvö klippiverkefni. Annað er myndband sem nemendur taka á síma og klippa í Premiere Pro, en hitt vídeódagbók um eina af þeim myndum sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Verkefni:

  • Stutt myndband, 1-3 mínútur.
  • Vídeódagbók um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
  • Skrifleg dagbók 1 (500 – 700 orð). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
  • Skrifleg dagbók 2 (500 – 700 orð). ). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í námskeiðinu og verklegum verkefnum.

Námskeiðið er samkennt með síðari hluta námskeiðsins HMM122F Miðlunarleiðir I. Þeir nemendur sem skráðir eru í það námskeið taka ekki þetta námskeið.

X

Starfsþjálfun (HMM013F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Starfsþjálfun (HMM014F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Leikjavæðing og menningarmiðlun (HMM110M)

Leikjavæðing (e. gamification) er hugtak sem hefur rutt sér til rúms á síðustu árum, m.a. við framsetningu og miðlun á upplýsingum og fræðsluefni. Skólar, söfn og fyrirtæki nýta í auknum mæli leikjavæðingu til að nálgast viðfangsefni sín og nýta sér aðferðafræði og tækni úr heimi tölvuleikja. Á þessu námskeiði verður skoðað hvernig nýjar aðferðir, ný tækni og snjalltæki geta nýst þeim sem vinna að hagnýtri menningarmiðlun. Kynnt verða verkefni á þessu sviði, farið í vettvangsferðir og unnið að einföldum verkefnum. Námskeiðið verður að mestu kennt á netinu. Námskeiðið er unnið í samvinnu við Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri.

X

Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)

Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á  sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð. 

X

Menningararfur (ÞJÓ506M)

Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði. 

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.

X

Kenningar í hugvísindum (FOR709F)

Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Menningarfræði og þjóðfélagsrýni (MFR701F)

Í námskeiðinu er litið yfir sögu menningarfræðinnar og sjónum beint að gildi hennar sem róttæks forms þjóðfélagsrýni. Lesnir verða textar lykilhöfunda 19. öld og til samtímans. Í forgrunni er sjálft menningarhugtakið og spurningin um gildi þess fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélag, sögu og samtíma. Fjallað er um samspil gagnrýni og fræða og hvernig menningarfræðin setur slíkt samspil í forgrunn. Þetta kemur fram jafnt í textum eldri og yngri höfunda og skapar togstreitu sem hefur á undanförnum áratugum verið frjór jarðvegur allra hugvísinda og einkennt samhengi þeirra við menningarpólitíska hugsun. Til grundvallar eru lögð hugtök á borð við hugmyndafræði, vald, forræði, kyngervi og orðræða.

X

Vinnustofa í menningarblaðamennsku (ÍSB707F)

Hluti nemenda sem útskrifast af Hugvísindasviði, ekki síst úr Íslensku- og menningardeild, mun væntanlega starfa í framtíðinni á fjölmiðlum, forlögum og opinberum menningarstofnunum og fást þar við umfjöllun og kynningu á bókum og listviðburðum. Í námskeiðinu verður fjallað um hlutverk og einkenni íslenskrar menningarblaðamennsku í víðum skilningi og glímt við þær textategundir sem henni tilheyra, þar á meðal viðtöl, ritdóma, listgagnrýni, fréttatilkynningar og svonefnt "plögg". Nemendur vinna hagnýt verkefni sem tengjast annars vegar þessum starfsvettvangi og hins vegar íslensku menningarlífi eins og það kemur til með að þróast vorið 2018.

X

Myndlist og saga: Listheimar í mótun (LIS709F)

Á undanförnum áratugum hefur fræðilegt samhengi listsögurannsókna verið tekið til rækilegrar endurskoðunar. Nýjar kenningar, ný gögn og stafræn tækni hafa leitt af sér að möguleikar til rannsókna hafa tekið miklum breytingum. Gagnrýnar hugmyndir um inngildingu, sjálfbærni, þjóðfélagsmótun og umhverfi hafa leitt til nýrra viðmiða. Í námskeiðinu verða þessar nýju listsöulegu forsendur teknar til umræðu með lestri og úrvinnslu nýjustu rannsókna á sviði lista- og menningarsögu. Hugmyndir um heimslistina og tengingar hennar við menningu, stjórnmál og vísindi verða skoðaðar ítarlega, álitamál rædd og krufin á virkan hátt í ræðu og riti.

X

Kynusli í myndlist (LIS429M)

Í námskeiðinu eru myndlistarverk skoðuð í kynlegu ljósi og fjallað um kenningalegan grundvöll kynjafræða og þverfaglegt inntak þeirra. Leitast er við að greina hvernig hugmyndir um kyngervi hafa áhrif á listsköpun jafnt sem umræðu og skrif um myndlist. Birtingarform og merking kyngervis í tungumáli, samfélagi og menningu eru einnig greind með áherslu á staðalímyndir og/eða uppbrot þeirra í afstöðu og verkum listamanna. Stuðst er við hugmyndir femínista og hinsegin fræða til að afhjúpa áhrif kyngervis í verkum sumra listamanna sem hliðra staðalímyndum kven- og karlleika og skapa usla í ríkjandi orðræðu og kynjakerfi Vesturlanda. Einnig er fjallað um listheiminn út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kynntar rannsóknir á margbreytilegum birtingarmyndum kynjamisréttis í samtímanum.

X

Hagnýt þjóðfræði (ÞJÓ304M)

Fjallað verður um hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar og hvernig aðferðir og vinnubrögð þjóðfræðinnar geta komið að notum til að breikka og dýpka umræðu og opnað leiðir til að hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Fjallað verður um tengsl þjóðfræði við ferðaþjónustu, safnastarf, listir og margvíslega miðlun þjóðfræðiefnis. Rætt verður um gagnasöfn tengd þjóðfræði á Íslandi og möguleika á hagnýtingu þeirra. Skoðað hvernig nýta má sögulegt efni, viðtöl og vettvangsrannsóknir, og setja niðurstöður fram, svo sem með sýningum, hátíðum og viðburðum, blaðaskrifum, bókaútgáfu, vefútgáfu, útvarpsþáttagerð og gerð  heimildamynda. Ólíkar aðferðir til að ná til ólíkra markhópa verða ræddar og hvernig miðla má efni til breiðra hópa gesta, lesenda, hlustenda eða áhorfenda. Siðferðileg, efnahagsleg, menningarleg og pólitísk álitamál við hagnýta þjóðfræði tekin til umfjöllunar.

Námskeiðið verður að hluta lotukennt, 3 daga í þriðju kennsluviku í Reykjavík og 4 daga í verkefnavikunni á Hólmavík á Ströndum. Nemendur vinna verkefni tengd hagnýtri þjóðfræði, en ekkert lokapróf er í áfanganum.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)

Í Miðlunarleiðum II á vorönn er unnið með eftirfarandi miðlunarleiðir: a) munnleg framsetning og b) sýningar á menningarsögulegu efni. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. 

Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í kynningarhluta þessa viðfangsefnis. Við lok þess þáttar er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna verkefni sín. Að honum loknum tekur við þáttur um sýningar með tengingu við stafræna miðlun. Fjallað verður um grunnatriði sýninga og ólíkar leiðir við framsetningu mynda og texta og hvaða reglur gilda um framsetningu texta á netinu. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi.  Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar. 

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
  2. Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
  3. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Miðlun og menning (HMM240F)

Í námskeiðinu er menningarhugtakið teknar til gagnrýninnar skoðunar. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis því sem hlutverk, skilyrði og áhrif menningar í samtímanum eru vegin og metin. Markmiðið er að skapa samræðu fræðilegrar umræðu um menningararf, menningarstefnu og menningarlega sjálfbærni við praktísk úrlausnarefni sem tengjast miðlun menningar. Þannig er hugað að samspili menningarlífs við félagslegar, pólitískar og hagrænar aðstæður í sögu og samtíð og kannað hvernig þessir þættir bæði skilyrða og gera mögulega menningarmiðlun í samtímanum. Skoðað er hvernig menningararfur, hefðir, félagslegt minni, hugmyndir um upprunaleika og sjálfsmynd hafa áhrif á mótun og endursköpun menningar og hvernig nota má hugtök eins og „menningarlegt auðmagn“, „menningarlegt forræði“ og „orðræða um menningararf“ til að greina og skilja birtingarmyndir menningar. 

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Lokaverkefni (HMM431L)

Lokaverkefni innan Hagnýtrar menningarmiðlunar er 30e og unnið undir handleiðslu umsjónarkennara námsleiðarinnar eða annars kennara í umboði hans. Hlutverk leiðbeinanda er að aðstoða nemanda við afmörkun efnis og fylgjast með framvindu þess. Lokaverkefnið er annars vegar fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni sem sett er fram í greinargerð og hins vegar sjálfstæð miðlun á menningarefni sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Ætlast er til að miðlunarverkefnið hafi skýr tengsl við greinargerðina og byggi á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Við ákvörðun um val á lokaverkefni skal alltaf hafa í huga að nemandi hafi lokið námskeiðum sem tengjast þeirri miðlunarleið sem verður fyrir valinu (t.d. ef nemandi velur vídeó þá hafi viðkomandi lokið námskeiðinu Skapandi heimildamyndir).

X

Stafræn og samfélagsleg nýsköpun (HMM241F)

Í námskeiðinu er fjallað um fjölbreyttar birtingamyndir nýsköpunar í menningu og miðlun, með áherslu á stafræna tækni. Áhersla verður lögð á starfsemi og stjórnun skipulagsheilda sem starfa í miðlun og skapandi greinum. Fjallað verður um hlutverk nýsköpunar og skapandi hagkerfi, samfélagslega nýsköpun og hvernig viðhalda á frumkvöðlanda í verkefnum. Tækifæri til hagnýtingar verða tekin til skoðunar og kynntar til sögunar aðferðir til að styðja við uppgötvun, greiningu og nýtingu slíkra tækifæra. 

X

Spunagreind og sköpun (HMM803F)

 Í námskeiðinu verður fjallað um áhrif spunagreindar á tjáningu, ekki síst á sköpun. Kannað verður hvort og þá hvernig hægt sé að nota verkfæði gervigreindarinnar til að búa til efni á borð við texta, myndir, tónlist og myndbönd. Spurningum á borð hvað er sköpun, hvað er spunagreind, og er hægt að nota gervigreind til að skapa og búa til efni verður velt upp, ásamt siðferðilegum álitamálum og spurningum er varða höfundarrétt á því efni sem til verður með aðstoð spunagreindar. Jafnframt munu nemendur spreyta sig á að gera eigið efni með hjálp spunagreindar sem verður rýnt í tímum.

X

Starfsþjálfun (HMM014F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Starfsþjálfun (HMM013F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Menningarminjar, söfn og sýningar: Gersemar, áður aldrei kunnar (HMM201F)

Í námskeiðinu verður sett upp sýning tengd erlendum leiðöngrum til Íslands um miðja 19. öld, einkum leiðangra Pauls Gaimard 1835-1836 og Napóleons prins 20 árum síðar og er nemendum ætlað að móta sýninguna í samstarfi við leiðbeinendur. Sýningin verður opnuð í Borgarsögusafni við lok annar.

Í námskeiðinu verður einnig fjallað um ýmsar tegundir sýninga, rætt um ólíka hugmyndafræði á bak við þær og mismunandi vettvang þeirra. Jafnframt er hugað að helstu þáttum í starfsemi safna, leiðir þeirra til að miðla efni og aðferðafræðina sem byggt er á. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópvinnu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur.

X

Skapandi heimildamyndir (HMM220F)

Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.

Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.

Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.

Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.

Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.

Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.

Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Listgagnrýni og sýningarstjórn (LIS805F)

Í námskeiðinu er lagður grundvöllur að virku starfi sýningarstjóra fyrir hagnýt störf á myndlistar- og safnavettvangi. Unnið er á þverfaglegan og gagnrýnin hátt með hugtök og kenningar sem snúa að starfi sýningarstjóra á vettvangi samtímalistar. Í námskeiðinu vinna nemendur í teymum og setja upp sýningu í samstarfi við myndlistarnema eða myndlistarmenn. Nemendur koma til með að beita þekkingu og aðferðum í verki, vinna að undirbúningi, hönnun, textaskrifum og gerð kynningarefnis í tengslum við sýningarhaldið. Námskeiðið er að hluta til unnið í samvinnu við meistaranám í myndlist í LHÍ, auk þess sem nemendur eiga þess kost að eiga í samstarfi við Listasafn Háskóla Íslands og önnur viðurkennd listasöfn.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð, ofsafátækt og stríð. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Ritstjórn og hönnun prentgripa (RÚT803F)

Námskeiðið felst í að skoða samstarf og verkaskiptingu milli ritstjóra og hönnuða við gerð og útgáfu prentgripa. Veitt verður innsýn í undirstöðuþætti leturfræði, grafískrar hönnunar og undirbúning fyrir prentun. Einnig verða helstu verkfæri hönnuða skoðuð með tilliti til ólíkra útgáfuverkefna. Farið verður yfir helstu kenningar um áhrif grafískrar hönnunar og leturfræði á læsileika og skilning á inntaki. Rætt verður um gæði, notagildi, fagurfræði og hagkvæmnisjónarmið í grafískri hönnun.

Nemendur flytja erindi og skila skriflegri greiningu á hönnunargrip/um að eigin vali og eru einnig hvattir til að taka virkan þátt í umræðum í tímum. Lokaverkefni námskeiðs felst í að skapa eigið útgáfuverkefni og miðla hugmyndum um ritstjórn þess í máli og myndum.

X

Á þrykk - RÚT (RÚT805F)

Á þessu námskeiði munu nemar í hagnýtri ritstjórn og útgáfu vinna með ritlistarnemum að því að búa til frumsamið efni til útgáfu. Farið verður í gegnum útgáfuferlið, jafnt fyrir prentuð rit sem rafbækur; ritstjórn, prófarkalestur, umbrot og annað sem tilheyrir. Miðað er við að afrakstur námskeiðsins verði rit sem er tilbúið til prentunar.

Fimm ritstjórnarnemar geta sótt námskeiðið; fyrstir skrá, fyrstir fá.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)

Námskeiðið er að jafnaði kennt annaðhvert ár og er næst á dagskrá á vormisseri 2026.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.

X

Inngangur að sýningarstjórnun (SAF019F)

Fjallað verður um helstu atriði sýningargerðar og störf sýningarhöfundar, sýningarstjóra og sýningarhönnuðar. Mismunandi aðferðir við sýningastjórnun verða skoðaðar með gagnrýnum hætti og hugmyndafræðilegur grunnur sýninga kannaður. Áhersla verður lögð á frásagnarafbrigði sýninga, handritsgerð og miðlunarleiðir. Einnig verður lögð áhersla á að skoða og greina sýningar listasafna, menningarminjasafna og náttúruminjasafna og kanna með gagnrýnu hugarfari hvernig ólíkar leiðir miðla upplýsingum og upplifunum. Hugað verður að innlendum og erlendum dæmum.

X

Listgagnrýni og sýningarstjórn (LIS805F)

Í námskeiðinu er lagður grundvöllur að virku starfi sýningarstjóra fyrir hagnýt störf á myndlistar- og safnavettvangi. Unnið er á þverfaglegan og gagnrýnin hátt með hugtök og kenningar sem snúa að starfi sýningarstjóra á vettvangi samtímalistar. Í námskeiðinu vinna nemendur í teymum og setja upp sýningu í samstarfi við myndlistarnema eða myndlistarmenn. Nemendur koma til með að beita þekkingu og aðferðum í verki, vinna að undirbúningi, hönnun, textaskrifum og gerð kynningarefnis í tengslum við sýningarhaldið. Námskeiðið er að hluta til unnið í samvinnu við meistaranám í myndlist í LHÍ, auk þess sem nemendur eiga þess kost að eiga í samstarfi við Listasafn Háskóla Íslands og önnur viðurkennd listasöfn.

X

Plöntur, landslag, pólitík (LIS606M)

Í námskeiðinu verður samband manns og náttúru skoðað í gagnrýnu fræðilegu samhengi. Fjallað verður um „náttúruleg“ fyrirbæri, eins og plöntur og gróður, sem og „menningarleg“ fyrirbæri, eins og hálendi, garða og landslag, út frá umhverfissögu og listfræði. Einnig verður rætt um birtingarform náttúrunnar í erlendu og íslensku list- og náttúrusögusamhengi. Námsskeiðið verður í málstofuformi, byggt á lestri og umræðum.

X

Lokaverkefni (HMM431L)

Lokaverkefni innan Hagnýtrar menningarmiðlunar er 30e og unnið undir handleiðslu umsjónarkennara námsleiðarinnar eða annars kennara í umboði hans. Hlutverk leiðbeinanda er að aðstoða nemanda við afmörkun efnis og fylgjast með framvindu þess. Lokaverkefnið er annars vegar fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni sem sett er fram í greinargerð og hins vegar sjálfstæð miðlun á menningarefni sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Ætlast er til að miðlunarverkefnið hafi skýr tengsl við greinargerðina og byggi á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Við ákvörðun um val á lokaverkefni skal alltaf hafa í huga að nemandi hafi lokið námskeiðum sem tengjast þeirri miðlunarleið sem verður fyrir valinu (t.d. ef nemandi velur vídeó þá hafi viðkomandi lokið námskeiðinu Skapandi heimildamyndir).

X

Starfsþjálfun (HMM013F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Starfsþjálfun (HMM014F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Nýsköpun - frá hugmynd að afurð (HMM121F)

Í námskeiðinu er farið yfir atriði er varða nýsköpunarstarf og frumkvöðlahugsun sem og tækifæri, þróun, mat og úrvinnslu hugmynda auk kenninga og aðferða við að gera viðskiptahugmynd markaðshæfa. Framsetning námsþátta miðast við þau verkefni sem frumkvöðull glímir við þegar gæða á hugmynd lífi. Nýsköpun er kynnt sem ferli sem hefst á hugmyndavinnu og þarfagreiningu á markaði. Næst er verkefnisstjórnun og áætlanagerð kynnt til sögunnar. Að lokum er farið yfir fjármögnun og styrkumsóknir auk þess sem stoðumhverfi nýsköpunar eru gerð skil.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Lokaverkefni (HMM431L)

Lokaverkefni innan Hagnýtrar menningarmiðlunar er 30e og unnið undir handleiðslu umsjónarkennara námsleiðarinnar eða annars kennara í umboði hans. Hlutverk leiðbeinanda er að aðstoða nemanda við afmörkun efnis og fylgjast með framvindu þess. Lokaverkefnið er annars vegar fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni sem sett er fram í greinargerð og hins vegar sjálfstæð miðlun á menningarefni sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Ætlast er til að miðlunarverkefnið hafi skýr tengsl við greinargerðina og byggi á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Við ákvörðun um val á lokaverkefni skal alltaf hafa í huga að nemandi hafi lokið námskeiðum sem tengjast þeirri miðlunarleið sem verður fyrir valinu (t.d. ef nemandi velur vídeó þá hafi viðkomandi lokið námskeiðinu Skapandi heimildamyndir).

X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

  1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
  2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. Greiningar á textum og myndum
  2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
  3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (HMM120F)

Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.

Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.

Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.

X

Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippi (HMM802F)

Á námskeiðinu verður farið yfir sögu og þróun heimildamynda frá upphafi. Kynnt verða lykilverk og höfundar þeirra, ásamt helstu stefnum og straumum eins og Grierson stefnan, Kino-eye, Direct cinema og fleira. Auk þessa verður skoðað hvernig tæknileg þróun hefur áhrif á gerð heimildamynda.

Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara, umræðum í tímum og sýningum á tilteknum lykilmyndum í sögu heimildamynda. Nemendur skila greinagerð um þær myndir sem sýndar eru á námskeiðinu.

Kennd verða grunnatriði í klippiforritinu Adobe Premiere Pro, eins og að hlaða inn efni, klippa það til, einfalda hljóðvinnslu, innsetningu texta og minniháttar litaleiðréttingu. Í framhaldinu eru unnin tvö klippiverkefni. Annað er myndband sem nemendur taka á síma og klippa í Premiere Pro, en hitt vídeódagbók um eina af þeim myndum sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Verkefni:

  • Stutt myndband, 1-3 mínútur.
  • Vídeódagbók um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
  • Skrifleg dagbók 1 (500 – 700 orð). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
  • Skrifleg dagbók 2 (500 – 700 orð). ). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í námskeiðinu og verklegum verkefnum.

Námskeiðið er samkennt með síðari hluta námskeiðsins HMM122F Miðlunarleiðir I. Þeir nemendur sem skráðir eru í það námskeið taka ekki þetta námskeið.

X

Starfsþjálfun (HMM013F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Starfsþjálfun (HMM014F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Leikjavæðing og menningarmiðlun (HMM110M)

Leikjavæðing (e. gamification) er hugtak sem hefur rutt sér til rúms á síðustu árum, m.a. við framsetningu og miðlun á upplýsingum og fræðsluefni. Skólar, söfn og fyrirtæki nýta í auknum mæli leikjavæðingu til að nálgast viðfangsefni sín og nýta sér aðferðafræði og tækni úr heimi tölvuleikja. Á þessu námskeiði verður skoðað hvernig nýjar aðferðir, ný tækni og snjalltæki geta nýst þeim sem vinna að hagnýtri menningarmiðlun. Kynnt verða verkefni á þessu sviði, farið í vettvangsferðir og unnið að einföldum verkefnum. Námskeiðið verður að mestu kennt á netinu. Námskeiðið er unnið í samvinnu við Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri.

X

Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)

Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á  sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð. 

X

Kenningar í hugvísindum (FOR709F)

Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.

X

Stjórnun nýsköpunar (VIÐ307F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í stjórnun nýsköpunar hvort sem um er að ræða þróun vöru, tækni eða þjónustu. Í námskeiðinu verður rætt um eðli nýsköpunar og hvernig hægt er að skapa henni sem best umhverfi og þá um leið stýra henni. Jafmframt verður veitt innsýn í opinbera styrki til fjármögnunar nýsköpunarverkefna. Námskeiðið mun hvorutveggja fást við hagnýt úrlausnarefni sem og rannsóknir sem gerðar hafa verið á umhverfi og stjórnun nýsköpunar.

X

Hnattvæðing (MAN095F)

Í námskeiðinu verða skoðaðar nýlegar kenningar og rannsóknir sem tengjast hnattvæðingu og hnattrænum ferlum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir mikilvæg þemu sem tengjast hnattvæðingarferlum.  Skoðaðar verða rannsóknir sem varpa ljósi á ólíkar hliðar hnattvæðingar og afleiðingar fyrir félagslegan, efnislegan og pólitískan veruleika. Í námskeiðinu er bæði fjallað á gagnrýnin hátt um fyrrnefnd hugtök en einnig lögð áhersla á að skoða rannsóknir á hvernig fólk er þátttakendur/þolendur/gerendur í hnattvæðingarferlum.

Kennslan felst í fyrirlestrum og umræðum. 

Námskeiðið er kennt á ensku, en hægt er að skila inn verkefnum á íslensku.

X

Menningarfræði og þjóðfélagsrýni (MFR701F)

Í námskeiðinu er litið yfir sögu menningarfræðinnar og sjónum beint að gildi hennar sem róttæks forms þjóðfélagsrýni. Lesnir verða textar lykilhöfunda 19. öld og til samtímans. Í forgrunni er sjálft menningarhugtakið og spurningin um gildi þess fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélag, sögu og samtíma. Fjallað er um samspil gagnrýni og fræða og hvernig menningarfræðin setur slíkt samspil í forgrunn. Þetta kemur fram jafnt í textum eldri og yngri höfunda og skapar togstreitu sem hefur á undanförnum áratugum verið frjór jarðvegur allra hugvísinda og einkennt samhengi þeirra við menningarpólitíska hugsun. Til grundvallar eru lögð hugtök á borð við hugmyndafræði, vald, forræði, kyngervi og orðræða.

X

Starf stjórnandans, forysta og samskipti (VIÐ182F)

Í forgrunni námskeiðsins er starf stjórnandans, á öllum stjórnstigum, eðli þess og áskoranir. Starfsmannamál sem og samskiptaþátturinn er í brennipunkti og rauður þráður í öllum viðfangsefnum eða þáttum námskeiðsins. Forystuhlutverk stjórnandans er sérstaklega til skoðunar. Það er sett í samhengi við stjórnun mannauðsmála almennt og tengt við að stjórna starfsfólki í umbótaverkefnum og róttækum breytingum. Forysta er einnig skoðuð í tengslum við árangursríka teymisvinnu og aðferðir við að leysa og höndla ágreining og erfið starfsmannamál.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist djúpa þekkingu á merkingu lykilhugtaka og góðan skilning á kenningarlegum viðmiðum, aðferðum og mögulegum leiðum stjórandans til að sinna starfinu með árangursríkum hætti. Nýttir verða fjölbreyttir kennsluhættir með það að markmiði að ýta undir áhuga, virkni og þátttöku nemenda.

X

Stafræn viðskipti og markaðssetning (VIÐ195F)

Stafræna umhverfið er að gjörbreyta möguleikum í markaðssamskiptum og hvernig viðskipti eru stunduð. Stafræna tæknin hefur opnað óteljandi möguleika í markaðssetningu, framkvæmd viðskipta hefur tekið gríðarlegum breytingum og umtalsverð nýsköpun og þróun viðskiptalíkana hefur átt sér stað.

Í námskeiðinu verður farið yfir þróun og áhrif stafrænnar tækni á markaðsaðgerðir og viðskiptahætti, hvernig unnt er að nýta stafrænu tæknina til stuðnings við aðra leiðir í markaðssetningu og með hvaða hætti hún kemur til með að móta framtíðar markaðsstefnu í alþjóðlegu umhverfi. Sérstök áhersla er lögð á ný tækifæri í beinni markaðssetningu og til að auka tryggð viðskiptavina. Ennfremur verður rætt um tækifæri sem stafræna tæknin býður uppá til að bæta vinnuferla sem og að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri.

Nemendur munu öðlast skilning á hlutverki og mikilvægi stafrænnar markaðssetningar í ólíkri starfsemi, svo sem einkareknum fyrirtækjum, opinberri starfsemi og sjálfboðaliðasamtökum. Í námskeiðinu verður jafnframt fjallað um samtímamálefni eins og öryggi, hönnun vefsíða, greiningu á árangri í netviðskiptum og breyttan lífsstíl neytenda.

Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í námskeiðinu. Hér er ekki um tæknilegt námskeið að ræða, heldur er áhersla lögð á að nemendur öðlist innsýn í að velja heppilegustu stafrænu tæknina og miðla til að auka samkeppnishæfni.

X

Vinnustofa í menningarblaðamennsku (ÍSB707F)

Hluti nemenda sem útskrifast af Hugvísindasviði, ekki síst úr Íslensku- og menningardeild, mun væntanlega starfa í framtíðinni á fjölmiðlum, forlögum og opinberum menningarstofnunum og fást þar við umfjöllun og kynningu á bókum og listviðburðum. Í námskeiðinu verður fjallað um hlutverk og einkenni íslenskrar menningarblaðamennsku í víðum skilningi og glímt við þær textategundir sem henni tilheyra, þar á meðal viðtöl, ritdóma, listgagnrýni, fréttatilkynningar og svonefnt "plögg". Nemendur vinna hagnýt verkefni sem tengjast annars vegar þessum starfsvettvangi og hins vegar íslensku menningarlífi eins og það kemur til með að þróast vorið 2018.

X

Myndlist og saga: Listheimar í mótun (LIS709F)

Á undanförnum áratugum hefur fræðilegt samhengi listsögurannsókna verið tekið til rækilegrar endurskoðunar. Nýjar kenningar, ný gögn og stafræn tækni hafa leitt af sér að möguleikar til rannsókna hafa tekið miklum breytingum. Gagnrýnar hugmyndir um inngildingu, sjálfbærni, þjóðfélagsmótun og umhverfi hafa leitt til nýrra viðmiða. Í námskeiðinu verða þessar nýju listsöulegu forsendur teknar til umræðu með lestri og úrvinnslu nýjustu rannsókna á sviði lista- og menningarsögu. Hugmyndir um heimslistina og tengingar hennar við menningu, stjórnmál og vísindi verða skoðaðar ítarlega, álitamál rædd og krufin á virkan hátt í ræðu og riti.

X

Kynusli í myndlist (LIS429M)

Í námskeiðinu eru myndlistarverk skoðuð í kynlegu ljósi og fjallað um kenningalegan grundvöll kynjafræða og þverfaglegt inntak þeirra. Leitast er við að greina hvernig hugmyndir um kyngervi hafa áhrif á listsköpun jafnt sem umræðu og skrif um myndlist. Birtingarform og merking kyngervis í tungumáli, samfélagi og menningu eru einnig greind með áherslu á staðalímyndir og/eða uppbrot þeirra í afstöðu og verkum listamanna. Stuðst er við hugmyndir femínista og hinsegin fræða til að afhjúpa áhrif kyngervis í verkum sumra listamanna sem hliðra staðalímyndum kven- og karlleika og skapa usla í ríkjandi orðræðu og kynjakerfi Vesturlanda. Einnig er fjallað um listheiminn út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kynntar rannsóknir á margbreytilegum birtingarmyndum kynjamisréttis í samtímanum.

X

Hagnýt þjóðfræði (ÞJÓ304M)

Fjallað verður um hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar og hvernig aðferðir og vinnubrögð þjóðfræðinnar geta komið að notum til að breikka og dýpka umræðu og opnað leiðir til að hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Fjallað verður um tengsl þjóðfræði við ferðaþjónustu, safnastarf, listir og margvíslega miðlun þjóðfræðiefnis. Rætt verður um gagnasöfn tengd þjóðfræði á Íslandi og möguleika á hagnýtingu þeirra. Skoðað hvernig nýta má sögulegt efni, viðtöl og vettvangsrannsóknir, og setja niðurstöður fram, svo sem með sýningum, hátíðum og viðburðum, blaðaskrifum, bókaútgáfu, vefútgáfu, útvarpsþáttagerð og gerð  heimildamynda. Ólíkar aðferðir til að ná til ólíkra markhópa verða ræddar og hvernig miðla má efni til breiðra hópa gesta, lesenda, hlustenda eða áhorfenda. Siðferðileg, efnahagsleg, menningarleg og pólitísk álitamál við hagnýta þjóðfræði tekin til umfjöllunar.

Námskeiðið verður að hluta lotukennt, 3 daga í þriðju kennsluviku í Reykjavík og 4 daga í verkefnavikunni á Hólmavík á Ströndum. Nemendur vinna verkefni tengd hagnýtri þjóðfræði, en ekkert lokapróf er í áfanganum.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Stafræn og samfélagsleg nýsköpun (HMM241F)

Í námskeiðinu er fjallað um fjölbreyttar birtingamyndir nýsköpunar í menningu og miðlun, með áherslu á stafræna tækni. Áhersla verður lögð á starfsemi og stjórnun skipulagsheilda sem starfa í miðlun og skapandi greinum. Fjallað verður um hlutverk nýsköpunar og skapandi hagkerfi, samfélagslega nýsköpun og hvernig viðhalda á frumkvöðlanda í verkefnum. Tækifæri til hagnýtingar verða tekin til skoðunar og kynntar til sögunar aðferðir til að styðja við uppgötvun, greiningu og nýtingu slíkra tækifæra. 

X

Miðlun og menning (HMM240F)

Í námskeiðinu er menningarhugtakið teknar til gagnrýninnar skoðunar. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis því sem hlutverk, skilyrði og áhrif menningar í samtímanum eru vegin og metin. Markmiðið er að skapa samræðu fræðilegrar umræðu um menningararf, menningarstefnu og menningarlega sjálfbærni við praktísk úrlausnarefni sem tengjast miðlun menningar. Þannig er hugað að samspili menningarlífs við félagslegar, pólitískar og hagrænar aðstæður í sögu og samtíð og kannað hvernig þessir þættir bæði skilyrða og gera mögulega menningarmiðlun í samtímanum. Skoðað er hvernig menningararfur, hefðir, félagslegt minni, hugmyndir um upprunaleika og sjálfsmynd hafa áhrif á mótun og endursköpun menningar og hvernig nota má hugtök eins og „menningarlegt auðmagn“, „menningarlegt forræði“ og „orðræða um menningararf“ til að greina og skilja birtingarmyndir menningar. 

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Lokaverkefni (HMM431L)

Lokaverkefni innan Hagnýtrar menningarmiðlunar er 30e og unnið undir handleiðslu umsjónarkennara námsleiðarinnar eða annars kennara í umboði hans. Hlutverk leiðbeinanda er að aðstoða nemanda við afmörkun efnis og fylgjast með framvindu þess. Lokaverkefnið er annars vegar fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni sem sett er fram í greinargerð og hins vegar sjálfstæð miðlun á menningarefni sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Ætlast er til að miðlunarverkefnið hafi skýr tengsl við greinargerðina og byggi á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Við ákvörðun um val á lokaverkefni skal alltaf hafa í huga að nemandi hafi lokið námskeiðum sem tengjast þeirri miðlunarleið sem verður fyrir valinu (t.d. ef nemandi velur vídeó þá hafi viðkomandi lokið námskeiðinu Skapandi heimildamyndir).

X

Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)

Í Miðlunarleiðum II á vorönn er unnið með eftirfarandi miðlunarleiðir: a) munnleg framsetning og b) sýningar á menningarsögulegu efni. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. 

Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í kynningarhluta þessa viðfangsefnis. Við lok þess þáttar er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna verkefni sín. Að honum loknum tekur við þáttur um sýningar með tengingu við stafræna miðlun. Fjallað verður um grunnatriði sýninga og ólíkar leiðir við framsetningu mynda og texta og hvaða reglur gilda um framsetningu texta á netinu. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi.  Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar. 

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
  2. Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
  3. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Spunagreind og sköpun (HMM803F)

 Í námskeiðinu verður fjallað um áhrif spunagreindar á tjáningu, ekki síst á sköpun. Kannað verður hvort og þá hvernig hægt sé að nota verkfæði gervigreindarinnar til að búa til efni á borð við texta, myndir, tónlist og myndbönd. Spurningum á borð hvað er sköpun, hvað er spunagreind, og er hægt að nota gervigreind til að skapa og búa til efni verður velt upp, ásamt siðferðilegum álitamálum og spurningum er varða höfundarrétt á því efni sem til verður með aðstoð spunagreindar. Jafnframt munu nemendur spreyta sig á að gera eigið efni með hjálp spunagreindar sem verður rýnt í tímum.

X

Starfsþjálfun (HMM014F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Starfsþjálfun (HMM013F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Menningarminjar, söfn og sýningar: Gersemar, áður aldrei kunnar (HMM201F)

Í námskeiðinu verður sett upp sýning tengd erlendum leiðöngrum til Íslands um miðja 19. öld, einkum leiðangra Pauls Gaimard 1835-1836 og Napóleons prins 20 árum síðar og er nemendum ætlað að móta sýninguna í samstarfi við leiðbeinendur. Sýningin verður opnuð í Borgarsögusafni við lok annar.

Í námskeiðinu verður einnig fjallað um ýmsar tegundir sýninga, rætt um ólíka hugmyndafræði á bak við þær og mismunandi vettvang þeirra. Jafnframt er hugað að helstu þáttum í starfsemi safna, leiðir þeirra til að miðla efni og aðferðafræðina sem byggt er á. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópvinnu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur.

X

Skapandi heimildamyndir (HMM220F)

Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.

Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.

Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.

Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.

Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.

Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.

Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Alþýðumenning og fagurfræði hversdagsins (ÞJÓ212F)

Námskeiðið er næst kennt á haustmisseri 2025.

Í námskeiðinu rannsökum við sjónarhorn þjóðfræðinnar á menningu og samfélag með sérstakri áherslu á daglegt líf og daglegt brauð - það sem kalla mætti prósa heimsins. Við tökum sögu þjóðfræðinnar til skoðunar með gagnrýnu hugarfari og setjum í samhengi við sögu grannfaganna og við könnum í sameiningu strauma og stefnur við upphaf 21. aldar. Þá förum við í saumana á helstu hugtökum, þ.á m. menningarmun og margbreytileika, þjóðerni, kyngervi, alþýðu, hefð, hópi, höfundi, hnattvæðingu, fjölhyggju, elleftu stundinni, menningarlegu forræði, menningararfi og eignarhaldi á menningu.

Markmiðið er að skilja hvernig mennirnir skapa hversdaginn og fylla daglegt umhverfi sitt merkingu, hvernig þeir móta líf sitt við aðstæður sem þeir hafa ekki sjálfir kosið sér, hvort heldur sem er í bændasamfélagi fyrri tíðar eða borgarsamfélagi 21. aldarinnar. Námskeiðið er ætlað meistaranemum, en er einnig opið nemendum á þriðja ári í BA-námi.

Markmið:

Í lok námskeiðsins er ætlast til að nemandinn:

  • Hafi lesið ýmis grundvallarrit í þjóðfræði
  • Kunni skil á straumum og stefnum á 20. og 21. öld
  • Þekki þær breytingar sem fagið hefur gengið í gegnum og þá sjálfsgagnrýnu umræðu sem fer nú fram innan fagsins
  • Hafi vald á lykilhugtökum í greiningu á alþýðumenningu og fagurfræði hversdagsins
  • Geti rökrætt um menningu hópa og menningarmun með tilvísun til kenninga og fræðilegra hugtaka

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum.

X

Listgagnrýni og sýningarstjórn (LIS805F)

Í námskeiðinu er lagður grundvöllur að virku starfi sýningarstjóra fyrir hagnýt störf á myndlistar- og safnavettvangi. Unnið er á þverfaglegan og gagnrýnin hátt með hugtök og kenningar sem snúa að starfi sýningarstjóra á vettvangi samtímalistar. Í námskeiðinu vinna nemendur í teymum og setja upp sýningu í samstarfi við myndlistarnema eða myndlistarmenn. Nemendur koma til með að beita þekkingu og aðferðum í verki, vinna að undirbúningi, hönnun, textaskrifum og gerð kynningarefnis í tengslum við sýningarhaldið. Námskeiðið er að hluta til unnið í samvinnu við meistaranám í myndlist í LHÍ, auk þess sem nemendur eiga þess kost að eiga í samstarfi við Listasafn Háskóla Íslands og önnur viðurkennd listasöfn.

X

Skipulag og stjórnun stofnana (OSS202F)

Fjallað er um helstu kenningar um skipulagsheildi (organizational theory) og atferli innan skipulagsheilda (organizational behavior). Áhersla er á skipulag og stjórnun opinberra stofnana og fyrirtækja. Markmið áfangans er að veita nemendum innsýn í fræðilega umfjöllun um viðfangsefnin ásamt hagnýtingu tiltekinna stjórnunaraðferða.

X

Átthagar, fríhafnir og heiðardalir: Þjóðfræði staðarins (ÞJÓ446M)

Markmið námskeiðsins er að skoða hvernig fólk tengist ólíkum stöðum með mismunandi hætti: Átthögum, ættaróðulum, heimilum, húsum, götum, hverfum, miðborgum, sveitum, torfbæjum, eyðibýlum, óbyggðum, sumarbústöðum, sólarströndum, sundlaugum, söfnum, skemmtigörðum, kirkjugörðum, þjóðgörðum, helgistöðum, verslunarmiðstöðvum og flugvöllum. Skoðað verður hvernig byggt og óbyggt umhverfi fær merkingu í gegnum það að dvelja á staðnum eða heimsækja. Hvað tengir fólk við tiltekna staði umfram aðra? Hver er munurinn á tengslum fólks við t.d. æskuslóðir og áfangastað? Hvernig máli skiptir munurinn á að vera aðfluttur og innfæddur? Hvað fellst í því að finnast maður tilheyra, eiga heima, á einhverjum stað? Hvernig tengjast flóttamenn, farandverkamenn og aðrir innflytjendur stöðum þeim þeir flytja til og hvernig halda þeir við eða rjúfa tengslin við staðinn og landið sem þeir koma frá? Hvernig tengsl skapar fólk sem er á tímabundnu eða sífelldu flakki tengsl við staði og landslag? Hvernig skapa þeir sem eru aðfluttir eða dvelja tímabundið á tilteknum stað sér heimili. Hvaða hlutverki gegnir reynsla, skynjun, minningar, fagurfræði, samsömun og söguskilningur í þeim tengslum og þeirri merkingu sem staðir hafa í hugum fólks? Hugað verður að því hverjir geta gert tilkall til staða sem sinna eigin og hvernig búsetuþróun (s.s. brottflutningur og fjölmenning) og hugmyndafræði (t.d. á vettvangi tungumáls, þjóðernishyggju og kynþáttahugmyndir) áhrif á hver getur gert tilkall til staðarins og hvernig? Hvernig breytast merkingarvísanir staða frá einum tíma til annars? Hvernig stýra samfélagslegar formgerðir, pólítísk markmið og skilningur á staðarhugtakinu þeirri merkingu sem staðir hafa í hugum einstaklinga og samfélagshópa?

X

Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)

Námskeiðið er að jafnaði kennt annaðhvert ár og er næst á dagskrá á vormisseri 2026.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.

X

Inngangur að sýningarstjórnun (SAF019F)

Fjallað verður um helstu atriði sýningargerðar og störf sýningarhöfundar, sýningarstjóra og sýningarhönnuðar. Mismunandi aðferðir við sýningastjórnun verða skoðaðar með gagnrýnum hætti og hugmyndafræðilegur grunnur sýninga kannaður. Áhersla verður lögð á frásagnarafbrigði sýninga, handritsgerð og miðlunarleiðir. Einnig verður lögð áhersla á að skoða og greina sýningar listasafna, menningarminjasafna og náttúruminjasafna og kanna með gagnrýnu hugarfari hvernig ólíkar leiðir miðla upplýsingum og upplifunum. Hugað verður að innlendum og erlendum dæmum.

X

Listgagnrýni og sýningarstjórn (LIS805F)

Í námskeiðinu er lagður grundvöllur að virku starfi sýningarstjóra fyrir hagnýt störf á myndlistar- og safnavettvangi. Unnið er á þverfaglegan og gagnrýnin hátt með hugtök og kenningar sem snúa að starfi sýningarstjóra á vettvangi samtímalistar. Í námskeiðinu vinna nemendur í teymum og setja upp sýningu í samstarfi við myndlistarnema eða myndlistarmenn. Nemendur koma til með að beita þekkingu og aðferðum í verki, vinna að undirbúningi, hönnun, textaskrifum og gerð kynningarefnis í tengslum við sýningarhaldið. Námskeiðið er að hluta til unnið í samvinnu við meistaranám í myndlist í LHÍ, auk þess sem nemendur eiga þess kost að eiga í samstarfi við Listasafn Háskóla Íslands og önnur viðurkennd listasöfn.

X

Plöntur, landslag, pólitík (LIS606M)

Í námskeiðinu verður samband manns og náttúru skoðað í gagnrýnu fræðilegu samhengi. Fjallað verður um „náttúruleg“ fyrirbæri, eins og plöntur og gróður, sem og „menningarleg“ fyrirbæri, eins og hálendi, garða og landslag, út frá umhverfissögu og listfræði. Einnig verður rætt um birtingarform náttúrunnar í erlendu og íslensku list- og náttúrusögusamhengi. Námsskeiðið verður í málstofuformi, byggt á lestri og umræðum.

X

Lokaverkefni (HMM431L)

Lokaverkefni innan Hagnýtrar menningarmiðlunar er 30e og unnið undir handleiðslu umsjónarkennara námsleiðarinnar eða annars kennara í umboði hans. Hlutverk leiðbeinanda er að aðstoða nemanda við afmörkun efnis og fylgjast með framvindu þess. Lokaverkefnið er annars vegar fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni sem sett er fram í greinargerð og hins vegar sjálfstæð miðlun á menningarefni sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Ætlast er til að miðlunarverkefnið hafi skýr tengsl við greinargerðina og byggi á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Við ákvörðun um val á lokaverkefni skal alltaf hafa í huga að nemandi hafi lokið námskeiðum sem tengjast þeirri miðlunarleið sem verður fyrir valinu (t.d. ef nemandi velur vídeó þá hafi viðkomandi lokið námskeiðinu Skapandi heimildamyndir).

X

Starfsþjálfun (HMM013F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Starfsþjálfun (HMM014F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

  1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
  2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. Greiningar á textum og myndum
  2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
  3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (HMM120F)

Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.

Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.

Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.

X

Lokaverkefni (HMM431L)

Lokaverkefni innan Hagnýtrar menningarmiðlunar er 30e og unnið undir handleiðslu umsjónarkennara námsleiðarinnar eða annars kennara í umboði hans. Hlutverk leiðbeinanda er að aðstoða nemanda við afmörkun efnis og fylgjast með framvindu þess. Lokaverkefnið er annars vegar fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni sem sett er fram í greinargerð og hins vegar sjálfstæð miðlun á menningarefni sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Ætlast er til að miðlunarverkefnið hafi skýr tengsl við greinargerðina og byggi á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Við ákvörðun um val á lokaverkefni skal alltaf hafa í huga að nemandi hafi lokið námskeiðum sem tengjast þeirri miðlunarleið sem verður fyrir valinu (t.d. ef nemandi velur vídeó þá hafi viðkomandi lokið námskeiðinu Skapandi heimildamyndir).

X

Nýsköpun - frá hugmynd að afurð (HMM121F)

Í námskeiðinu er farið yfir atriði er varða nýsköpunarstarf og frumkvöðlahugsun sem og tækifæri, þróun, mat og úrvinnslu hugmynda auk kenninga og aðferða við að gera viðskiptahugmynd markaðshæfa. Framsetning námsþátta miðast við þau verkefni sem frumkvöðull glímir við þegar gæða á hugmynd lífi. Nýsköpun er kynnt sem ferli sem hefst á hugmyndavinnu og þarfagreiningu á markaði. Næst er verkefnisstjórnun og áætlanagerð kynnt til sögunnar. Að lokum er farið yfir fjármögnun og styrkumsóknir auk þess sem stoðumhverfi nýsköpunar eru gerð skil.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippi (HMM802F)

Á námskeiðinu verður farið yfir sögu og þróun heimildamynda frá upphafi. Kynnt verða lykilverk og höfundar þeirra, ásamt helstu stefnum og straumum eins og Grierson stefnan, Kino-eye, Direct cinema og fleira. Auk þessa verður skoðað hvernig tæknileg þróun hefur áhrif á gerð heimildamynda.

Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara, umræðum í tímum og sýningum á tilteknum lykilmyndum í sögu heimildamynda. Nemendur skila greinagerð um þær myndir sem sýndar eru á námskeiðinu.

Kennd verða grunnatriði í klippiforritinu Adobe Premiere Pro, eins og að hlaða inn efni, klippa það til, einfalda hljóðvinnslu, innsetningu texta og minniháttar litaleiðréttingu. Í framhaldinu eru unnin tvö klippiverkefni. Annað er myndband sem nemendur taka á síma og klippa í Premiere Pro, en hitt vídeódagbók um eina af þeim myndum sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Verkefni:

  • Stutt myndband, 1-3 mínútur.
  • Vídeódagbók um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
  • Skrifleg dagbók 1 (500 – 700 orð). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
  • Skrifleg dagbók 2 (500 – 700 orð). ). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í námskeiðinu og verklegum verkefnum.

Námskeiðið er samkennt með síðari hluta námskeiðsins HMM122F Miðlunarleiðir I. Þeir nemendur sem skráðir eru í það námskeið taka ekki þetta námskeið.

X

Starfsþjálfun (HMM013F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Starfsþjálfun (HMM014F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Leikjavæðing og menningarmiðlun (HMM110M)

Leikjavæðing (e. gamification) er hugtak sem hefur rutt sér til rúms á síðustu árum, m.a. við framsetningu og miðlun á upplýsingum og fræðsluefni. Skólar, söfn og fyrirtæki nýta í auknum mæli leikjavæðingu til að nálgast viðfangsefni sín og nýta sér aðferðafræði og tækni úr heimi tölvuleikja. Á þessu námskeiði verður skoðað hvernig nýjar aðferðir, ný tækni og snjalltæki geta nýst þeim sem vinna að hagnýtri menningarmiðlun. Kynnt verða verkefni á þessu sviði, farið í vettvangsferðir og unnið að einföldum verkefnum. Námskeiðið verður að mestu kennt á netinu. Námskeiðið er unnið í samvinnu við Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri.

X

Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)

Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á  sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð. 

X

Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikans (UPP109F)

Í námskeiðinu verður fjallað um sígild viðfangsefni og kynntir helstu straumar og stefnur á sviði upplýsingafræði.  Áhersla verður lögð á að fjalla um fræðilegar skilgreiningar, kenningar og líkön varðandi upplýsingahegðun og upplýsinga- og miðlalæsi, sem og áhrifaþætti við öflun og miðlun upplýsinga og þekkingar. Fjallað verður um eðli og einkenni upplýsinga og þekkingar. Gerð verður grein fyrir þróun rannsókna á sviðinu og hugsanlegri hagnýtingu slíkra rannsókna á starfsvettvangi. Fjallað verður um skilgreiningar og kenningar um upplýsinga- og miðlalæsi. Einnig verður fjallað um upplýsingahegðun út frá mismunandi samfélagshópum og gerð grein fyrir hugtökum og kenningalegri nálgun á því sviði, svo sem upplýsingaþörf , upplýsingasvæði, hindranir við upplýsingaöflun, upplýsingafátækt, hliðvarsla, lögmálið um minnsta fyrirhöfn og mismunandi form upplýsingaleitar.

X

Samskipti manns og tölvu (TÖL502M)

Kennt að jafnaði annað hvert ár.

Markmið námskeiðsins er að leyfa nemendum að kafa dýpra í einstaka afmarkaða þætti í samskiptum manns og tölvu heldur en gert er námskeiðinu Viðmótsforritun HBV201G sem er inngangsnámskeið í faginu.   Þættirnir eru hönnun notendaviðmóta með frumgerðum, forritun snjalltækja og viðtaka notenda á hugbúnaðinum.  Lögð verður áhersla á mismunandi tækni og tól til að gera frumgerðir. Áhersla er á hönnun notendaviðmóta og útfærsla þeirra í snjallsíma eða spjaldtölva (native).  Þróunarferli miðast allt við að tryggja aðgengileika búnaðarins og viðtöku notenda. Nemendur vinna að litlum einstaklingsverkefnum en einnig að stærri verkefnum í hópum. 

X

Internetið og upplýsingaleitir (UPP215F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á mikilvægi aðgangs að þekkingu og upplýsingum og þeir kynnist og geti beitt aðferðum við að meta þekkingar- og upplýsingalindir, einkum á rafrænu formi. Fjallað verður um notkun internetsins við upplýsingaleit og til samskipta t.d. með samfélagsmiðlum og farið í leitartækni og leitarvélar á internetinu. Enn fremur verður fjallað um  mismunandi tegundir rafrænna heimildalinda á ólíkum fræðasviðum og gerð grein fyrir leitaraðferðum. Nemendur munu öðlast reynslu í rafrænni upplýsingaleit og þjálfun í að leiðbeina öðrum við leitir.

X

Stafræn viðskipti og markaðssetning (VIÐ195F)

Stafræna umhverfið er að gjörbreyta möguleikum í markaðssamskiptum og hvernig viðskipti eru stunduð. Stafræna tæknin hefur opnað óteljandi möguleika í markaðssetningu, framkvæmd viðskipta hefur tekið gríðarlegum breytingum og umtalsverð nýsköpun og þróun viðskiptalíkana hefur átt sér stað.

Í námskeiðinu verður farið yfir þróun og áhrif stafrænnar tækni á markaðsaðgerðir og viðskiptahætti, hvernig unnt er að nýta stafrænu tæknina til stuðnings við aðra leiðir í markaðssetningu og með hvaða hætti hún kemur til með að móta framtíðar markaðsstefnu í alþjóðlegu umhverfi. Sérstök áhersla er lögð á ný tækifæri í beinni markaðssetningu og til að auka tryggð viðskiptavina. Ennfremur verður rætt um tækifæri sem stafræna tæknin býður uppá til að bæta vinnuferla sem og að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri.

Nemendur munu öðlast skilning á hlutverki og mikilvægi stafrænnar markaðssetningar í ólíkri starfsemi, svo sem einkareknum fyrirtækjum, opinberri starfsemi og sjálfboðaliðasamtökum. Í námskeiðinu verður jafnframt fjallað um samtímamálefni eins og öryggi, hönnun vefsíða, greiningu á árangri í netviðskiptum og breyttan lífsstíl neytenda.

Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í námskeiðinu. Hér er ekki um tæknilegt námskeið að ræða, heldur er áhersla lögð á að nemendur öðlist innsýn í að velja heppilegustu stafrænu tæknina og miðla til að auka samkeppnishæfni.

X

Vinnustofa í menningarblaðamennsku (ÍSB707F)

Hluti nemenda sem útskrifast af Hugvísindasviði, ekki síst úr Íslensku- og menningardeild, mun væntanlega starfa í framtíðinni á fjölmiðlum, forlögum og opinberum menningarstofnunum og fást þar við umfjöllun og kynningu á bókum og listviðburðum. Í námskeiðinu verður fjallað um hlutverk og einkenni íslenskrar menningarblaðamennsku í víðum skilningi og glímt við þær textategundir sem henni tilheyra, þar á meðal viðtöl, ritdóma, listgagnrýni, fréttatilkynningar og svonefnt "plögg". Nemendur vinna hagnýt verkefni sem tengjast annars vegar þessum starfsvettvangi og hins vegar íslensku menningarlífi eins og það kemur til með að þróast vorið 2018.

X

Myndlist og saga: Listheimar í mótun (LIS709F)

Á undanförnum áratugum hefur fræðilegt samhengi listsögurannsókna verið tekið til rækilegrar endurskoðunar. Nýjar kenningar, ný gögn og stafræn tækni hafa leitt af sér að möguleikar til rannsókna hafa tekið miklum breytingum. Gagnrýnar hugmyndir um inngildingu, sjálfbærni, þjóðfélagsmótun og umhverfi hafa leitt til nýrra viðmiða. Í námskeiðinu verða þessar nýju listsöulegu forsendur teknar til umræðu með lestri og úrvinnslu nýjustu rannsókna á sviði lista- og menningarsögu. Hugmyndir um heimslistina og tengingar hennar við menningu, stjórnmál og vísindi verða skoðaðar ítarlega, álitamál rædd og krufin á virkan hátt í ræðu og riti.

X

Kynusli í myndlist (LIS429M)

Í námskeiðinu eru myndlistarverk skoðuð í kynlegu ljósi og fjallað um kenningalegan grundvöll kynjafræða og þverfaglegt inntak þeirra. Leitast er við að greina hvernig hugmyndir um kyngervi hafa áhrif á listsköpun jafnt sem umræðu og skrif um myndlist. Birtingarform og merking kyngervis í tungumáli, samfélagi og menningu eru einnig greind með áherslu á staðalímyndir og/eða uppbrot þeirra í afstöðu og verkum listamanna. Stuðst er við hugmyndir femínista og hinsegin fræða til að afhjúpa áhrif kyngervis í verkum sumra listamanna sem hliðra staðalímyndum kven- og karlleika og skapa usla í ríkjandi orðræðu og kynjakerfi Vesturlanda. Einnig er fjallað um listheiminn út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kynntar rannsóknir á margbreytilegum birtingarmyndum kynjamisréttis í samtímanum.

X

Hagnýt þjóðfræði (ÞJÓ304M)

Fjallað verður um hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar og hvernig aðferðir og vinnubrögð þjóðfræðinnar geta komið að notum til að breikka og dýpka umræðu og opnað leiðir til að hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Fjallað verður um tengsl þjóðfræði við ferðaþjónustu, safnastarf, listir og margvíslega miðlun þjóðfræðiefnis. Rætt verður um gagnasöfn tengd þjóðfræði á Íslandi og möguleika á hagnýtingu þeirra. Skoðað hvernig nýta má sögulegt efni, viðtöl og vettvangsrannsóknir, og setja niðurstöður fram, svo sem með sýningum, hátíðum og viðburðum, blaðaskrifum, bókaútgáfu, vefútgáfu, útvarpsþáttagerð og gerð  heimildamynda. Ólíkar aðferðir til að ná til ólíkra markhópa verða ræddar og hvernig miðla má efni til breiðra hópa gesta, lesenda, hlustenda eða áhorfenda. Siðferðileg, efnahagsleg, menningarleg og pólitísk álitamál við hagnýta þjóðfræði tekin til umfjöllunar.

Námskeiðið verður að hluta lotukennt, 3 daga í þriðju kennsluviku í Reykjavík og 4 daga í verkefnavikunni á Hólmavík á Ströndum. Nemendur vinna verkefni tengd hagnýtri þjóðfræði, en ekkert lokapróf er í áfanganum.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)

Í Miðlunarleiðum II á vorönn er unnið með eftirfarandi miðlunarleiðir: a) munnleg framsetning og b) sýningar á menningarsögulegu efni. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. 

Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í kynningarhluta þessa viðfangsefnis. Við lok þess þáttar er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna verkefni sín. Að honum loknum tekur við þáttur um sýningar með tengingu við stafræna miðlun. Fjallað verður um grunnatriði sýninga og ólíkar leiðir við framsetningu mynda og texta og hvaða reglur gilda um framsetningu texta á netinu. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi.  Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar. 

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
  2. Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
  3. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Miðlun og menning (HMM240F)

Í námskeiðinu er menningarhugtakið teknar til gagnrýninnar skoðunar. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis því sem hlutverk, skilyrði og áhrif menningar í samtímanum eru vegin og metin. Markmiðið er að skapa samræðu fræðilegrar umræðu um menningararf, menningarstefnu og menningarlega sjálfbærni við praktísk úrlausnarefni sem tengjast miðlun menningar. Þannig er hugað að samspili menningarlífs við félagslegar, pólitískar og hagrænar aðstæður í sögu og samtíð og kannað hvernig þessir þættir bæði skilyrða og gera mögulega menningarmiðlun í samtímanum. Skoðað er hvernig menningararfur, hefðir, félagslegt minni, hugmyndir um upprunaleika og sjálfsmynd hafa áhrif á mótun og endursköpun menningar og hvernig nota má hugtök eins og „menningarlegt auðmagn“, „menningarlegt forræði“ og „orðræða um menningararf“ til að greina og skilja birtingarmyndir menningar. 

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Lokaverkefni (HMM431L)

Lokaverkefni innan Hagnýtrar menningarmiðlunar er 30e og unnið undir handleiðslu umsjónarkennara námsleiðarinnar eða annars kennara í umboði hans. Hlutverk leiðbeinanda er að aðstoða nemanda við afmörkun efnis og fylgjast með framvindu þess. Lokaverkefnið er annars vegar fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni sem sett er fram í greinargerð og hins vegar sjálfstæð miðlun á menningarefni sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Ætlast er til að miðlunarverkefnið hafi skýr tengsl við greinargerðina og byggi á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Við ákvörðun um val á lokaverkefni skal alltaf hafa í huga að nemandi hafi lokið námskeiðum sem tengjast þeirri miðlunarleið sem verður fyrir valinu (t.d. ef nemandi velur vídeó þá hafi viðkomandi lokið námskeiðinu Skapandi heimildamyndir).

X

Stafræn og samfélagsleg nýsköpun (HMM241F)

Í námskeiðinu er fjallað um fjölbreyttar birtingamyndir nýsköpunar í menningu og miðlun, með áherslu á stafræna tækni. Áhersla verður lögð á starfsemi og stjórnun skipulagsheilda sem starfa í miðlun og skapandi greinum. Fjallað verður um hlutverk nýsköpunar og skapandi hagkerfi, samfélagslega nýsköpun og hvernig viðhalda á frumkvöðlanda í verkefnum. Tækifæri til hagnýtingar verða tekin til skoðunar og kynntar til sögunar aðferðir til að styðja við uppgötvun, greiningu og nýtingu slíkra tækifæra. 

X

Spunagreind og sköpun (HMM803F)

 Í námskeiðinu verður fjallað um áhrif spunagreindar á tjáningu, ekki síst á sköpun. Kannað verður hvort og þá hvernig hægt sé að nota verkfæði gervigreindarinnar til að búa til efni á borð við texta, myndir, tónlist og myndbönd. Spurningum á borð hvað er sköpun, hvað er spunagreind, og er hægt að nota gervigreind til að skapa og búa til efni verður velt upp, ásamt siðferðilegum álitamálum og spurningum er varða höfundarrétt á því efni sem til verður með aðstoð spunagreindar. Jafnframt munu nemendur spreyta sig á að gera eigið efni með hjálp spunagreindar sem verður rýnt í tímum.

X

Starfsþjálfun (HMM014F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Starfsþjálfun (HMM013F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Menningarminjar, söfn og sýningar: Gersemar, áður aldrei kunnar (HMM201F)

Í námskeiðinu verður sett upp sýning tengd erlendum leiðöngrum til Íslands um miðja 19. öld, einkum leiðangra Pauls Gaimard 1835-1836 og Napóleons prins 20 árum síðar og er nemendum ætlað að móta sýninguna í samstarfi við leiðbeinendur. Sýningin verður opnuð í Borgarsögusafni við lok annar.

Í námskeiðinu verður einnig fjallað um ýmsar tegundir sýninga, rætt um ólíka hugmyndafræði á bak við þær og mismunandi vettvang þeirra. Jafnframt er hugað að helstu þáttum í starfsemi safna, leiðir þeirra til að miðla efni og aðferðafræðina sem byggt er á. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópvinnu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur.

X

Skapandi heimildamyndir (HMM220F)

Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.

Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.

Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.

Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.

Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.

Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.

Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Ritstjórn og hönnun prentgripa (RÚT803F)

Námskeiðið felst í að skoða samstarf og verkaskiptingu milli ritstjóra og hönnuða við gerð og útgáfu prentgripa. Veitt verður innsýn í undirstöðuþætti leturfræði, grafískrar hönnunar og undirbúning fyrir prentun. Einnig verða helstu verkfæri hönnuða skoðuð með tilliti til ólíkra útgáfuverkefna. Farið verður yfir helstu kenningar um áhrif grafískrar hönnunar og leturfræði á læsileika og skilning á inntaki. Rætt verður um gæði, notagildi, fagurfræði og hagkvæmnisjónarmið í grafískri hönnun.

Nemendur flytja erindi og skila skriflegri greiningu á hönnunargrip/um að eigin vali og eru einnig hvattir til að taka virkan þátt í umræðum í tímum. Lokaverkefni námskeiðs felst í að skapa eigið útgáfuverkefni og miðla hugmyndum um ritstjórn þess í máli og myndum.

X

Vefstjórnun og upplýsingaarkitektúr (UPP110F)

Markmið námskeiðisins er að kynna nemendur fyrir upplýsingaarkitektúr ásamt nokkrum grunnþáttum vefstjórnunar. Í námskeiðinu verður farið nokkuð ítarlega í upplýsingaarkitektúr svo sem uppbyggingu veftrés, leiðakerfi, nafnakerfi, út frá hegðun og þörfum notenda. Einnig verður farið lauslega í aðra þætti vefstjórnunar eins og þarfagreiningu, notendaprófanir og aðgengi að vefjum.

X

Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)

Námskeiðið er að jafnaði kennt annaðhvert ár og er næst á dagskrá á vormisseri 2026.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.

X

Inngangur að sýningarstjórnun (SAF019F)

Fjallað verður um helstu atriði sýningargerðar og störf sýningarhöfundar, sýningarstjóra og sýningarhönnuðar. Mismunandi aðferðir við sýningastjórnun verða skoðaðar með gagnrýnum hætti og hugmyndafræðilegur grunnur sýninga kannaður. Áhersla verður lögð á frásagnarafbrigði sýninga, handritsgerð og miðlunarleiðir. Einnig verður lögð áhersla á að skoða og greina sýningar listasafna, menningarminjasafna og náttúruminjasafna og kanna með gagnrýnu hugarfari hvernig ólíkar leiðir miðla upplýsingum og upplifunum. Hugað verður að innlendum og erlendum dæmum.

X

Listgagnrýni og sýningarstjórn (LIS805F)

Í námskeiðinu er lagður grundvöllur að virku starfi sýningarstjóra fyrir hagnýt störf á myndlistar- og safnavettvangi. Unnið er á þverfaglegan og gagnrýnin hátt með hugtök og kenningar sem snúa að starfi sýningarstjóra á vettvangi samtímalistar. Í námskeiðinu vinna nemendur í teymum og setja upp sýningu í samstarfi við myndlistarnema eða myndlistarmenn. Nemendur koma til með að beita þekkingu og aðferðum í verki, vinna að undirbúningi, hönnun, textaskrifum og gerð kynningarefnis í tengslum við sýningarhaldið. Námskeiðið er að hluta til unnið í samvinnu við meistaranám í myndlist í LHÍ, auk þess sem nemendur eiga þess kost að eiga í samstarfi við Listasafn Háskóla Íslands og önnur viðurkennd listasöfn.

X

Plöntur, landslag, pólitík (LIS606M)

Í námskeiðinu verður samband manns og náttúru skoðað í gagnrýnu fræðilegu samhengi. Fjallað verður um „náttúruleg“ fyrirbæri, eins og plöntur og gróður, sem og „menningarleg“ fyrirbæri, eins og hálendi, garða og landslag, út frá umhverfissögu og listfræði. Einnig verður rætt um birtingarform náttúrunnar í erlendu og íslensku list- og náttúrusögusamhengi. Námsskeiðið verður í málstofuformi, byggt á lestri og umræðum.

X

Lokaverkefni (HMM431L)

Lokaverkefni innan Hagnýtrar menningarmiðlunar er 30e og unnið undir handleiðslu umsjónarkennara námsleiðarinnar eða annars kennara í umboði hans. Hlutverk leiðbeinanda er að aðstoða nemanda við afmörkun efnis og fylgjast með framvindu þess. Lokaverkefnið er annars vegar fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni sem sett er fram í greinargerð og hins vegar sjálfstæð miðlun á menningarefni sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Ætlast er til að miðlunarverkefnið hafi skýr tengsl við greinargerðina og byggi á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Við ákvörðun um val á lokaverkefni skal alltaf hafa í huga að nemandi hafi lokið námskeiðum sem tengjast þeirri miðlunarleið sem verður fyrir valinu (t.d. ef nemandi velur vídeó þá hafi viðkomandi lokið námskeiðinu Skapandi heimildamyndir).

X

Starfsþjálfun (HMM013F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

X

Starfsþjálfun (HMM014F)

Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.

Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.