Kvikmyndafræði


Kvikmyndafræði
MA – 120 einingar
Í meistaranámi í kvikmyndafræði fá nemendur vísindalega þjálfun og undirbúning meðal annars fyrir kennslustörf á framhaldsskólastigi, ýmis störf á vettvangi fræða og menningarlífs og doktorsnám ef því er að skipta.
Skipulag náms
- Haust
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Hah! Húmor í kvikmyndumV
- Módernismi og póstmódernismi í kvikmyndumV
- Harðsoðnar hetjur í bókmenntum og kvikmyndumV
- Vor
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Heimur Lars von TrierV
- Málstofuverkefni: Íslenska heimildarmyndinV
- Málstofa: Íslenska heimildarmyndinV
- Bókmenntir og arfleifðarkvikmyndirV
Rannsóknarverkefni A (KVI001F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.
Rannsóknarverkefni B (KVI002F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.
Hah! Húmor í kvikmyndum (KVI704F)
Í námskeiðinu verður rýnt í húmor í kvikmyndum frá sjónarhóli kvikmyndafræðanna, sem og fræðilegra skrifa um hlutverk og virkni húmors í menningunni. Fjallað verður um gamanmyndir í kvikmyndasögulegu samhengi og út frá greinafræðum, en tilteknar vikur námskeiðsins verða helgaðar undirgreinum á borð við hlátraskellur (e. slapstick comedy), ærslagamanmyndir (e. screwball comedy), rómantískar gamanmyndir og heimildarháð (e. mockumentary). Nemendur munu kynnast ólíkum nálgunum í gríni og gamanmyndum, s.s. í frásagnaraðferð, tækni og stíl. Lesefni námskeiðsins mun veita nemendum innsýn í kenningar ólíkra fræðigreina um húmor, og viðfangsefnið skoðað frá sjónarhorni femínisma, sálgreiningar, hinsegin fræða og hugrænna fræða. Kvikmyndir – og, upp að vissu marki sjónvarpsefni og uppistand – frá ólíkum tímabilum og þjóðlöndum munu þó alltaf vera hafðar til hliðsjónar til að varpa ljósi á fræðileg skrif um efnið. Í námskeiðinu munum við velta fyrir okkur af hverju sumt er fyndið en annað ekki og reyna að skilja það sem virðist ósjálfrátt, jafnvel órökrétt. Við munum, með öðrum orðum, bæði hlæja og hugsa, með það að markmiði að skilja kvikmyndir og okkur sjálf aðeins betur.
Módernismi og póstmódernismi í kvikmyndum (KVI705F)
Módernisma og póstmódernisma er óhætt að telja til mikilvægustu liststefna tuttugustu aldarinnar – jafnvel má sjá öldina sem klofna milli tímabilanna sem hugtökin afmarka. Uppfinning kvikmyndarinnar er nátengd umbrotaskeiði aldamótaáranna sem gat af sér nýstefnuhreyfingar tuttugstu aldarinnar, en kvikmyndamiðillinn er ekki síður samtvinnaður þeim tæknibyltingum, menningarlegu tilfærslum og hnattvæðingarferlum sem eru burðarstólpar hins póstmóderníska ástands. Í námskeiðinu verður grennslast fyrir um það hvernig merkingarfræði kvikmyndamiðilsins samtvinnaðist hugmyndum um nútímann, nútímavæðingu og módernisma, en jafnframt verður gaumgæft hvernig kvikmyndin reyndist einn miðlægasti vígvöllur póstmódernískra hugmynda á síðari hluta tuttugustu aldarinnar.
Í námskeiðinu verður skoðað hvernig jafnvel róttækustu framúrstefnulistamenn áttu erfitt með að standast hrifmagn kvikmyndanna og verður þar horft til ýmissa verka frá fyrri hluta aldarinnar, þ. á m. tilraunamynda en líka verka Charlie Chaplin. Gagnrýni úr ranni módernískra kenningasmiða í garð „verksmiðjuframleiðslunnar“ frá Hollywood verður einnig skoðuð, sem og þær gagngeru umbreytingar sem áttu sér stað á fagurfræði módernismans þegar hann fluttist yfir í kvikmyndaformið og spurt verður hvernig á þeim geti hafa staðið. Verður þar litið til ítalska nýraunsæisins og frönsku nýbylgjunnar. Hlutur kvikmyndarinnar í samfélagi sjónarspilsins verður skoðaður og verður í því sambandi gætt að vandræðagangi sannleikshugtaksins á póstmódernískum tímum, hlutverki nostalgíunnar í menningarneyslu, tilkomu veruleikalíkisins og ógninni sem stafar að frumleikahugtakinu á tímum textatengsla og endurmiðlunar. Meðal kvikmyndaverka sem kennd verða eru Modern Times (Chaplin, 1936), Dagbók sveitaprests (Bresson, 1951), Umberto D. (De Sica, 1952), Videodrome (Cronenberg, 1982), Blue Velvet (Lynch, 1986) og The Matrix (Wachowskis, 1999). Meðal höfunda sem lesnir verða í námskeiðinu eru David Bordwell, Owen Hatherley, Jean-François Lyotard og Mark Fisher.
Harðsoðnar hetjur í bókmenntum og kvikmyndum (ABF736F)
Í námskeiðinu verður litið á úrval kvikmynda frá Bandaríkjunum og öðrum löndum og reynt að varpa ljósi á ris og hnig rökkurmyndahefðarinnar. Auk þess munu nemendur lesa sjö skáldverk, innlend og erlend, sem tengjast hefðinni á einn eða annan hátt.
Rannsóknarverkefni A (KVI001F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.
Rannsóknarverkefni B (KVI002F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.
Heimur Lars von Trier (KVI607F)
Snemma á lýsti Lars von Trier því yfir að kvikmynd ætti að vera eins og steinvala í skóm áhorfenda. Þetta hefur orðið að nokkurs konar einkennisorðum leikstjórans, sem hefur á ferli sínum sífellt leitað nýrra leiða við að ögra áhorfendum, hvort sem er með efnistökum, stíl eða umdeildum ummælum. Trier olli straumhvörfum í danskri kvikmyndagerð á 9. áratugnum og átti hann eftir að umbylta dönskum kvikmyndaiðnaði til frambúðar. Eftir því sem frægðarsól Trier reis á 10. áratugnum varð hann þekktur sem „enfant terrible“ kvikmyndanna og átti eftir að hafa umtalsverð áhrif á alþjóðlega kvikmyndagerð næstu áratugi.
Í námskeiðinu verður ferill Trier kannaður frá ýmsum hliðum og í víðu samhengi, m.a. með hliðsjón af áhrifum evrópskrar menningar, formlegra tilrauna með kvikmyndamiðilinn og hugvitsamlegrar notkun stafrænnar tækni. Skoðuð verða valin verk Triers, sem og samverkamanna, áhrifavalda og fylgisveina, með það að markmiði að varpa ljósi á þróun ferils Trier og stöðu hans innan alþjóðlegrar kvikmyndagerðar.
Málstofuverkefni: Íslenska heimildarmyndin (KVI609F)
Saga íslensku heimildarmyndarinnar verður skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og hugað verður að því hvernig formið býr í senn yfir mikilvægri skráningarhæfni, gagnrýnum viðnámsmætti og róttækum fagurfræðilegum tjáningarmöguleikum. Spurt verður hvað það sé sem gefi heimildarmyndum listrænt gildi og hort slík viðmið séu aðskiljanleg frá raunveruleikakröfunum sem jafnframt eru gerðar til formsins. Hugað verður að fyrstu skrefunum sem tekin voru í heimildarmyndagerð hér á landi og þróunarferlinu sem fór í hönd en námskeiðið mun beina sjónum sérstaklega að þeiri grósku sem hefur verið í gerð heimildarmynda uppúr árþúsundamótunum.
Nemendur vinna að sjálfstæðu rannsóknarverkefni tengdu málstofunni Íslenska heimildarmyndin
Málstofa: Íslenska heimildarmyndin (KVI608F)
Saga íslensku heimildarmyndarinnar verður skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og hugað verður að því hvernig formið býr í senn yfir mikilvægri skráningarhæfni, gagnrýnum viðnámsmætti og róttækum fagurfræðilegum tjáningarmöguleikum. Spurt verður hvað það sé sem gefi heimildarmyndum listrænt gildi og hort slík viðmið séu aðskiljanleg frá raunveruleikakröfunum sem jafnframt eru gerðar til formsins. Hugað verður að fyrstu skrefunum sem tekin voru í heimildarmyndagerð hér á landi og þróunarferlinu sem fór í hönd en námskeiðið mun beina sjónum sérstaklega að þeiri grósku sem hefur verið í gerð heimildarmynda uppúr árþúsundamótunum.
Bókmenntir og arfleifðarkvikmyndir (ABF727F)
Arfleifðarmyndir eru búningamyndir, gerðar á síðustu 40 árum, yfirleitt byggðar á frægum klassískum skáldverkum (t.d. leikritum Shakespeares, eða sögum Austen, Balzac, E.M. Forster og Virginia Woolf). Arfleifðarmyndir takast á við mikilvægan menningararf og segja persónum, atvikum og augnablikum þar sem mikið er lagt upp úr nákvæmri sögulegri sviðsetningu, tónlist og hönnun. Lögð er þannig áhersla á að klæði og leikmynd séu sögulega rétt, en í þeim birtist m.a. „fagurfræði safnsins“ [„museum aesthetic“]. Sjónarhorn kvenna kemur oft skýrt fram í arfleifðar- og tíðarandamyndunum, enda eru konur stærsti hópur áhorfenda. Í myndunum fær hin kvenlega rödd gjarnan hljómgrunn, skapað er kvenlegt samfélag og þrá þeirra fær útrás. Einnig er algengt að sjá sjónarhorn samkynheigðra. Þetta eru sögur um innra líf persónunnar, fantasíur og ástir. Í námskeiðinu verða lesnar valdar breskar og bandarískar bókmenntir frá 19. og 20. öld og kvikmyndanir á skáldsögunum skoðaðar og greindar með hliðsjón af tíðaranda, arfleifð og aðlögunum. Skáldsögurnar sem lesnar verða eru m.a. eftir höfundana Jane Austen, Charlotte Brontë, Virginia Woolf, E.M Forster, Evelyn Waugh og Jean Rhys og verða sögurnar bornar saman við aðlaganir á verkunum. Verkin verða sérstaklega greind og skoðun út frá ástarsögunni, fortíðarþrá, samskiptum kynjanna, karlmennsku, stéttaskiptingu, geðsýki og stöðu konunnar innan samfélagsins.
- Haust
- Meistararitgerð í kvikmyndafræði
- Fræðaiðja og rannsóknir
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Hah! Húmor í kvikmyndumV
- Módernismi og póstmódernismi í kvikmyndumV
- Harðsoðnar hetjur í bókmenntum og kvikmyndumV
- Vor
- Meistararitgerð í kvikmyndafræði
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Heimur Lars von TrierV
- Málstofuverkefni: Íslenska heimildarmyndinV
- Málstofa: Íslenska heimildarmyndinV
- Bókmenntir og arfleifðarkvikmyndirV
Meistararitgerð í kvikmyndafræði (KVI401L)
Meistararitgerð í kvikmyndafræði. Nemandi velur sér leiðbeinanda í samráði við greinarformann.
Fræðaiðja og rannsóknir (ABF902F)
Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur á meistarastigi fyrir skrif á lokaritgerð. Kennt er á hálfsmánaðarfresti, annan hvorn fimmtudag samkvæmt stundatöflu (undantekning er að þrjár vikur líða milli fjórða og fimmta tíma). Fyrsti hluti námskeiðs snýst um val á ritgerðarefni og frumheimildum, mótun rannsóknarspurningar og aðra þætti er lúta að upphafi vinnunnar. Næst verður sjónum beint að því teoretíska efni sem kemur til með að vera grundvöllur ritgerðarinnar, bæði hvernig rýnt er í efnið og það leitað uppi. Jafnframt verður rætt um þá nálgun sem nemendur hyggjast nýta sér og vinna með. Í þriðja og síðasta hluta verða nemendur með framsögur. Hér yrði um eins konar málstofu að ræða þar sem annars vegar ráð er gert fyrr þátttöku allra. Mikilvægt er að vinnan í kringum framsöguna sé markviss og nýtist við lokaskýrsluna sem allir nemendur skila og er nákvæm greinagerð (ásamt heimildaskrá með skýringum) um rannsóknarspurningu, uppbyggingu og efnistök væntanlegrar meistararitgerðar. Nemendur halda jafnframt dagbók þar sem grein er gerð fyrir undirbúningslestrinum og hvernig þeir textar sem lesnir eru koma til með að nýtast við ritgerðarskrif. Námsmatið í námskeiðinu er dagbókarskýrsla (25%), fyrirlestur í tíma (25%) og lokaritgerð (50%).
Rannsóknarverkefni A (KVI001F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.
Rannsóknarverkefni B (KVI002F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.
Hah! Húmor í kvikmyndum (KVI704F)
Í námskeiðinu verður rýnt í húmor í kvikmyndum frá sjónarhóli kvikmyndafræðanna, sem og fræðilegra skrifa um hlutverk og virkni húmors í menningunni. Fjallað verður um gamanmyndir í kvikmyndasögulegu samhengi og út frá greinafræðum, en tilteknar vikur námskeiðsins verða helgaðar undirgreinum á borð við hlátraskellur (e. slapstick comedy), ærslagamanmyndir (e. screwball comedy), rómantískar gamanmyndir og heimildarháð (e. mockumentary). Nemendur munu kynnast ólíkum nálgunum í gríni og gamanmyndum, s.s. í frásagnaraðferð, tækni og stíl. Lesefni námskeiðsins mun veita nemendum innsýn í kenningar ólíkra fræðigreina um húmor, og viðfangsefnið skoðað frá sjónarhorni femínisma, sálgreiningar, hinsegin fræða og hugrænna fræða. Kvikmyndir – og, upp að vissu marki sjónvarpsefni og uppistand – frá ólíkum tímabilum og þjóðlöndum munu þó alltaf vera hafðar til hliðsjónar til að varpa ljósi á fræðileg skrif um efnið. Í námskeiðinu munum við velta fyrir okkur af hverju sumt er fyndið en annað ekki og reyna að skilja það sem virðist ósjálfrátt, jafnvel órökrétt. Við munum, með öðrum orðum, bæði hlæja og hugsa, með það að markmiði að skilja kvikmyndir og okkur sjálf aðeins betur.
Módernismi og póstmódernismi í kvikmyndum (KVI705F)
Módernisma og póstmódernisma er óhætt að telja til mikilvægustu liststefna tuttugustu aldarinnar – jafnvel má sjá öldina sem klofna milli tímabilanna sem hugtökin afmarka. Uppfinning kvikmyndarinnar er nátengd umbrotaskeiði aldamótaáranna sem gat af sér nýstefnuhreyfingar tuttugstu aldarinnar, en kvikmyndamiðillinn er ekki síður samtvinnaður þeim tæknibyltingum, menningarlegu tilfærslum og hnattvæðingarferlum sem eru burðarstólpar hins póstmóderníska ástands. Í námskeiðinu verður grennslast fyrir um það hvernig merkingarfræði kvikmyndamiðilsins samtvinnaðist hugmyndum um nútímann, nútímavæðingu og módernisma, en jafnframt verður gaumgæft hvernig kvikmyndin reyndist einn miðlægasti vígvöllur póstmódernískra hugmynda á síðari hluta tuttugustu aldarinnar.
Í námskeiðinu verður skoðað hvernig jafnvel róttækustu framúrstefnulistamenn áttu erfitt með að standast hrifmagn kvikmyndanna og verður þar horft til ýmissa verka frá fyrri hluta aldarinnar, þ. á m. tilraunamynda en líka verka Charlie Chaplin. Gagnrýni úr ranni módernískra kenningasmiða í garð „verksmiðjuframleiðslunnar“ frá Hollywood verður einnig skoðuð, sem og þær gagngeru umbreytingar sem áttu sér stað á fagurfræði módernismans þegar hann fluttist yfir í kvikmyndaformið og spurt verður hvernig á þeim geti hafa staðið. Verður þar litið til ítalska nýraunsæisins og frönsku nýbylgjunnar. Hlutur kvikmyndarinnar í samfélagi sjónarspilsins verður skoðaður og verður í því sambandi gætt að vandræðagangi sannleikshugtaksins á póstmódernískum tímum, hlutverki nostalgíunnar í menningarneyslu, tilkomu veruleikalíkisins og ógninni sem stafar að frumleikahugtakinu á tímum textatengsla og endurmiðlunar. Meðal kvikmyndaverka sem kennd verða eru Modern Times (Chaplin, 1936), Dagbók sveitaprests (Bresson, 1951), Umberto D. (De Sica, 1952), Videodrome (Cronenberg, 1982), Blue Velvet (Lynch, 1986) og The Matrix (Wachowskis, 1999). Meðal höfunda sem lesnir verða í námskeiðinu eru David Bordwell, Owen Hatherley, Jean-François Lyotard og Mark Fisher.
Harðsoðnar hetjur í bókmenntum og kvikmyndum (ABF736F)
Í námskeiðinu verður litið á úrval kvikmynda frá Bandaríkjunum og öðrum löndum og reynt að varpa ljósi á ris og hnig rökkurmyndahefðarinnar. Auk þess munu nemendur lesa sjö skáldverk, innlend og erlend, sem tengjast hefðinni á einn eða annan hátt.
Meistararitgerð í kvikmyndafræði (KVI401L)
Meistararitgerð í kvikmyndafræði. Nemandi velur sér leiðbeinanda í samráði við greinarformann.
Rannsóknarverkefni A (KVI001F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.
Rannsóknarverkefni B (KVI002F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.
Heimur Lars von Trier (KVI607F)
Snemma á lýsti Lars von Trier því yfir að kvikmynd ætti að vera eins og steinvala í skóm áhorfenda. Þetta hefur orðið að nokkurs konar einkennisorðum leikstjórans, sem hefur á ferli sínum sífellt leitað nýrra leiða við að ögra áhorfendum, hvort sem er með efnistökum, stíl eða umdeildum ummælum. Trier olli straumhvörfum í danskri kvikmyndagerð á 9. áratugnum og átti hann eftir að umbylta dönskum kvikmyndaiðnaði til frambúðar. Eftir því sem frægðarsól Trier reis á 10. áratugnum varð hann þekktur sem „enfant terrible“ kvikmyndanna og átti eftir að hafa umtalsverð áhrif á alþjóðlega kvikmyndagerð næstu áratugi.
Í námskeiðinu verður ferill Trier kannaður frá ýmsum hliðum og í víðu samhengi, m.a. með hliðsjón af áhrifum evrópskrar menningar, formlegra tilrauna með kvikmyndamiðilinn og hugvitsamlegrar notkun stafrænnar tækni. Skoðuð verða valin verk Triers, sem og samverkamanna, áhrifavalda og fylgisveina, með það að markmiði að varpa ljósi á þróun ferils Trier og stöðu hans innan alþjóðlegrar kvikmyndagerðar.
Málstofuverkefni: Íslenska heimildarmyndin (KVI609F)
Saga íslensku heimildarmyndarinnar verður skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og hugað verður að því hvernig formið býr í senn yfir mikilvægri skráningarhæfni, gagnrýnum viðnámsmætti og róttækum fagurfræðilegum tjáningarmöguleikum. Spurt verður hvað það sé sem gefi heimildarmyndum listrænt gildi og hort slík viðmið séu aðskiljanleg frá raunveruleikakröfunum sem jafnframt eru gerðar til formsins. Hugað verður að fyrstu skrefunum sem tekin voru í heimildarmyndagerð hér á landi og þróunarferlinu sem fór í hönd en námskeiðið mun beina sjónum sérstaklega að þeiri grósku sem hefur verið í gerð heimildarmynda uppúr árþúsundamótunum.
Nemendur vinna að sjálfstæðu rannsóknarverkefni tengdu málstofunni Íslenska heimildarmyndin
Málstofa: Íslenska heimildarmyndin (KVI608F)
Saga íslensku heimildarmyndarinnar verður skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og hugað verður að því hvernig formið býr í senn yfir mikilvægri skráningarhæfni, gagnrýnum viðnámsmætti og róttækum fagurfræðilegum tjáningarmöguleikum. Spurt verður hvað það sé sem gefi heimildarmyndum listrænt gildi og hort slík viðmið séu aðskiljanleg frá raunveruleikakröfunum sem jafnframt eru gerðar til formsins. Hugað verður að fyrstu skrefunum sem tekin voru í heimildarmyndagerð hér á landi og þróunarferlinu sem fór í hönd en námskeiðið mun beina sjónum sérstaklega að þeiri grósku sem hefur verið í gerð heimildarmynda uppúr árþúsundamótunum.
Bókmenntir og arfleifðarkvikmyndir (ABF727F)
Arfleifðarmyndir eru búningamyndir, gerðar á síðustu 40 árum, yfirleitt byggðar á frægum klassískum skáldverkum (t.d. leikritum Shakespeares, eða sögum Austen, Balzac, E.M. Forster og Virginia Woolf). Arfleifðarmyndir takast á við mikilvægan menningararf og segja persónum, atvikum og augnablikum þar sem mikið er lagt upp úr nákvæmri sögulegri sviðsetningu, tónlist og hönnun. Lögð er þannig áhersla á að klæði og leikmynd séu sögulega rétt, en í þeim birtist m.a. „fagurfræði safnsins“ [„museum aesthetic“]. Sjónarhorn kvenna kemur oft skýrt fram í arfleifðar- og tíðarandamyndunum, enda eru konur stærsti hópur áhorfenda. Í myndunum fær hin kvenlega rödd gjarnan hljómgrunn, skapað er kvenlegt samfélag og þrá þeirra fær útrás. Einnig er algengt að sjá sjónarhorn samkynheigðra. Þetta eru sögur um innra líf persónunnar, fantasíur og ástir. Í námskeiðinu verða lesnar valdar breskar og bandarískar bókmenntir frá 19. og 20. öld og kvikmyndanir á skáldsögunum skoðaðar og greindar með hliðsjón af tíðaranda, arfleifð og aðlögunum. Skáldsögurnar sem lesnar verða eru m.a. eftir höfundana Jane Austen, Charlotte Brontë, Virginia Woolf, E.M Forster, Evelyn Waugh og Jean Rhys og verða sögurnar bornar saman við aðlaganir á verkunum. Verkin verða sérstaklega greind og skoðun út frá ástarsögunni, fortíðarþrá, samskiptum kynjanna, karlmennsku, stéttaskiptingu, geðsýki og stöðu konunnar innan samfélagsins.
- Haust
- Hollywood: Place and MythV
- Þungur hnífur: Víkingar í samtímamenningu, kvikmyndum og tölvuleikjumV
- Rannsóknarverkefni: Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndumV
- Kvikmyndir Rómönsku AmeríkuV
- Vor
- AðlaganirV
- Kenningar í kynjafræðiV
Hollywood: Place and Myth (ENS352M)
What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.
A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.
This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.
Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.
Þungur hnífur: Víkingar í samtímamenningu, kvikmyndum og tölvuleikjum (SAF301M)
Víkingar eru meðal auðkennilegustu og þekktustu samfélagshópa fortíðar. Ímynd þeirra hefur gjarnan vera hatrömm og ofsafengin og gott dæmi þar um væri sturlaði berserkurinn sem með hyrndnan hjálm á höfði og stríðsöxi á lofti, ljóst hárið flaxandi í vindinum, herjar á grunlaus bæjarsamfélög við fjarlægar strendur. Þessi ímynd hefur fest rætur um víða veröld, hún er þver-menningarleg og áhugamannahópa sem endurskapa lifnaðarhætti víkinga má finna í löndum sem eiga sér jafnvel enga slíka sögu. Samtímafólk tengir sig stolt í bragði við arfleifð víkinga og innleiðir í eigin sjálfsmynd. Víkinga þungarokk er til og vörur af ýmsu tagi tengja sig með meðvituðum hætti við víkingasöguna. Menningarafurðir eru þar engin undantekning og hvíta tjaldið er gott dæmi um það hversu lífseig goðsögnin um víkinga er: Fyrsta víkingamyndin kom út árið 1907 og lifa þær góðu lífi enn þann dag í dag. Sama er að segja um sjónvarp og tölvuleiki þar sem ímyndum víkinga og sögu þeirra er miðlað með ýmsum hætti. Þetta hefur svo aftur áhrif á birtingarmyndir víkinga á öðrum sviðum, og mætti þar nefna ferðamannaiðnaðinn, safnamenningu og þjóðlega framsetningu af ýmsu tagi.
Í þessu námskeiði verða hinar ólíku framsetningarhefðir og birtingarmyndir víkinga í samtímanum skoðaðar. Hafist verður handa við að rekja sögu hinar nútímalegu víkingaímyndar og þróun hennar á tuttugustu öldinni – og verður þar í íslenska samheneginu sérstaklega horft til áranna í kringum Hrunið. Í kjölfarið verða ríkjandi samtímalegar birtingarmyndir víkingsins skoðaðar, eins og þeim er miðlað í kvikmyndum, sjónvarpi og tölvuleikjum.
Rannsóknarverkefni: Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum (ENS022F)
Í þessu námskeiði verður skoðað hvernig fjallað er um Túdorana og valdatíð þeirra í 21. aldar skáldsögum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Sérstök áhersla er lögð á túlkanir á Hinriki áttunda og dóttur hans, Elísabetu fyrstu.
Þetta rannsóknarverkefni tengist námskeiðinu ENS505G – Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum. Mælt er með því að nemendur sem taka ENS022F mæti samhliða í fyrirlestra í ENS505G.
ATH. Nemendur sem hafa áður lokið ENS505G geta ekki tekið þetta námskeið.
Kvikmyndir Rómönsku Ameríku (SPÆ303M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í kvikmyndasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í kvikmyndagerð álfunnar þó megináhersla verði lögð á uppgangstímann fyrir og eftir aldarmótin. Kvikmyndunum er ætlað að spegla tiltekin samfélög og veita innsýn í mismunandi stefnur. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að þjálfa nemendur í menningalæsi og kvikmyndarýni.
Aðlaganir (ENS217F)
Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.
Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.
Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.
Kenningar í kynjafræði (KYN211F)
Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.