Lífupplýsingafræði
Lífupplýsingafræði
MS gráða – 120 einingar
Tveggja ára framhaldsnám við Líf- og umhverfisvísindadeild og Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild.
Lífupplýsingafræði nýtir aðferðir úr tölvunarfræði, tölfræði og stærðfræði til að vinna úr gögnum sem til verða við rannsóknir í lífvísindum.
Skipulag náms
- Haust
- Rannsóknir í sameindalíffræði og lífefnafræði
- Lokaverkefni
- Reiknirit í lífupplýsingafræðiE
- Skipulag og aðferðir í rannsóknum
- ReiknigreindVE
- MannerfðafræðiVE
- Líftölfræði II (Klínísk spálíkön)V
- Vor
- Erfðamengja- og lífupplýsingafræðiE
- Lokaverkefni
- Rannsóknir í sameindalíffræði og lífefnafræðiV
- Frumulíffræði IIV
- Inngangur að kerfislíffræðiVE
- Forritun ofurtölvaV
Rannsóknir í sameindalíffræði og lífefnafræði (LÍF114F)
Námskeiðið er fyrir framhaldsnema og mikilvægur hluti af námi fyrir alla framhaldsnema á sviði sameindalíffræði. Námskeiðið skiptist í tvo meginhluta; kynningu á rannsóknargrein (journal club) og kynningu á rannsóknarverkefni nemandans (work in progress). Í kynningu rannsóknargreina velja nemar nýlega grein um áhugavert rannsóknarefni og kynna markmið og niðurstöður greinarinnar. Markmið er að læra að lesa greinar á gagnrýninn hátt og kynna fyrir öðrum. Nemendur eru spyrlar á kynningu greinar sem aðrir nemendur hafa valið. Ætlunin er að auka gagnrýna hugsun nemandans hvað varðar markmið rannsókna og aðferðir til að ná þeim. Í verkefniskynningu á nemandinn að kynna verkefni sitt með megináherslu á markmið verkefnisins, inngang, aðferðir sem eru notaðar, niðurstöður og áætlað áframhald í verkefninu. Markmið þessa er að nemandinn læri að segja frá verkefni sínu skýrt og skipulega. Verkefniskynningin leiðir oft til lausna á vandamálum sem upp hafa komið, vegna hugmynda og athugasemda frá öðrum nemendum og kennurum.
Námskeiðið er kennt á ensku bæði á haust- og vormisseri. Nemandinn má taka námskeiðið fjórum sinnum sem gefur samanlagt 8 ECTS.
Mætingaskylda er í námskeiðið.
Lokaverkefni (LUF441L)
- Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara heimadeildar. Lokaverkefnið er 30 eða 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
- Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
- Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
- Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
- Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt.
- Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi.
- Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
Hæfniviðmið:
Að MS-ritgerð lokinni á nemandi að geta:
- Mótað rannsóknarspurningu/tilgátu
- Beitt viðeigand kenningaramma til að varpa ljósi á viðfangsefni sitt
- Nýtt hefðbundnar aðferðir til þess að svara tiltekinni rannsóknarspurningu
- Dregið saman þekkingu á fræðasviðinu og unnið rannsókn sem felur í sér framlag til þess
- Aflað gagna, gagnrýnt þau og túlkað
- Metið umfang rannsóknarefnis og skipulagt vinnu sína í samræmi við það
- Sett fram rannsóknaniðurstöður, rökstutt þær og tengt við stöðu þekkingarinnar á fræðasviðinu
- Dregið ályktanir af ófullkomnum gögnum og gert grein fyrir takmörkunum rannsóknar sinnar
Reiknirit í lífupplýsingafræði (TÖL504M)
Efni námskeiðsins eru helstu reiknirit sem notuð eru í lífupplýsingafræði. Í upphafi er stutt yfirlit yfir erfðamengjafræði og reiknirit fyrir nemendur af öðrum sviðum. Námskeiðinu er skipt upp í nokkrar einingar og er hverri ætlað að fara yfir einstök verkefni í lífupplýsingafræði sem mótast af rannsóknarverkefnum. Hver eining samanstendur af verkefnislýsingu og aðferðum sem beitt er við úrlausn. Viðfangsefnin verða m.a. mynstraleit, strengjafjarlægð, samröðun gena og erfðamengja, þyrpingagreining, raðgreining og myndun erfðamengja og að lokum aðferðir við úrvinnslu úr háhraðaraðgreiningar gögnum.
Skipulag og aðferðir í rannsóknum (LÍF128F)
Markmið er að veita nemendum í rannsóknarnámi, meistara og doktorsnemum, innsýn í hagnýt atriði varðandi námið, undirbúning og framkvæmd rannsókna og frágang gagna.
Farið verður í siðferðileg, hagnýt og tæknileg atriði er varða skyldur leiðbeinanda og umsjónar, skil á stöðuskýrslum, rannsóknaráætlun og stöðupróf, nemendaskipti. Skyldur og réttindi nemans gagnvart kennara og HÍ, skyldur kennara við nemanda, frágangur lokaritgerðar/greina, höfundar að útgefnu efni tengdu verkefninu, launa/styrkjamál á meðan á námi stendur. Öryggi á tilraunastofu, tryggingamál o.fl. tengdu öryggi nemenda.
Undirbúningur og gerð styrkumsókna, sjóðir sem framhaldsnemendur geta sótt um styrki í. Frágangur gagna, greinaskrif, fyrirlestrar (framsaga og raddbeiting), gerð veggspjalda, atvinna að námi loknu og atvinnuviðtöl.
Uppbygging námsins: Fyrirlestrar umsjónaraðila, erindi gestafyrirlesara og umræðufundir, framsögur nemenda, útbúningur veggspjalda, yfirlestur og verkefnavinna.
Miðað er við að námskeiðið standi í 11 vikur á haustmisseri.
Reiknigreind (IÐN102M)
Við hönnun á greind kerfa er þörf fyrir sjálfvirk kerfi sem læra að taka góðar ákvarðanir. Í námskeiðinu er kynnt fyrir nemendum reiknirit sem endurbætast sjálfvirkt með reynslu. Þessi reiknirit þurfa enga leiðsögn aðra en umbun fyrir teknum ákvörðunum. Hugmyndafræði er kölluð styrkingalærdómur (e. reinforcement learning) og er snertiflötur ólíkra fræða; aðgerðgreiningu, gervigreind og stýritækni. Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa færni í að setja upp, greina og leysa stærðfræðileg líkön sem standa fyrir ákvörðunarverkefnum. Tekin eru fyrir Markov-ákvörðunarferli, kvik-bestun, Monte-Carlo aðferðir, ákvörðunarstefnur, áætlanagerð og trjáleit, ásamt djúpum tauganetum. Nemendur kynnast einnig forritunarmálinu Python.
Mannerfðafræði (LÍF513M)
Fyrirlestrar: Erfðaháttur og ættartré. Skipulag erfðaefnis mannsins. Litningar, litningabreytingar, litningagallar. Staðsetning gena. Sambandsgreining /Tölfræðileg nálgun. Erfðagreining. Flóknir erfðagallar, erfðir og umhverfi. Erfðir og krabbamein. Genalækningar. Þróun mannsins og skyldra tegunda. Siðferðileg efni tengd mannerfðafræði, upplýst samþykki og persónuupplýsingar. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi almenna undirstöðu í erfðafræði.
Verklegt: Túlkun gagna úr erfðagreiningingum, unnið með tjáningargögn, greining gagna úr litningalitunum, unnið með gögn úr kortlagningu á erfðaþáttum.
Líftölfræði II (Klínísk spálíkön) (LÝÐ301F)
Námskeiðið er beint framhald af Líftölfræði I og veitir nemendum praktíska handleiðslu í tölfræðiúrvinnslu í eigin rannsóknarverkefnum. Útreikningar á hlutfallslegri áhættu og leiðréttri hlutfallslegri áhættu. Fylgni og einföld aðhvarfsgreining, margvíð línuleg aðhvarfsgreining og lógistísk aðhvarfsgreining. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og dæmatímum. Í dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R.
Erfðamengja- og lífupplýsingafræði (LÍF659M)
Erfðamengjafræði og lífupplýsingafræði samþættast á margvíslega vegu. Erfðatækni opnaði möguleika á raðgreiningu erfðamengja, greiningum á tjáningar- og prótínmengjum. Með raðgreiningum á erfðamengjum þúsundum lífvera opnast möguleikar á að nýta upplýsingarnar til að öðlast þekkingu og skilning á líffræðilegum fyrirbærum. Samanburðaraðferð þróunarkenningar Darwins er fræðilegur grundvöllur fyrir greiningar á slíkum upplýsingum. Sameiginlegir eiginleikar varðveittir í mismunandi lífverum eiga sér grunn í varðveittum hlutum erfðamengja. Að sama skapi liggja rætur nýjunga í svipfari oft í hlutum erfðamengja sem eru mismunandi á milli tegunda. Það á jafnt við um eiginleika dýra, plantna, örvera og fruma, þroskunar og ensímkerfa.
Námskeiðið fjallar um hugmyndafræði og aðferðafræði til samanburðar, um greiningu erfðamengja einstakra lífvera (genomics), umhverfiserfðamengja (metagenomics) og tjáningarmengja (transcriptome) til að svara líffræðilegum, læknisfræðilegum og hagnýtum spurningum. Fyrirlestrar verða um, byggingu og raðgreiningu erfða-, tjáningar- og prótínmengja, sameindaþróun, ólíkar gerðir lífupplýsinga, gagnagrunna, skeljaforrit, inngang að python og R umhverfinu, keyrslu forrita og breytingar á þeim. Æfingar: Sækja gögn í gagnagrunna, Blast, samraðanir og pússlun mengja, samanburður erfðamengja tegunda og greining erfðabreytileika innan tegunda. Unnið verður með gagnagrunna, m.a. flybase, Genebank, ENSEMBL og E.coli. Gögn verða sótt með Biomart og Bioconductor, og fjallað um áreiðanleika gagna í gagnagrunnum. Kynnt verða algrímar er liggja til grundvallar leitar-forrita og forrit kynnt sem hægt er að keyra yfir vefinn, grunnatriði Python-forritunar, opinn hugbúnaður á UNIX/Linux, uppsetning hugbúnaðar af vefnum á eigin tölvum. Greining gagna úr RNA-seq, RADseq og heilraðgreiningum.
Nemendur vinna smærri og stærri verkefni og skila, og kynna munnlega niðurstöður úr stóra verkefninu. Í umræðufundum verða frumheimildir ræddar.
Lokaverkefni (LUF441L)
- Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara heimadeildar. Lokaverkefnið er 30 eða 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
- Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
- Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
- Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og lærdóm sem draga má af verkefninu.
- Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt.
- Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi.
- Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
Hæfniviðmið:
Að MS-ritgerð lokinni á nemandi að geta:
- Mótað rannsóknarspurningu/tilgátu
- Beitt viðeigand kenningaramma til að varpa ljósi á viðfangsefni sitt
- Nýtt hefðbundnar aðferðir til þess að svara tiltekinni rannsóknarspurningu
- Dregið saman þekkingu á fræðasviðinu og unnið rannsókn sem felur í sér framlag til þess
- Aflað gagna, gagnrýnt þau og túlkað
- Metið umfang rannsóknarefnis og skipulagt vinnu sína í samræmi við það
- Sett fram rannsóknaniðurstöður, rökstutt þær og tengt við stöðu þekkingarinnar á fræðasviðinu
- Dregið ályktanir af ófullkomnum gögnum og gert grein fyrir takmörkunum rannsóknar sinnar
Rannsóknir í sameindalíffræði og lífefnafræði (LÍF223F)
Námskeiðið er fyrir framhaldsnema og mikilvægur hluti af námi fyrir alla framhaldsnema á sviði sameindalíffræði. Námskeiðið skiptist í tvo meginhluta; kynningu á rannsóknargrein (journal club) og kynningu á rannsóknarverkefni nemandans (work in progress). Í kynningu rannsóknargreina velja nemar nýlega grein um áhugavert rannsóknarefni og kynna markmið og niðurstöður greinarinnar. Markmið er að læra að lesa greinar á gagnrýninn hátt og kynna fyrir öðrum. Nemendur eru spyrlar á kynningu greinar sem aðrir nemendur hafa valið. Ætlunin er að auka gagnrýna hugsun nemandans hvað varðar markmið rannsókna og aðferðir til að ná þeim. Í verkefniskynningu á nemandinn að kynna verkefni sitt með megináherslu á markmið verkefnisins, inngang, aðferðir sem eru notaðar, niðurstöður og áætlað áframhald í verkefninu. Markmið þessa er að nemandinn læri að segja frá verkefni sínu skýrt og skipulega. Verkefniskynningin leiðir oft til lausna á vandamálum sem upp hafa komið, vegna hugmynda og athugasemda frá öðrum nemendum og kennurum.
Námskeiðið er kennt á ensku bæði á haust- og vormisseri. Nemandinn má taka námskeiðið fjórum sinnum sem gefur samanlagt 8 ECTS.
Mætingaskylda er í námskeiðið.
Frumulíffræði II (LÍF614M)
Í námskeiðinu er lögð áhersla á vísindalæsi. Kafað verður ofan í rannsóknagreinar á sérhæfðum sviðum frumulíffræði. Nemendur fá innsýn í fjölbreyttar rannsóknir sem endurspegla framfarir og aðferðir í greininni. Viðfangsefni námskeiðsins eru breytileg eftir áherslum og nýjungum á hverjum tíma.
Í hverjum tíma velur kennari allt að þrjár nýlegar rannsóknagreinar sem nemendur lesa fyrir fram, og kynnir efni þeirra í skipulögðum fyrirlestri.
Nemendur kynna tiltekið efni innan frumulíffræðinnar með því að lesa eina yfirlitsgrein og eina rannsóknargrein. Þeir skila bæði skriflegri umfjöllun þar sem efnið er greint og rökstutt og kynna það jafnframt í munnlegri framsögu með áherslu á lykilatriði og vísindalegt samhengi.
Inngangur að kerfislíffræði (LVF601M)
Kerfislíffræði er þverfaglegt svið sem rannsakar líffræðileg fyrirbæri byggt á samverkandi líffræðilegum þáttum. Í kerfislíffræði er sérstök áhersla lögð á það hvernig líffræðileg kerfi breytast yfir tíma. Í þessu námskeiði munum við fjalla sérstaklega um þá þætti kerfislíffræðinnar sem snúa að heilsu og sjúkdómum manna.
Þetta námskeið mun kynna 1) notkun líkana fyrir líffræðileg ferli (bæði genastjórnunarlíkön og efnaskiptalíkön); 2) frumulíffræðileg fyrirbæri sem stuðla að samvægi (e. homeostasis), t.d. þroskun vefja og seiglu örvera og 3) greiningu á sameindamynstri sem finnast í stórum erfðagreiningargögnum, sem tengjast sjúkdómum í mönnum og geta nýst í flokkun sjúklinga og uppgötvun lífmerkja. Þannig mun námskeiðið fjalla um notkun kerfislíffræðilegra aðferða á þremur helstu stigum líffræðinnar, þ.e. á sameindum, frumum og lífverum.
Námskeiðið felur í sér lestur og túlkun vísindagreina, útfærslu reiknirita, vinnslu á rannsóknarverkefni og kynningu á vísindalegum niðurstöðum.
Fyrirlestrar munu samanstanda af bæði (1) kynningu á grunnhugtökum kerfislíffræðinnar og (2) tölvukennslu þar sem Python forritunarmálið er notað. Námskeiðið verður kennt á ensku.
Forritun ofurtölva (REI204M)
Hönnun samhliða tölva og ýmis líkön af forritun þeirra. Högun tölva út frá samnota minni og út frá dreifðu minni með skeytaflutningi. Samhliða forritun tölvuklasa með MPI og samhliða forritun fjölkjarna tölva með OpenMP. Samhliða reiknirit við röðun, leit og ýmis verkefni í línulegri algebru og netafræði.
For a longer description refer to the English page.
Course topics will be very similar like HPC in Fall 2019:
Hafðu samband
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.