Skip to main content

Menningarfræði

Menningarfræði

Hugvísindasvið

Menningarfræði

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í menningarfræði kanna nemendur birtingarmyndir menningar og greina þær á fræðilegan hátt, án þess að binda sig um of við afmörkuð fræðasvið.

Skipulag náms

X

Menningarfræði og þjóðfélagsrýni (MFR701F)

Í námskeiðinu er litið yfir sögu menningarfræðinnar og sjónum beint að gildi hennar sem róttæks forms þjóðfélagsrýni. Lesnir verða textar lykilhöfunda 19. öld og til samtímans. Í forgrunni er sjálft menningarhugtakið og spurningin um gildi þess fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélag, sögu og samtíma. Fjallað er um samspil gagnrýni og fræða og hvernig menningarfræðin setur slíkt samspil í forgrunn. Þetta kemur fram jafnt í textum eldri og yngri höfunda og skapar togstreitu sem hefur á undanförnum áratugum verið frjór jarðvegur allra hugvísinda og einkennt samhengi þeirra við menningarpólitíska hugsun. Til grundvallar eru lögð hugtök á borð við hugmyndafræði, vald, forræði, kyngervi og orðræða.

X

Rannsóknaseminar A: Það sem allir vita: Þekkingarinnviðir og félagslegt vald (MFR504M)

Í námskeiðinu verður fjallað þekkingu sem lykilatriði í menningarstríðum frjálslyndis, popúlisma, róttækni og valdboðshyggju. Fyrsti útgangspunktur námskeiðsins eru hugmyndir Lisu Herzog um borgaraþekkingu og vald markaðarins. Við berum greiningu hennar saman við hugmyndir ættaðar frá Claude Lefort og Oliver Marchart um antagónískt lýðræði og skoðum togstreituna á milli frjálslyndra og róttækra sjónarmiða: Frá frjálslyndu sjónarmiði eru almennt viðurkennd grunngildi nauðsynlegt skilyrði pólitísks samfélags en frá róttæku sjónarmiði uppspretta alræðis. Í skilningi frjálslyndis er það hins vegar hinn róttæki sem stuðlar að einræði með því að troða umdeilanlegum gildum upp á alla. Togstreitan afhjúpar umdeilanlegt samband þekkingar og valds: hvort þekking sé birtingarmynd yfirráða eða grundvöllur frelsis og lýðræðis.

X

Rannsóknaseminar B: Bóhemmenning (MFR503F)

Fjallað verður um menningarvettvang bóhemíunnar og sjónum beint að goðsögulegum ímyndum bóhemsins. Við sögu koma iðjuleysingjar og vinnuþjarkar, aristókratar og utangarðsmenn, nautnaseggir og meinlætamenn, drykkjusvolar og bindindismenn, misskildir snillingar og ónytjungar. Það sem helst tengir ólíkar ímyndir bóhemsins er staðan á útmörkum borgaralegrar menningar og í námskeiðinu verður leitast við að skilja virkni bóhemíunnar sem vettvangs slíkrar gagnmenningar. Megináhersla verður á birtingarmyndir bóhemsins í evrópskum nútímabókmenntum, en einnig verður horft til kvikmynda, myndlistar, auglýsinga og annarra menningarafurða frá miðri nítjándu öld til samtímans.

X

Umhverfisskipulag og lýðræðisleg þátttaka (MFR505M)

Námskeiðið er byggt á samstarfi við evrópska rannsóknaverkefnið PHOENIX og veitir litlum hópi nemenda tækifæri til beinnar þátttöku í lýðræðislegu samráði um endurheimt vistkerfa á hálendi Íslands. Nemendum úr Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands gefst kostur á að skrá sig í námskeiðið sem fer fram á fimm vikum á haustmisseri, 30. september til 1. nóvember.  Í námskeiðinu takast nemendur á við það verkefni að móta tillögur um grundvallarviðmið stjórnvalda um hvernig haga skuli stefnumótun um uppgræðslu og gróðurvernd á hálendinu þar sem spurningar um endurheimt vistkerfa eru í forgrunni. Hópurinn hittir leiðbeinendur þrisvar sinnum og fær aðgang að viðtölum við sérfræðinga sem munu kynna niðurstöður ólíkra rannsókna á jarðvegi, gróðri, beit og annarri nýtingu hálendisins. Nemendur fá einnig innsýn inn í margvísleg viðhorf um uppgræðslu lands sem tekist hefur verið á um hér á landi. Skipulögð verður ein vettvangsferð á tímabilinu en námskeiðinu lýkur með rökræðufundi þar sem nemendur fá það sameiginlega verkefni að móta tillögur til stjórnvalda.  Miðað er við aðferðafræði svokallaðs borgarakviðdóms (e. Citizen jury) sem á sér nokkra sögu í lýðræðislegum samráðsferlum (e. Public consultation, democratic engagement). Borgarakviðdómur hefur þó ekki komið við sögu í lýðræðislegri stefnumótun hér á landi áður. Námsmat byggir á vinnudagbókum sem nemendur halda á meðan á námskeiðinu stendur, þátttöku í fundum og samræðum hópsins og aðild að tillögugerð í lok námskeiðs.

Skipulag (með fyrirvara um breytingar)

  • Fyrsti fundur með leiðbeinendum, efni og yfirferð kynnt (fjarfundur)
  1. september, kl. 15.00 til 16.30
  • Nemendur kynna sér lesefni og upptökur á canvas til undirbúnings umræðum
  1. september til 11. október
  • Annar fundur með leiðbeinendum (fjarfundur)
  1. október, kl. 15.00 til 16.30
  • Nemendur kynna sér lesefni og upptökur á canvas til undirbúnings umræðum
  1. til 21. október
  • Þriðji fundur með leiðbeinendum (vettvangsferð)
  1. október, heill dagur
  • Rökræðufundur (staðsetning ákveðin síðar)
  1. október, heill dagur
X

Rannsóknarverkefni A (MFR004F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri.

X

Rannsóknarverkefni B (MFR006F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð, ofsafátækt og stríð. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Rannsóknasemínar D: Ísland í hljóði og myndum. Ímyndir Íslands í dægurtónlist, kvikmyndum og sjónvarpsefni 1975-2025 (MFR603F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru ímyndir Íslands og ímyndarsköpun eins og þau birtast í vinsælum menningarafurðum samtímans, þ.e. dægurtónlist, kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Í námskeiðinu verður könnuð sú hugmynd að slíkar ímyndir séu búnar til, þeim viðhaldið og þær iðkaðar í hverjum samtíma. Framsetning og iðkun ímynda Íslands og Norðursins verða jafnframt sett í samhengi sögulegra rannsókna á sviði ímyndarfræða (imagology). Þannig eru nemendur hvattir til gagnrýninnar skoðunar og markvissrar greiningar á því hvernig ímyndir lands og þjóðar eru skapaðar, mótaðar og iðkaðar í virku samspili innri og ytri áhrifa.

X

Rannsóknasemínar C: Fear, like and subscribe: Internet Moral panics and reactionary backlash (MFR602M)

Siðfár eru menningarbundnar frásagnir sem hafa smogið inn í og haft áhrif á vestræn stjórnmál áratugum saman. Vestrænt fjölmiðlalandslag hefur löngum verið gegnsýrt af siðfárum, allt frá svokölluðum „Satanic Panic“ og „Stranger Danger“ til mansals með börn og kynsegin íþróttafólks. Þessar meintu ógnir eru ýmist ýktar eða ekki fyrir hendi og bera í mörgum tilvikum vott um undirliggjandi samfélagslegan kvíða sem er varpað yfir á minnihlutahópa. Þessu námskeiði er ætlað að vera kynning á helstu siðfárum sem hafa mótað Vesturlönd og þeim aðferðafræðilegu nálgunum sem er beitt til að bera kennsl á og greina þau. Í námskeiðinu verður fjallað um hlutverk Internetsins þegar kemur að dreifingu og tilurð yfirstandandi siðfára, með sérstakri áherslu á samtímasiðfár á borð við slaufunarmenningu og íhaldsbakslagið gegn #MeToo-hreyfingunni, og það hvernig þessar frásagnir rata inn í meginstraumsfjölmiðla og – stjórnmál.

X

Rannsóknarverkefni A (MFR004F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri.

X

Rannsóknarverkefni B (MFR006F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri.

X

Fræðaiðja og rannsóknir (ABF902F)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur á meistarastigi fyrir skrif á lokaritgerð. Kennt er á hálfsmánaðarfresti, annan hvorn fimmtudag samkvæmt stundatöflu (undantekning er að þrjár vikur líða milli fjórða og fimmta tíma). Fyrsti hluti námskeiðs snýst um val á ritgerðarefni og frumheimildum, mótun rannsóknarspurningar og aðra þætti er lúta að upphafi vinnunnar. Næst verður sjónum beint að því teoretíska efni sem kemur til með að vera grundvöllur ritgerðarinnar, bæði hvernig rýnt er í efnið og það leitað uppi. Jafnframt verður rætt um þá nálgun sem nemendur hyggjast nýta sér og vinna með. Í þriðja og síðasta hluta verða nemendur með framsögur. Hér yrði um eins konar málstofu að ræða þar sem annars vegar ráð er gert fyrr þátttöku allra. Mikilvægt er að vinnan í kringum framsöguna sé markviss og nýtist við lokaskýrsluna sem allir nemendur skila og er nákvæm greinagerð (ásamt heimildaskrá með skýringum) um rannsóknarspurningu, uppbyggingu og efnistök væntanlegrar meistararitgerðar. Nemendur halda jafnframt dagbók þar sem grein er gerð fyrir undirbúningslestrinum og hvernig þeir textar sem lesnir eru koma til með að nýtast við ritgerðarskrif. Námsmatið í námskeiðinu er dagbókarskýrsla (25%), fyrirlestur í tíma (25%) og lokaritgerð (50%).

X

Lokaverkefni (MFR441L)

Lokaverkefni

X

Rannsóknaseminar A: Það sem allir vita: Þekkingarinnviðir og félagslegt vald (MFR504M)

Í námskeiðinu verður fjallað þekkingu sem lykilatriði í menningarstríðum frjálslyndis, popúlisma, róttækni og valdboðshyggju. Fyrsti útgangspunktur námskeiðsins eru hugmyndir Lisu Herzog um borgaraþekkingu og vald markaðarins. Við berum greiningu hennar saman við hugmyndir ættaðar frá Claude Lefort og Oliver Marchart um antagónískt lýðræði og skoðum togstreituna á milli frjálslyndra og róttækra sjónarmiða: Frá frjálslyndu sjónarmiði eru almennt viðurkennd grunngildi nauðsynlegt skilyrði pólitísks samfélags en frá róttæku sjónarmiði uppspretta alræðis. Í skilningi frjálslyndis er það hins vegar hinn róttæki sem stuðlar að einræði með því að troða umdeilanlegum gildum upp á alla. Togstreitan afhjúpar umdeilanlegt samband þekkingar og valds: hvort þekking sé birtingarmynd yfirráða eða grundvöllur frelsis og lýðræðis.

X

Rannsóknaseminar B: Bóhemmenning (MFR503F)

Fjallað verður um menningarvettvang bóhemíunnar og sjónum beint að goðsögulegum ímyndum bóhemsins. Við sögu koma iðjuleysingjar og vinnuþjarkar, aristókratar og utangarðsmenn, nautnaseggir og meinlætamenn, drykkjusvolar og bindindismenn, misskildir snillingar og ónytjungar. Það sem helst tengir ólíkar ímyndir bóhemsins er staðan á útmörkum borgaralegrar menningar og í námskeiðinu verður leitast við að skilja virkni bóhemíunnar sem vettvangs slíkrar gagnmenningar. Megináhersla verður á birtingarmyndir bóhemsins í evrópskum nútímabókmenntum, en einnig verður horft til kvikmynda, myndlistar, auglýsinga og annarra menningarafurða frá miðri nítjándu öld til samtímans.

X

Umhverfisskipulag og lýðræðisleg þátttaka (MFR505M)

Námskeiðið er byggt á samstarfi við evrópska rannsóknaverkefnið PHOENIX og veitir litlum hópi nemenda tækifæri til beinnar þátttöku í lýðræðislegu samráði um endurheimt vistkerfa á hálendi Íslands. Nemendum úr Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands gefst kostur á að skrá sig í námskeiðið sem fer fram á fimm vikum á haustmisseri, 30. september til 1. nóvember.  Í námskeiðinu takast nemendur á við það verkefni að móta tillögur um grundvallarviðmið stjórnvalda um hvernig haga skuli stefnumótun um uppgræðslu og gróðurvernd á hálendinu þar sem spurningar um endurheimt vistkerfa eru í forgrunni. Hópurinn hittir leiðbeinendur þrisvar sinnum og fær aðgang að viðtölum við sérfræðinga sem munu kynna niðurstöður ólíkra rannsókna á jarðvegi, gróðri, beit og annarri nýtingu hálendisins. Nemendur fá einnig innsýn inn í margvísleg viðhorf um uppgræðslu lands sem tekist hefur verið á um hér á landi. Skipulögð verður ein vettvangsferð á tímabilinu en námskeiðinu lýkur með rökræðufundi þar sem nemendur fá það sameiginlega verkefni að móta tillögur til stjórnvalda.  Miðað er við aðferðafræði svokallaðs borgarakviðdóms (e. Citizen jury) sem á sér nokkra sögu í lýðræðislegum samráðsferlum (e. Public consultation, democratic engagement). Borgarakviðdómur hefur þó ekki komið við sögu í lýðræðislegri stefnumótun hér á landi áður. Námsmat byggir á vinnudagbókum sem nemendur halda á meðan á námskeiðinu stendur, þátttöku í fundum og samræðum hópsins og aðild að tillögugerð í lok námskeiðs.

Skipulag (með fyrirvara um breytingar)

  • Fyrsti fundur með leiðbeinendum, efni og yfirferð kynnt (fjarfundur)
  1. september, kl. 15.00 til 16.30
  • Nemendur kynna sér lesefni og upptökur á canvas til undirbúnings umræðum
  1. september til 11. október
  • Annar fundur með leiðbeinendum (fjarfundur)
  1. október, kl. 15.00 til 16.30
  • Nemendur kynna sér lesefni og upptökur á canvas til undirbúnings umræðum
  1. til 21. október
  • Þriðji fundur með leiðbeinendum (vettvangsferð)
  1. október, heill dagur
  • Rökræðufundur (staðsetning ákveðin síðar)
  1. október, heill dagur
X

Rannsóknarverkefni A (MFR004F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri.

X

Rannsóknarverkefni B (MFR006F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri.

X

Lokaverkefni (MFR441L)

Lokaverkefni

X

Rannsóknasemínar D: Ísland í hljóði og myndum. Ímyndir Íslands í dægurtónlist, kvikmyndum og sjónvarpsefni 1975-2025 (MFR603F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru ímyndir Íslands og ímyndarsköpun eins og þau birtast í vinsælum menningarafurðum samtímans, þ.e. dægurtónlist, kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Í námskeiðinu verður könnuð sú hugmynd að slíkar ímyndir séu búnar til, þeim viðhaldið og þær iðkaðar í hverjum samtíma. Framsetning og iðkun ímynda Íslands og Norðursins verða jafnframt sett í samhengi sögulegra rannsókna á sviði ímyndarfræða (imagology). Þannig eru nemendur hvattir til gagnrýninnar skoðunar og markvissrar greiningar á því hvernig ímyndir lands og þjóðar eru skapaðar, mótaðar og iðkaðar í virku samspili innri og ytri áhrifa.

X

Rannsóknasemínar C: Fear, like and subscribe: Internet Moral panics and reactionary backlash (MFR602M)

Siðfár eru menningarbundnar frásagnir sem hafa smogið inn í og haft áhrif á vestræn stjórnmál áratugum saman. Vestrænt fjölmiðlalandslag hefur löngum verið gegnsýrt af siðfárum, allt frá svokölluðum „Satanic Panic“ og „Stranger Danger“ til mansals með börn og kynsegin íþróttafólks. Þessar meintu ógnir eru ýmist ýktar eða ekki fyrir hendi og bera í mörgum tilvikum vott um undirliggjandi samfélagslegan kvíða sem er varpað yfir á minnihlutahópa. Þessu námskeiði er ætlað að vera kynning á helstu siðfárum sem hafa mótað Vesturlönd og þeim aðferðafræðilegu nálgunum sem er beitt til að bera kennsl á og greina þau. Í námskeiðinu verður fjallað um hlutverk Internetsins þegar kemur að dreifingu og tilurð yfirstandandi siðfára, með sérstakri áherslu á samtímasiðfár á borð við slaufunarmenningu og íhaldsbakslagið gegn #MeToo-hreyfingunni, og það hvernig þessar frásagnir rata inn í meginstraumsfjölmiðla og – stjórnmál.

X

Rannsóknarverkefni A (MFR004F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri.

X

Rannsóknarverkefni B (MFR006F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri.

X

Kynusli í myndlist (LIS429M)

Í námskeiðinu eru myndlistarverk skoðuð í kynlegu ljósi og fjallað um kenningalegan grundvöll kynjafræða og þverfaglegt inntak þeirra. Leitast er við að greina hvernig hugmyndir um kyngervi hafa áhrif á listsköpun jafnt sem umræðu og skrif um myndlist. Birtingarform og merking kyngervis í tungumáli, samfélagi og menningu eru einnig greind með áherslu á staðalímyndir og/eða uppbrot þeirra í afstöðu og verkum listamanna. Stuðst er við hugmyndir femínista og hinsegin fræða til að afhjúpa áhrif kyngervis í verkum sumra listamanna sem hliðra staðalímyndum kven- og karlleika og skapa usla í ríkjandi orðræðu og kynjakerfi Vesturlanda. Einnig er fjallað um listheiminn út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kynntar rannsóknir á margbreytilegum birtingarmyndum kynjamisréttis í samtímanum.

X

Nútíma listskemmtanir frá 1790 til samtíma (LIS511M)

Nútíma listskemmtanir hófust í evrópskum stórborgum á 18. öld. Þær byggja á mörgum listformum svo sem landslagsmálverki, sviðsverkum, borgarlýsingu, karnivali og náttúruvísindasýningum. Tilgangur þeirra er oftast að umbreyta goðsagnakenndri fortíð í lifandi myndir samkvæmt væntingum nútímaáhorfenda. Í námskeiðinu, sem kennt verður með málstofusniði, verða hin ýmsu tækniform skemmtana könnuð. Þar á meðal töfraluktin, „panorama“ og „cosmorama“. Einnig verða vinsældir náttúruvísindalegra og mannfræðilegra „dioramas“ kannaðar með dæmum frá nýlendusýningunni í París 1931 og sýningum í American Museum of Natural History. Innsetningarlist 20. aldarinnar verður greind frá verkinu Étant donnés eftir Marcel Duchamp til samtímaverka Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Richard Barnes, Kent Monkman, Dominique Gonzalez-Foerster, og fl.. Verkin verða skoðuð frá sjónarhorni lista og listfræða og gagnrýni listafólksins sett í samhengi við þrjú meginþemu: nýlendustefnu, gyðingahatur og kynþáttahatur ásamt evrópskum hugmyndum um sjálfsmyndir, annarleika og sögu. Tímalínan hefst í París, en síðan verða rædd ýmis dæmi frá öðrum evrópskum borgum auk Norður-Ameríku. Að lokum verður rannsakað hvernig listamenn, söfn og einkafyrirtæki nýta nú sýndarveruleika og gervigreind til að skapa alhliða upplifun fyrir pótmóderníska áhorfendur eins og birtist í hinni vinsælu sýningu Immersive Van Gogh.

Dore Bowen er gestakennari frá Duke University. Námskeiðið verður kennt aðeins einu sinni.

X

Málstofa: Minni, sjálf og frásögn (ABF060F)

Námskeiðið mun fjalla um þátt minnisins í menningu og fræðum frá lokum seinni heimsstyrjaldar til okkar daga. Litið verður til kenninga um minnið og sjálfið sem hafa sprottið upp úr rannsóknum á vitnisburðum af ýmsum toga, sjálfsævisögum og minnistextum. Þá verður litið á tengsl minnis, gleymsku, sjálfs og frásagnar með bókmenntatexta og fræði til hliðsjónar. Lesnir verða fræðitextar, bókmenntatextar og aðrir þættir í menningunni kannaðir. Kennsla fer fram í semínarformi.

X

Utanríkismál Íslands (ASK103F)

Fjallað verður um íslensk utanríkismál og utanríkisstefnu á tímabilinu 1940 til 2018. Gerð verður grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á utanríkisstefnunni og reynt að meta hvaða þættir stýra utanríkisstefnunni. Leitast verður við að svara spurningunni hvers vegna og til hvers Ísland taki virkari þátt í alþjóðasamstarfi. Einnig verður fjallað um hvernig þjóðernishyggja hér á landi og alþjóðlegir atburðir eins og stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafa sett mark sitt á utanríkisstefnuna. Greint verður hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við alþjóðavæðingunni, Evrópusamrunanum, auknu hlutverki alþjóðastofnana, stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum, endalokum kalda stríðsins og yfirstandandi efnahags- og fjármálakreppu. Fjallað verður um tvíhliða samskipti Ísland við nágrannaríkin og aukna þátttöku Íslands í starfi alþjóðastofnana. Til dæmis verður farið yfir samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin og þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna. Einnig verður fjallað um stofnun og störf Íslensku friðargæslunnar sem og aukna áherslu stjórnvalda á störf að þróunarmálum og mannréttindamálum. Kastljósinu verður beint að þeim áskorunum sem smáríki eins og Ísland standa frammi fyrir og þeim tækifærum sem þeim standa til boða í alþjóðasamfélaginu. Notast verður við kenningar í alþjóðastjórnmálum og smáríkjafræðum til að greina og skýra utanríkisstefnu Íslands. Rætt verður um hvort íslenskir ráðamenn trúi því í vaxandi mæli að Ísland hafi hæfni og getu til að láta til sín taka innan alþjóðastofnana og hafi skyldum að gegna í alþjóðasamfélaginu.

X

Menningartengd ferðaþjónusta (FER110F)

Í námskeiðinu verður hugað að þýðingu og skilgreiningu hugtaksins menningar í menningartengdri ferðaþjónustu með sérstöku tilliti til framsetningar og miðlunar ímynda og menningar á mismunandi vettvangi. Velt verður upp pólitískum og siðferðilegum spurningum hvað varðar söfnun, framsetningu og miðlun menningar í mismunandi samhengi og á mismunandi vettvangi, erlendis og hérlendis. Einnig verða skoðuð tengsl ferðaþjónustu við skapandi greinar. Spurningum varðandi eignarhald á menningararfleifð verða íhugaðar svo og í höndum hvers það að skapa menningararfleifð er.

X

Þrettán hlutir (FOR701M)

Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion.  The course will be taught in english.

X

Skóli margbreytileikans og hið óvenjulega samfélag (INT002M)

Námskeiðið er inngangsnámskeið um inngildandi menntun og skóla án aðgreiningar. Söguleg dæmi um sérkennslu eru skoðuð og sett í samhengi við kenningar og sjónarmið frá fötlunarfræði, hugtök um brennimerkingu og öðrun, lýðræði og félagslegt réttlæti. Námskeiðið veitir nemendum skilning á því hvernig vinna má með margbreytilegum hópum í námi og kennslu, og hvernig kennarar og skólar geta unnið með nemendum sem hafa sérstakar þarfir og fjölskyldum þeirra í almennum skólum.

X

List og samfélag í samtíma (LIS701F)

List hefur í sögulegu tilliti verið sá þáttur samfélagsins þar sem nýjungar og framsýni hefur verið í mestum metum. Þetta frumkvæði listar hefur þó ætíð byggt á sögulegum forsendum — þess sem á undan kemur. Í þessu samhengi eru listamenn samtímans stöðugt að endurnýja fyrri forsendur sínar. Á sama tíma eru listheimar samtímans í eðli sínu margbrotnir — þar á sér stað sífellt meiri skörun ólíkra miðla og áhrifa, þar sem listamenn vinna á grundvelli fræðilegra forsendna, félagslegra forsendna og með tilliti til stjórnmála og efnahagsmála. Menningarlegar aðstæður breytast einnig ört í samtíðinni, fyrir tilstilli tækniþróunar, byggðaþéttingar, heimsvæðingar og náttúruvár, auk óvissu á sviði stjórnmála. Þetta leiðir til þess að eðli listastarfsins tekur sífellt meiri breytingum. Vegna þessa er mikilvægt að leggja stöðugt nýjan grunn að túlkun listarinnar og virkni hennar í samfélaginu, þar sem nýjar hugmyndir og skilgreiningar, á við ‚mannöld‘ og ‚síð-mennsku‘, gagnast til aukins skilnings á stöðu listar í samfélagi manna. Í námskeiðinu eru listfræðilegar forsendur samtíðarinnar teknar til endurskoðunar og listvettvangurinn — sagan og samtíðin — kannaður með hliðsjón af samspili listar við ólíkar greinar: sagnfræði, heimspeki, bókmenntir, fjölmiðla- og kvikmyndafræði, mannfræði, stjórnmálafræði, landafræði, félagsfræði.

X

Hnattvæðing (MAN095F)

Í námskeiðinu verða skoðaðar nýlegar kenningar og rannsóknir sem tengjast hnattvæðingu og hnattrænum ferlum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir mikilvæg þemu sem tengjast hnattvæðingarferlum.  Skoðaðar verða rannsóknir sem varpa ljósi á ólíkar hliðar hnattvæðingar og afleiðingar fyrir félagslegan, efnislegan og pólitískan veruleika. Í námskeiðinu er bæði fjallað á gagnrýnin hátt um fyrrnefnd hugtök en einnig lögð áhersla á að skoða rannsóknir á hvernig fólk er þátttakendur/þolendur/gerendur í hnattvæðingarferlum.

Kennslan felst í fyrirlestrum og umræðum. 

Námskeiðið er kennt á ensku, en hægt er að skila inn verkefnum á íslensku.

X

The Arctic Circle (UAU018M)

Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.

Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:

  • Bráðnun íss og öfgakennd veður
  • Hlutverk og réttur innfæddra
  • Öryggismál á norðurslóðum
  • Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
  • Byggðaþróun
  • Innviðir flutningakerfa
  • Orkumál
  • Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
  • Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
  • Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
  • Vísindi og þekking frumbyggja
  • Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
  • Vistkerfi og haffræði
  • Sjálfbær þróun
  • Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
  • Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
  • Auðlindir á norðuslóðum
  • Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
  • Úthöfin á norðurslóðum
  • Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
  • Jarðfræði og jöklafræði
  • Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
  • Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya

Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.

Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.

Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti. 

X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)

Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.

Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir.  Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim.  Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma.  Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.

Markmið

Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar. 

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ107F)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Menningararfur (ÞJÓ506M)

Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði. 

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.

X

Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)

Námskeiðið er að jafnaði kennt annaðhvert ár og er næst á dagskrá á vormisseri 2026.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.

X

Skapandi heimildamyndir (HMM220F)

Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.

Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.

Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.

Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.

Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.

Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.

Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Listgagnrýni og sýningarstjórn (LIS805F)

Í námskeiðinu er lagður grundvöllur að virku starfi sýningarstjóra fyrir hagnýt störf á myndlistar- og safnavettvangi. Unnið er á þverfaglegan og gagnrýnin hátt með hugtök og kenningar sem snúa að starfi sýningarstjóra á vettvangi samtímalistar. Í námskeiðinu vinna nemendur í teymum og setja upp sýningu í samstarfi við myndlistarnema eða myndlistarmenn. Nemendur koma til með að beita þekkingu og aðferðum í verki, vinna að undirbúningi, hönnun, textaskrifum og gerð kynningarefnis í tengslum við sýningarhaldið. Námskeiðið er að hluta til unnið í samvinnu við meistaranám í myndlist í LHÍ, auk þess sem nemendur eiga þess kost að eiga í samstarfi við Listasafn Háskóla Íslands og önnur viðurkennd listasöfn.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Alþýðumenning og fagurfræði hversdagsins (ÞJÓ212F)

Námskeiðið er næst kennt á haustmisseri 2025.

Í námskeiðinu rannsökum við sjónarhorn þjóðfræðinnar á menningu og samfélag með sérstakri áherslu á daglegt líf og daglegt brauð - það sem kalla mætti prósa heimsins. Við tökum sögu þjóðfræðinnar til skoðunar með gagnrýnu hugarfari og setjum í samhengi við sögu grannfaganna og við könnum í sameiningu strauma og stefnur við upphaf 21. aldar. Þá förum við í saumana á helstu hugtökum, þ.á m. menningarmun og margbreytileika, þjóðerni, kyngervi, alþýðu, hefð, hópi, höfundi, hnattvæðingu, fjölhyggju, elleftu stundinni, menningarlegu forræði, menningararfi og eignarhaldi á menningu.

Markmiðið er að skilja hvernig mennirnir skapa hversdaginn og fylla daglegt umhverfi sitt merkingu, hvernig þeir móta líf sitt við aðstæður sem þeir hafa ekki sjálfir kosið sér, hvort heldur sem er í bændasamfélagi fyrri tíðar eða borgarsamfélagi 21. aldarinnar. Námskeiðið er ætlað meistaranemum, en er einnig opið nemendum á þriðja ári í BA-námi.

Markmið:

Í lok námskeiðsins er ætlast til að nemandinn:

  • Hafi lesið ýmis grundvallarrit í þjóðfræði
  • Kunni skil á straumum og stefnum á 20. og 21. öld
  • Þekki þær breytingar sem fagið hefur gengið í gegnum og þá sjálfsgagnrýnu umræðu sem fer nú fram innan fagsins
  • Hafi vald á lykilhugtökum í greiningu á alþýðumenningu og fagurfræði hversdagsins
  • Geti rökrætt um menningu hópa og menningarmun með tilvísun til kenninga og fræðilegra hugtaka

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum.

X

Nýjar raddir í þýðingafræði (ÞÝÐ029F)

Ath.: Þetta námskeið er vanalega kennt á vormisseri en 2025 verður það í boði á vor- og haustmisseri. Svo verður það aftur á kennsluskrá á vormisseri 2027.

Á undanförnum áratugum hefur ný orðræða haslað sér völl innan þýðingafræði. Félagsfræðileg og menningarfræðileg viðhorf skipta meira máli en áður. Athyglin beinist þannig að hlutverki þýðinga í hinum hnattvædda heimi, einkum í fjölmála samfélögum og jafnvel á átaka- og hættusvæðum. Starfsemi félaga- og andspyrnuhreyfinga fer oftar en ekki fram á sviði þýðinga. Feminísk þýðingafræði er sterk og blómstrandi grein fagsins.

Rannsóknir beinast einnig að hlutverki þýðenda, starfsumhverfi þeirra og samstarfi við aðra aðila í þýðingarferlinu. Þannig eru t.d. hliðartextar rannsakaðir sem þýðendur semja eða gögn í einkaskjalasöfnum þeirra athuguð. Ekki má gleyma að ný þýðingartækni breytir starfi þýðenda en getur einnig haft mótandi áhrif á textagerð og þróun tungumála.

Í málstofunni kynnast nemendur nýjum rannsóknum í þýðingafræði.

Nemendur flytja erindi í tíma, þeir geta valið að skrifa fræðilega ritgerð, stunda þýðingarýni eða þýða texta að eigin vali. Málstofan er vettvangur akademískrar samvinnu nemenda og kennara þar sem virk þátttaka, gagnrýnin hugsun og opinská skoðanaskipti eru í fyrirrúmi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.