Rafmagns- og tölvuverkfræði


Rafmagns- og tölvuverkfræði
MS – 120 einingar
Tveggja ára framhaldsnám við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild. Að loknu meistaraprófi geta nemendur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra til að geta kallað sig verkfræðinga.
Miðað er við að nemendur hafi lokið BS-námi í verkfræðigrein en nemendur af skyldum sviðum geta fengið inngöngu að fullnægðum tilteknum forkröfum.
Skipulag náms
- Haust
- Endurnýjanleg orka: inngangur
- Lokaverkefni
- Valið efni í rafmagns- og tölvuverkfræðiV
- Læknisfræðileg myndgreiningarkerfiV
- Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynningV
- Vor
- Lokaverkefni
- Línuleg kerfiV
- Raforkumarkaðir og raforkuhagfræðiVE
- Línuleg kerfiV
- Róbótar og tölvusjónV
- Vísindi og nýsköpun í heilbrigðistækniV
- Valið efni í rafmagns- og tölvuverkfræðiV
Endurnýjanleg orka: inngangur (UAU111F)
Þróun í átt til sjálfbærari orkukerfa, byggir á aukinni notkun umhverfisvænni og endurnýanlegri orku. Í þessu inngangsnámskeiði verður: i) gefin yfirsýn yfir sögu orkunotkunar í heiminum allt til stöðu orkumála í dag. Að auki verður gefin innsýn inn í framtíðarspár Alþjóða Orkumálastofnunarinnar (IEA) með áherslu á sýn þeirra á endurnýjanlega orku og sjálfbærni ii) gefin yfirsýn yfir hefðbundnda og óhefðbundna orkugjafa svo sem vatnsorku, jarðvarma, sjávarföll, sólarorku og vindorku auk lífmassa með áherslu á verkfræðilegar nálganir og eðli þessarra orkugjafa iii) gefin innsýn í rafmagnsframleiðslu iv) gefið yfirlit yfiir umhverfisáhrif orkuvinnslu og orkunotkunar v) gefin yfirsýn yfir stefnumótun í orkumálum með sjálfbærni að leiðarljósi, auk annarrar stefnumótunar svo sem í loftslagsmálum.
Námskeiðið er samsett af vettvangsferðum og fyrirlestrum.
Námskeiðið er eingöngu fyrir nemendur í kjörsviðinu: Endurnýjanleg orka.
Lokaverkefni (ROT441L)
- Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar.
- Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn (prófi).
- Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
- Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt.
- Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi.
- Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt.
- Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi.
- Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
Hæfniviðmið:
Að MS-ritgerð lokinni á nemandi að geta:
- Mótað verkfræðilegt hönnunarverkefni/rannsóknarspurningu
- Greint og leyst verkfræðileg verkefni á sérhæfðu sviði.
- Framkvæmt vandaða heimildaöflun og heimildarýni.
- Sýnt frumkvæði og sjálfstæða skapandi hugsun.
- Nýtt hefðbundnar aðferðir til þess að svara tiltekinni rannsóknarspurningu
- Dregið saman þekkingu á fræðasviðinu og unnið rannsókn sem felur í sér framlag til þess
- Unnið úr niðurstöðum, greint óvissuþætti og takmarkanir og túlkað niðurstöður.
- Metið umfang rannsóknarefnis og skipulagt vinnu sína í samræmi við það
- Sett fram rannsóknaniðurstöður, rökstutt þær og tengt við stöðu þekkingarinnar á fræðasviðinu
Valið efni í rafmagns- og tölvuverkfræði (RAF054F)
Fyrirlestrar um valið efni í rannsóknum og þróun í rafmagns- og tölvuverkfræði. Umfjöllunarefni er breytilegt milli ára.
Læknisfræðileg myndgreiningarkerfi (RAF507M)
Kynning á grundvallaratriðum læknisfræðilegra myndgreiningartækja frá merkjafræðilegu sjónarhorni. Farið verður yfir tækjabúnaðinn, eðlisfræðina og merkjafræðina sem notuð er í röntgen, tölvusneiðmynd, geislamyndgerð (þ.e. SPECT og PET), sónar og segulómun (MRI). Aðaláhersla verður lögð á fræðin hvernig myndir verða til í þessum tækjum, hvaða merki frá líkamanum er verið að mæla og hvernig merkið/mælingin er notuð til að búa til mynd. Auk þess verður fjallað um gæði myndanna í hverju tæki, þ. á m. upplausn, skerpu, SNR og bjögun.
Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)
Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.
Lokaverkefni (ROT441L)
- Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar.
- Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn (prófi).
- Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
- Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt.
- Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi.
- Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt.
- Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi.
- Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
Hæfniviðmið:
Að MS-ritgerð lokinni á nemandi að geta:
- Mótað verkfræðilegt hönnunarverkefni/rannsóknarspurningu
- Greint og leyst verkfræðileg verkefni á sérhæfðu sviði.
- Framkvæmt vandaða heimildaöflun og heimildarýni.
- Sýnt frumkvæði og sjálfstæða skapandi hugsun.
- Nýtt hefðbundnar aðferðir til þess að svara tiltekinni rannsóknarspurningu
- Dregið saman þekkingu á fræðasviðinu og unnið rannsókn sem felur í sér framlag til þess
- Unnið úr niðurstöðum, greint óvissuþætti og takmarkanir og túlkað niðurstöður.
- Metið umfang rannsóknarefnis og skipulagt vinnu sína í samræmi við það
- Sett fram rannsóknaniðurstöður, rökstutt þær og tengt við stöðu þekkingarinnar á fræðasviðinu
Línuleg kerfi (RAF602M)
- Stýringar fyrir erfið kerfi
- Hönnun ástandsafturverkandi stýringa
- Hönnun á aðfelluskoðurum
- Einsleitar varpanir yfir á sértæk ástandsform
- Stýranleiki og skoðanleiki
- Bestun (Linear Quadratic Regulator - LQR) - línulegar kvaðratískar ástandsafturverkandi stýringar)
- Kalman síun (Kalman filtering)
- Ástandsafturverkandi stýringar og skoðarar á formi yfirfærslufalla, skertir skoðarar
- Truflanaskoðarar
- Framverkandi stýringar (FeedForward -FF) og stýringar byggðar á innra líkani (Internal Model Control - IMC)
- Stuðlajafnandi PID stýringar
- Stýringar byggðar á spálíkani (Model Prediction Control - MPC)
- Líkansauðkenning (System Identification)
Raforkumarkaðir og raforkuhagfræði (RAF610M)
Helstu gerðir orkuvera til vinnslu raforku. Stutt yfirlit yfir almennar klassískar bestunarðferðir. Klassískar aðferðir við bestun í raforkukerfum miðað við einkasöluform (Economic Dispatch, Unit Commitment, Optimal Load Flow, Optimal Hydrothermal Operation ofl). Hagkvæmasti rekstur vatnsaflskerfa til langs og skamms tíma. Grundvallaratriði kostnaðarhugtaka vegna rekstrar og uppbyggingar kerfa. Hagkvæmasta uppbygging virkjanakerfi. Kostnaðarföll, meðalkostnaður, jaðarkostnaður og nokkur grunnhugtök rekstrarhagfræði. Yfirlit yfir markaðsvæðingu og áhrif hennar á raforkugeirann í heildsölu og smásölu. Verðteygni og hagfræðileg og verkfræðileg sjónarmið um orkunotkun og álag. Uppbygging raforkumarkaða, raforkupotta og tvíhliða samningar. Markaðsráðandi staða og samkeppni í raforkuvinnslu. Hámörkun ágóða samkeppnisaðila, samanburður við einkasöluform með og án flutningstakamarkana og orkutapa. Dæmi um útfærslu í litlum kerfum og útvíkkun fyrir stór kerfi. Raforkuflutningur, og valkostir við verðlagningu hans. Raforkudreifing og mælingar í markaðsvæddu kerfi. Punktverðlagning orku og rauntímaverðlagning. Samantekt um stöðu og líklega þróun markaðsvæðingar og útfærslu í mismunandi kerfum, löndum og heimshlutum.
Línuleg kerfi (RAF602M)
- Stýringar fyrir erfið kerfi
- Hönnun ástandsafturverkandi stýringa
- Hönnun á aðfelluskoðurum
- Einsleitar varpanir yfir á sértæk ástandsform
- Stýranleiki og skoðanleiki
- Bestun (Linear Quadratic Regulator - LQR) - línulegar kvaðratískar ástandsafturverkandi stýringar)
- Kalman síun (Kalman filtering)
- Ástandsafturverkandi stýringar og skoðarar á formi yfirfærslufalla, skertir skoðarar
- Truflanaskoðarar
- Framverkandi stýringar (FeedForward -FF) og stýringar byggðar á innra líkani (Internal Model Control - IMC)
- Stuðlajafnandi PID stýringar
- Stýringar byggðar á spálíkani (Model Prediction Control - MPC)
- Líkansauðkenning (System Identification)
Róbótar og tölvusjón (RAF614M)
Stærðfræðileg undirstaða hnitakerfa og varpana. Hreyfifræði (kinematics), framvirkar og bakvirkar lausnir. Greining og stýring hraða hreyfinga. Hreyfiferlar í þrívíðu rúmi og brúun milli forritaðra punkta á hreyfiferlum. Notkun tölvusjónar, skynjara og endatóla með róbótum. Stýring og forritun róbóta. Æfingar og hermanir.
Vísindi og nýsköpun í heilbrigðistækni (RAF615M)
Í námskeiðinu kynnast nemendur hagnýtingu á rafmagns- og tölvuverkfræði í læknisfræði og heilbrigðistækni. Fengnir verða gestafyrirlesarar úr fyrirtækjum landsins, sem sérhæfa sig í notkun rafmagns- og tölvuverkfræði við lausn vandamála á sviði læknisfræði og heilbrigðistækni. Nemendur fá þannig að kynnast þróun og nýsköpun, sem er í fararbroddi á sviðinu. Fjallað verður m.a. um merkjafræði og myndgreiningu í læknisfræði og erfðafræði, merkjafræði og skynjara m.a. í tengslum við svefn og merki taugakerfisins, stoðtækni, gervigreind, o.fl. Að lokum fá nemendur tækifæri til að þróa og vinna að eigin rannsóknarhugmynd þar sem verkfræðilausnum er beitt til að leysa læknisfræðileg vandamál. Í gegnum verkefnið fá nemendur að kynnast skrifum og kynningu rannsóknaáætlana og styrkumsókna, sem snúa að rannsóknum bæði í iðnaði og háskólum.
Valið efni í rafmagns- og tölvuverkfræði (RAF055F)
Fyrirlestrar um valið efni í rannsóknum og þróun í rafmagns- og tölvuverkfræði. Umfjöllunarefni er breytilegt milli ára.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.