Skip to main content

Sálfræði, hagnýt sálfræði

Sálfræði, hagnýt sálfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Hagnýt sálfræði

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám í hagnýtri sálfræði er nátengt atvinnulífinu og er boðið upp á starfsnám sem tengist viðfangsefni hvers kjörsviðs fyrir sig. Nemendur hafa val á milli þriggja kjörsviða, klínískrar sálfræði, megindlegrar sálfræði og félagslegrar sálfræði. 

MS próf í hagnýtri sálfræði veitir sterkan grunn undir doktorsnám.

Skipulag náms

X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur I (SÁL138F)

Fjallað verður um helstu líkön sem notuð eru til að vinna með undirliggjandi breytur í sálfræðilegum mælingum. Í fyrra námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur I) verður unnið með staðfestandi þáttagreiningalíkön (confirmatory factor models) og formgerðarlíkön (ýmist þekkt sem structural equation models eða path model á ensku). Fjallað verður um forsendur líkananna, úrvinnsluaðferðir, túlkun niðurstaðna og leiðir til að vinna með gögn af ólíku tagi. Í síðara námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur II) verður byrjað á að kynna aðferðir til að vinna með gögn þar sem mældar breytur eru flokkabreytur og þaðan farið yfir í náskyld líkön, svarferlalíkön (item response theory). Unnið verður með líkön fyrir tvíkosta gögn og algengustu líkön fyrir fjölkostagögn kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins verða viðfangsefnin líkön fyrir langtímagögn sem nýta undirliggjandi breytur, þroskalíkön, (latent growth models), krosstengslalíkön (cross-lagged product models), og líkön fyrir þéttmælingagögn (Intensive longitudinal methods, einnig þekkt sem Daily-diary data, Ambulatory assessment eða Ecological-momentary data). Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun í að greina gögn með þessum líkönum með verkefnum auk þess sem fjallað verðu um fræðilegan grunn líkana.

X

Gerð sjálfsmatskvarða (SÁL139F)

Í þessu námskeiði er fjallað um gerð sjálfsmatskvarða. Kynntar verða fræðilegar undirstöður slíkra mælinga eins og klassíska raungildiskenningu (classical true score theory). Megináherslan verður á hagnýta þjálfun í gerð slíkra mælitækja, álitamál sem rannsakendur standa gjarnan frammi fyrir við gerð þeirra og lausnir á þeim ræddar.

X

Samfélag og heilsa (SÁL146F)

Í námskeiðinu er farið í saumana á ólíkum kenningum félagslegrar sálfræði og mögulegri hagnýtingu þeirra á sviðum samfélags, umhverfis- og heilbrigðismála. Til dæmis verður fjallað um samfélagslega mikilvæg málefni svo sem félagslega stöðu, mismunun og fordóma, ójöfnuð, fjölmenningu, öldrun, áföll, loftslagsbreytingar og margt fleira. Nemendur munu öðlast innsýn í það hvernig hagnýta má niðurstöður sálfræðirannsókna í stefnumörkun og forvörnum.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði (UAU102F)

Hin öra fjölgun mannkynsins og umsvifin sem henni fylgja hafa á undanförnum áratugum haft gríðarleg og sívaxandi áhrif á náttúruauðlindir og umhverfi. Til þess að skilja þessi áhrif og og geta valið réttu leiðirnar til að takast á við þau, þarf að beita þverfræðilegum aðferðum, þar sem gripið er jöfnum höndum til náttúrufræði, félagsfræði, hagfræði,verkfræði og fleiri greina. Áður en nemendur læra um þverfræðilegar aðferðir til að nálgast aðsteðjandi vanda, þurfa þeir að átta sig á því í hverju vandinn er fólginn en það er einmitt markmið þessa námskeiðs. Fjallað verður um umhverfi og auðlindir almennt með áherslu á gildi þeirra fyrir mannkynið og helstu orsakir umhverfisvandamála og þýðingu þeirra bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Einkum verður farið yfir eftirtalda efnisflokka: Fólksfjölgun, tækni og hagvöxt. Líffræðilega fjölbreytni og útrýmingu tegunda. Jarðveg og jarðvegseyðingu. Landbúnað og umhverfisáhrif. Mengun og heilsu . Loftmengun, vatnsmengun og jarðvegsmengun. Helstu mengunarvalda í andrúmslofti og áhrif þeirra. Eyðingu ósonlagsins og loftslagsbreytingar. Sorp og spilliefni. Ferskvatnsauðlindir. Auðlindir sjávar. Auðlindir skóga og votlendis. Orkuauðlindir. Orkunýtingu og umhverfisáhrif.

X

Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling (LÝÐ104F)

Stærstu áhættuþættir ótímabærra dauðsfalla svo sem hár blóðþrýstingur, tóbaksnotkun, yfirþyngd og hreyfingarleysi valda um 22 milljónum dauðsfalla árlega á heimsvísu. Bæta mætti allt að 5 árum við meðalaldur jarðarbúa með því að draga hóflega úr algengi átta algengstu áhættuþáttanna. Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir þetta viðfangsefni og skiptast áherslur í nokkra meginþætti:

1. Áhrifavaldar heilbrigðis: Hvaða þættir hafa mest áhrif á heilsu og heilbrigði?

2. Aðferðafræði:

a) Hvernig skipuleggjum við forvarnar- og heilsueflingarverkefni?

b) Hvar er hagkvæmast að byrja? Hagfræðileg greining á inngripum.

c) Hvernig höfum við jákvæð áhrif á atferli einstaklinga? Líkön í atferlisfræði, áhugahvetjandi samtöl, atferlishagfræði, samskiptafræði og félagsleg markaðsfærsla.

d) Hvernig höfum við áhrif á ,,kerfið”? Hagsmunagæsla (lobbyismi), bréfaskrif til þingmanna, umfjöllun í fjölmiðlum.

3. Nánari umfjöllun um helstu viðfangsefni: háþrýsingur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdomar, næring og mataræði, ofþyngd og offita, hreyfing, tóbaksvarnir, krabbamein, áfengi og vímuefni, slysavarnir, umhverfi og atvinna, geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, kynheilbrigði og sjálfsmynd, sértækar lausnir fyrir börn og unglinga.

Framsetning: Fyrirlestrar umsjónarkennara og valinna gestafyrirlesara sem eru meðal fremstu sérfræðinga þjóðarinnar á sínu sviði. Lagt verður upp úr umræðum, virkni og þátttöku nemenda í tímum. Einnig vinna nemendur hópverkefni þar sem þeir kynna sér til hlítar valinn áhættuþátt og gefa tillögur að úrbótum.

X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur II (SÁL239F)

Í þessu námskeiði er byggt ofan á þekkingu um mælilíkön sem kennd var á 1. misseri. Í námskeiðinu verður fjallað um einföld og flóknari formgerðarlíkön og aðrar aðferðir sem notaðar eru til þess að kanna sambönd milli undirliggjandi þátta. Nemendur munu öðlast verklega þjálfun í að beita líkönum til að prófa tengsl þátta í þversniðsgögnum, langtímagögnum og margþrepagögnum. Lögð verður rík áherlsa á að nemendur geti túlkað og greint frá niðurstöðum slíkra prófana.

X

Hagnýt félagssálfræði (SÁL240F)

Námskeiðið fjallar um hvernig nýta má kenningar, lögmál, aðferðir og niðurstöður rannsókna félagssálfræðinnar til að skilja og leysa raunveruleg samfélagsvandamál og viðfangsefni. Fjallað verður um heilsu- og fræðsluherferðir (social marketing), umhverfissálfræði, þvermenningarlega sálfræði (cross-cultural), hóphegðun, fordóma, ranghugmyndir og hugsanavillur um hagrænar stærðir, auglýsingar og neysluhegðun, fjármál og ályktunarvillur, svo dæmi séu tekin. Tilgangur námskeiðsins er ekki að kenna nemendum allt á þessum sviðum, heldur kynna þá fyrir ákveðnu sjónarhorni á samfélagsleg vandamál og hvernig er hægt að beita sálfræðilegri og vísindalegri þekkingu á þau. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og ýtt undir færni þeirra til að nýta þekkingu á félagssálfræði við þrautalausnir. Námsmat er fólgið í verkefnum þar sem praktísk vandamál eru tekin fyrir og leyst með kenningum og rannsóknarniðurstöðum félagssálfræði.

X

Starfsþjálfun (SÁL0BGF)

Nemendur ljúka starfsþjálfun á einum eða fleiri vinnustöðum undir handleiðslu sérfræðinga. Nemendur velja vinnustaði í samráði við kennara og eftir því hvað hentar þeirra kjörsviði. Gert er ráð fyrir að um takmarkað magn námsplássa sé að ræða.

Nemendur munu æfast í að beita sannreyndum aðferðum sálfræðinnar við lausn fjölbreyttra viðfangsefna.  Nemar kynnast eigin styrkleikum og veikleikum í starfi og vinna að þróun þekkingar sinnar og hæfni. Umsjónarmaður umstarfsnáms frá HÍ mun heimsækja nema á vettvangi, halda fundi með nemendum og veita nemendum ráðgjöf eftir þörf.

X

Starfsþjálfun (SÁL0BHF)

Nemendur ljúka starfsþjálfun á einum eða fleiri vinnustöðum undir handleiðslu sérfræðinga. Nemendur velja vinnustaði í samráði við kennara og eftir því hvað hentar þeirra kjörsviði. Gert er ráð fyrir að um takmarkað magn námsplássa sé að ræða.

Nemendur munu æfast í að beita sannreyndum aðferðum sálfræðinnar við lausn fjölbreyttra viðfangsefna.  Nemar kynnast eigin styrkleikum og veikleikum í starfi og vinna að þróun þekkingar sinnar og hæfni. Umsjónarmaður umstarfsnáms frá HÍ mun heimsækja nema á vettvangi, halda fundi með nemendum og veita nemendum ráðgjöf eftir þörf.

X

MS-ritgerð í hagnýtri sálfræði; Félagsleg sálfræði (SÁL428L)

MS-ritgerð í hagnýtri sálfræði; félagsleg sálfræði

X

Öldrunarfræði: Stefnumótun og þjónusta (ÖLD102F)

Markmið námskeiðsins er að kynna öldrunarfræði sem þverfaglega fræðigrein með aðaláherslu á félagslega öldrunarfræði. Hugmyndafræði fræðigreinarinnar, helstu rannsóknir og rannsóknaraðferðir verða kynntar. Fjallað verður um félagslega, sálræna og líffræðilega öldrun og áhrif þess að eldast á einstaklinga og umhverfi þeirra. Kynntar verða helstu kenningar öldrunarfræðinnar og fjallað um áhrif þeirra á stefnumótun í öldrunarþjónustu. Áhersla verður lögð á að dýpka þekkingu þátttakenda um málefni aldraðra með það að markmiði að gera þá hæfari til að vinna með öðrum starfsstéttum að velferðarmálum aldraðra.

Lotukennsla. Námskeiðið verður kennt í staðlotum. Skyldumæting er í staðlotur. 

X

Lýðheilsa: Vísindi, stjórnmál, forvarnir (LÝÐ101F)

Í námskeiðinu er farið yfir skilgreiningar, sögu, markmið, gildissvið, siðfræði og aðferðir lýðheilsuvísinda svo og íslensk- og alþjóðleg lög og sáttmála sem tengjast lýðheilsu. Nokkur áhersla er lögð á lýðheilsu og heilbrigðisvísa í alþjóðlegu samhengi en einnig á íslenska heilbrigðiskerfið, stjórnun og fjármögnun þess svo og samanburð við heilbrigðiskerfi annara þjóða. Ennfremur er farið yfir söfnun heilbrigðisupplýsinga á Íslandi sem á alþjóðavísu og nýtingu þeirra til rannsókna og stefnumótunar í heilbrigðismálum. Einnig er lögð áhersla á þau svið lýðheilsu sem eru á döfinni hverju sinni.

X

Afbrot og frávikshegðun (FÉL0A1F)

Í námskeiðinu verður farið ítarlega í helstu kenningar í afbrotafræði og félagsfræði frávika. Nemendur munu lesa rannsóknagreinar þar sem kenningarnar eru prófaðar, bæði á Íslandi og erlendis.

Fjallað verður um mismunandi brota- og efnisflokka í félags- og afbrotafræðilegu ljósi, t.d. kyn og afbrot, búferlaflutninga og afbrot.

Áhersla er lögð á nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir.   

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Almenn kynjafræði (KYN101F)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

Kennslufyrirkomulag: Námið byggir á vendikennslu sem þýðir að allir fyrirlestrar verða aðgengilegir á Canvas. Stað- og fjarnemar mæta vikulega í umræðutíma í háskólanum eða á Teams og netnemar taka vikulega þátt í umræðum á Canvas.

X

R forritun (MAS102M)

Í námskeiðinu munu nemendur framkvæma hefðbundnar tölfræðiaðferðir á raunverulegum gagnasöfnum. Áhersla verður lögð á fjölbreytu aðhvarfsgreiningu (e. multiple linear regression). Nemendur beita fáguðum aðferðum við myndræna framsetningu sem og sjálfvirka skýrslugerð. Námsmat verður í formi raunhæfra verkefna þar sem nemendur framkvæma ofangreind atriði á raunverulegum gagnasöfnum með það fyrir augum að svara rannsóknarspurningum.

X

R fyrir byrjendur (MAS103M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og munu nemendur læra að beita þeim tölfræðiaðferðum sem þeir þekkja í R. Farið verður í innlestur gagna, myndræna framsetningu, lýsandi tölfræði og hvernig algengustu tilgátupróf (t-próf, kí-kvaðratpróf o.s.frv) eru framkvæmd í R. Að auki verður nemendum kennt að nota knitr pakkann til að vinna skýrslur.

Námskeiðið er kennt á fimm vikum í þrjár kennslustundir á viku. Kennari heldur fyrirlestra og nemendur vinna verkefni.

X

Opinber stjórnsýsla (OSS111F)

Á þessu kynningar- og inngangsnámskeiði fá nemendur heildaryfirsýn yfir skipulag og þróun opinberrar stjórnsýslu. Fjallað er um megineinkenni opinberrar stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal grundvöll hennar og helstu mótunarþætti. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallarhugtök stjórnsýslufræðanna. Kynntar eru helstu kenningar um skipulagsheildir, valddreifingu og ákvörðunartöku í opinberri stjórnsýslu og lýst þróun stjórnsýslufræðinnar sem fræðigreinar. Athyglinni er sérstaklega beint að tengslum milli opinberrar stjórnsýslu og stjórnmála og áhrifum þeirra tengsla á uppbyggingu, starfshætti og stefnumótun. Áhersla er lögð á greiningu og skilning á því hvað skilur að einkarekstur annars vegar og opinberan rekstur og þjónustu hins vegar.

Athugið að námskeiðið er aðeins kennt með fjarnámssniði. 

2x40 mínútna fyrirlestrar sendir út á netinu og 1x40 mínútna fyrirspurnar- og umræðutími á netinu (Zoom-fundir) á viku.

X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.

Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.

X

Öldrunarfræði: Stefnumótun og þjónusta (ÖLD102F)

Markmið námskeiðsins er að kynna öldrunarfræði sem þverfaglega fræðigrein með aðaláherslu á félagslega öldrunarfræði. Hugmyndafræði fræðigreinarinnar, helstu rannsóknir og rannsóknaraðferðir verða kynntar. Fjallað verður um félagslega, sálræna og líffræðilega öldrun og áhrif þess að eldast á einstaklinga og umhverfi þeirra. Kynntar verða helstu kenningar öldrunarfræðinnar og fjallað um áhrif þeirra á stefnumótun í öldrunarþjónustu. Áhersla verður lögð á að dýpka þekkingu þátttakenda um málefni aldraðra með það að markmiði að gera þá hæfari til að vinna með öðrum starfsstéttum að velferðarmálum aldraðra.

Lotukennsla. Námskeiðið verður kennt í staðlotum. Skyldumæting er í staðlotur. 

X

Afbrigðasálfræði og hugræn atferlisfræði (LÝÐ005F)

Hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferð (HAM) kynnt og veitt fræðilega yfirsýn yfir grunnatriði kenninga um HAM, líkön, hugtakanotkun og aðferðir ásamt því að öðlast skilning á tengslum kenninga og meðferðar, einkum við þunglyndi, kvíða og álagi í daglegu lífi.

Námskeið veitir yfirsýn yfir um skilgreiningar og flokkun í sálmeinafræði, helstu meðferðarleiðir og árangur þeirra. Auk þess verður fjallað um skilgreiningar á heilsu og áhrifum hugarfars á heilsufar.

X

Heilsuhegðun og fæðuval – áhrifaþættir og mótun (ÍÞH036M)

Viðfangsefni námskeiðsins er heilsuhegðun í víðum skilningi. Fjallað verður um heilsuhegðun mismunandi aldurshópa og samband líffræðilegra þátta, heilsuhegðunar og félagslegra aðstæðna. Farið verður yfir hvernig hegðun einstaklinga, bjargráð og streita hafa áhrif á heilsufar. Hegðun í tengslum við fæðuval og neysluvenjur er sérstaklega skoðuð. Þá verður horft til þess hvernig má móta heilsusamlegar lífsvenjur frá æsku, svo sem hafa áhrif á fæðuval og vinna á matvendni. Samfélagsáhrif og þáttur fjölmiðla eru einnig könnuð. Námsefnið byggir á fræðbókum og vísindagreinum frá mismunandi áttum og ólíkum sviðum sem spanna viðfangsefnið og nálgast það á ólíkan hátt.
Námskeiðið er ætlað nemendum á efri stigum grunnnáms og á meistarastigi og er opið öllum.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

X

Áhrifaþættir öldrunar: Umhverfi, félagstengsl og heilsufar (ÖLD201F)

Markmið námskeiðsins er að dýpka þekkingu þátttakenda í öldrunarfræðum (gerontology) og öldrunarlækningum (geriatri). Fjallað verður um það hvernig umhverfi, félagsleg tengsl og heilsufar hafa áhrif á vellíðan aldraðra. Rætt verður um þjónustu við aldraða almennt og einnig hópa aldraðra með sérþarfir. Mismunandi kenningar öldrunarfræða verða til umræðu og hvernig þær hafa áhrif á viðhorf og þjónustu við aldraðra. Rannsóknir innlendar og erlendar á sviðinu verða kynntar svo og rannsóknaraðferðir öldrunarfræðinnar. Fjallað verður um teymisvinnu í öldrunarþjónustu og áhersla lögð á að kynna starfsaðferðir mismunandi starfsstétta sem vinna að málefnum aldraðra.

Námskeiðið er kennt í staðlotum og fyrirlestrum. Mætingaskylda er í staðlotur. 

Gestafyrirlesarar á sérsviðum öldrunarfræða og öldrunarlækninga.

X

Hegðunarvísindi í opinberri stefnumótun (OSS225F)

Í þessu námskeiði læra nemendur um valin hugtök og rannsóknir úr félagssálfræði, atferlishagfræði og ákvarðanatökufræðum sem nýta má við gerð, greiningu og framkvæmd stefnumótunar. Bornar verða saman kenningar skynsemishyggju og fjötraðrar skynsemishyggju. Nemendur munu öðlast skining á því hvernig fólk tekur ákvarðanir og leggur mat á áhættu, áhrifum hvata á ákvarðanir og hvernig hafa má áhrif á viðhorf og hegðun. Fjallað verður um millihópasamskipti og samninga. Loks verða tengsl stefnumótunar og hagsældar tekin til umræðu.

X

Spurningalistakannanir (FÉL089F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Tölfræði (SÁL233M)

Viðfangsefni námskeiðsins er aðfallsgreining, túlkun niðurstaðna, mat á líkönum, líkanagerð og samanburð líkana. Gerð verður grein fyrir raunhæfri greiningu og mati á gæðum líkana. Fjallað verður m.a. umbreytingar, flokkabreytur og samvirkni.

X

Eigindleg aðferðafræði (STJ203F)

Qualitative Methods provides students with an introduction to some of the most commonly used qualitative methods and methodological tools in political science. The main focus in the course is on case studies (including process tracing) and various tools and techniques used within case studies, e.g., qualitative content analysis, interviewing, and focus groups. One part of the course is also dedicated to discourse analysis. The course begins with a very brief introduction to philosophy of science and outlines basic ontological, epistemological and methodological issues in the social sciences. The remainder of the course is dedicated to the methods and tools/techniques listed above. Students will gain a deeper understanding of the philosophical underpinnings, assumptions and ambitions of the different methods, but they will also gain practical experience as to the design and execution of research within the different traditions.

The course is designed in a highly interactive way and emphasizes active student participation. It is expected that students have done at least the required reading assigned for the given day and are ready to participate in group work and discussions in class. There are two types of classes in this course: lecture & discussion classes and workshops. Each lecture & discussion class will be divided into three parts: a short agenda-setting lecture by the lecturer (40 minutes), group work (40 minutes), and a concluding general discussion (40 minutes). This design is highly effective with regard to achieving the course’s learning outcomes, but it also requires that students have familiarized themselves with the assigned reading for the day. In the workshops, the class will be divided into two groups (A and B).

X

Ótti, samsæriskenningar og vantraust í stjórnmálum (STJ461G)

Þvert á það sem ætla mætti af stjórnmálaumræðu samtímans hafa ótti, samsæriskenningar og vantraust einkennt stjórnmál frá ómunatíð. Í námskeiðinu könnum við þessi fyrirbæri út frá þverfaglegu sjónarhorni stjórnmálasálfræði með stuðningi frá öðrum tengdum greinum. Í upphafi verður fjallað um traust í garð stjórnmála, stjórnmálamanna og meðborgara sem mikilvægt en vandmeðfarið hugtak innan stjórnmála. Við veltum fyrir okkur fylgifiskum vantrausts svo sem pólun samfélagshópa og stjórnmálaþátttöu. Því næst læra nemendur um sálfræði ótta og þekkt áhrif hans á skoðanir fólks. Sálfræði samsæriskenninga, orsakir þeirra og afleiðingar fyrir stjórnmálahegðun og -viðhorf verða einnig til umfjöllunar.

X

Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála (UAU201F)

Í sumum aðstæðum hefur maðurinn samskipti við umhverfið og nýtir náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, en ekki í öðrum. Það sem skýrir muninn sem stafar af samskiptum manna og umhverfis er stjórnun. Hægt er að skilja umhverfisstjórnun sem samfélagslegt hlutverk sem miðar að því að stýra og leiðbeina aðgerðum manna – sem eru einstaklingar, lítill staðbundinn notendahópur eða alþjóðasamfélagið – í átt að tilætluðum árangri frá niðurstöðum sem teljast óæskilegar (Young, 2013).

Námskeiðið beinir sjónum sínum að því að kynna og efla skilning á mismunandi víddum umhverfis- og náttúruauðlindastjórnunar í samhengi við sjálfbærni.

Það skiptist í fjóra samtengda hluta:

  1. Umhverfisstjórnun: Grunnatriði. Hvað er stjórnun? Umhverfið sem vettvangur samhæfingar og átaka. Hvernig skiljum við aðila, hlutverk þeirra og ákvarðanatöku? Vald og valdatengsl. Stofnanir og stofnanabreytingar. Félagsvistfræðileg kerfi. Stjórnskipulag. Almannagæði.
  2. Alþjóðleg og innlend umhverfisstjórnun. Alþjóðleg umhverfisstjórnun og stofnanir, s.s. ESB, SÞ, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, Alþjóðabankinn o.fl. Norður-Suður málefni. Umhverfislegt stjórnfyrirkomulag; óson, loftslagsbreytingar, eyðimerkurmyndun o.fl. Samlegðaráhrif. Kynning á umhverfisstjórnun á Íslandi og hvernig hún tengist ákvarðanatöku með tilliti til umhverfis og auðlinda. Stjórnskipulag, miðlæg og staðbundin ákvarðanataka. Tengsl ýmissa stjórnsýslustiga, þings, ráðuneyta, stofnana.
  3. Almannaábyrgð og umhverfismál. Þátttaka almennings. Hvernig getur almenningur haft áhrif á ákvarðanatöku? Innlend og alþjóðleg umhverfisverndarsamtök.
  4. Stjórnarhættir fyrirtækja í sjálfbærnisamhengi. Þessi hluti námskeiðsins fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, eins og lýst er í leiðbeiningum Nasdaq um stjórnarhætti fyrirtækja sett í samhengi við sjálfbærniáherslur fyrirtækja. Viðkomandi umræðuna er umboðsskylda (e. fiduciary duty), ESRS staðlar um stjórnarhætti (ERSR G1) og þverlægir staðlar (ESRS 1 og 2; ESRS G1), heimsmarkmið 8-10, 12, 13, 17, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð númer 10, almennir staðlar GRI sem og 200 staðla serían, efnahagslegt viðskiptamódel (e. economic layer canvas) o.fl.
X

Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækja (UAU247F)

Í þessu 13 vikna námskeiði er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Námskeiðið tekur mið af þeirri hugmynd að þótt stjórnvöld og óhagnaðardrifin félög skipti sköpum fyrir nútímasamfélag eru það fyrirtæki sem leggja grunn að þeirri verðmætasköpun sem velferð samfélagsins byggist á, auk þess sem þau eiga sinn hlut í þeim vandamálum sem við er glímt. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin áhrif á samfélagið sem samanstendur af fjölmörgum hagaðilum sem og náttúrulegu umhverfi. Á móti kemur að það er samfélagið sem mótar leikreglur sem fyrirtæki starfa eftir sem og þær væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi. Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmið 1-5, 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 16, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Evrópsku ESRS sjálfbærnistaðlana, GRI skýrslugerðarstaðlana o.fl. Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags (í víðasta skilningi þess orðs) og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja en nálgast þarf viðfangsefnið á stefnumiðaðan hátt.

Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks á samspili viðskipta og samfélags þá eru hagnaðardrifin fyrirtæki mikilvæg. Í þessu námskeiði er leitast við að kanna víddir slíks samspils frá sjónarhóli ólíkra hagaðila. Það er gert á gagnvirkan hátt, með því að skoða og greina málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, með hermileikjum (simulation) og með tilviksrannsókn (hópverkefni).

Námskeiðinu er skipt upp í sex megin hluta. Í fyrsta hluta er skoðað hvað samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja merkir, hverjir eru drifkraftar samfélagsábyrgðar. Í öðrum hluta er sjónum beint að sjónarhorni hagaðila og í þriðja hluta er fjallað um lagalega þætti. Í fjórða hlutanum er fjallað um hegðunarsjónarmið, í fimmta hlutanum um stefnumarkandi þætti samfélagsábyrgðar og í sjötta hlutanum um er áhersla lögð á sjálfbæra sýn og sjálfbæra verðmætasköpun.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Greining og mat (SÁL102F)

Í námskeiðinu er farið yfir greiningu og mat á klínískum geðrænum vanda ásamt lífsvandamálum. Nánar tiltekið er fjallað um upplýsingasöfnun, kortlagningar, greining og mat á tilfinningum og tilfinningastjórn, sjálfsvígsmat (greining og mat á sjálfsvígshugsunum og hegðun ásamt áhættu) og virknigreiningu og mat. Í lok námskeiðs er farið yfir einliða rannsóknarsnið til noktkunar í að greina og meta geðrænan vanda og árangur af íhlutun á kerfisbundinn hátt.

X

Sálmeinafræði fullorðinna (SÁL135F)

Þessu námskeiði er ætlað að kynna framhaldsnemum í afbrigðassálfræði greiningu sálmeina fullorðinna og hugmyndir um orsakir þeirra og helstu skýringarlíkön (kenningar). Farið verður yfir flokkunarkerfi sálmeina og eðli þeirra. Megináhersla verður lögð á greiningarferlið, DSM greiningarkerfið, kosti þess og galla, og hvernig megi skilja afbrigðilega hegðun út frá hinum ýmsu sálfræðilegu módelum, og hvernig hin ýmsu módel stýra því hvernig við metum hegðun. Nemendur fá þjálfun í að greina afbriðgilega hegðun, átta sig á samslætti milli flokka og mikilvægi mismunagreininga og setja fram niðurstöður úr sálfræðilegu mati í samræmi við fagleg viðmið sem gilda um störf sálfræðinga. Námsefnið er kennt í fyrirlestrum, í umræðum og í styttri tímaverkefnum og viðameiri skilaverkefnum.

X

Sálmeinafræði barna og unglinga (SÁL136F)

Fjallað verður um almenna sálmeinafræði barna og unglinga: flokkunarkerfi, mælitæki, greiningar og mismunagreiningu. Einnig fjallað um orsakir, eðli og þróun sálmeina barna út frá námskenningum, hugrænum kenningum, þroskasálfræði og lífeðlisfræði.

X

Sálfræðileg próf: Fullorðnir (SÁL105F)

Ítarleg umfjöllun um notkun sálfræðilegra próf í greiningu á geðröskunum og mati á greind. Nemendur eru þjálfaðir í fyrirlögn, úrvinnslu og túlkun staðlaðra prófa fyrir fullorðna. Nemendur eru þjálfaðir í ritun skilagreina um niðurstöður sálfræðilegra prófa.

X

Sálfræðileg próf: Börn og unglingar (SÁL107F)

Ítarleg umfjöllun um notkun sálfræðilegra próf í greiningu á frávikum í þroska, hegðun og líðan barna og unglinga. Nemendur eru þjálfaðir í fyrirlögn, úrvinnslu og túlkun staðlaðra prófa. Nemendur eru þjálfaðir í ritun skilagreina um niðurstöður sálfræðilegra prófa.

X

Siðareglur - Siðfræði fags (SÁL232F)

Lög og reglur sem sálfræðingar þurfa að kunna skil á í starfi. Siðareglur sálfræðinga. Samskipti og stjórn á vinnustöðum. Grundvallaratriði í samtalstækni.

X

Klínísk viðtöl og geðgreining (SÁL236F)

Kennd eru undirstöðuatriði í klínísku inntökuviðtali og fyrstu greiningu á sálrænum vanda. Nemendur æfa að taka inntökuviðtöl við skjólstæðinga sem undirbúning fyrir samtalsmeðferð í Sálfræðiráðgjöf háskólanema og gera skýrslu um slíkt viðtal.

X

Meðferð sálmeina barna og unglinga (SÁL247F)

Fjallað verður um ýmsar meðferðarleiðir í klínískri vinnu með börn og unglinga. Farið verður í meðferð geðraskana, þroskafrávika og sálrænna einkenna fötlunar. Einkum verður fjallað um hugræna atferlismeðferð og skyld meðferðarúrræði en einnig farið ítarlega í viðtalstækni og samstarf við umönnunaraðila. Lögð verður áhersla á gagnreyndar meðferðir og árangursmælingar í meðferð.

X

Klínísk taugasálfræði (SÁL202F)

Námskeiðið Klínísk taugasálfræði fjallar í grundvallaratriðum um samhengi heila og hegðunar (þ.m.t. hugsunar og tilfinninga). Helstu umfjöllunarefni námskeiðsins eru mat og meðferð fullorðinna með ákominn heilaskaða og taugahrörnunarsjúkdóma, en einnig verður taugasálfræði geðsjúkdóma kynnt. Námskeiðið er kennt af starfandi sálfræðingum sem vinna með breiðum sjúklingahópi í taugasálfræðiþjónustu. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í störf klínískra taugasálfræðinga, tilgang taugasálfræðilegs mats með ólíkum sjúklingahópum, helstu mismunagreiningar, úrræði og þjálfun. Að auki munu nemendur fá tækifæri til að kynnast taugasálfræðilegum prófum og fyrirlögn þeirra. Leitast verður við að miðla klínískri reynslu og sjúkratilfellum samhliða hefðbundinni kennslu.

X

Greining og meðferð hegðunar- og námsörðugleika (SÁL204F)

Fjallað verður um hegðunar- og námsörðugleika barna og unglinga, eðli þeirra, uppruna, mælitæki og greiningaraðferðir og þá sérstaklega virknimat og virknigreiningu. Síðan verður fjallað um meðferðar- og kennslutækni í þessu tilliti með áherslu á rannsóknir í hagnýtri atferlisgreiningu.

X

Meðferð sálmeina á fullorðinsárum (SÁL228F)

Í námskeiðinu er veitt yfirlit um meðferð við ólíkum sálrænum vanda. Fjallað er um helstu aðferðir í sálrænni meðferð. Nemendur læra að kortleggja vanda og leiða meðferð hverju sinni af kortlagningunni. Nemendur huga einnig að eigin stíl í meðferð og hvernig ákvarðanir í meðferðarstarfi tengast kortlagningu, rannsóknum á árangri meðferðar og siðareglum.

X

Hugtakagreining í sálfræði (SÁL232M)

Megináhersla verður lögð á almannasálfræði (commonsense psychology) og hvernig forðast má að beita reynsluprófum á setningar sem tjá fyrirframþekkingu (a priori knowledge). Einnig verður fjallað um greiningu á gervitæknimáli (jargon) í sálfræði á íslensku og ensku; vitsmunakenningar um geðshræringar og hvernig greining á almannasálfræði nýtist í hugrænni atferlismeðferð.

X

Tölfræði (SÁL233M)

Viðfangsefni námskeiðsins er aðfallsgreining, túlkun niðurstaðna, mat á líkönum, líkanagerð og samanburð líkana. Gerð verður grein fyrir raunhæfri greiningu og mati á gæðum líkana. Fjallað verður m.a. umbreytingar, flokkabreytur og samvirkni.

X

Þverfræðileg samvinna í heilbrigðisvísindum (HVS501M)

Námskeiðið er ætlað nemendum á þriðja námsári eða síðar sem lokið hafa a.m.k. tveimur árum grunnnáms í greinum heilbrigðisvísinda.  Hugmyndafræði þverfræðilegrar samvinnu verður lögð til grundvallar í námskeiðinu þar sem nemendur vinna saman að sameiginlegum markmiðum.  Nemendur munu vinna saman í þverfræðilegum teymum og fá tækifæri til að æfa fagmennsku, teymisvinnu, og efla samskipti. Nemendur í hverjum hóp eru úr nokkrum heilbrigðisvísindagreinum.

Námsmat (staðið/fallið) byggist á  verkefnavinnu, virkni í verkefnavinnu og prófum sem verða á rafrænu formi í kennslulotunni.
 
Kennslutilhögun:
Nemendum er skipt í þverfaglega námshópa í byrjun annar sem síðan skipuleggja fundartíma sínir sjálfir og skila lokaverkefnum fyrir lok október. 

X

Starfsþjálfun í sálfræðiráðgjöf (SÁL234F)

Sálfræðiráðgjöf Háskólanema er nemendamóttaka sem hefur verið starfrækt síðan 2013. Móttakan er þjálfunarmiðstöð meistaranema í klínískri sálfræði. Hún er aðgengileg nemendum Háskóla Íslands. Nemendur í klínískri sálfræði þjálfast upp í að nota stöðluð greiningartæki bæði fyrir börn og fullorðna. Þeir þjálfast einnig í að veit gagnreynda meðferð við algengum geðrænum vandamálum. Þar má nefna þunglyndi, félagsfælni og sértæka fælni. Nemendur þjálfast í aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og öðlast færni í að meta eigin vinnubrögð með Cognitive Therapy Scale-Revised. Öll greiningar og meðferðarvinna er unnin undir handleiðslu reyndra sálfræðinga.

X

Starfsþjálfun (SÁL318F)

Nemendur ljúka starfsþjálfun á einum eða fleiri vinnustöðum undir handleiðslu sálfræðings. Áhersla verður lögð á einbeitta kynningu og markvissa þjálfun fremur en langa samfellda viðveru. Þá verður fjallað um álitsgerðir sálfræðinga og þær kröfur sem til þeirra eru gerðar.

X

MS-ritgerð í hagnýtri sálfræði; klínísk sálfræði (SÁL442L)

MS-ritgerð í hagnýtri sálfræði; klínísk sálfræði

X

Starfsþjálfun í sálfræðiráðgjöf (SÁL420F)

Við Sálfræðiráðgjöf háskólanema fá nemendur í Klínískri sálfræði þjálfun í því að greina sálrænan vanda og í að veita við honum skammtímameðferð með sálfræðiviðtölum undir faglegri handleiðslu sálfræðinga. Ráðgjöfin býðst háskólanemum og börnum þeirra. Í starfsþjálfuninni æfast sálfræðinemar í því að nota greiningartæki, gera meðferðaráætlanir og beita sannreyndum aðferðum sálfræðinnar til úrlausnar á vandamálum. Nemar kynnast eigin styrkleikum og veikleikum í starfi og vinna að þróun þekkingar sinnar og hæfni.

X

MS-ritgerð í hagnýtri sálfræði; klínísk sálfræði (SÁL442L)

MS-ritgerð í hagnýtri sálfræði; klínísk sálfræði

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur I (SÁL138F)

Fjallað verður um helstu líkön sem notuð eru til að vinna með undirliggjandi breytur í sálfræðilegum mælingum. Í fyrra námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur I) verður unnið með staðfestandi þáttagreiningalíkön (confirmatory factor models) og formgerðarlíkön (ýmist þekkt sem structural equation models eða path model á ensku). Fjallað verður um forsendur líkananna, úrvinnsluaðferðir, túlkun niðurstaðna og leiðir til að vinna með gögn af ólíku tagi. Í síðara námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur II) verður byrjað á að kynna aðferðir til að vinna með gögn þar sem mældar breytur eru flokkabreytur og þaðan farið yfir í náskyld líkön, svarferlalíkön (item response theory). Unnið verður með líkön fyrir tvíkosta gögn og algengustu líkön fyrir fjölkostagögn kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins verða viðfangsefnin líkön fyrir langtímagögn sem nýta undirliggjandi breytur, þroskalíkön, (latent growth models), krosstengslalíkön (cross-lagged product models), og líkön fyrir þéttmælingagögn (Intensive longitudinal methods, einnig þekkt sem Daily-diary data, Ambulatory assessment eða Ecological-momentary data). Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun í að greina gögn með þessum líkönum með verkefnum auk þess sem fjallað verðu um fræðilegan grunn líkana.

X

Gerð sjálfsmatskvarða (SÁL139F)

Í þessu námskeiði er fjallað um gerð sjálfsmatskvarða. Kynntar verða fræðilegar undirstöður slíkra mælinga eins og klassíska raungildiskenningu (classical true score theory). Megináherslan verður á hagnýta þjálfun í gerð slíkra mælitækja, álitamál sem rannsakendur standa gjarnan frammi fyrir við gerð þeirra og lausnir á þeim ræddar.

X

Málstofa í megindlegri sálfræði I (SÁL142F)

Í námskeiðinu kynna nemendur sér efni á tilteknum sérsviðum megindlegrar sálfræði.  Viðfangsefni geta verið kenningarlegs og tæknilegs eðlis.  Í hverri viku lesa nemendur greinar og ræða efni þeirra í tímum.  Þeir skiptast á að kynna efni greina og stjórna umræðum.  Gert er ráð fyrir að nemendur mæti í alla tíma, taki virkan þátt í umræðum og öflun heimilda. 

Námskeiðið er einungis opið þeim sem eru á kjörsviðinu Megindleg sálfræði.

X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur II (SÁL239F)

Í þessu námskeiði er byggt ofan á þekkingu um mælilíkön sem kennd var á 1. misseri. Í námskeiðinu verður fjallað um einföld og flóknari formgerðarlíkön og aðrar aðferðir sem notaðar eru til þess að kanna sambönd milli undirliggjandi þátta. Nemendur munu öðlast verklega þjálfun í að beita líkönum til að prófa tengsl þátta í þversniðsgögnum, langtímagögnum og margþrepagögnum. Lögð verður rík áherlsa á að nemendur geti túlkað og greint frá niðurstöðum slíkra prófana.

X

Málstofa í megindlegri sálfræði II (SÁL242F)

Í námskeiðinu kynna nemendur sér efni á tilteknum sérsviðum megindlegrar sálfræði.  Viðfangsefni geta verið kenningarlegs og tæknilegs eðlis.  Í hverri viku lesa nemendur greinar og ræða efni þeirra í tímum.  Þeir skiptast á að kynna efni greina og stjórna umræðum.  Gert er ráð fyrir að nemendur mæti í alla tíma, taki virkan þátt í umræðum og öflun heimilda. 

Námskeiðið er einungis opið þeim sem eru á kjörsviðinu Megindleg sálfræði.

X

Líftölfræði III (Lifunargreining) (LÝÐ079F)

Námskeiðið fjallar um tölfræðigreiningu á nýgengi (incidence) og eftirfylgnitíma (survival time) í ferilrannsóknum. Kennd verður notkun Poisson aðhvarfsgreiningarlíkana og aðferða í lifunargreiningu (survival analysis) eins og Kaplan-Meier aðferðarinnar (log-rank), Cox aðhvarfsgreiningar, Poisson aðhvarfsgreiningar og líkana með óstikuðum hættuföllum. Notast verður við tölfræðiforritin R. 

X

Líkindareikningur og tölfræði (MAS201F)

Fjallað er um frumatriði líkinda- og tölfræði á grundvelli einfaldrar stærðfræðigreiningar.


Viðfangsefni:  
Útkomurúm, atburðir, líkindi, jöfn líkindi, óháðir atburðir, skilyrt líkindi, Bayes-regla. Slembistærð, dreififall, þéttleiki, samdreifing, óháðar stærðir, skilyrt dreifing. Væntigildi, miðgildi, dreifni, staðalfrávik, samdreifni, fylgni, lögmál mikils fjölda. Bernoulli-, tvíkosta-, Poisson-, jöfn-, veldis- og normleg stærð. Höfuðmarkgildisreglan. Poisson-ferli. Úrtak, lýsistærð, dreifing meðaltals og dreifing úrtaksdreifni í normlegu úrtaki. Punktmat, sennileikametill, meðalferskekkja, bjagi. Bilmat og tilgátupróf fyrir normleg, tvíkosta- og veldisúrtök. Einföld aðhvarfsgreining. Mátgæði og tengslatöflur.

X

Hagnýt gagnagreining (MAS202M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og tölfræðihugbúnaðnum R. Æskilegt er að nemendur þekki til margbreytu aðhvarfsgreiningar (e. multiple linear regression). Nemendur læra að beita hinum ýmsu tölfræðiaðferðum í R (ss. classification methods, resampling methods, linear model selection og tree-based methods). Námskeiðið er kennt á tólf vikum og verður það á vendikennsluformi þar sem nemendur lesa námsefni og horfa á myndbönd áður en þeir mæta í tíma og fá svo aðstoð með fyrirliggjandi verkefni í tímum.

X

Tölfræði (SÁL233M)

Viðfangsefni námskeiðsins er aðfallsgreining, túlkun niðurstaðna, mat á líkönum, líkanagerð og samanburð líkana. Gerð verður grein fyrir raunhæfri greiningu og mati á gæðum líkana. Fjallað verður m.a. umbreytingar, flokkabreytur og samvirkni.

X

Tölvunarfræði 2 (TÖL203G)

Fjallað er um gagnaskipan, reiknirit og huglæg gagnatög. Meðal gagnaskipana, sem farið er yfir, eru listar, hlaðar, biðraðir, forgangsbiðraðir, tré, tvítré, tvíleitartré og hrúgur auk viðkomandi reiknirita. Kynnt verða ýmis leitar- og röðunarreiknirit. Reiknirit eru greind, hvað þau taka langan tíma í vinnslu og hve mikið minnisrými. Lítil forritunarverkefni, sem nota áðurnefnda gagnaskipan og reiknirit, eru leyst í forritunarmálinu Java.

X

Líftölfræði II (Klínísk spálíkön) (LÝÐ301F)

Námskeiðið er beint framhald af Líftölfræði I og veitir nemendum praktíska handleiðslu í tölfræðiúrvinnslu í eigin rannsóknarverkefnum. Útreikningar á hlutfallslegri áhættu og leiðréttri hlutfallslegri áhættu. Fylgni og einföld aðhvarfsgreining, margvíð línuleg aðhvarfsgreining og lógistísk aðhvarfsgreining. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og dæmatímum. Í dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R.

X

Starfsþjálfun (SÁL0BGF)

Nemendur ljúka starfsþjálfun á einum eða fleiri vinnustöðum undir handleiðslu sérfræðinga. Nemendur velja vinnustaði í samráði við kennara og eftir því hvað hentar þeirra kjörsviði. Gert er ráð fyrir að um takmarkað magn námsplássa sé að ræða.

Nemendur munu æfast í að beita sannreyndum aðferðum sálfræðinnar við lausn fjölbreyttra viðfangsefna.  Nemar kynnast eigin styrkleikum og veikleikum í starfi og vinna að þróun þekkingar sinnar og hæfni. Umsjónarmaður umstarfsnáms frá HÍ mun heimsækja nema á vettvangi, halda fundi með nemendum og veita nemendum ráðgjöf eftir þörf.

X

Starfsþjálfun (SÁL0BHF)

Nemendur ljúka starfsþjálfun á einum eða fleiri vinnustöðum undir handleiðslu sérfræðinga. Nemendur velja vinnustaði í samráði við kennara og eftir því hvað hentar þeirra kjörsviði. Gert er ráð fyrir að um takmarkað magn námsplássa sé að ræða.

Nemendur munu æfast í að beita sannreyndum aðferðum sálfræðinnar við lausn fjölbreyttra viðfangsefna.  Nemar kynnast eigin styrkleikum og veikleikum í starfi og vinna að þróun þekkingar sinnar og hæfni. Umsjónarmaður umstarfsnáms frá HÍ mun heimsækja nema á vettvangi, halda fundi með nemendum og veita nemendum ráðgjöf eftir þörf.

X

Hagnýtt línuleg tölfræðilíkön (STÆ312M)

Í námskeiðinu er fjallað um einfalda og fjölvíða aðhvarfsgreiningu ásamt fervikagreiningu (ANOVA) og samvikagreiningu (ANCOVA). Að auki er farið í tvíkosta aðhvarfsgreiningu (binomial regression) og rætt um hugtök því tengt, svo sem gagnlíkindi (odds) og gagnlíkindahlutfall (odds ratio).
Námskeiðið er framhald af dæmigerðu grunnnámskeiði í tölfræði sem kennd eru á hinum ýmsu sviðum skólans. Farið verður í aðferðir til að meta stika í línulegum líkönum, hvernig smíða má öryggisbil og kanna tilgátur fyrir stikana, hverjar forsendur líkananna eru og hvað hægt sé að gera sé þeim ekki fullnægt. Verkefni eru unnin í tölfræðihugbúnaðinum R.

X

MS- ritgerð í hagnýtri sálfræði; megindleg sálfræði (SÁL443L)

MS- ritgerð í hagnýtri sálfræði; megindleg sálfræði

X

R forritun (MAS102M)

Í námskeiðinu munu nemendur framkvæma hefðbundnar tölfræðiaðferðir á raunverulegum gagnasöfnum. Áhersla verður lögð á fjölbreytu aðhvarfsgreiningu (e. multiple linear regression). Nemendur beita fáguðum aðferðum við myndræna framsetningu sem og sjálfvirka skýrslugerð. Námsmat verður í formi raunhæfra verkefna þar sem nemendur framkvæma ofangreind atriði á raunverulegum gagnasöfnum með það fyrir augum að svara rannsóknarspurningum.

X

R fyrir byrjendur (MAS103M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og munu nemendur læra að beita þeim tölfræðiaðferðum sem þeir þekkja í R. Farið verður í innlestur gagna, myndræna framsetningu, lýsandi tölfræði og hvernig algengustu tilgátupróf (t-próf, kí-kvaðratpróf o.s.frv) eru framkvæmd í R. Að auki verður nemendum kennt að nota knitr pakkann til að vinna skýrslur.

Námskeiðið er kennt á fimm vikum í þrjár kennslustundir á viku. Kennari heldur fyrirlestra og nemendur vinna verkefni.

X

Slembiþáttalíkön (MAS104M)

Í námskeiðinu er fjallað um fræði og hagnýtingu slembiþáttalíkana, sem og annarra líkana, til greiningar á háðum útkomubreytum.  Í námskeiðinu verður farið yfir aðferðir fyrir útkomur sem teljast samfelldar og normaldreifðar.  Í slíkum kringumstæðum þarf tölfræðilíkanið bæði að lýsa væntigildi útkoma og fylgni á milli þeirra.  Fræðin á bak við eru því umfram hefðbundina línulega aðhvarfsgreiningu. Til slíkrar greiningar þarf sérstakar tölfræðiaðferðir, sem helstu forrit bjóða uppá, eins og R, STATA og SAS.  Aðallega verður stuðst við R en önnur forrit kynnt til samanburðar eftir þörfum. 
Námskeiðið er kennt frá byrjun september til loka nóvember einu sinni í viku.  Stuðst verður við vendikennslu í námskeiðinu.  Námsefnið, bæði fyrirlestrar og lesefni, er allt á netinu (sjá annað lesefni) og ætlast er til að nemendur kynni sér það fyrir tíma og vinni svo í tímum við þær aðferðir sem eru til umfjöllunar á eigin tölvum.

X

Computing and Calculus for Applied Statistics (STÆ012F)

Stærðfræðigreining í einni breyti stærð (einföld algebra, föll, margliður, lograr og veldisvísisfallið, samfelldni og markgildi, diff run, staðbundin útgildi ogheildun).
Línuleg algbera (vigrar, fylki, línuleg ofanvörp með fylkjum, andhverfur fylkja og ákveður).
Forritun í R (reikningur, föll og að skipuleggja R-kóða).
Stærðfræðigreining í mörgum breyti stærðum (Jacobi- og Hessefylki og tvöföld heildun).
Stefnan í námskeiðinu er að nálgast mörg stærðfræðileg viðfangsefni með blöndu af (a) fræðilegri undirstöðu (í formi hugtaka frekar en sannana), (b)forritun í R ti l að sjá fyrir sér ýmis viðfangsefni, og (c) að skoða sýnidæmi úr tölfræði. Það verða engir fyrirlestrar, en nemendur geta þó mætt ti l að fáaðstoð með vikulegu verkefnin sín.
Markmið námskeiðsins er að fara yfir þau hugtök í stærðfræðigreiningu, línulegri algebru og forritun sem mest þörf er á í tölfræði. Nemandi sem hefur klárað þetta námskeið ætti að hafa nægan stærðfræðilegan bakgrunn fyrir tölfræðikúrsana sem kenndir eru á meistarastigi í stærðfræðideildinni (og þarmeð alla tölfræðikúrsa sem eru kenndir í öðrum deildum).


Nemendur munu semja sýnidæmi og fjölvalsspurningar og jafningjamat fer fram á því efni.


Námsefni námskeiðsins er opið öllum og má nálgast hér: htt ps://open-educati on-hub.github.io/ccas/.

X

Tölvunarfræði 1 (TÖL101G)

Einingar til BS-prófs gilda aðeins fyrir annaðhvort TÖL101G Tölvunarfræði 1 eða TÖL105G Tölvunarfræði 1a.

Forritunarmálið Java verður notað til að kynnast grundvallaratriðum í tölvuforritun. Æfingar í forritasmíð verða á dagskrá allt misserið. Áhersla verður lögð á skipulegar og rökstuddar aðferðir við smíði forrita og góða innri skjölun. Helstu hugtök tengd tölvum og forritun. Klasar, hlutir og aðferðir. Stýrisetningar. Strengir og fylki, aðgerðir og innbyggð föll. Inntaks- og úttaksaðgerðir. Erfðir. Hugtök varðandi hönnun og byggingu kerfa og vinnubrögð við forritun. Ítrun og endurkvæmni. Röðun og leit.

X

Tölvunarfræði 1a (TÖL105G)

Einingar til BS-prófs gilda aðeins fyrir annaðhvort TÖL101G Tölvunarfræði 1 eða TÖL105G Tölvunarfræði 1a.

Forritun í Python (sniðið að verkfræðilegum og raunvísindalegum útreikningum): Helstu skipanir og setningar (útreikningur, stýri-setningar, innlestur og útskrift), skilgreining og inning falla, gagnatög (tölur, fylki, strengir, rökgildi, færslur), aðgerðir og innbyggð föll, vigur- og fylkjareikningur, skráavinnsla, tölfræðileg úrvinnsla, myndvinnsla. Hlutbundin forritun: klasar, hlutir, smiðir og aðferðir. Hugtök tengd hönnun og smíði tölvukerfa: Forritunarumhverfi, vinnubrögð við forritun, gerð falla- og undirforritasafna og tilheyrandi skjölun, villuleit og prófun forrita.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Birkir Einar Gunnlaugsson
Unnar Geirdal Arason
Hrafnkatla Agnarsdóttir
framhaldsnemi í sálfræði, kjörsvið Klínísk sálfræði

Námið er mjög krefjandi en ég hef brennandi áhuga á því svo tíminn líður hratt. Við erum fá saman í bekk og urðum fljótt samheldinn hópur. Kennslan er persónuleg og kennararnir duglegir að hvetja mann áfram. Starfsnámið stóð upp úr að mínu mati því þar fær maður loksins að láta reyna á kunnáttu sína og færni.

Birkir Einar Gunnlaugsson
framhaldsnemi í sálfræði, kjörsvið Samfélag og umhverfi

Námið er skemmtilegt og krefjandi. Við erum fá svo það skapast oft skemmtilegar umræður. Við fáum einnig æfingu í að tjá okkur í öruggu umhverfi. Við fáum innsýn í hversu vítt sviðið teygir sig og hvernig við getum haft áhrif á fólk. Frelsið í verkefnavinnunni er því sannarlega til staðar. Þá reynir á gagnrýna en ekki síst skapandi hugsun okkar. Ég tel að slíkt hjálpi manni klárlega þegar maður er kominn á vinnumarkaðinn.

Unnar Geirdal Arason
framhaldsnemi í sálfræði, kjörsvið Megindleg sálfræði

Ég hef áhuga á rannsóknum og þá sérstaklega í sálfræði. Nám í megindlegri sálfræði þjálfar nemendur í aðferðafræði rannsókna. Á sama tíma þjálfar námið upp gagnrýna hugsun, sjálfstæð vinnubrögð og sterka þekkingu á sviði gagnaúrvinnslu. Ég er fullviss um að nám í megindlegri sálfræði hefur gert mig að betri rannsakanda sem mun nýtast mér hvar sem ég enda á vinnumarkaði.

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.