Skip to main content

Söguleg fornleifafræði

Söguleg fornleifafræði

Hugvísindasvið

Söguleg fornleifafræði

MA gráða – 120 einingar

Söguleg fornleifafræði fjallar um samfélög með því að rannsaka minjar um þau. Þó að fortíðin sé meginviðfangsefni fornleifafræðinnar er aðferðum hennar einnig beitt til að greina samfélög nútímans í vaxandi mæli. 

Fornleifafræði fæst við að lesa úr, túlka og draga ályktanir um horfin samfélög útfrá brotakenndum heimildum og reynir því oft á rökhyggju og öguð vinnubrögð.

Skipulag náms

X

Kenningar í hugvísindum (FOR709F)

Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.

X

Meistararannsókn 1 (FOR711F)

Námskeiðið er kennt á fyrsta misseri og er ætlað að leggja grunn að meistararannsókn nemandans sem mun ljúka með MA ritgerð á 4. misseri. Í Meistararannsókn 1 vinnur nemandi sjálfstætt undir handleiðslu leiðbeinanda og les á sig nýlegar rannsóknir á sviði meistararannsóknarinnar og gerir grein fyrir stöðu þekkingar á því sviði. 

X

Matargerð til forna (FOR303M)

Í þessu námskeiði er rýnt í matvæli og matarhefðir (e. foodways) fornra samfélaga víðs vegar um heiminn og hvernig mataræði þeirra getur mótað skilning okkar á þeim. Meðal viðfangsefna námskeiðsins er upphaf akuryrkju og húsdýrahalds, hjátrú og helgisiðir í kringum mat, séð frá sjónarhorni fornleifafræði, sagnfræði og etnógrafíu.

X

Einstaklingsverkefni A (FOR101F)

10 eininga einstaklingsverkefni er sjálfstætt verkefni sem er ákvarðað í samráði við leiðbeinanda. Verkefni skal innihalda u.þ.b. 240 vinnustundir að meðtaldri lokaritgerð eða skýrslu.

X

Einstaklingsverkefni C (FOR104F)

20 eininga einstaklingsverkefni er sjálfstætt verkefni sem er ákvarðað í samráði við leiðbeinanda. Verkefni skal innihalda u.þ.b. 480 vinnustundir að meðtaldri lokaritgerð eða skýrslu.

X

Þrettán hlutir (FOR701M)

Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion.  The course will be taught in english.

X

Menningararfur (ÞJÓ506M)

Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði. 

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.

X

Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)

Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum.  Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi.  Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina

X

Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)

Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.

X

Jarðvegsfræði (LAN113F)

Námskeiðið felur í sér eftirfarandi helstu þætti:

  • Jarðvegsmyndandi ferlar.
  • Jarðvegsflokkun og dreifing jarðvegsgerða á heimsvísu.
  • Jarðvegsrof og landhnignun.
  • Áhrif fólks á jarðveg og gróður.
  • Næringarefnabúskapur jarðvegs.
  • Eðlis- og efnaeiginleikar jarðvegs.
  • Hlutverk jarðvegs í vistkerfum.
  • Íslenskur jarðvegur og einkenni.
  • Mælikvarðar jarðvegsgæða.
  • Áhrif utan að komandi þátta (t.d. gróður og loftslag) á jarðveg og næringarefnainnihald.
  • Jarðvegur sem rannsóknarefni í sambandi við mannvist og umhverfissögu.
  • Þjálfun á rannsóknastofu til að rannsaka eiginleika jarðvegs (t.d. jarðvegsgæði).

Námskeiðið samanstendur af fyrirlesturum, vettvangs- og rannsóknastofuvinnu og ritgerðaskrifum.

X

Meistararannsókn 2 (FOR811F)

Námskeiðið er kennt á öðru misseri og felst annarsvegar í mótun rannsóknaráætlunar undir handleiðslu leiðbeinanda og hinsvegar í þjálfun í þeim aðferðum sem beitt verður í meistararannsókninni. Ef sérstakt tilefni er til er mögulegt að taka aðferðahluta námskeiðsins (hámark 6 einingar) sem námskeið í öðrum greinum.   

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Verkefni tengt siðfræði vísinda og rannsókna (HSP048F)

Verkefnið er hægt að taka sem viðbót við HSP806F Siðfræði vísinda og rannsókna og er einungis hægt að taka meðfram því námskeiði.

X

Efnisveruleiki og líkamleiki í kristinni menningu (FOR604M)

Í þessu námskeiði verða heimsmyndir miðalda og árnýaldar skoðaðar frá sjónarhorni efnismenningar, þ. á m. kirkjugripa, klæða, skarts og handrita, með áherslu á líkama og skynjun. Nemendur verða kynntir fyrir nýjum straumum og stefnum innan kennilegrar fornleifafræði eins og líkamleika og efnisveruleika, sér í lagi (en ekki einungis) í sambandi við trúarlega upplifun. Sjónum verður einkum beint að íslenskri efnismenningu frá 1100–1700 en einnig verða skoðuð dæmi víðar úr Evrópu.      Meðal viðfangsefna eru:

  • Fornleifafræði og líkaminn 
  • Saga skynfæranna
  • Efnisveruleiki helgigripa
  • Galdrar og lækningar
  • Fornleifafræði tilfinninga
  • Helgir dómar – verslun með líkamshluta
  • Siðaskiptin og myndbrot
  • Handrit og líkamleiki
X

Víkingaaldarfornleifafræði (FOR102F)

Yfirlit um sögu víkingaaldar og sögu rannsókna á víkingaöld. Áhersla er lögð á fornleifaheimildir, byggingaleifar og gripi, og hvernig þær hafa verið notaðar til að varpa ljósi á þetta tímabil. Sérstök áhersla er lögð á lýsingu hagkerfa á víkingaöld, álitamál um þjóðerni og uppruna ríkisvalds.

X

Einstaklingsverkefni A (FOR201F)

10 eininga einstaklingsverkefni er sjálfstætt verkefni sem er ákvarðað í samráði við leiðbeinanda. Verkefni skal innihalda u.þ.b. 240 vinnustundir að meðtaldri lokaritgerð eða skýrslu.

X

Einstaklingsverkefni C (FOR205F)

20 eininga einstaklingsverkefni er sjálfstætt verkefni sem er ákvarðað í samráði við leiðbeinanda. Verkefni skal innihalda u.þ.b. 480 vinnustundir að meðtaldri lokaritgerð eða skýrslu.

X

Landshættir og fornleifaskráning (FOR405M)

Námskeiðið fjallar um landshætti og rannsókn þeirra með fornleifafræðilegum aðferðum.  Fjallað er um kennilegar forsendur og aðferðir við greiningu en aðaláhersla lögð á þjálfun aðferða við fornleifaskráningu á vettvangi.

X

Fornleifafræði eftir 1500 (FOR702M)

Í nútíma heimi er auðvelt að hugsa um fortíðina sem eitthvað sem er langt í burtu og hversdeginum óviðkomandi – hvort sem það er heimsókn á safn eða jafnvel fornleifafræðinám, sagan virðist alltaf vera aðskilin frá hversdagsleikanum. Hún er áhugamál okkar eða eitthvað sem við skoðum okkur til skemmtunar. Markmið þessa námskeiðs er að skoða samtímann frá sjónarhorni fornleifa- og sagnfræði: á hvaða hátt er líf okkar afleiðing atburða sem gerðust í fortíðinni? Námskeiðið mun sýna hvernig fortíðin lifir í nútímanum – ekki sem sögustaðir eða fornleifafræðibók heldur sem eitthvað sem hefur áhrif á skipulag hversdagsins og efnisveruleikan sem við búum í. Þótt rætur þessa ferla nái aftur til líffræðilegrar þróunar okkar þá má færa sterk rök fyrir því að flestir áhrifavaldarnir sem skapa umhverfi okkar eigi sér upphaf á síðustu 500 árum.

X

Miðaldafornleifafræði (FOR812F)

During the last decades, medieval archaeology has experienced significant growth as a discipline concerned with material culture. Initially, the use of material culture was marginalized to the role of confirming or refuting historical knowledge about this period but today it is understood as having equal historical importance to the archived material. The course is thus intended to improve student’s understanding of Medieval Europe during the period 800–1600 AD through the study of material culture. It deals with general themes in medieval archaeology, such as identity, social status, rural and urban landscapes, religion, life and death, rather than the historical development of the Middle Ages in chronological order. The aim is to give students insight into the different fields of theory and method of medieval archaeology through both material and documentary evidences in accordance with the current state of research. A special emphasis will be put on medieval Iceland, as a part of European culture and society, but even on how medieval archaeologists gather their sources, analyse them and reach conclusions of historical importance.

X

Gróðurríki Íslands og jarðvegur (LÍF615M)

Kennt á móti LÍF 606M og ráða skráningar hvort námskeiðið er kennt. Íslenska háplöntuflóran; samsetning, fjölbreytni, staða í flóruríki jarðar. Heimskautaflóran: uppruni, kerfisfræði, vistfræði. Líflandafræði flórunnar við Norður Atlantshaf. Ísöld á norðurhveli, ísaldarlok á Íslandi og í Evrópu og gróðursaga á nútíma. Tilgátur um aldur og uppruna íslensku flórunnar og heimskautaflóru á norðurhveli. Íslenskur jarðvegur; myndun, sérkenni, eyðimerkurmyndun. Gróðurbreytingar eftir landnám. Flóra Íslands og útbreiðsla um landið, búsvæði og líffræðileg fjölbreytni. Válistategundir. Aðferðir til að lýsa og flokka gróður. Íslensk gróðurlendi: flokkun, útbreiðsla, umhverfi og nýting. Verkleg kennsla fer að hluta til fram að sumari til: 4 daga sumarnámskeið.

X

Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)

Námskeiðið er að jafnaði kennt annaðhvert ár og er næst á dagskrá á vormisseri 2026.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)

Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.

X

Faglegt starf: Tilvik og álitamál (SAF011F)

Í námskeiðinu verða tilvik tengd safnastarfi á Íslandi rædd út frá faglegum álitamálum, með tilvísun í þverfræðilegt lesefni og umræður. Námskeiðið hentar því nemendum úr greinum eins og safnafræði,  fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, mannfræði, þjóðfræði og fleiri. Tilvikin tengjast fjölbreyttu starfi safna, svo sem stjórnun, skipulagi, söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun. 

 

Einnig verður í námskeiðinu fjallað um mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi. Umræðuefni álitamála eru mjög fjölbreytileg, svo sem STJÓRNSÝSLA, kynjamál, aðgengismál, varðveisla fornleifa, rannsóknir á sjónrænum menningararfi, tjáningarfrelsi, húsnæðismál, gjafir til safna og grisjun.

 

Námskeiðið er unnið í samvinnu við helstu safnastofnanir í landinu sem hafa yfir að ráða fjölda sérfræðinga um aðskiljanlegustu þætti í safnastarfi. Í staðlotum námskeiðsins munu sérfræðingar miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.

 

Nemendur velja einn dag yfir önnina til þess að mæta í starfsdag hjá safni á höfuðborgarsvæðinu (tveir og tveir nemendur í einu). Starfsmaður mun taka á móti þeim, fræða um starfsemi safnsins og veita þeim grunnþjálfun í skráningu. Nemendur vinna svo með starfsmanni það sem eftir er af degi.

 

Námskeiðið skiptist í fimm fyrirlestralotur; í hverri þeirra verða aðgengilegar upptökur á Canvas örfyrirlestrar og stuttar kynningar á lesefni frá kennara og gestafyrirlesara. Þrjár staðlotur/Zoomlotur (eftir aðstæðum) verða yfir misserið, þar sem hlustað er á gestafyrirlesara, sérfræðingar innan safna sem miðla af reynslu sinni, og/eða sem farið verður í vettvangsferðir á söfn í Reykjavík. Skyldumæting er í stað- og zoomlotur. Námsmat byggist á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í stað/zoomlotur og starfsdegi.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Vettvangsskóli í fornleifafræði á Hofstöðum (FOR004M)

Kennsla í námskeiðinu fer fram á vettvangi á Hofstöðum í Mývatnssveit. Nemendur kynnast helstu einkennum íslenskra fornleifa og taka þátt í vettvangsrannsóknum sem geta falið í sér uppmælingu, fjarkönnun, borkjarnakönnun og uppgröft.  Nemendur fá þjálfun í öllum stigum fornleifarannsóknar á vettvangi, frá hönnun rannsóknarverkefnis til úrvinnslu og kynningar fyrir fræðasamfélagi, almenningi og ferðamönnum.  Nemendur kynnast tímasetningaraðferðum, site formation processes og efnismenningu Norður Atlantshafs. Áhersla er lögð á að setja staðbundnar fornleifarannsóknir í fræðilegt samhengi, að nemendur kynnist þeirri umræðu og þeim álitamálum sem uppi eru á sviði fornleifafræði Norður Atlantshafs.  Einnig er lögð áhersla á að nemendur kynnist aðferðafræði minjaverndar og fá innsýn inn í áskoranir og möguleika menningararfs ferðaþjónustu.

X

Meistararannsókn 3 (FOR909F)

Námskeiðið er kennt á þriðja misseri og felst í að framkvæma afmarkaðan hluta meistararannsóknarinnar undir handleiðslu leiðbeinanda. 

X

Matargerð til forna (FOR303M)

Í þessu námskeiði er rýnt í matvæli og matarhefðir (e. foodways) fornra samfélaga víðs vegar um heiminn og hvernig mataræði þeirra getur mótað skilning okkar á þeim. Meðal viðfangsefna námskeiðsins er upphaf akuryrkju og húsdýrahalds, hjátrú og helgisiðir í kringum mat, séð frá sjónarhorni fornleifafræði, sagnfræði og etnógrafíu.

X

Einstaklingsverkefni A (FOR101F)

10 eininga einstaklingsverkefni er sjálfstætt verkefni sem er ákvarðað í samráði við leiðbeinanda. Verkefni skal innihalda u.þ.b. 240 vinnustundir að meðtaldri lokaritgerð eða skýrslu.

X

Einstaklingsverkefni C (FOR104F)

20 eininga einstaklingsverkefni er sjálfstætt verkefni sem er ákvarðað í samráði við leiðbeinanda. Verkefni skal innihalda u.þ.b. 480 vinnustundir að meðtaldri lokaritgerð eða skýrslu.

X

Þrettán hlutir (FOR701M)

Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion.  The course will be taught in english.

X

Menningararfur (ÞJÓ506M)

Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði. 

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.

X

Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)

Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum.  Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi.  Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina

X

Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)

Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.

X

Jarðvegsfræði (LAN113F)

Námskeiðið felur í sér eftirfarandi helstu þætti:

  • Jarðvegsmyndandi ferlar.
  • Jarðvegsflokkun og dreifing jarðvegsgerða á heimsvísu.
  • Jarðvegsrof og landhnignun.
  • Áhrif fólks á jarðveg og gróður.
  • Næringarefnabúskapur jarðvegs.
  • Eðlis- og efnaeiginleikar jarðvegs.
  • Hlutverk jarðvegs í vistkerfum.
  • Íslenskur jarðvegur og einkenni.
  • Mælikvarðar jarðvegsgæða.
  • Áhrif utan að komandi þátta (t.d. gróður og loftslag) á jarðveg og næringarefnainnihald.
  • Jarðvegur sem rannsóknarefni í sambandi við mannvist og umhverfissögu.
  • Þjálfun á rannsóknastofu til að rannsaka eiginleika jarðvegs (t.d. jarðvegsgæði).

Námskeiðið samanstendur af fyrirlesturum, vettvangs- og rannsóknastofuvinnu og ritgerðaskrifum.

X

Meistararitgerð í fornleifafræði (FOR441L)

Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Lovísa Agnes Jónsdóttir
Maren von Mallinckrodt
Lovísa Agnes Jónsdóttir
Historical Archaeology, MA

Háskólanám í sögulegri fornleifafræði er mjög áhugavert og hefur víkkað sjóndeildarhringinn og sýnt mér nýjar leiðir í að nálgast fornleifafræði, t.d. í tengslum við aðrar greinar. Það hefur verið tekið vel í hugmyndir mínar í námskeiðum og ég hef náð markmiðum mínum með aðstoð kennaranna. Nemendahópurinn er alþjóðlegur sem veitir frábært tækifæri til að kynnast nemendum frá öðrum löndum og fornleifafræði víðs vegar að í heiminum.

Maren von Mallinckrodt
Söguleg fornleifaræði, MA

Söguleg fornleifafræði er spennandi meistaranám sem gefur góða innsýn í sögu þessa einstaka lands. Það sem ég kunni sérstaklega að meta er sveigjanleikinn í náminu þar sem hægt er að laga það að eigin rannsóknarviðfangsefnum, meðal annars í tveggja ára lokaverkefninu og ýmsum  'einstaklingsverkefnum.' Einnig veita skyldunámskeiðin mikilvæga fræðilega þekkingu sem er ómissandi fyrir áframhaldandi akademískt starf. Í heildina hefur námið farið fram úr mínum væntingum og ég er mjög ánægður með að hafa tekið þetta stóra skref að flytja til Íslands til að ljúka gráðu.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.