5. júlí 2022
Allsherjaruppfærsla á vélbúnaði Uglu
Allsherjaruppfærsla á vélbúnaði Uglunnar, innri vefs Háskólans, mun eiga sér stað eftir klukkan 16 í dag, þriðjudaginn 5. júlí. Búast má við rekstrartruflunum í kjölfar uppfærslunnar.
Á ytri vefjum Háskóla Íslands er búist við því að uppfærslan hafi áhrif á eftirfarandi síður eða síðuhluta:
- Starfsmannaleit
- Fræðimannaleit
- Starfsmannalista
- Upplýsingasíður um starfsmenn
- Námsleiðasíður
- Viðburðadagatal
Notendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.