Skip to main content
16. febrúar 2024

Brennivín og Barbie á Hugvísindaþingi

Brennivín og Barbie á Hugvísindaþingi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Dagskrá Hugvísindaþings 2024 liggur nú fyrir og meðal umfjöllunarefnis á þinginu er femínísk siðfræði í Barbie, goð og hetjur, strumpa- og skordýramál, sögulegar rætur kynþáttahyggju, brennivínslandið Ísland, smásögur, sjálfstæðiskonur 20. aldar, áskoranir listar og tækni og fjarlestur.  

Þingið verður haldið dagana 8. og 9. mars og fara málstofur fram í Árnagarði, Lögbergi, Odda og Veröld, sautján málstofur á föstudeginum Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, setur þingið í fyrirlestrasal Eddu föstudaginn 8. mars kl. 12 og í kjölfarið flytur Carolyne Larrington, prófessor emerita við Oxford-háskóla, hátíðarfyrirlestur sem hún nefnir Old Norse Myth in Anglophone Popular Culture: Óðinn, Þórr, Loki and His Children. Sérsvið Carolyne er norrænar og evrópskar miðaldabókmenntir og nútímaaðlaganir á miðaldaefni.

Carolyne Larrington, prófessor emerita í evrópskum miðaldabókmenntum við Oxford-háskóla og emeritus rannsóknarfélagi við St. John's College í Oxford, flytur hátíðarfyrirlestur Hugvísindaþings 2024.

Hægt er að skoða dagskrá þingsins á slóðinni hugvisindathing.hi.is. Í boði er að fá fyrirlestra eða málstofur táknmálstúlkaðar en óskir um slíkt þurfa að berast fyrir 6. mars á netfangið rannsve@hi.is.

Hugvísindaþing 2024