Skip to main content
11. október 2024

Ellefu teymi taka þátt í Snjallræði

Ellefu teymi taka þátt í Snjallræði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Ellefu teymi hafa verið valin til að taka þátt í samfélagslega vaxtarrýminu Snjallræði í ár en Háskóli Íslands er meðal aðstandenda þess. Vísindafólk við Háskóla Íslands kemur að fjórum teymanna og byggjast þau öll á rannsóknum innan HÍ.

Snjallræði var sett á laggirnar árið 2018 til að styðja við öflug teymi sem vinna að lausnum á samfélagslegum áskorunum samtímans. Verkefnin miða að því að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og ná yfir svið eins og heilbrigðisþjónustu, velferðartækni, menntakerfið og jafnréttismál.

Metfjöldi umsókna barst í Snjallræði í ár, eða 68, og 11 teymi fengu inngöngu að þessu sinni. Þau eru:

  • Animara: Hannar hentug og stílhrein föt fyrir einstaklinga með hreyfihömlun, sem eykur sjálfstæði og minnkar álag á umönnunaraðila.
  • SKIMA: Þróar hugbúnað til að einfalda sálfræðilegar athuganir fyrir börn, sem bætir nákvæmni og skilvirkni í greiningu.
  • CodonRed: Skimar eftir stökkbreytingum og skemmdum í erfðaefni. Thejus B. Venkatesh, doktorsnemi í líf- og læknavísindum við HÍ, stýrir verkefninu.
  • Velferðalag: Miðar að því að bæta líðan og auka almenna þekkingu með jákvæðum inngripum, byggð á jákvæðri sálfræði.
  • CHEMeFuel: Þróar orkurík lífeldsneyti úr úrgangsefnum og grænu metanóli fyrir sjálfbæran flugrekstur með það að markmiði að draga úr kolefnislosun. Haraldur Gunnar Guðmundsson, lektor við Raunvísindadeild, og Anna Bergljót Guðmundsdóttir, nýdoktor við Verkfræði og náttúruvísindasvið HÍ, standa að verkefninu.
  • Vitkast: Skólasamfélagið hefur lengi kallað eftir betra og fjölbreyttara námsefni. Vitkast er gagnvirkur námsvefur með verkefnum sem stækkar verkfærakistu kennara til að ýta undir áhuga nemenda og styrkir færni þeirra til framtíðar.

Teymin hófu þátttöku í Snjallræði í lok ágúst og munu á næstu vikum sækja fjölbreyttar vinnustofur, mentorafundi og ýmsa viðburði sem allir miða að því að hjálpa teymunum að þróa hugmyndir sínar frekar. Hér eru þau á vinnustofu þar sem sérfræðingar frá MIT deila þekkingu sinni með þátttakendum

  • Textílbarinn: Safnar og selur ónotaðan textíl auk þess að kenna hvernig má gera við og endurnýta slíkan textíl til að draga úr úrgangi.
  • NúnaTrix: Býr til fræðslutölvuleiki fyrir börn sem þurfa að gangast undir læknismeðferð og rannsóknir með það að markmiði að minnka kvíða og bæta heilsulæsi. Brynja Ingadóttir, dósent við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, er einn aðstandenda verkefnisins.
  • Heillaspor Center: Stefnir á stofnun miðstöðvar á Íslandi fyrir snemmtæka meðferð við átröskunum.
  • ALDA Clinical Technologies: Þróar máltæknitól fyrir snemmtæka greiningu og eftirfylgd með taugahrörnunarsjúkdómum og málröskunum í minni tungumálum. Að verkefninu standa Íris Edda Nowenstein, lektor í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands og talmeinafræðingur við Landspítala, Bryndís Bergþórsdóttir, rannsakandi við Háskóla Íslands og nemi í talmeinafræði, Gunnar Thor Örnólfsson, sérfræðingur í máltækni við Háskólann í Reykjavík, og Hinrik Hafsteinsson, sérfræðingur í máltækni við Árnastofnun og Háskóla Íslands.
  • Hvað nú?: Einfaldar syrgjendum úrlausn hinna fjölmörgu verkefna sem fylgja andláti ástvinar með því að auðvelda aðgengi að upplýsingum og ráðgjöf.

Teymin hófu þátttöku í Snjallræði í lok ágúst og munu á næstu vikum sækja fjölbreyttar vinnustofur, mentorafundi og ýmsa viðburði sem allir miða að því að hjálpa teymunum að þróa hugmyndir sínar frekar. Botn verður svo sleginn í Snjallræði í desember með lokahófi.

Vaxtarrýmið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Það er rekið í samstarfi við MITdesignX, þar sem sérfræðingar frá MIT deila þekkingu sinni með þátttakendum. Þátttakendur fá aðgang að fræðslu og þjálfun frá bæði innlendum og erlendum sérfræðingum á sviði samfélagsmála og nýsköpunar, auk fundar með reyndum mentorum. Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og Marel.

Hægt er að kynna sér Snjallræði á vef verkefnisins.

Teymin á bak við þau verkefni sem taka þátt í Snjallræði í ár.
CodonRed: Skimar eftir stökkbreytingum og skemmdum í erfðaefni. Thejus B. Venkatesh, doktorsnemi í líf- og læknavísindum við HÍ, stýrir verkefninu.CodonRed: Skimar eftir stökkbreytingum og skemmdum í erfðaefni. Thejus B. Venkatesh, doktorsnemi í líf- og læknavísindum við HÍ, stýrir verkefninu.
CHEMeFuel: Þróar orkurík lífeldsneyti úr úrgangsefnum og grænu metanóli fyrir sjálfbæran flugrekstur með það að markmiði að draga úr kolefnislosun. Haraldur Gunnar Guðmundsson, lektor við Raunvísindadeild, og Anna Bergljót Guðmundsdóttir, nýdoktor við Verkfræði og náttúruvísindasvið HÍ, standa að verkefninu.
NúnaTrix: Býr til fræðslutölvuleiki fyrir börn sem þurfa að gangast undir læknismeðferð og rannsóknir með það að markmiði að minnka kvíða og bæta heilsulæsi. Brynja Ingadóttir, dósent við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, er einn aðstandenda verkefnisins.
ALDA Clinical Technologies: Þróar máltæknitól fyrir snemmtæka greiningu og eftirfylgd með taugahrörnunarsjúkdómum og málröskunum í minni tungumálum. Að verkefninu standa Íris Edda Nowenstein, lektor í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands og talmeinafræðingur við Landspítala, Bryndís Bergþórsdóttir, rannsakandi við Háskóla Íslands og nemi í talmeinafræði, Gunnar Thor Örnólfsson, sérfræðingur í máltækni við Háskólann í Reykjavík, og Hinrik Hafsteinsson, sérfræðingur í máltækni við Árnastofnun og