Skip to main content
24. febrúar 2025

Fræðafólk HÍ fær fjölda styrkja úr Aski - mannvirkjarannsóknasjóði

Reykjavik

Rannsóknir á algengi og eðli galla í nýbyggðum fjölbýlishúsum á Íslandi, íslenska útveggnum, kolefnisneikvæðum byggingarefnum, kolefnisbindingu blágrænna ofanvatnslausna, kolefnislosun í byggingariðnaði og tjónnæmi íslenskra bygginga í jarðskjálftum eru meðal þeirra verkefna vísindafólks HÍ sem fengu styrk úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði á dögunum.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutar úr sjóðnum árlega en hann styður mannvirkjarannsóknir með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar. Að þessu sinni bárust 70 umsóknir um styrki úr Aski en 40 þeirra fengu stuðning, samtals að upphæð 182 milljónir króna.

Styrkir eru veittir í fimm flokkum sem snerta m.a.  galla, raka og myglu, byggingarefni, gæði í byggðu umhverfi, orkunýtingu og losun og tækninýjungar og hlýtur fræðafólk af Verkfræði- og náttúruvísindasviði  og Félagsvísindasviði styrki í fjórum flokkanna. Samanlögð upphæð styrkjanna nemur rúmlega 36 milljónum króna.

Hægt er að sjá yfirlit yfir styrkt verkefni og kynna sér þau nánar á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

Miðbær Reykjavíkur