Skip to main content
28. maí 2020

Háskóli Íslands og FEINART auglýsa stöður fyrir unga fræðimenn

Háskóli Íslands er aðili að rannsóknarverkefninu FEINART – “The Future of European Independent Art Spaces in a Period of Socially Engaged Art” sem auglýsir nú til umsóknar 11 stöður fyrir unga fræðimenn (Early-Stage Researchers).

FEINART er metnaðarfullt og þverfræðilegt rannsóknarverkefni sem Evrópusambandið styrkir sem hluta af Horizon 2020-áætluninni (Marie Skłodowska-Curie Innovative Training Network Action). Þau sem valin verða úr hópi umsækjenda munu vinna þriggja ára doktorsrannsókn sem snýst um samfélagslega list. Æskilegt er að vinna við doktorsverkefnin hefjist í október/nóvember 2020. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2020.

Samfélagsleg list leitast við að ná fram breytingum á sviði samfélags og stjórnmála með samstarfi þvert á fræðasvið og samvinnu listamanna, einstaklinga, samfélaga og stofnana; áherslan er á að læra með því að taka þátt og stunda rannsóknir í hópi. FEINART er fyrsta stóra þjálfunaráætlunin sem miðast við að efla rannsóknir á möguleikum og skilyrðum starfsemi af þessum toga í Evrópu samtímans.

Fyllri lýsingu á verkefninu og upplýsingar um hæfi og ráðningarferlið má finna í meðfylgjandi skjali, og hér á síðu feinart.org.

Háskóli Íslands og FEINARTauglýsa nú til umsóknar 11 stöður fyrir unga fræðimenn (Early-Stage Researchers).