Skip to main content
4. mars 2025

Hugvísindaþing 2025

Hugvísindaþing 2025 - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hugvísindaþing 2025 verður haldið í Háskóla Íslands dagana 7. og 8. mars. Á Hugvísindaþingi er borið fram það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Meðal þess sem fjallað verður um í ár er breytileiki í íslenskum framburði, tengsl Íslands og Grænlands í sögu og samtíð, rithöfundurinn Auður Haralds, sjálfsskrif, Jethro Tull, íslenskt listalíf í stássstofum á 19. og 20. öld, íslenskar kvikmyndir, hvítleiki, konur í Reykjavík á 18.–20. öld, samfélagsheimspeki, valkyrjur og þrívíðar rannsóknir.

Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið í Hátíðasal í Aðalbyggingu föstudaginn 7. mars kl. 12. Í kjölfarið verður pallborð með yfirskriftinni Án okkar, heimsendir! Um hugvísindin og samfélagið í dag og á morgun. Þar ræða fyrrverandi og núverandi sviðsforsetar, Ástráður Eysteinsson, Guðmundur Hálfdánarson og Ólöf Garðarsdóttir, stöðu og framtíð Hugvísinda. Pallborðinu stýra Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknastjóri á Hugvísindasviði, og Ásta Kristín Benediktsdóttir, dósent við Íslensku- og menningardeild. 

Hægt er að skoða dagskrá þingsins á síðunni hugvisindathing.hi.is. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Verið velkomin á Hugvísindaþing!

Frá Hugvísindaþingi 2024.
Frá Hugvísindaþingi 2024.
Frá Hugvísindaþingi 2024.
Frá Hugvísindaþingi 2024.
Frá Hugvísindaþingi 2024.