13. mars 2024
Ingibjörg starfandi sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs
Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda, tók við starfi sem forseti Heilbrigðisvísindasviðs þann 1. mars 2024 og gegnir því þar til ráðið verður í starfið að nýju. Samhliða starfi forseta mun Ingibjörg sinna verkefnum aðstoðarrektors að hluta.
Starf forseta Heilbrigðisvísindasviðs hefur verið auglýst til umsóknar og er umsóknarfrestur til og með 3. apríl. Hægt er að senda inn umsókn um það á vef Starfatorgs.