Kathryn hlýtur inngöngu í Global Young Academy
Kathryn Crowe, nýdoktor í talmeinafræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið inngöngu í Global Young Academy.
Global Young Academy eru alþjóðleg samtök framúrskarandi ungra vísindamanna. Í samtökunum eru um 200 vísindamenn frá öllum heimshornum, á aldursbilinu 30 – 40 ára, sem hafa lokið doktorsprófi. Markmið samtakanna er að gefa ungum vísindamönnum rödd og hvetja til alþjóðlegs samstarfs og samræðna með áherslu á vísindi, menntun, þróun starfsframa í vísindum og að efla stoðir vísinda í þróunarlöndum.
Aðild að samtökunum byggir á framlagi til vísinda og ákveðnu matsferli hjá starfandi meðlimum. Aðildin gildir í fimm ár.
Kathryn lauk doktorsprófi frá Charles Sturt University í Ástralíu árið 2013 og hefur síðan þá m.a. gegnt nýdoktorastöðum við Rochester Institute of Technology í New York og Kaupmannahafnarháskóla. Hún kom til starfa á nýdoktorastyrk við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2019 og sinnir bæði kennslu og rannsóknum í talmeinafræði.
Sjá einnig: Verðlaunuð fyrir árangur í rannsóknum