Menntaverðlaun Háskóla Íslands veitt í fimmta sinn
Tuttugu og sex nemendur úr framhaldsskólum víða um land tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við útskriftir úr skólunum í vor, en verðlaunin voru nú veitt í fimmta sinn.
Markmið Menntaverðlauna Háskóla Íslands er að verðlauna framhaldskólanema sem hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs auk þess að hafa sýnt eftirtektarverða frammistöðu á sviði lista eða íþrótta, átt mikilvægt framlag til skólafélaga eða skólans eða sýnt þrautseigju við erfiðar aðstæður.
Hver framhaldsskóli gat tilnefnt einn nemanda til Menntaverðlaunanna og að þessu sinni bárust Háskóla Íslands 26 tilnefningar. Verðlaunin voru að þessu sinnni gjafabréf í Bóksölu stúdenta að upphæð 20 þúsund krónur, viðurkenningarskjal frá rektor Háskóla Íslands og styrkur sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið í Háskóla Íslands, kjósi verðlaunahafinn að hefja nám þar.
Nemendur sem hlutu Menntaverðlaun Háskóla Íslands við útskrift úr framhaldsskóla gátu jafnframt sótt um styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands en styrkjum verður úthlutað úr honum við upphaf næsta skólaárs.
Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands 2022 eru:
- Adele Alexandra Bernabe Pálsson – Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
- Ágúst Ingi Davíðsson – Menntaskólinn í Kópavogi
- Ástrós Magna Vilmundardóttir – Menntaskólinn við Sund
- Birta Líf Agnarsdóttir – Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
- Bjartmar Þór Unnarsson – Borgarholtsskóli
- Dagmar Íris Hafsteinsdóttir – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
- Elín Anna Óladóttir – Framhaldsskólinn á Húsavík
- Elísabeth Anna Gunnarsdóttir – Menntaskólinn á Egilsstöðum
- Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson – Framhaldsskólinn á Laugum
- Halldóra Margrét Pálsdóttir – Fjölbrautskóli Snæfellinga
- Hákon Þorbergur Jónsson – Verkmenntaskóli Austurlands
- Hekla Dís Kristinsdóttir – Kvennaskólinn í Reykjavík
- Helena Rafnsdóttir – Fjölbrautaskóli Suðurnesja
- Hildur Tanja Karlsdóttir – Fjölbrautaskóli Suðurlands
- Iðunn Björg Arnaldsdóttir – Menntaskólinn við Hamrahlíð
- Íris Torfadóttir – Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
- Jelena Rós Valsdóttir – Menntaskólinn á Ísafirði
- Kristín Jóna Kristjónsdóttir – Verzlunarskóli Íslands
- Kristjana Vilborg Þorvaldsdóttir – Háskólabrú Keilis
- Ólöf María Steinarsdóttir - Tækniskólinn
- Paula Gaciarska – Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
- Sigurður Pétur Stefánsson – Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
- Sóley Úa Pálsdóttir – Menntaskólinn á Akureyri
- Stefán Ingi Víðisson – Menntaskólinn á Ásbrú
- Tómas Helgi Snorrason – Menntaskólinn í Reykjavík
- Þóra Kristín Stefánsdóttir – Menntaskóli Borgarfjarðar
Háskóli Íslands óskar þeim öllum innilega til hamingju með verðlaunin og glæsilegan árangur í framhaldsskóla.