Skip to main content
5. desember 2024

Ný bók um hlutverk norðurslóða í utanríkis- og öryggisstefnu Íslands

Ný bók um hlutverk norðurslóða í utanríkis- og öryggisstefnu Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands

Út er komin bókin Embellished Promise: Icelandʼs Arctic Policies and Shifting Geopolitics eftir Val Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Útgefandi er Palgrave Macmillan.

Í bókinni er fjallað um hlutverk norðurslóða í stefnu Íslands í utanríkis- og öryggismálum og það sett í samhengi við þróun alþjóðamála, eins og endalok kalda stríðsins, umræðuna um loftslagsbreytingar, uppgang Kína, hina alþjóðlegu fjármálakreppu og afturhvarf til spennu í samskiptum vestrænna ríkja og Rússlands. Auk þess er er sjónum beint að tilraunum stjórnvalda – og viðbrögðum annarra þjóða við þeim – til að nýta sér stöðu Íslands á norðurslóðum í utanríkismálum. Þær gengu út á þrennt: „áhættuvarnir“ eftir að Bandaríkjaher hvarf tímabundið héðan og eftir hrun bankakerfisins, sjálfsmyndarstjórnmál og „þjóðarmörkun“ til að auka áhrif Íslands á alþjóðavettvangi og pólitískar aðgerðir til að þétta raðirnar með vestrænum þjóðum gegn Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu.

Valur Ingimundarson sérhæfir sig í alþjóðasögu og -stjórnmálum sem og stefnu Íslands í utanríkis- og öryggismálum. Eftir hann liggja m.a. bækurnar Liberal Disorder, States of Exceptions, and Populist Politics (meðristjóri, 2020), Iceland‘s Financial Crisis: The Politics of Blame, Protest, and Reconstruction (meðritstjóri, 2016); Nordic Cold War Cultures: Ideological Promotion, Public Reception, and East-West Interactions (meðritstjóri 2015) og The Rebellious Ally: Iceland, the United States, and the Politics of Empire, 1945–2006 (2011)

Útdráttur á ensku:

Embellished Promise: Icelandʼs Arctic Policies and Shifting Geopolitics by Valur Ingimundarson, a Professor of Contemporary History at the University of Iceland, has been published by Palgrave Macmillan. The book is about how Iceland has been portrayed and cast as an Arctic state, how its Arctic political engagement has manifested itself in its foreign and security policies, how other states and institutions have influenced its Arctic posture, and how its stakeholding aspirations in the region have been pursued, perceived, and received. The focus is on two broad themes: First, the discursive role of the Arctic in Iceland’s foreign and security policies is examined and put within a geopolitical context, such as the end of the Cold War, the emergence of climate change on the international agenda, regional institution-building, the rise of China, the global financial crisis, and the resumption of rivalry between the West and Russia. Second, there is an engagement with the responses of other states—such as the United States, the Nordics, and China—to attempts by Icelandic elites to use the Arctic for various political, economic, and cultural purposes: as a post-Cold War hedging instrument after the United States ended, temporarily, a long-standing military presence in Iceland; as an experimental crisis response mechanism to mitigate the effects of Iceland’s financial crash during the Great Recession; as a form of identity politics in connection with Iceland’s status-seeking in international forums; as part of a nation branding exercise associated with Iceland’s geostrategic location, and as a way to recommit in a conformist way to a Western balancing policy vis-à-vis Russia after its invasion of Ukraine.

Út er komin bókin Embellished Promise: Icelandʼs Arctic Policies and Shifting Geopolitics eftir Val Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.