29. júní 2023
Nýr aðstoðarrektor og deildarforsetar taka við um mánaðamótin
Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, tekur formlega við sem aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands nú um mánaðamótin um leið og nokkrar breytingar verða á forystu innan deilda skólans.
Ingibjörg tekur við starfinu 1. júlí af Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur sem gegnt hefur starfi aðstoðarrektors vísinda undanfarin sjö ár en snýr nú aftur í sitt prófessorsstarf í félagsfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild.
Þá verða einnig eftirfarandi breytingar á skipan deildarforseta við deildir skólans:
- Við Lyfjafræðideild tekur Berglind Eva Benediktsdóttir við sem deildarforseti og Elvar Örn Viktorsson sem varadeildarforseti.
- Við Matvæla- og næringarfræðideild tekur Ólöf Guðný Geirsdóttir við sem deildarforseti og Ólafur Ögmundarson sem varadeildarforseti.
- Við Mála- og menningardeild tekur Guðrún Björk Guðsteinsdóttir við sem forseti og Gísli Magnússon sem varadeildarforseti.
- Brynhildur Davíðsdóttir tekur við af Láru Jóhannsdóttur sem forstöðumaður þverfræðilegs náms í umhverfis- og auðlindafræði.