Skip to main content
18. október 2022

Nýtt leiðtoganámskeið tengt áskorunum á norðurslóðum

Nýtt leiðtoganámskeið tengt áskorunum á norðurslóðum - á vefsíðu Háskóla Íslands

Rannsóknasetur um norðurslóðir og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun innan HÍ bjóða í samstarfi við fleiri aðila upp á nýtt og spennandi námskeið fyrir framhaldsnema þar sem ætlunin er að þjálfa fólk í takast á við þær flóknu áskoranir sem blasa við samfélögum og í umhverfismálum á norðurslóðum. Námskeiðið er þverfræðilegt og opið meistara- og doktorsnemum af öllum fræðasviðum skólans en umsóknarfrestur er til 15. nóvember nk.

Námskeiðið heitir ARCADE: The Arctic Academy for Social and Environmental Leadership en þar er leitast við að finna nýstárlegar leiðir til þess að takast á við áskoranir norðurslóða á umbrotatímum. Áhersla er á að efla leiðtogahæfni þátttakenda og skapandi lausnir frá þverfræðilegu sjónarhorni. Námskeiðið samanstendur af þremur staðbundnum vikulöngum námskeiðum á Íslandi, í Noregi og á Grænlandi. 

Kynningarmyndband fyrir námskeiðið

Vilt þú sækja um þátttöku í ARCADE? Sendu tölvupóst með rökstuðningi og ferilskrá á arcade@hi.is fyrir 15. nóvember!

Nánar um námskeiðið
 
Að verkefninu koma Rannsóknasetur um norðurslóðir og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun innan HÍ í  samstarfi við Ilisimatusarfik - Grænlandsháskóla, UiT Norges arktiske universitetí Tromsø, The Arctic Initiative við Kennedy-skólann við Harvard-háskóla og Hringborð norðurslóða, Arctic Circle.

Hafís