Styrkir til afreksnemenda sem innritast í grunnnám í haust
Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands auglýsir nú eftir umsóknum um styrki en sjóðurinn styður framhaldsskólanema sem innritast í grunnnám í Háskóla Íslands og hafa náð afburðaárangri á stúdentsprófi.
Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2023-2024 er 5. júní 2023.
Sjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2008 og frá þeim tíma hafa um 400 nýnemar við Háskólann hlotið styrki úr sjóðnum. Hver styrkur nemur 300.000 kr. auk 75.000 kr. til endurgreiðslu á skrásetningargjaldi við Háskóla Íslands.
Við úthlutun styrkja er tekið mið af framúrskarandi námsárangri á stúdentsprófi. Einnig er horft til virkni í félagsstörfum og árangurs stúdenta á öðrum sviðum, s.s. í listum og íþróttum. Jafnframt er leitast við að styrkja nemendur sem sýnt hafa sérstakar framfarir í námi sínu eða hafa náð góðum námsárangri þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Nemendur sem hafa íslensku sem annað mál eru sérstaklega hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar um sjóðinn og nauðsynleg fylgiskjöl með styrkumsóknum