Skip to main content
10. febrúar 2023

Þrjár bækur fræðafólks við HÍ tilnefndar til viðurkenningar Hagþenkis

Þrjár bækur fræðafólks við HÍ tilnefndar til viðurkenningar Hagþenkis - á vefsíðu Háskóla Íslands

Þrjár bækur fræðafólks við Háskóla Íslands hafa verið tilnefndar til viðurkenningar Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2022 en hún er veitt árlega fyrir fræðirit, kennslugögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis eða rannsókna. Tvær bókanna koma út á vegum Háskólaútgáfunnar. 

Tilnefningar til viðurkenningarinnar voru kynntar miðvikudaginn 8. febrúar í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Grófinni. Fræðafólk við Háskóla Íslands var tilnefnt að þessu sinni fyrir eftirfarandi bækur:  

„Hagnýtt fræðirit um þann einfalda en oft hunsaða sannleik að allir þjóðfélagsþegnar eigi að njóta grundvallarmannréttinda. Tímamótaverk,“ segir í umsögn viðurkenningarráðs Hagþenkis um bókina.

„Mikilvæg bók sem teflir niðurstöðum nýlegra rannsókna fram gegn hefðbundinni sýn á sögustaði,“ segir í umsögn viðurkenningarráðs.

„Víðtæk og vel skrifuð þjóðfélagsfræðileg greining á þróun lífskjara og samfélagsgerðar á Íslandi,“ segir í umsögn viðurkenningaráðs.

Allar tilnefningar til viðurkenninga Hagþenkis má nálgast á vef félagsins.

Viðurkenning Hagþenkis verður veitt við hátíðlega athöfn um miðjan mars en hún felst í sérstöku viðurkenningarskjali og 1.250.000 kr.
 

Hluti þess hóps höfunda sem tilnefndur er til viðurkenningar Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2022
Bækurnar þrjár frá fræðafólki HÍ sem tilnefndar eru til viðurkenningarinnar