Þrjátíu og fimm hljóta framgang í starfi

Þrjátíu og fimm akademískir starfsmenn Háskóla Íslands hafa fengið framgang í starfi að undangengnu ítarlegu faglegu mati á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviða skólans. Starfsfólkið kemur af öllum fimm fræðasviðunum.
Akademískir starfsmenn geta árlega sótt um framgang í starfi og er hann jafnan veittur einu sinni á ári, þ.e. í lok skólaárs. Mat á umsóknum er í höndum sérstakra framgangsnefnda hvers fræðasviðs sem afgreiða hvert mál til framgangs- og fastráðningarnefndar. Í framhaldinu ákveður rektor á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálita og afgreiðslu framgangs- og fastráðningarnefndar hverjum veita skuli framgang.
Að þessu sinni fá sautján framgang í starf prófessors, sextán í starf dósents, einn starfsmaður fær framgang í starf fræðimanns við Jarðvísindastofnun og einn fær framgang í starf fræðimanns við Raunvísindastofnun
Eftirtaldir starfsmenn fá framgang:
Félagsvísindasvið
![]() |
Ásta Dís Óladóttir í starf prófessors við Viðskiptafræðideild | |
![]() |
Freydís Jóna Freysteinsdóttir í starf prófessors við Félagsráðgjafardeild | |
![]() |
Helga Sól Ólafsdóttir í starf dósents við Félagsráðgjafardeild | |
![]() |
Hersir Sigurgeirsson í starf prófessors við Viðskiptafræðideild | |
![]() |
Hulda Þórisdóttir í starf prófessors við Stjórnmálafræðideild | |
![]() |
James Gordon Rice í starf prófessors við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild | |
![]() |
Marías Halldór Gestsson í starf dósents við Hagfræðideild | |
![]() |
Ragna Kemp Haraldsdóttir í starf dósents við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild | |
![]() |
Sigurður Guðjónsson í starf dósents við Viðskiptafræðideild | |
![]() |
Stefanía Óskarsdóttir í starf prófessors við Stjórnmálafræðideild | |
![]() |
Valgerður Anna Jóhannsdóttir í starf dósents við Stjórnmálafræðideild | |
![]() |
Valgerður Sólnes í starf prófessors við Lagadeild |
Heilbrigðisvísindasvið
![]() |
Björn Viðar Aðalbjörnsson í starf dósents við Matvæla- og næringarfræðideild | |
![]() |
Brynja Örlygsdóttir í starf prófessors við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild | |
![]() |
Emma Marie Swift í starf dósents við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild | |
![]() |
Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir í starf prófessors við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild | |
![]() |
Heiða María Sigurðardóttir í starf prófessors við Sálfræðideild | |
![]() |
Hjalti Már Björnsson í starf dósents við Læknadeild | |
![]() |
Kristín Huld Haraldsdóttir í starf dósents við Læknadeild | |
![]() |
Margrét Helga Ögmundsdóttir í starf prófessors við Læknadeild | |
![]() |
Marianne Klinke í starf prófessors við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild | |
![]() |
Ólafur Ögmundarson í starf dósents við Matvæla- og næringarfræðideild | |
![]() |
Þóra Jenný Gunnarsdóttir í starf prófessors við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild | |
![]() |
Þóra Másdóttir í starf dósents við Læknadeild |
Hugvísindasvið
![]() |
Davíð Ólafsson í starf dósents við Íslensku- og menningardeild |
Menntavísindasvið
![]() |
Ásta Jóhannsdóttir í starf dósents við Deild menntunar og margbreytileika |
![]() |
Ástríður Stefánsdóttir í starf prófessors við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda |
![]() |
Jón Yngvi Jóhannsson í starf dósents við Deild faggreinakennslu |
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
![]() |
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson í starf dósents við Raunvísindadeild |
![]() |
Edda Ruth Hlín Waage í starf dósents við Líf- og umhverfisvísindadeild |
![]() |
Elisa Piispa í starf fræðimanns við Jarðvísindastofnun |
![]() |
Enikö Bali í starf prófessors við Jarðvísindadeild |
![]() |
Jakob Sigurðsson í starf prófessors við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild |
![]() |
Snædís Huld Björnsdóttir í starf prófessors við Líf- og umhverfisvísindadeild |
![]() |
Younes Abghoui í starf fræðimanns við Raunvísindastofnun |
Háskóli Íslands færir öllu þessu fólki hamingjuóskir með framganginn.