Tólf verkefni á Heilbrigðisvísindasviði fá styrk úr Rannsóknasjóði
Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2025. Alls bárust 381 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 64 þeirra styrktar eða tæp 17% umsókna.
Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum til doktorsnema til öndvegisstyrkja. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu. Margrét Helga Ögmundsdóttir, prófessor í líffærafræði, hlaut annan af tveimur öndvegissstyrkjum sem veittir voru að þessu sinni en verkefni hennar snýr að því að greina samspil niðurbrots og ólíkra efnaskiptaferla í briskrabbameinsfrumum. Áhersla er á að skilja hlutverk niðurbrotspróteinsins ATG7 og greina möguleika á sértækum hindrum sem meðferðarmöguleika.
Styrkveitingar til nýrra verkefna nema á þessu ári rúmum 1.1 milljarði króna, en þar sem verkefnin eru almennt til þriggja ára verður heildarkostnaður vegna þeirra tæplega 3.2 milljarðar króna á árunum 2025-2027.
Hér fylgir yfirlit yfir styrkþega á Heilbrigðisvísindasviði 2025 en alls fengu 12 rannsóknarverkefni á sviðinu styrk. Frekari greiningu er að finna á vef Rannsóknasjóðs.
Öndvegisstyrkur
Nafn: Margrét Helga Ögmundsdóttir
Heiti: Hlutverk ATG7 í efnaskiptum briskrabbameina
Upphæð: 54.965.000 kr.
Lífvísindi
Nafn: Erna Magnúsdóttir
Heiti: Undirbúningur litnis fyrir frumkímfrumuörlög af hendi RHOX umritunarþátta
Upphæð: 25.087.500 kr.
Nafn: Valborg Guðmundsdóttir
Heiti: Tímaháðar breytingar prótína og DNA-metýlunar í þróun Alzheimer sjúkdóms
Upphæð: 25.680.000 kr.
Lífvísindi (Nýdoktor)
Nafn: Nhung Hong Vu
Heiti: Hvernig eykur kímlínustökkbreytingunni E318K í MITF líkurnar á myndun sortuæxla?
Upphæð: 13.875.000 kr.
Lífvísindi (Doktorsnemar)
Nafn: Sana Gadiwalla
Heiti: Umritunarstjórn á mótanleika taugafrumna lyktarskyns
Upphæð: 9.780.000 kr.
Nafn: Milan Pieter Paul De Putter
Heiti: RHOX5 og RHOX6 í stjórnun umframerfða á hæfni til ákvörðunar kímlínunnar
Upphæð: 9.999.900 kr.
Klínískar rannsóknir og lýðheilsa
Nafn: Urður Njarðvík
Heiti: Tilfinningastjórnun sem stýribreyta í tveimur mismunandi meðferðum fyrir börn með mótþróaþrjóskuröskun: Slembuð klínísk samanburðarrannsókn
Upphæð: 17.617.500 kr.
Nafn: Unnur Anna Valdimarsdóttir, Thor Aspelund
Heiti: Forspárþættir og heilsufarslegar afleiðingar lýtaaðgerða meðal íslenskra kvenna
Upphæð: 23.298.750 kr.
Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (Doktorsnemi)
Nafn: Unnur Jakobsdóttir Smári
Heiti: ADHD hjá konum - geðheilbrigði og fylgiraskanir yfir lífsskeiðið
Upphæð: 9.780.000 kr.
Náttúru- og umhverfisvísindi (Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum)
Nafn: Kalina Hristova Kapralova
Heiti: Erfðafræðilegur grunnur smækkunar
Upphæð: 24.500.000 kr.
Félagsvísindi og menntavísindi
Nafn: Sabrina Hansmann-Roth
Heiti: The influence of learning about stimulus variability and uncertainty and their contributions to serial dependence
Upphæð: 24.136.250 kr.
Félagsvísindi og menntavísindi (Nýdoktor)
Nafn: Ivan Makarov
Heiti: Titrandi tónlist
Upphæð: 13.487.500 kr.