Skip to main content

Hagnýt atferlisgreining - Viðbótardiplóma

Hagnýt atferlisgreining - Viðbótardiplóma

Þverfræðilegt framhaldsnám

Hagnýt atferlisgreining

Viðbótardiplóma – 60 einingar

Hagnýt atferlisgreining er vísindagrein sem fjallar um hegðun og samspil hennar við umhverfið og um  það hvernig hegðun lærist. Viðfangsefni hennar eru grunnlögmál hegðunar og hvernig hægt er að beita þeim á markvissan hátt til að hafa jákvæð áhrif á nám og hegðun. Notaðar eru gagnreyndar aðferðir og áhersla lögð á að meta og mæla árangur af kennslu eða íhlutun. 

Skipulag náms

X

Einhverfa og þroskafrávik: Snemmtæk kennsla, stuðningur og ráðgjöf (ATF101F)

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á gagnreyndum og áhrifaríkum leiðum til að skilja, kenna og styðja við börn með röskun á einhverfurófinu og/eða þroskafrávik. Fjallað verður um áskoranir sem þessi hópur getur glímt við varðandi nám, hegðun eða félagsleg samskipti og ýmis álitamál tengd kennslu þeirra og stuðningi. Kynntar verða ýmsar matsaðferðir til að kortleggja af nákvæmni stöðu hvers einstaklings á mismunandi sviðum og hvernig slíkt mat er góður grundvöllur fyrir raunhæfa og skýra einstaklingsnámskrá. Fjallað verður um val á viðeigandi skammtíma- og langtímamarkmiðum með hliðsjón af niðurstöðum mats og óskum fjölskyldu. Gefin verða dæmi um kennslu- og/eða stuðningsáætlanir og veittar ráðleggingar um gerð einstaklingsmiðaðra áætlana.

Sérstök áhersla verður á umfjöllun um gagnreyndar aðferðir til að mæta margbreytilegum þörfum, hvort sem varðar nám, hegðun, tjáningu, samskipti eða daglegar athafnir. Þeirra á meðal eru heildstæð atferlisþjálfun, afmarkaðar kennsluæfingar, virknimat, boðskiptaþjálfun, náttúruleg kennsla og hreinlætisþjálfun. Fjallað verður um mikilvægi eftirfylgdar og hvernig hægt er að styðja við árangursríka framkvæmd kennslu/stuðnings og meta áhrif á færni, hegðun og/eða líðan barna. Samhliða allri umfjöllun verða ræddar leiðir til að stuðla að farsælu samstarfi allra hlutaðeigandi aðila með hagsmuni, styrkleika og velferð hvers einstaklings að leiðarljósi.

X

Hagnýt atferlisgreining í skólastarfi og uppeldi (ATF102F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins snýr að grundvallarþáttum atferlisgreiningar og hagnýtingu hennar, meðal annars í skólastarfi og uppeldi. Fjallað verður um grunnlögmál hegðunar, hvernig þau birtast í samskiptum og hagnýtingu þeirra á sviði uppeldis og menntunar. Undirstöðuhugtök og megin aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu verða skilgreindar og ræddar með áherslu á hvernig hægt er nýta þessa nálgun til að bæta hegðun sem er félagslega mikilvæg. Gefin verða fjölbreytt dæmi um hagnýtingu atferlisgreiningar í uppeldi og skólastarfi. Námsefnið er kennt með fyrirlestrum, hagnýtum verkefnum og hópavinnu.

X

Gagnreyndar aðferðir í kennslu og námi A (SÁL143F)

Fjallað verður um námsörðugleika barna og unglinga, eðli þeirra, uppruna, mælitæki og greiningaraðferðir. Leiðir til að vinna með námsörðugleika með aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar verða kynntar og fjallað um raunprófaða kennslutækni í þessu tilliti með áherslu á rannsóknir í hagnýtri atferlisgreiningu.

X

Starfsþjálfun í hagnýtri atferlisgreiningu 1 (ATF103F)

Nemendur ljúka starfsþjálfun á vettvangi undir handleiðslu sérfræðinga. Nemendur velja vinnustaði í samráði við kennara. Þeir munu æfast í að beita aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar við lausn fjölbreyttra viðfangsefna. Nemar kynnast eigin styrkleikum og veikleikum í starfi og vinna að þróun þekkingar sinnar og hæfni.

X

Hegðunar- og bekkjarstjórnun (ATF201F)

Námskeiðinu er ætlað að undirbúa nemendur til að fyrirbyggja, meta og draga úr hegðunarvanda með aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar. Fjallað verður um krefjandi hegðun barna og unglinga og áhrifaþætti hennar. Kynntar verða gagnreyndar og jákvæðar leiðir til að skapa hvetjandi námsumhverfi með stuðningi við jákvæða hegðun á einstaklingsgrundvelli, með áhættuhópum og á samræmdan hátt í bekknum eða skólanum öllum. Nemendur kynnast aðferðum við bekkjar- eða hópastjórnun og æfa framkvæmd virknimats og stuðningsáætlunar til að draga úr langvarandi hegðunarvanda. Fjallað verður um leiðir við ráðgjöf og handleiðslu í ofangreindum aðferðum. Í námskeiðinu öllu er lögð áhersla á mikilvægi jákvæðra samskipta og uppbyggilegs samstarfs við börn, foreldra, kennara og aðra fagaðila.

X

Siðareglur í hagnýtri atferlisgreiningu (SÁL245F)

Í námskeiðinu er farið yfir siðareglur í starfi á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar og mikilvægi faglegra vinnubragða. Áhersla er á ábyrga starfshætti, ábyrgð fagaðila gagnvart skjólstæðingum, faginu, samstarfsfólki og viðeigandi vinnubrögð. Fjallað verður um áhrif hlutdrægni hjá fagfólki og farið yfir algengar skekkjur sem geta haft áhrif á mat fagmanna. Einnig er fjallað um hvað einkennir góð og fagleg samskipti og samstarf, annarsvegar á milli fagaðila og hins vegar við aðstandendur. Samband laga og siðareglna verður athugað. Mikilvægi góðrar teymisvinnu og einkenni þess verða rædd. Námskeiðið uppfyllir kröfur sem ýmsir vottunaraðilar gera til þeirra sem starfa í atferlisgreiningu.

X

Starfsþjálfun í hagnýtri atferlisgreiningu 2 (ATF202F)

Nemendur ljúka starfsþjálfun á vettvangi undir handleiðslu sérfræðinga. Nemendur velja vinnustaði í samráði við kennara. Þeir munu æfast í að beita aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar við lausn fjölbreyttra viðfangsefna. Nemar kynnast eigin styrkleikum og veikleikum í starfi og vinna að þróun þekkingar sinnar og hæfni.

X

Starfsþjálfun í hagnýtri atferlisgreiningu 3 (ATF203F)

Nemendur ljúka starfsþjálfun á vettvangi undir handleiðslu sérfræðinga. Nemendur velja vinnustaði í samráði við kennara. Þeir munu þjálfast í að beita aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar við lausn fjölbreyttra viðfangsefna. Nemar kynnast eigin styrkleikum og veikleikum í starfi og vinna að þróun þekkingar sinnar og hæfni.

X

Hegðunar- og námsfræði (SÁL244F)

Atferlisgreining sem byggir á róttækri atferlishyggju B. F. Skinners er megininntak námskeiðsins . Kynnt verða grundvallaratriði virkra og klassískra vensla og önnur lögmál um hegðun og nám. Lítillega er fjallað um hvernig niðurstöður grunnrannsókna nýtast við kennslu, þjálfun og meðferð. Áhersla er lögð á grundvallarhugtök atferlisgreiningar.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og kenningum um áhugahvöt til náms (motivation in education).
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Kristín Dóra Magnúsdóttir
Kristín Dóra Magnúsdóttir
Hagnýt atferlisgreining, viðbótardiplóma

Námið er tilvalið fyrir alla sem vilja gefa af sér. Hagnýt atferlisgreining hefur opnað allskyns dyr fyrir mig og ég finn hvað þessi þekking er eftirsótt á mínu starfssviði. Það er svo gefandi að geta stuðlað að framförum hjá fólki sem maður er að vinna með og mikill heiður að fá að hafa jákvæð áhrif á komandi kynslóðir.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs[hja]hi.is

Samfélagsmiðlar

Fylgdu okkur á FacebookInstagram og YouTube!

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.